Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 23
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 23 A NDREA er 11 ára stelpa frá Menorca, lítilli eyju sem tilheyrir Spáni og er rétt hjá Mallorca sem Íslendingar þekkja svo vel sem ferðamannastað. Andreu langar mikið til Íslands og hún varð himinlifandi að hitta fjóra íslenska krakka í Brussel í síðustu viku. Hún hitti þau Davíð Magnússon, Sunnu Wium, Guðmund Garðarsson og Snædísi Vagnsdóttur sem eru í 7. bekk Grunnskólans í Ólafsvík. Þau fréttu í lok sumars að þau yrðu fulltrúar Íslands í svokallaðri Co- meniusar-viku í Belgíu í nóvember þar sem krakkar á aldrinum 10-12 ára frá 30 Evr- ópulöndum hittust í Brussel í fjóra daga. A.m.k. tveir kennarar voru með hverjum hópi og alls hittust því hátt í 200 manns í þessari „höfuðborg“ Evrópu og skiptust á skoðunum, dönsuðu, sungu, spiluðu og spjölluðu. Atli Alexandersson og Guðrún Svein- björnsdóttir, kennarar við Grunn- skólann í Ólafsvík, fóru með íslensku krökkunum. Fiskibollur og veiðiferð Sunna, Snædís, Davíð og Guð- mundur segjast hafa lært töluvert í ferðinni og voru ánægð með dag- skrána. Ferðin í skemmtigarðinn Mini Europe fannst þeim öllum skemmtilegust og Sunna nefndi líka að það hefði verið skemmtilegast á kvöldin þegar allir höfðu frjálsan tíma. Sex manna hópur frá hverju landi fékk lítinn bás til að sýna verkefnin sem unnin hafa verið innan Comeni- usar-samstarfsins. Verkefni Grunn- skólans í Ólafsvík snýst um mismun- andi matarmenningu í samstarfs- löndunum, en að verkefninu hafa komið grunnskólabörn og -kennarar í Frakklandi, Þýskalandi, Englandi og Ítalíu ásamt Íslendingunum. Reynd- ar hafa Davíð, Sunna, Guðmundur og Snædís ekki komið nálægt þessu verkefni fyrr en í ferðinni til Brussel þar sem það var kynnt, heldur eru það nemendur sem nú eru í 9.-10. bekk sem hafa unnið verkefnið sem verður lokið næsta vor. Samstarfsfundir eru haldnir reglu- lega á því þriggja ára tímabili sem hvert verkefni stendur og þá hittast nokkrir nemendur og kennarar frá hverju landi, bera saman bækur sín- ar og vinna saman í tengslum við verkefnið. Samstarfsfundur var hald- inn í Þýskalandi 2001 og eru slíkir fundir áformaðir á Ítalíu í janúar nk. og í Frakklandi næsta vor. Þá fara nokkrir nemendur og kennarar og vinna að verkefnum með samstarfs- hópnum. Síðasta vor var slíkur samstarfs- fundur haldinn í Ólafsvík. Þar var fiskur umfjöllunarefnið og allir lögð- ust á eitt við að búa til fiskibollur og fiskrétti og farið var í veiðiferð. Myndir frá þessum viðburðum var meðal þess sem gestir í Borschette, ráðstefnumiðstöðinni í Evrópuhverf- inu í Brussel, gátu augum litið í vik- unni. Langar að sjá hveri og jökla Einnig var þar að sjá verkefni Andreu og félaga frá Spáni sem fjallar um mismunandi menningu samstarfslandanna og markmiðið er að auka virðingu fyrir allri menningu og stöðva kynþáttahatur. Andrea var ein af þeim sem sá íslenska básinn og skoðaði hann oft. „Já, mig langar mjög mikið að skrifast á við íslenska krakka,“ svaraði Andrea brosandi þegar Guðrún kennari og íslensku krakkarnir buðu henni netföngin sín. Andrea sá sjónvarpsþátt um Ísland og hefur síðan haft áhuga á landinu. Hún hefur ekki farið til útlanda fyrr en núna til Brussel og vildi gjarnan koma til Íslands. „Mig langar að sjá hveri og jökla,“ segir hún. Snjóinn hefur hún séð í Pýrenea-fjöllunum en aldrei snjóar á Menorca, þar sem hún býr í borginni Ciutadella de Men- orca. Menntaáætlun Evrópusam- bandsins hefur nú leitt til þess að strengur hefur mynd- ast á milli Ólafsvíkur og Ciut- adella og óhætt er að segja að fleiri slíkir strengir hafi myndast og muni myndast með fleiri Comeniusar- verkefnum.  