Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Það er nýbúið að vísa þér úr Verkamannaflokknum. Hversu mikið áfall var sú niðurstaða? Brottreksturinn var áfall, enda hef ég verið í flokknum í 36 ár. Ég get þó ekki sagt að niðurstaðan hafi komið mér á óvart. Ég hafði átt von á því að haldin yrðu sýndarrétt- arhöld yfir mér og það er nákvæm- lega það sem gerðist. Hefurðu tekið ákvörðun um hvað þú gerir næst: muntu reyna að fá brottreksturinn ógiltan eða ætl- arðu einfaldlega að bjóða þig fram næst sem óháður? Við erum að undirbúa stofnun nýrrar stjórnmálahreyfingar sem mun bjóða fram í öllum kjör- dæmum í Englandi og í Wales í kosningum til Evrópuþingsins í júní á næsta ári. Um er að ræða breið- fylkingu ýmissa afla – þ.á m. hreyf- inguna Stöðvum stríðið sem í apríl skipulagði mótmælaaðgerðir í London sem tvær milljónir manna tóku þátt í – og helstu stefnumál framboðsins verða krafan um að Írakar fari sjálfir með völd í Írak, andstaða við hina fyrirhuguðu stjórnarskrá Evrópu, andstaða við hnattvæðinguna, auk þess sem byggt verður á umhverfissjónarmiðum. Ég hyggst jafnframt höfða mál fyrir dómstólum gegn Verkamannaflokknum. Hvernig hafa íbúarnir í kjördæmi þínu brugðist við ákvörðun forystu Verkamannaflokksins? Þeir hafa fylkt sér á bakvið mig. Rödd fólksins, eins og hún hefur birst í fjölmiðlunum, staðfestir þetta. Enda hef ég fjórum sinnum borið sigur úr býtum í kosningum í kjördæminu. Talar þú fyrir hönd „hins þögla meirihluta“ eins og Nixon sagðist á sínum tíma gera eða ert þú einn þíns liðs, á reiki um hina pólitísku eyðimörk? Skoðanakannanir benda allar til þess að meirihluti landsmanna deili sjónarmiðum mínum að því er varð- ar stríðið í Írak. Raunar sýnir sú nýjasta að meira en 60% almennings í Bretlandi telur að náið samband Blairs og Bush sé skaðlegt fyrir þetta land. Ég er að tala á fundum víðs vegar um landið á degi hverjum – stundum er ég á þremur fundum einn og sama daginn – og ég get fullvissað þig um að meirihluti fólksins er allt annað en þögull. Hverju svararðu þeirri ásökun að þú hafir hvatt araba til að berjast við breska hermenn í Írak? Hún er ósönn. Ég hvatti breska hermenn til að óhlýðnast „ólöglegum“ skipunum, nokkuð sem hermönnum hefur ver- ið skylt að gera allt frá Nürnberg- réttarhöldunum í Þýskalandi, og ég bað líka ríkisstjórnir arabaland- anna um að skrúfa fyrir olíu- kranann. Ég hvorki reiknaði með því, né fór fram á, að herir araba- ríkjanna gripu til vopna gegn okkar hermönnum – ljónunum sem stjórnað var af ösnum. Þú hittir Saddam Hussein nokkr- um sinnum. Fæstir geta sagt sömu sögu. Hvernig kom hann þér fyrir sjónir? Ég hitti hann tvisvar sinnum, í fyrra skiptið í örskamma stund fyr- ir áratug, og síðan rétt fyrir stríðið en þá var ég að reyna – án árang- urs, eins og átti eftir að koma á dag- inn – að stuðla að einhverju sam- komulagi. Saddam tók afskaplega vel á móti mér – arabar eru jafnan höfðingjar heim að sækja – og hann var afskaplega áhugasamur og fróður um Bretland og Evrópu. Hann býr líka, hvaða skoðun svo sem þú hefur á honum, yfir miklum persónutöfrum. Ert þú ósammála þeim yfirlýsingum Blairs og Bush að veröldin sé öruggari staður í dag nú þegar Sadd- am Hussein er ekki lengur við völd í Írak? Það grætur engin stjórn hans, aðeins hvernig staðið var að því að koma henni frá. Aðstæður Íraka munu kannski fara batnandi – í veraldlegum skilningi hafa þeir það ennþá mun verr en þeir áttu áður að venjast – en innrásin, þetta ólöglega stríð, hefur gert það að verkum að veröldin er