Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 21
AUSTURLAND MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 21 urnar vekja spurningar um hvernig standa megi betur að eflingu heilsu- gæslunnar og forvarna almennt í framtíðinni. Líta ætti til staða eins og Egilsstaða við skipulagningu á gæðamálefnum og forvörnum innan heilsugæslunnar. „Áhersla ætti að vera á gæðaþjón- ustu þar sem heilbrigðisstarfsfólk gefur sér nægan tíma með sjúkling- um til almennra upplýsinga og fræðslu um sjúkdóma. Þar sem mik- il vöntun er á almennri heim- ilislæknaþjónustu, eins og til að mynda á höfuðborgarsvæðinu, er þetta sérstakt áhyggjuefni. Vara ætti við uppbyggingu heilbrigð- Egilsstaðir | „Læknar á Egils- stöðum hafa öðrum læknum fremur lagt sig fram um að upplýsa og ráð- leggja foreldrum um eðlilegan gang öndunarfærasýkinga, svo sem vægr- ar miðeyrnabólgu sem oftast lagast af sjálfu sér, frekar en að grípa allt- af til sýklalyfjávísana,“ segir Vil- hjálmur Ari Arason læknir. Hann, ásamt heimilislæknisfræði HÍ, sýklafræðideild LSH og Landlækn- isembættinu hafa staðið að rann- sókn á sýklalyfjaávísanavenjum lækna og ónæmisþróun helstu valda bakteríusýkinga barna á Íslandi sl. 10 ár. Rannsóknin var gerð árin 1993, 1998 og 2003 á 1–6 ára göml- um börnum í Hafnarfirði, Vest- mannaeyjum, Bolungarvík og á Eg- ilsstöðum og nágrenni. Fyrstu niðurstöður voru kynntar nú í haust á Norræna heim- ilislæknaþinginu í Finnlandi og verða almenningi kynntar nið- urstöðurnar nánar í vetur. Besti árangurinn á Egilsstöðum „Skoðuð voru eins og í tvö fyrri skiptin um 1.000 börn, teknar sýkla- ræktanir úr nefkoki og sýkla- lyfjaávísanir barna og ástæður skoð- aðar sl. 12 mánuði í sjúkraskýrslum og með spurningalistum til for- eldra,“ segir Vilhjálmur Ari. „Þátt- taka í rannsókninni var mjög góð á öllum stöðunum eða yfir 80% og 92% á Egilsstöðum þar sem öllum börnum á aldrinum 1–6 ára var boð- in þátttaka. Rannsókninni er nú lok- ið og sýnir að á Egilsstöðum hefur á tíu ára tímabili náðst bestur árangur í að fækka penicillín-ónæmum pneumókokkum, en stofn sem var þar um 18% af sýnum 1998 fannst þar ekki í vor. Foreldrar á Egils- stöðum eru að sama skapi meðvit- aðri um afleiðingar ofnotkunar á sýklalyfjum hvað viðkemur hætt- unni á auknu sýklalyfjaónæmi og eru tilbúnari að bíða með sýkla- lyfjagjöf fyrir börn sín.“ Með stærstu heilbrigðis- ógnum heimsins „Sýkingar og vandamál þeim tengd eru stærsta heilbrigðisvanda- mál barna hér á landi sem og víða annars staðar í hinum vestræna heimi“ segir Vilhjálmur Ari. „Sýkla- lyfjaónæmi er orðið ein af stærstu heilbrigðisógnum heimsins í dag. Læknar hafa verið hvattir til að meðhöndla ekki vægar sýkingar sem lagast af sjálfu sér, svo sem vægar miðeyrnabólgur, vegna hættu á frekara sýklalyfjaónæmi helstu sýkingarvalda. Vandamál tengd eyrnabólgu eru gríðarlega algeng hér á landi ef ráða má af tíðni rörísetninga í hljóð- himnur eins og komið hefur fram í niðurstöðum rannsóknanna, þar sem þriðja hvert barn fær rör hér á landi. Sú tíðni er margfalt algengari ráðstöfun en þekkist hjá öðrum þjóðum. Tíðnin var samt minnst á Egilsstöðum, þar sem aðeins 17% barna fengu rör, en mest var hún um 44% í Vestmannaeyjum. Þegar tíðni rörísetninga lækkar á sama tíma og tíðni meðhöndlaðrar eyrna- bólgu með sýklalyfjum, benda nið- urstöður til að eyrnaheilsa barna á Héraði sé síst verri en annars staðar á landinu, þrátt fyrir minni sýkla- lyfjanotkun. Hún er þvert á móti mun betri. Þetta er út af fyrir sig verðugt rannsóknarefni.