Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 13 Morgunblaðinu hefur borist eftirfar- andi yfirlýsing frá Hilmari Þór Hilmarssyni, stjórnarmanni í Hrað- frystistöð Þórshafnar, vegna um- mæla stjórnarformanns Samherja og HÞ í Morgunblaðinu nýverið. „Varðandi frétt í Morgunblaðinu hinn 11. nóvember sl. um málefni HÞ hf. vill Hilmar Þór Hilmarsson, stjórnarmaður í fyrirtækinu, gera eftirtaldar athugasemdir við mál- flutning Finnboga Jónssonar, stjórnarformanns HÞ hf. og Sam- herja hf. Haft er eftir Finnboga að hann telji bæði verð á skipinu og aflaheim- ildum hafa verið eðlilegt. Það er skiljanlegt að Finnbogi telji verðið rétt, þar sem hann er bæði seljand- inn (stjórnarformaður Samherja) sem upphaflega ákvað verðið og stærð pakkans einhliða og kaupandi pakkans (stjórnarformaður HÞ) sem samþykkti verðið. Það vill þó þannig til að það eru a.m.k. 34 aðilar í hluthafahópi kaup- andans sem eru ekki sammála og ekki sáttir við verðið. Sá hópur ósk- aði eftir á hluthafafundi í HÞ að fram færi mat tveggja dómkvaddra mats- manna á verðgildi skips og aflaheim- ilda. Ákvörðunin yrði síðan borin á ný undir hluthafafund þegar mats- verð lægi fyrir. Það er nú allur glæpurinn sem 14,2% hluthafa í fyrirtækinu framdi, það að hafa skoðun og vera ekki sam- mála einhliða aðgerðum meirihlut- ans. Það hlýtur hvert mannsbarn að sjá að það ætti að vera sjálfsagður hlutur lagalega, og/eða að minnsta kosti siðferðilega að seljandi ákveði ekki einhliða og í krafti yfirráða sinna yfir kaupanda, verð á skipi og aflaheimildum sem í þesssu tilfelli gera meira en að tvöfalda skuldir kaupandans HÞ hf. Það hlýtur að vera ástæða til að virða rétt minni- hlutans og taka tillit til óska hans ekki síst í svona tilfelli þar sem selj- andinn er aðalhluthafinn í fyrirtæk- inu sem kaupir. Ég hef fulla trú á að það séu fleiri á þessari skoðun en 34 hluthafar í HÞ og það væri full ástæða til að þeir segðu sitt álit. Finnbogi talar um að fjögur meg- inatriði hafi legið til grundvallar því að stjórn HÞ hafi ákveðið að leggja til við hluthafafund að kaupa Þor- stein EA. Í fyrsta lagi að bolfiskheimildir HÞ sem hafi verið leigðar á undan- förnum árum og Samherji hafi þá stefnu að nýta þær heimildir sem fé- lög sem Samherji á í fá úthlutað. Ég virði þá skoðun Samherja að nýta beri þær heimildir sem félögum er úthlutað, en mín skoðun er sú að það þurfi ekki að kaupa um 700 milljóna fjölveiðiskip til að nýta þær heimild- ir. Ég sé ekki að það sé ástæða til fyrir HÞ að fara að frysta bolfisk út á sjó, á sama tíma og félög sem hafa verið brautryðjendur í þeirri grein, ekki síst Samherji, eru að hverfa frá þeirri leið og leggja aukna áherslu á landvinnslu. Ástæða þess að heimildirnar hafa verið leigðar er einfaldlega sú að það hefur gefið HÞ mesta framlegð að gera það. Sú framlegð hefur verið notuð til að greiða niður skuldir, ásamt því að efla veiðar og vinnslu á kúfiski hjá HÞ. Í öðru lagi talar Finnbogi um heimildir HÞ í norsk- íslenskri síld. Óumdeilt er að tekjur skipsins verða meiri með því að geta fryst síldina úti á sjó. Á móti kemur að sama síld er ekki brædd í landi í fiskimjölsverksmiðju félagsins sem hefur verið að gefa góða framlegð. Í þriðja lagi varðandi veiðar á upp- sjávarfiski í flottroll. Það er rétt