Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU TVEIR skipsskrokkar komu til Hafnarfjarðar um helgina. Þeir voru byggðir í Póllandi fyrir skipasmíða- stöðvarnar Ósey hf. í Hafn- arfirði og Þorgeir & Ellert hf. á Akranesi. Skips- skrokkarnir eru hvor um sig 36,50 metra langir og 8,50 metra breiðir. Endan- leg smíði fer síðan fram hjá Ósey hf. og Þorgeiri & Ell- ert hf., en áætlað er að af- henda skipin fullbúin í maí á næsta ári. Kaupendur skipanna eru fær- eysku útgerðarfyrirtækin P/F Stjörnan og P/F Pólarhav, sem bæði eru í eigu feðganna Osmund og Tummas Justinussen í Leirvík í Færeyjum. Skipin eru togskip og verða gerð út sem ísfisktogarar. Þetta er sjötta og sjöunda skipin sem verður smíð- að fyrir færeyskar útgerðir á síðustu árum fyrir tilstilli Óseyjar, en Vignir Demusson tæknifræðingur hefur teiknað og hannað skipin. Sæborg FD sjósett Fimmta skipið sem Ósey smíðar fyrir Færeyinga á síðustu tveimur árum var sjósett í síðustu viku. Það er togskipið Sæborg FD 830 og verður það afhent eftir um hálfan mánuð. Skipið er 12. nýsmíðin sem sjósett er hjá Ósey hf. á undanförn- um 4 árum. Um er að ræða 22 metra langt og 6,5 metra breitt skip og er eigandi skipsins útgerðarfyrirtækið P/F Sæ- borg í Leirvík í Færeyjum, en eig- endur þess eru feðgarnir Osmund og Tummas Justinussen. Ósey hf. hefur þegar afhent þessu útgerðarfyrirtæki eitt skip, en það var togskipið Fríðborg FD 727. Sæborg FD 830 er systurskip tog- skipsins Gáshövda, sem afhentur var eigendum sínum í maí síðastliðnum. Skipið er sérútbúið til togveiða. Allur vindubúnaður er smíðaður hjá Ósey hf. og samanstendur hann af tveimur togvindum, tveimur neta- vindum, akkerisvindu og gilsavindu. Aðalvél og ljósavélar eru af gerð- inni Mitsubishi, og siglinga- og fiski- leitartæki eru frá Furuno. Vignir Demusson segir að það hafi reynst Óseyjarmönnum hagkvæmt að láta smíða skips- skrokkana í Póllandi. Það geri þeim kleift að einbeita sér að endanlegum frágangi og stytta þannig afhending- artíma skipanna, en Ósey hefur ávallt skipt við sama aðilann í Pól- landi. Skrokkarnir tveir sem komu nú síðast til landsins séu þeir stærstu til þessa og því hafi þurft að draga þá hingað til lands, en hinir fyrri og styttri voru fluttir með flutninga- skipum til Hafnarfjarðar. Þar sé um ísfisktogara að ræða og verði þeir útbúnir til svokallaðra tvílembings- veiða, það er að þeir dragi eitt troll saman. Þess vegna hafi verið leitað til Þorgeirs & Ellerts á Akranesi um smíði annars skipsins til að hægt væri að afhenda þau bæði í einu. Fyllilega samkeppnisfær Ósey hefur einnig smíðað nokkur skip fyrir íslenzka útgerðarmenn og er hið stærsta þeirra Geir ÞH, 22 metra vertíðarbátur. Vignir segir að Ósey sé fyllilega samkeppnisfær í verði og gæðum og sé jafnframt tilbúin til þess að taka að sér smíð fleiri báta og stærri fyrir íslenzkar útgerðir sé þess óskað. Hann segir að þegar séu í gangi ákveðnar þreif- ingar um smíð stærri skipanna, 36,5 metra langra ísfisktogara, en ekkert sé fast í hendi. „Það virðist sem margir útgerð- armenn séu að hugsa um að fara í út- gerð millistórra báta, vertíðarbáta eða lítilla ísfisktogara, og við verðum tilbúnir til að smíða fyrir þá þegar og ef af því verður,“ segir Vignir Demusson Sæborg FD var