hættulegri staður en áður. Og hún á eftir að verða enn hættulegri. Hvert er álit þitt á Bush? Bush er hálfgerður fáráðlingur og stríðsæsinga- maður. Lítils virtur hugmyndafræðingur sem var kjörinn forseti á óréttlátan og ólýðræðislegan máta. Er einhver eðlislæg þversögn milli fyrirbærisins stjórnmálaflokkur og hugmyndarinnar um að menn leyfi sér sjálfstæða hugsun? Þannig ætti það ekki að vera en í reynd er það kannski þannig. Stjórnarmálahreyfing sem sann- arlega er öflug ætti að hvetja til að menn nýti mál- frelsi sitt og beiti sjálfstæðri hugsun. Slíkt leiðir venjulega til framfara. Því miður er Verkamanna- flokknum í dag stjórnað af lítilli klíku sem má ekki heyra orðið sjálfstæði nefnt. Spurt og svarað | George Galloway Saddam býr yfir persónutöfrum Breski þingmaðurinn George Galloway er umdeildur í meira lagi. Hann hefur lengi verið forystu Verkamannaflokksins óþægur ljár í þúfu og hann var meðal helstu andstæðinga þess að Blair-stjórnin styddi árásina á Írak. Galloway svaraði nokkrum spurningum sem lagðar voru fyrir hann. George Galloway ’ Því miður erVerkamanna- flokknum í dag stjórnað af lítilli klíku sem má ekki heyra orðið sjálf- stæði nefnt. ‘ Davíð Logi Sigurðsson | david@mbl.is FYRIR ári stóð Let- izia Ortiz í ökkla- djúpri, svartri drullu niðri á strönd og flutti þjóðinni fréttir af olíumeng- unarslysi. Næsta sumar mun þessi fréttaþula leggja frá sér hljóðnemann, taka í hönd Felipe krónprins og verða væntanleg drottning á Spáni. Það er ekkert nýtt í Evrópu að almúga- fólk giftist inn í kon- ungsættir og Ortiz er eins mikil al- múgakona og hægt er að verða. Þrjátíu og eins árs, útivinn- andi og fráskilin. Móðir hennar, sem er einnig fráskilin, er hjúkrunarfræð- ingur. En þetta er í fyrsta sinn sem kona af almúgaættum mun væntanlega taka við krúnunni sem eitt sinn prýddi höfuð Ísabellu sem gerði út Kristófer Kólumbus. Samkvæmt skoð- anakönnunum eru Spánverjar himinlifandi, og þá ekki einungis yfir því að krónprinsinn þeirra, sem er 35 ára, kvænist spænskri konu, heldur líka að tilhugalíf væntanlegra konungshjóna hefur alveg verið laust við öll hneyksl- ismál, sem plaga svo margar evr- ópskar konungsfjölskyldur. Val Felipes á brúði end- urspeglar þær breytingar sem orðið hafa á spænsku þjóðfélagi. Skilnaður var ólöglegur í landinu til 1981. „Núorðið er svo að segja ógerningur að kalla saman fimm eða sex fullorðna án þess að ein- hver þeirra eða barnanna þeirra hafi gengið í gegnum skilnað,“ segir Carmen Iglesias, fram- kvæmdastjóri opinberrar hugveitu um stjórnarskrá og dómskerfi Spánar. Fyrir tuttugu árum voru konur einungis 28% af vinnuafli í land- inu. Nú er áætlað að hlutfallið sé komið nær 40 prósentum. Þetta konunglega brúðkaup, sem í vændum er, telst „sögulegt en í fullu samræmi við það samfélag sem við lifum í við upphaf 21. ald- arinnar“. Spænska konungsfjölskyldan nýtur mikillar virðingar, ekki síst vegna þess stóra þáttar sem faðir Felipes, Jóhann Karl konungur, átti í að koma aftur á lýðræði á Spáni eftir nærri fjögurra áratuga einræðisstjórn sem lauk með dauða Franciscos Francos 1975. Þess hafði verið beðið með óþreyju að krónprinsinn veldi sér konu. Í mörg ár hafa sambönd hans við konur verið endaslepp, sumir segja að foreldrar hans hafi bundið enda á sum þeirra. Hann kynntist Ortiz í kvöldverðarboði í Madríd fyrir rétt rúmu ári og síð- astliðið vor varð sambandið fyrst alvarlegt. Trúlofun þeirra var til- kynnt 1. nóvember. Mikið var talað um það á Spáni í síðustu viku þegar parið kom fram