Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 24
LISTIR 24 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ DAGSKRÁ helguð skáldi mánaðar- ins, Matthíasi Johannessen, var í Þjóðmenningarhúsinu á Degi ís- lenskrar tungu, síðastliðinn sunnu- dag. Guðrún Jóhanna Jónsdóttir söng við undirleik Ólafs Vignis Al- bertssonar lög eftir Jón Ásgeirsson og Pál Ísólfsson við ljóð Matthíasar og Sigurður Skúlason leikari las úr verkum Matthíasar. Þá spjallaði skáldið sjálft um verk sín. Morgunblaðið/Þorkell Matthías Johannessen, Guðríður Sigurðardóttir forstöðumaður Þjóðmenningarhússins og Jón Ásgeirsson. Ólafur Vignir Albertsson og Guðrún Jóhanna Jónsdóttir söngkona. Dagskrá um skáldskap Matthíasar ÞEIR þrennir tónleikar helgar- innar sem hér er fjallað um eiga það sameiginlegt að vera allir hljóðfæra- tónleikar og á hverjum og einum var tónlistin helguð ákveðnu tímabili tónlistarsögunnar. Á þeim fyrstu var flutt íslensk tónlist frá lokum 20. aldar og upphafi þeirrar 21. þar sem hljóðfærin voru nýtt til hins ýtrasta með ýmsum óhefðbundnum aðferð- um og hljóðum ásamt tónbandsnotk- un. Á þeim næstu voru verk norður- þýskra meistara orgeltónlistar, þar á meðal Bach sem var fyrstur org- elleikara til að nota alla fimm fing- urna við hljómborðsleik og var fyrir vikið hæddur opinberlega í ræðu og riti svo að elsti sonur hans þurfti að standa í bréfaskriftum til að verja gjörðir föður síns. Á þeim þriðju var flutt létt og í eyrufallandi Vínartón- list frá síðari hluta 18. aldar. Á þeim tíma voru einmitt mjúku eða stig- lausu styrkleikabreytingarnar að ryðja sér til rúms og þóttu ákaflega ómúsíkalskar og sá Leopold Mozart sig tilneyddan að vara son sinn Wolfgang við þessarri firru. Tónleikarnir í tónleikaröðinni 15:15 á Nýja sviði Borgarleikhússins voru að þessu sinni helgaðir dúóum eftir Atla Heimi Sveinsson sem hafa samheitið Grand duo concertante. Atli hefur samið fimm dúó undir þessu heiti sem bera númerin I–V og voru þrjú fyrstu og það síðasta flutt á þessum tónleikum. Það sem bindur þessi stóru dúó saman fyrir utan nafnið er notkun tónbands. Á tónbandinu hafa söngkonurnar Mar- grét Pálmadóttir, Jóhanna Þórhalls- dóttir og Jóhanna Linnet ásamt börnum af Nesinu með fóstrum sín- um lagt fram liðsinni sitt með ýms- um hljóðum og söng. Öll fjögur dúó- in sem hér voru flutt eiga það sameiginlegt að Atli gerir miklar, fjölhæfar og teknískar kröfur til flytjendanna jafnt og hljóðfæranna. Hann teygir oft á tíð- um þolið til hins ýtr- asta hjá hljóðfærum, hljóðfæraleikurum og áheyrendum og getur einnig að sama skapi verið fallega blíður og melódískur. Öll verkin eru samin fyrir ákveðna hljóðfæraleik- ara sem Atli þekkir vel og treystir. Þetta gerir honum kleift að nýta hæfileika hvers og eins til hins ýtrasta. Grand duo concert- ante I (Handanheimar) er samið 1991 fyrir Guðrúnu Birgisdóttur og Martial Nardeau og frumflutt af þeim. Samspil kvenna- og barna- raddanna á tónbandinu við flauturn- ar svo og samtöl flautnanna er allt smekklega útfært