sjósett hjá Ósey í síðustu viku og verður afhent fljótlega. Smíða togara fyrir Færeyjar Ósey hefur lokið smíði 12 báta á síðustu fjórum árum Úr þessum skrokki verður til 36,5 metra langur ísfisktogari, sem afhenda á kaup- endum í Færeyjum í maí á næsta ári. NÚ hefur verið landað rétt tæpri hálfri milljón tonna af kolmunna í ís- lenzkum höfnum. Þetta er það lang- mesta sem landað hefur verið af kol- munna hér á landi á einu ári, en ljóst er að meira á eftir að berast á land. Íslensk fiskiskip hafa landað alls um 420.000 tonnum hér á landi og einhverju smávegis í Færeyjum. Heildarkvótinn er 547.000 tonn, svo enn eru óveidd ríflega 25.000 tonn af honum. Erlend fiskiskip, einkum færeysk, hafa landað tæplega 74.000 tonnum í íslenzkum höfnum. Mest af kolmunna hefur komið á land hjá Síldarvinnslunni í Neskaup- stað, 109.000 tonn. Eskja á Eskifirði hefur tekið á móti 96.600 tonnum. Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði er með 73.300 og Síldarvinnslan á Seyðisfirði með 73.000 tonn. Aðrar verksmiðjur eru með mun minna, en Tangi hf. á Vopnafirði er í fimmta sætinu með 35.200 tonn. Hálf milljón tonna af kolmunna GÍFURLEGUR viðbúnaður er nú í Bretlandi en opinber heimsókn George W. Bush Bandaríkjaforseta til Bretlands hefst í dag. Öryggis- gæsla hefur verið aukin til muna vegna komu Bush en bresk yfirvöld eru viðbúin þeim möguleika að hryðjuverkamenn reyni að láta til skarar skríða á meðan Bandaríkja- forseti er staddur í landinu. Þá er mikill viðbúnaður vegna fyrirhug- aðrar mótmælagöngu í London nk. fimmtudag en gert er ráð fyrir því að tugir þúsunda manna muni þar lýsa andúð sinni á herför Bandaríkjanna í Írak og á Bush forseta. Heimsóknin hefur mælst misjafn- lega fyrir í Bretlandi, m.a. vegna hinnar umdeildu herfarar Banda- ríkjamanna í Írak en forsetinn mun í heimsókn sinni m.a. hitta ættingja breskra hermanna sem hafa fallið í Írak. Hann mun funda með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, en Blair hefur verið helsti banda- maður Bush í baráttunni gegn al- þjóðlegum hryðjuverkum. Herinn verður „í boði Íraka“ Fulltrúi Ítala í sérstakri ráðgjaf- arnefnd landstjórans í Írak, Paul Bremer, hefur sagt af sér. Segist Marco Calamai afar ósáttur við stefnuna sem Bandaríkjamenn hafa markað í uppbyggingarstarfinu. Hann segir Sameinuðu þjóðirnar þurfa að koma að málum sem fyrst. Á sunnudag hafði Bush Banda- ríkjaforseti ánægju sinni með nýjar áætlanir sem fela í sér að írösk bráðabirgðastjórn taki við stjórnar- taumunum í Írak fyrir lok júnímán- aðar á næsta ári. Áætlanir Banda- ríkjamanna, sem íraska framkvæmdaráðið hefur lagt bless- un sína yfir, eru þessar:  Búið verði að skipa bráðabirgða- stjórn í Írak í síðasta lagi 30. júní 2004.  Hernámi Bandaríkjamanna í Írak ljúki í síðasta lagi 30. júní 2004. Bandarískir hermenn verða þó áfram í landinu „í boði Íraka“.  Bráðabirgðastjórn sú, sem tekur við völdum fyrir júní-lok á næsta ári, skrifi stjórnarskrá og leggi í dóm kjósenda í þjóðaratkvæða- greiðslu.  