að skip HÞ hafa ekki haft þann möguleika. Mín skoðun er sú að það þurfi ekki á þessu stigi að kaupa sérstakt skip til þess að geta veitt í flottrollið. Júpiter okkar bless- aður þó aldraður sé hefur fram að þessu getað séð um að veiða nánast allan uppsjávarkvóta HÞ með sóma og af því hefur verið ágæt framlegð. Skipti á veiðiheimildum við aðrar út- gerðir sem hafa möguleika til flot- trollsveiða er mun heppilegri kostur fyrir HÞ og kæmi til með að skila mun meiri arði. Í fjórða lagi um 40% aukningu uppsjávarveiðiheimilda HÞ og styrkingu rekstrargrunns. Það er rétt að um umtalsverða aukningu er að ræða og þó það nú væri fyrir um 700 milljónir. Aukn- ingin í loðnu verður 31,89%, aukning í kolmunna 540% en í síld engin því að það var seldur strax einn kvóti í íslenskri síld. Talan 40% sem Finnbogi nefnir finnst mér frekar villandi og hlýtur að fara eftir því hvaða úthlutun kvóta verður úr einstökum stofnum. Það er rétt að geta þess til upplýsinga að skuldir HÞ aukast einnig um rúm 100% við umrædda fjárfestingu. Það fer því eftir hvernig til tekst með reksturinn hvort raunhæfara er að tala um styrkingu eða veikingu rekstrargrunns fyrirtækisins. Finnbogi talar um mjög skýra nið- urstöðu hluthafafundar og að um 86% þeirra sem tóku afstöðu hafi verið samþykk kaupunum á Þor- steini. Þessi tala er röng eða í það minnsta mjög villandi. Mæting á hluthafafundinn var 94,73%. Það voru nákvæmlega 74,37% hluthafa á fundinum sem samþykktu kaupin, 13,52% sögðu nei og 12,11% sátu hjá eðaskiluðu auðu. Af þeim sem sam- þykktu hafði Samherji í hendi rúm 60%. Það er engin ástæða að mínu mati og beinlínis fölsun að þeir sem sátu hjá séu taldir með þeim hóp sem samþykktu gjörninginn frekar en að vera taldir með þeim sem sögðu nei. Varðandi verðmat á veiðiheimild- unum og skipinu sem er aðalágrein- ingsefnið hef ég það að segja, að krafa minnihlutans hefur verið skýr frá upphafi. Að fengið verði mat tveggja dómkvaddra matsmanna á verðgildi skips og aflaheimilda. Það er tilgangslaust að þrátta um hvaða skipasali er reyndastur eða umsvifa- mestur. Það er lögmál markaðarins sem á að vera lagt til grundvallar til að ákvarða verð á aflaheimildum og skipum en ekki geðþóttaákvarðanir. Það hvað búið er að eyða í breyt- ingar á Þorsteini í gegnum árin kem- ur hluthöfum HÞ ekkert við, það er markaðsverð sambærilegra skipa á hverjum tíma sem á að ráða verð- lagningu. Það er staðreynd að á sama tíma og kaupin á Þorsteini fóru fram þá var keypt skipið Grindvíkingur til landsins á 450–460 milljónir og er það álit margra að um mun öflugra skip en Þorstein sé að ræða. Við í stjórn HÞ þurftum fyrir skemmstu að bíta í það súra epli við söluna á Neptúnusi að kaupandinn vildi ekki greiða nema 5 milljónir fyrir hann, sem kannski er naumast verðgildi dekkkranans á skipinu sem settur var um borð fyrir fáum árum. Markaðurinn réð. Stjórnarmönnum og ekki síst stjórnarformönnum í fyrirtækjum á að vera ljós lagaleg skylda og ábyrgð þeirra varðandi hagsmuni viðkom- andi fyrirtækis og allra hluthafa, ekki bara sumra,“ að því er fram kemur í yfirlýsingu. Yfirlýsing frá stjórnarmanni í HÞ Klapparstíg 44, s. 562 3614 Nýtt útlit í stáli Froðuþeytari fyrir cappucino Verð 2.995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.