frá hendi Atla og verkið gefur oft tilefni til að íhuga hvað sé handan hins sýnilega heims og hvar mörkin eru við Handanheim og þegar tónlistin deyr út í eilífðina í lokin er þögnin eins og framhald og um leið spurning. Túlkun þeirra Guðrúnar og Martial og samspil allt var óaðfinnanlegt og gerði verkið hrífandi og aðlaðandi. Grand duo concertante II (Schu- mann er skáldið) fyrir flautu, klarin- ett og tónband samdi Atli 1993 fyrir Kolbein Bjarnason og Guðna Franz- son. Verkið er í fjórum þáttum sem allir sækja titla til verka Schu- manns. Og í lokaþættinum má heyra Adagióið úr A-dúr kvartett Schu- manns leikið veikt af tónbandinu sem annars er notað á svipaðan hátt og í fyrsta dúóinu. Flutningur þeirra Kolbeins á þverflautu og bassaflautu og Guðna var góður eins og von var á og skynjaði maður oft geðsveiflur Schumanns í gegnum verkið. Grand duo concertante III (Opnar dyr) fyrir flautu, selló og tónband samdi Atli 1995 fyrir Áshildi Har- aldsdóttur flautuleikara og Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara og frum- fluttu þær verkið í Par- ís í mars 1995. Hér sáu þeir Kolbeinn Bjarna- son og Sigurður Hall- dórsson um flutninginn og komu sínu vel til skila að venju. Verkið er í fjórum þáttum og notar Atli enn barna- og kvenraddir á tón- bandinu en þó með nýj- um effektum og hefur bætt við flautu og selló- leik. Verkið er flutt sem ein heild án áber- andi kaflaskila. Grand duo concert- ante V (...til vökunnar helkalda voða- draums). fyrir sópran-, baritónsaxa- fón og tónband er samið 2001 fyrir Vigdísi Klöru Aradóttur og Guido Baeumer. Enn tengir Atli saman fyrri dúó með tónbandinu og hefur enn bætt við rásum og nú er tón- bandið orðið ansi kröftugt og drekkti oft á tíðumn saxafónunum sem þandir voru út á ystu mörk tón- sviðsins og getu og komust þau Vig- dís og Guido mjög vel frá sínu. Allir listamennirnir sem hér komu fram eru löngu þjóðkunnir fyrir færni sína og þarf því ekkert að orð- lengja um frammistöðu þeirra sem var aðdáunarverð. Það er engin lygi að segja að það sé töluvert áreiti fyrir eyru og höfuð hlustandans að innbyrða þessi fjög- ur löngu dúó á einum tveggja tíma tónleikum með mjög stuttu hléi. Verkin eru mjög misjafnlega eyrna- væn, sum nokkuð vel og önnur minna eins og gengur og gerist og er breytilegt eftir smekk og þjálfun hvers og eins. Samt hefði undirrit- aður gjarnan viljað heyra öll dúóin fimm í réttri tímaröð. Norður-þýskir barokkmeistarar Barokktónskáldin Dietrich Buxte- hude (1637–1707), Johann Pachelbel (1653–1706) og Georg Böhm (1661– 1733) voru allir samtímamenn Jo- hanns Sebastians Bach (1685–1750) og höfðu allir mikil áhrif á meist- arann. Þegar Bach var við nám í Lü- neburg sat hann löngum stundum við orgelbekk Böhms í Jóhannesar- kirkjunni og naut tilsagnar hans, þó svo að hann væri ekki formlegur nemandi Böhms. Pachelbel var org- anisti í fæðingarbæ Bachs nokkrum árum áður en meistarinn kom í heiminn og því þekktur þar og gam- all samstarfsmaður pabba gamla. Bach kynnti sér snemma