Fyrir árslok 2005 verði búið að halda kosningar. Ný ríkisstjórn verði mynduð á grundvelli niður- stöðu þeirra í samræmi við orða- lag nýrrar stjórnarskrár. Bush sagði að ástand öryggismála í Írak myndi ráða því hversu margir bandarískir hermenn yrðu í landinu eftir að Írakar hafa tekið við stjórn mála. Um 130 þúsund bandarískir hermenn eru nú í Írak. „Við förum hvergi fyrr en verkefninu er lokið, svo einfalt er það,“ sagði Bush. Áætlanir Bandaríkjamanna gera nú ráð fyrir að á næstu mánuðum verði fulltrúar allra þjóðarbrota í Írak valdir til að taka sæti á þingi sem síðan hefði það hlutverk að skipa bráðabirgðastjórn er tæki við völdum í síðasta lagi 30. júní 2004. Fengi stjórn þessi það verkefni að skrifa stjórnarskrá fyrir landið og leggja í dóm kjósenda í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Í kjölfarið yrðu síðan haldnar kosningar og ný ríkisstjórn mynduð á grundvelli þeirra. Á þessu ferli að vera lokið fyrir árslok 2005. Haft var eftir háttsettum banda- rískum embættismanni að hernámi Bandaríkjamanna í Írak myndi ljúka 30. júní á næsta ári en að hersveitir á vegum Bandaríkjanna yrðu áfram í landinu „í boði Íraka“. Yrði um sam- bærilegt fyrirkomulag að ræða og í Japan, Bretlandi, og í Sádí-Arabíu. Opinber heimsókn Bush til Bretlands hefst í dag Reuters Bandarískir hermenn ráðast inn í hús í Bagdad í gær til að leita vopna. Bandaríkjamenn felldu í gær sex menn sem þeir sögðu að hefðu verið stuðningsmenn Saddams Husseins. „Hann er á svæðinu og við þurfum að handsama hann eða drepa,“ sagði Paul Bremer, landstjóri í Írak, í gær um Saddam. „Hann á sér enga framtíð hér.“ Mikill viðbúnaður hjá bresku lögreglunni London, Bagdad. AFP. KVIÐDÓMUR dómstóls í Virginia Beach í Virginíuríki lýsti í gær John Allen Mu- hammad sekan um að hafa notað riffil, bíldruslu og ung- ling sem dáði hann til að myrða fólk af handahófi úr launsátri á Washington-svæð- inu í fyrra. Ákvörðun refsingar er nú í höndum dómara, þ.e. hvort Muhammad verði dæmdur til dauða eða í lífstíðarfangelsi. Félagi hans, hinn 18 ára gamli, Lee Boyd Malvo, sem tók þátt í glæpum Muhammads, bíður dóms í öðrum réttarhöldum. Muhamm- ad sak- felldur Virginia Beach. AP. MIKIL óvissa er í stjórnmálum Katalóníuhéraðs á Spáni eftir kosn- ingarnar á sunnudag en vinstrisinn- aður þjóðernissinnaflokkur er nú kominn í lykilstöðu. Ljóst er, að það mun kynda enn undir kröfunni um aukið sjálfstæði héraðsins. Kristilega demókratasambandið, CiU, þjóðernissinnaður hægriflokk- ur, sem verið hefur við stjórnvölinn í Katalóníu frá 1980, fékk 46 menn kjörna og 30,93% atkvæða, heldur minna í prósentum en Sósíalista- flokkurinn, PSC, sem fékk 31,17 % en ekki nema 42 menn. Í þriðja sæti kom síðan Vinstrisinnaði lýðveldis- flokkurinn, ERC, með 16,47% og 23 menn. Lestina rak svo Þjóðarflokk- ur, PP, Jose Maria Aznars, forsætis- ráðherra Spánar, með 15 menn af alls 135 á héraðsþinginu. Í kosning- unum 1999 fékk CiU 56 menn kjörna á móti 50 mönnum sósíalista. Stóru flokkarnir, Ciu og PSC, vilja báðir auka fullveldi Katalóníu innan spánska ríkisins en ERC vill hins vegar stefna að fullu sjálfstæði. Stjórnarmyndun verður því erfið og samstarf stóru flokkanna þykir ekki líklegt vegna þess, að í augum kjós- enda væri það yfirlýsing um óbreytt ástand. Í kosningunum urðu einnig þau tímamót, að Jordi Pujol, leiðtogi CiU í aldarfjórðung, dró sig í hlé en eft- irmaður hans er Artus Mas. Óvissa eftir kosn- ingar í Katalóníu Barcelona. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.