MENNTUN| Comenius-verkefni koma á tengslum yfir landamæri í nútíð og framtíð Strengir um alla Evrópu Morgunblaðið/Steingerður Hjá íslenska básnum: Nemendurnir Snædís, Sunna, Davíð og Guðmundur og kennararnir Guðrún og Atli fyrir aftan. Sex Ólafsvíkingar hittu nemendur og kennara víðs vegar úr Evrópu á Comeniusar-viku í Brussel í síðustu viku. Steingerður Ólafsdóttir slóst í för með þeim þar sem þau sýndu verkefni sitt um matarmenningu og skoðuðu önnur. steingerdur@mbl.is Markmiðið er að auka virð- ingu fyrir allri menningu og stöðva kyn- þáttahatur Strengur á milli Spánar og Íslands: Andrea frá Menorca ásamt kenn- aranum sínum Montserrat og Snædísi og Sunnu frá Ólafsvík. TENGLAR ....................................... www.olafsvikurskoli.ismennt.is HVER gæti ekki hugsað sérað setjast í stól að loknumerfiðum vinnudegi, eða kannski á miðjum vinnudegi, og fá baknudd og jafnvel láta nudda fæt- urna í leiðinni? Nú eru nokkrar gerðir að fullkomnum nuddstólum komnar á markað hér á landi, en stólarnir eru framleiddir hjá Family Co. í Japan. Fyrirtækið hefur framleitt og þró- að nuddstóla frá árinu 1962. Árið 1974 kom fyrsti stóllinn á markað sem líkir eftir mannlegri snertingu en nýjasta uppfinningin kom á markað 2000. Sá stóll er með inn- rauðum nemum sem skanna bakið og sá sem í stólnum situr fær síðan Shiatsu-nudd, svokallað þrýstinudd, sem sérstaklega er miðað að hans þörfum. Stólarnir hafa verið vinsælir hjá fyrirtækjum og getur starfsfólk sest niður í erli dagsins og hresst sig við í góðu nuddi. Sumar gerðir eru með sérstöku morgun- og kvöldnuddi og er þá morgunnuddið ætlað til að auka orku fólks fyrir átök dagsins, en kvöldnuddið til að róa fólk niður fyrir svefninn. Tónlist í takt við nudd Nýjasta gerðin, FIC 2003, var val- in ein af bestu uppfinningum ársins 2001 af Time Magazine í Bandaríkj- unum. Sá stóll býður upp á að hægt er að hlusta á tónlist í takt við þá tegund nudds sem valin er. Eftir að sest er í stólinn, skannar innbyggður innrauður nemi bakið til að nuddið verði eins nákvæmt og mögulegt er. Þegar heyrnatólin eru sett á höfuðið og tónlistin byrjar, nuddar stóllinn í takt við tónlistina. Sem dæmi um eiginleika full- komnasta stólsins er hægt að velja heilnudd, nudd fyrir stífar axlir, nudd fyrir verki í neðra baki, shiatsu þar sem þrýstipunktar eru nudd- aðir, nudd fyrir verki í fótum og mjöðmum og nudd í setu sem nudd- ar læri, rassvöðva og rófubein. Fræga fólkið í Hollywood er sagt hafa ánetjast þessum stólum. Þar á meðal eru leikarar í þáttunum Will og Grace, en stóllinn var notaður í sviðsmynd í þátt- unum þar sem þeir fengu að kynn- ast eiginleikum hans. Heilsu- umboðið ehf. flytur stólana inn og kosta þeir frá 323.700 kr. til 465.000 kr. Sest í nudd  HEILSA TÖLVULEIKIR eru ekki bara fyrirstráka heldur geta allir haft smekkfyrir þeim. Margir eru haldnir rang- hugmyndum af því tagi að konur hafi ekki gaman af tölvuleikjum og þeir séu bara fyrir karla, þ. á m. framleiðendur tölvuleikja sjálf- ir, að mati Önnu Larke sem vinnur fyrir tölvuleikjaframleiðandann Argonaut. Sumir halda að konur hafi aðeins gaman af tölvuleikjum sem eru hlutverkaleikir, púslu- spil eða ævintýraleikir, að því er fram kemur í samtali við Larke á fréttavef BBC. En það er aðeins ein af ranghugmyndunum sem uppi eru um konur og tölvuleiki. Sumir halda að tölvuleikir séu alls ekki fyrir konur, aðeins karla eða stráka og þá sérstakar manngerðir. „Í raunveruleikanum er þetta bara spurning um persónulegan smekk fyrir tölvuleikjum eins og kvikmyndum, bókum eða sjónvarps- þáttum,“ segir Anna Larke. Vinna hennar felst í að þróa hugmyndir að tölvuleikjum og hún segist ekki hugsa um hvað höfði sérstaklega til kvenna í hugmyndavinnunni, heldur að finna hvað sem flestum þyki gaman að spila, óháð kyni. Henni finnst sjálfri gaman að spila tölvuleiki eins og Half Life, The Sims eða Goldeneye, eftir því í hvaða skapi hún er. Larke hefur unnið að hönnun á Harry Potter-- tölvuleikjunum og nefnir þá sem dæmi um leiki sem eiga að höfða til allra. „Að mínu mati eiga tölvuleikjaframleið- endur ekki að einblína á hvaða gerðir tölvu- leikja höfði til kvenna vegna þess að slík hugsun styrkir aðeins staðlaðar ímyndir kynjanna. Það er móðgun við þær konur sem spila tölvuleiki, sérstaklega ef tölvuleikirnir eru merktir „fyrir stelpur“,“ segir Anna Larke og hvetur framleiðendur til að auglýsa tölvuleiki líka í svokölluðum kvennablöðum. Tölvuleikir fyrir alla, ekki bara karla Morgunblaðið/Jim Smart Ekki bara fyrir stráka: Bæði kynin hafa gam- an af tölvuleikjum en oft mismunandi smekk.  TÖLVULEIKIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.