tónsmíða- tækni Pachelbels með því að afrita verk hans. Einnig er þekkt sú saga þegar Bach fór fótgangadi til Lü- beck til að hlýða á og kynnast meist- ara Buxtehude í Maríukirkjunni og dvaldi þar mun lengur en til stóð. Það var því vel til fundið hjá Kára Þormar organista í Áskirkju að leika eingöngu verk fjórmenninganna á tónleikunum á sunnudaginn var. Kári lék Prelúdíu og fúgu í D dúr BuxWV 139 eftir Buxtehude, Partít- una Was Gott tut das ist wohlgetan eftir Pachelbel, Orgelkóral yfir faðir vorið, Vater unser im Himmelreich, eftir Böhm og þrjú verk eftir Bach, Tríósónötu nr. 4 í e moll BWV 528, Orgelkóralinn BWV 645, Wachet auf, ruft uns die Stimme, sem upp- haflega var tenóraría úr kantötu nr. 140 en Bach umskrifaði sjálfur fyrir orgel og síðast Orgelkonsertinn nr. 2 í a moll BWV 593 sem byggður er á konsert op. 3 nr 8 eftir Vivaldi. P. Brun Orgel Áskirkju er hljóm- hreint og skýrt og því mjög vel fallið fyrir þessa tegund norður-þýskra barokkorgelverka. Tríósónata Bachs er mjög erfið í flutningi og registreringin naut sín ekki alltaf til fulls og verður það að skrifast á upp- setningu orgelsins, en orgelkórallinn BWV 645 og Konsertinn BWV 593 hljómuðu sérlega vel og voru verð- ugir lokatónar tónleikanna. Mozart að mestu Aðrir tónleikar í samstarfi Tríós Reykjavíkur og Hafnarborgar voru helgaðir Mozart og vini hans Jan K. Vanhal, sem einnig gekk undir nafn- inu Johann Baptist Wanhal. Gunnar Kvaran var í fríi, en þau Guðný Guðmundsdóttir og Peter Máté voru á sínum stað og gestur þeirra að þessu sinni var Sigurður Ingi Snorrason klarinettleikari. Allt eru þetta þjóðkunnir listamenn sem fyrir löngu hafa spilað sig inn í hjarta áheyrenda. Vanhal var tónskáld, fiðluleikari og organisti, fæddur í Bæheimi 1739 og hélt til Vínarborgar til náms og kennslu, dvaldi á Ítalíu 1769–1771 en hélt þá aftur til Vínar þar sem hann lést 1813. Hann var góður vinur Haydns og Mozarts sem og kennara síns Dittersdorf og lék í strengja- kvartettum með þeim öllum. Mörg verka hans voru einmitt frumflutt af Haydn í höllum Esterházy-fjölskyld- unnar. Eftir Vanhal voru flutt Tríó í Es dúr Op. 20 nr. 5 fyrir klarinettu, fiðlu og píanó og Sónata í B dúr fyrir klarinettu og píanó. Mozart samdi flest sín klarinettverk fyrir Stadler vin sinn og fluttu þeir mörg þeirra saman, svo mun t.d. vera með Ad- agioið í F dúr KvV 580a fyrir klarin- ett og píanó og Tríóið KV 498 í Es dúr fyrir klarinett, víólu og píanó. Einnig voru flutt Sónata KV 301 (293a) og Rondó úr Haffnerserenöð- unni (kvöldlokkunni) fyrir fiðlu og píanó, það síðara í útsetningu Fritz Kreislers. Peter stóð undir nafni og stóð sem klettur í gegnum alla tónleikana, öruggur og fumlaus að vanda og virtist ekkert hafa fyrir lífinu. Klar- inettið og fiðlan náðu að mynda fal- legan samhljóm hjá Sigurði og Guð- nýju og hvort um sig fór á kostum í einleiksverkunum. Má þar nefna Rondóið úr Haffnerkvöldlokkunni þar sem Guðný sendi slíka útgeislun að salurinn sat sem lamaður á með- an. Einnig má nefna Vanhal