opinberlega og Ortiz átaldi Felipe fyrir að grípa fram í fyrir sér. Hún var að útskýra fyrir fréttamönnum hvernig hún myndi takast á við breytta hagi þegar Felipe reyndi að koma að orði. „Leyfðu mér að klára,“ sagði hún og greip í handlegginn á honum. Prinisinn hló hjartanlega en orð Ortiz fóru sem eldur í sinu um spænska fjölmiðla. Spænska rík- isarfanum og væntanlegum æðsta yfirmanni hersins hafði verið sagt að þegja. Á skopmynd í blaðinu El Mundo var Felipe að vara föður sinn við því að hann mætti búast við sömu ádrepunni frá vænt- anlegri tengdadóttur ef áramóta- ávarpið hans yrði of langt. Í skoðanakönnun kváðust 60% þátttakenda ánægð með vænt- anlega prinsessu, og margir eldri Spánverjar telja hana mun betri kost en þær erlendu stúlkur sem prinsinn hefur sýnt áhuga, t.d. norsku fegurðardísina Evu Sann- um sem sat fyrir í undirfataaug- lýsingum og var mynduð ber- brjósta á baðströnd. El Mundo birti nýverið á for- síðu viðtal við fyrrverandi eig- inmann Ortiz, lítt þekktan rithöf- und að nafni Alonso Guerrero Perez. Hann óskaði fyrrverandi konu sinni og prinsinum alls hins besta. Spænska ríkisarfanum sagt að þegja Madríd. AP. Reuters Letizia Ortiz sýnir hringinn þegar trúlofun hennar og Felipes krónprins, sonar Jóhanns Karls kon- ungs og Soffíu drottningar, var tilkynnt. Spánverjar eru sagðir hæstánægðir með væntanlega brúði Felipes krónprins, frá- skilda sjónvarpsfréttakonu sem greinilega er með munninn fyrir neðan nefið. ’ Val Felipes ábrúði endurspeglar þær breytingar sem orðið hafa á spænsku þjóðfélagi ‘ BANDARÍSKIR vísindamenn greindu frá því í síðustu viku að sér hefði tekist að búa til gervi- veiru sem étur bakteríur. Einung- is tók tvær vikur að búa veiruna til, en hún er gerð úr tilbúnum erfðavísum. Gerviveiran nefnist Phi-X174 og var hönnuð samkvæmt erfða- lykli sínum. Verkið tók aðeins tvær vikur, en með öðrum aðferð- um tekur nokkur ár að ná sam- bærilegum árangri, samkvæmt upplýsingum Bandarísku vísinda- akademíunnar. Þetta gæti orðið fyrsta skrefið í átt að lækningu við ýmsum sjúk- dómum sem nú eru ólæknanlegir, að sögn vísindamannanna. Einnig kann að verða mögulegt að bakteríuætan eyði eitruðum úrgangi og geri kleift að búa til líf- verur sem þrífast við mjög erfiðar aðstæður, t.d. í sterkri geislun eða mikilli mengun. Við smíði veirunnar notuðu vís- indamennirnir efni sem þegar eru á markaðinum og tækni sem þeg- ar var fyrir hendi. Stjórnandi verksins var Craig Venter, yfir- maður Institute for Biological Energy Alternatives, og naut það styrks frá bandaríska orkumála- ráðuneytinu. Bakteríuæta búin til Gæti nýst gegn eitruðum úrgangi Washington. AFP. GARRY Kasparov vann í fyrradag þriðju skákina í einvíginu við ofurtölv- una „X3D Fritz“ og standa þau nú jafnt að vígi með 1,5 vinninga hvort. Síðasta skákin verður tefld í dag. Í fyrstu skákinni í einvíginu, sem fer fram í New York, var jafntefli en „X3D Fritz“ vann aðra skákina. Við taflmennskuna notar Kasparov þrí- víddargleraugu og horfir á skákborð, sem virðist fljóta í lausu lofti. Getur hann snúið borðinu á alla vegu með stýripinna og leikur sína leiki með munnlegum fyrirmælum. Kasparov, sem almennt er talinn besti skákmaður í heimi þótt hann hafi tapað heimsmeistartitlinum til Vladímírs Kramníks fyrir þremur ár- um, er nú að tefla sitt þriðja einvígi við tölvu. Hann tapaði fyrir „Deep Blue“ 1997 og gerði jafntefli við „Deep Junior“ í febrúar sl. „X3D Fritz“ og Kasparov Úrslita- skákin í dag New York. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.