“ Vil- hjálmur Ari segir það sláandi hversu vel sé verið að gera á Egils- stöðum og full ástæða til að vekja athygli á því. Hann segir jafnframt að sýnt hafi verið fram á í öllum áföngum rann- sóknarinnar að sýklalyfjanotkuninni fylgi aukin áhætta á að börn beri í nefkoki svokallaða penicillín ónæma pneumókokka, en pneumókokkar eru algengasti valdur bakteríusýk- inga í efri loftvegi manna og veldur m.a flestum lungnabólgum og eyrnabólgum. Ólík samfélög í varðandi heilsugæslu og forvarnir Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að mikill munur er á sýklalyfjaávísunum til barna eftir landsvæðum en þar sem best lætur, á Egilsstöðum, hefur sýkla- lyfjanotkun minnkað um 2⁄3 á sl. tíu árum og er þrisvar sinnum minni í dag samanborið við þann stað þar sem hún er mest. Vilhjálmur Ari segir fimmfaldan mun koma fram á tíðni tóbaksreyk- inga á heimilum barna á Egils- stöðum, eða aðeins tæplega 5% mið- að við 18 til 27% á hinum stöðunum þremur sem rannsakaðir voru. Þótt ekki sé sýnt fram á beint orsaka- samband milli sýklalyfjanotkunar barna og reykinga á heimilum, vekja niðurstöðurnar spurningar um menningarlega ólík samfélög á Ís- landi þegar kemur að málefnum heilsugæslunnar og forvarna, í það minnsta hvað varðar lyfjaneyslu og tóbaksneyslu almennings. Vekur stórar spurningar Vilhjálmur Ari telur niðurstöð- iskerfis sem byggist að miklu leyti á bráðavöktum og skyndilausnum. Óþarfa lyfjaávísanir auka á heil- brigðiskostnað og leiða til óöryggis sjúklinga um eigið heilsufar. Óhóf- leg lyfjaneysla getur einnig leitt til alvarlegra afleiddra heilbrigð- isvandamála eins og t.d. lyfja- ónæmis þegar sýklalyf eiga í hlut og þau notuð óskynsamlega. Rann- sóknir okkar sýna að þessari þróun má snúa við ef viljinn er fyrir hendi og eðlilega er staðið að uppbyggingu heilsugæslunnar í landinu í sam- stilltum hópi starfsmanna, sem láta sér annt um fagleg gæðamál eins og virðist eiga sér stað á Egilsstöðum.“ Færri börn þurfa rör í eyru á Egilsstöðum samkvæmt niðurstöðum tíu ára rannsókna Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Hraustir íþróttaskólakrakkar á Egilsstöðum: Þurfa minna af penicillín- gjöfum en aðrir jafnaldrar þeirra, segir í niðurstöðum rannsóknar. Notkun sýklalyfja þrefalt minni „Skýringa á þessum rann- sóknaniðurstöðum má ef til vill leita í því að við höfum hér nokkuð lokað samfélag landfræðilega séð. Fólkið á Fljótsdalshéraði þarf allt að leita hingað á heilsugæsluna um læknishjálp, þar sem yfirveguð stefna gagnvart sýklalyfjagjöfum hefur verið mörkuð. Þá skiptir máli að sama læknateymið er alltaf á vakt, þannig að fólk fær þjónustu sömu lækna og meðhöndlun því í samhengi. Læknar hér hafa mikið samráð og sömu stefnu í meðhöndl- un t.d. á eyrnabólgum, sem og öðr- um þáttum lækninga.“ Þetta segir Pétur Heimisson, yfirlæknir Heilsu- gæslunnar á Egilsstöðum, um rann- sóknaniðurstöður þær sem hér eru birtar. „Það hefur lengi verið leitast við að nota hér tiltölulega þröngvirk lyf, litlar byssur á litla sýkla en ekki fallbyssur á allt. Það ber á það að líta að fólk er al- mennt skynsamt og tekur þeim val- kosti að gefa ekki börnum sínum sýklalyf ef þess þarf ekki, með já- kvæðu hugarfari. Þetta ásamt sam- henginu í læknisþjónustunni hér er væntanlega það sem skiptir sköp- um.“ Skiptir sköpum að fólk er skynsamt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.