sónöt- una hjá Sigurði sérstaklega, en það er erfitt að gera upp á milli verk- anna sem voru öll sérlega vönduð og vel mótuð í flutningi og samspil þeirra þremenninganna var mjög gott. Þrennir tónleikar – ólíkir í tíma og rúmi TÓNLIST Borgarleikhúsið 15:15 TÓNLEIKARÖÐ Atli Heimir Sveinsson: Grand duo con- certante I, II, III & V. Guðrún Birgisdóttir, Martial Nardeau og Kolbeinn Bjarnason á flautur, Guðni Franzson á klarinett, Sig- urður Halldórsson á selló, Vigdís Klara Aradóttir á sópransaxófón og Guido Beaumer á barítonsaxófón. Laugardag- urinn 15. nóvember 2003 kl. 15.15. Áskirkja ORGELTÓNLEIKAR Kári Þormar leikur orgelverk eftir D. Buxtehude, J. Pachelbel, Georg Böhm og J. S. Bach. Sunnudagurinn 16. nóvember 2003 kl. 17.00. Hafnarborg KAMMERTÓNLEIKAR Tríó Reykjavíkur (Guðný Guðmundsdóttir á fiðlu og víólu og Peter Máte á píanó), gestur Sigurður Ingvi Snorrason á klarin- ett. Verk eftir Jan Vanhal og W. A: Moz- art. Sunnudagurinn 17. nóvember 2003 kl. 20.00. Jón Ólafur Sigurðsson Atli Heimir Sveinsson LISTAMANNS- SPJALL Ólafs Elíassonar í fyrir- lestrasal Tate Modern í London verður sent út beint á Netinu kl. 18.30 í dag. Gest- um gefst færi á að fylgjast með spjallinu á stóru sýningartjaldi í fjölnotasal Lista- safns Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Viðmælandi Ólafs er Dominic Wills- don sem er sýningarstjóri hjá Tate Modern.Vefslóð safnsins er www.tate.org.uk. Ólafur Elías- son á Netinu Ólafur Elíasson ÚLFHILDUR Dagsdóttir bók- menntafræðingur heldur erindi um myndbönd Bjark- ar í Þjóðarbók- hlöðunni kl. 20 annað kvöld. Erindið er í tengslum við sýn- inguna „Humar eða frægð – Smekkleysa í 16 ár“. Erindi um Björk Björk ♦ ♦ ♦ ÍSLENDINGAR eru langötulastir Norðurlandabúa að fara í leikhús að því er kom fram á vefsíðu norsku út- varpsstöðvarinnar P4 á dögunum. Þannig voru leikhúsheimsóknir Ís- lendinga um 74 fyrir hverja 100 íbúa í fyrra, en samsvarandi tölur fyrir hin Norðurlöndin eru 44 leikhúsferð- ir í Danmörku, 38 í Svíþjóð, 35 í Finnlandi og loks rekur Noregur lestina með 33 leikhúsheimsóknir. Norska dagblaðið Aftenposten fjallaði einnig um málið og kom þar fram að þrátt fyrir slælegan leik- húsáhuga Norðmanna hefur leikhús- ferðum þar í landi engu að síður fjölgað um 20.000 frá 1996 en dönsk- um leikhúsgestum hefur fækkað um 25.000 á sama tíma. Alls eiga Norðurlandabúar að baki um 9,2 milljónir leikhúsheimsókna árið 2002 og hefur leikhúsferðum því fjölgað um 170.000 frá því 1995. Íslendingar fara oftast í leikhús ♦ ♦ ♦ HLÍN Agnars- dóttir leikstjóri kynnir sænska leikskáldið Lars Norén í kaffistofu Norræna hússins á fimmtudags- kvöldið kl. 21. Hlín hefur þýtt tvö verka hans á íslensku, Frukt- ansvärd lycka og Löven i Vallom- rosa, sem á íslensku fengu titlana Hræðileg hamingja og Laufin í Skuggadal. Hlín hefur fengið tvo leikara, þau Steinunni Ólafsdóttur og Valdimar Flygenring, til að leika brot úr báðum verkunum. Fjallað um Lars Norén Lars Norén
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.