Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Y FIRSKRIFT ráðstefn- unnar, sem á annað hundrað manns sóttu, var „Íslenskur áliðnað- ur – ný meginstoð efnahagslífsins“. Með því var verið að benda á að áliðnaðurinn hér á landi er orðin ein mesta útflutnings- greinin. Vöxturinn er ekki bara bundinn við Ísland, heldur er stöðugt verið að framleiða meira ál á heims- markaði, svo mikið að framboðið er talsvert umfram eftirspurnina, eins og fram kom í máli fyrirlesara á ráð- stefnunni. Þó var ekki að heyra að það ylli mönnum sérstökum áhyggj- um. Milljón tonn árið 2010? Í erindi Ragnars Guðmundssonar, framkvæmdastjóra fjármála- og stjórnunarsviðs Norðuráls á Grund- artanga, kom m.a. fram að útflutn- ingsverðmæti áls og annarrar stór- iðju, einkum kísiljárns, myndi nærri þrefaldast á næstu árum. Verðmætið á síðasta ári hefði verið um 35 millj- arðar króna en miðað við stækkun Norðuráls og tilkomu Alcoa yrði verðmætið á bilinu 75 til 90 milljarð- ar árið 2008. Það yrði um 38% af öllu útflutningsverðmæti þjóðarinnar, miðað við um 20% í fyrra, og kæmi næst á eftir sjávarútveginum. Miðað við svipaðan afla og í dag taldi Ragn- ar að hlutur sjávarútvegs í útflutn- ingsverðmæti Íslands yrði um 50% árið 2008 en á síðasta ári var hlut- fallið um 62%. Spáði Ragnar því að árið 2010 gætu rúm milljón tonn af áli verið framleidd hér á landi, ef stækkunaráform Alcan í Straumsvík gengju eftir. Árið 2008 gæti ársfram- leiðslan numið um 700 þúsund tonn- um, en til samanburðar var hún 274 þúsund tonn á síðasta ári. Ragnar greindi einnig frá áhrifum Norðuráls á umhverfi sitt á Vestur- landi. Þau hefðu almennt verið já- kvæð, bæði með fjölgun íbúa og hærri tekjum þeirra og minnkandi atvinnuleysi. Sem dæmi um mikinn áhuga á störfum hjá Norðuráli sagði Ragnar að árið 1998 hefðu um 1.500 manns, um 1% alls vinnuafls í land- ársins 1973, hefði þróun r verið niður á við. „En við aldrei ná núllinu,“ sagði Na hughreysta viðstadda og hlátur fyrir. Nappi sagði samkeppni hafa aukist stöðugt, ekki ba fyrirtækja, heldur við aðra tegundir. Framleiðslan o leiðslugetan væri jafnfr aukast og hlutur stærstu f anna um leið að minnka með verum, einkum í Kína og R Þannig hefðu sex stærstu fy framleitt um 45% af öllu á inum árið 2002 en samsvara ur þeirra verið 77% árið 197 sagði framboð og eftirspurn hafa nokkurn veginn haldist frá árinu 1998 en nú væri s að í hinum vestræna heim framboðið 20,9 milljónum to en eftirspurnin 20,5 m tonna. Sagði Nappi ennfremur sinna aukinni framleiðsl næstu árum þyrfti eftirspur að aukast um 4%. Tók ha um álver sem væru að hæ semi á þessu ári, sem a framleitt um 500 þúsund sama tíma væru álfyrirt reisa ný álver á þessu ári s framleitt nærri 800 þúsu Áform væru uppi um 500 tonna aukningu árið 2004, n þúsund tonna álver ættu Kanada, Dubai og Bahrein og sagðist Nappi hafa á stundu í undirbúningi fyr síns bætt Íslandi á kortið f 2006 og 2007 vegna st Norðuráls og tilkomu Al væri þetta aukning um 2,8 inu, sótt um 150 störf í álverinu. Nú væri svo komið að næsthæstu með- allaunin á Vesturlandi væru greidd á Grundartanga, næst á eftir sjávarú- veginum. Meðallaun starfsmanna Norðuráls hefðu verið 35% yfir með- altali á landinu á síðasta ári. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra ávarpaði ráðstefnugesti. Sagði hún raunverulegan ávinning hafa orðið af uppbyggingu áliðnaðar hér á landi. Með minni möguleikum á auknum vexti í hefðbundnum at- vinnugreinum, eins og landbúnaði og sjávarútvegi, hefðu stjórnvöld lagt mikla áherslu á að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. Ferðaþjónustan væri í örum vexti og uppbygging í áliðnaði hefði tekist afar vel. Hún sagði góða reynslu vera af þeim álverum sem störfuðu hér á landi, Norðuráli og Alcan, áður Ísal. Þau hefðu haft góð áhrif á sitt nánasta umhverfi. Að sögn Valgerðar hefur veriðp skipuð nefnd til að fjalla um mögu- leika og frekari þróun áliðnaðar hér á landi. Formaður nefndarinnar hef- ur verið skipaður Garðar Ingvars- son, sem lengi hefur stýrt markaðs- skrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar, MIL. Framboðið meira en eftirspurnin Dr. Carmine Nappi, yfirmaður greiningardeildar Alcan í Kanada, móðurfyrirtækis álversins í Straumsvík, flutti erindi um stöðu ál- markaðarins á heimsvísu, þróun hans og horfur, ógnir og tækifæri. Í máli Nappis kom m.a. fram að álverð undanfarin fimm ár hefði sveiflast til en hefði jafnt og þétt hækkað á þessu ári. Yfir lengra tímabil, allt aftur til Álið nálgast fi Ráðstefna um íslenskan áliðnað á Hótel No í gær var fyrsti atburðurinn sem fyrirtæk Norðurál, Alcan og Alcoa standa að í samein Björn Jóhann Björnsson sat ráðstefnuna, r við einn fyrirlesarann og fann hve mikil bjar er ríkjandi um framtíð áls. Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, var ráðstefnustjóri og er hér á fremsta bekk á stóðu að ráðstefnunni, þeim Mike Baltzell frá Alcoa, dr. Carmine Nappi frá Alcan í Kanada og Ragnari FORSTÖÐUMAÐUR Alþjóðlegu áliðnaðarstofn- unarinnar, Robert John Chase, segir í viðtali við Morgunblaðið að Ísland geti auðveldlega tekið forystu í áliðnaðinum á næstu árum þar sem tvö af stærstu álfyrirtækjum heims, Alcoa og Alcan, hafi komið sér fyrir hér á landi og Norðurál sé í örum vexti. Chase flutti fyrirlestur á álráðstefn- unni á Hótel Nordica í gær um sjálfbæra þróun í áliðnaði, verkefni sem stofnun hans, Int- ernational Aluminium Institute (IAI), vinnur að. Snýr verkefnið einkum að félagslegum, um- hverfislegum og efnahagslegum áhrifum álvera á þau samfélög sem þau búa í. Unnið er eftir ákveðnum markmiðum sem álfyrirtækin hafa sett sér að ná á næstu árum og áratugum. Meðal þeirra markmiða er að fyrir árið 2010 hafi út- blástur mengandi efna frá álverum dregist veru- lega saman, t.d. um 80% í flokki flúorkolefn- issambanda miðað við hvert framleitt tonn árið 1990. Árið 2001 var staðan sú að útblástur efn- anna hafði minnkað um 70% frá árinu 1990. Af öðrum markmiðum IAI má nefna að draga á úr slysatíðni í álverum um 50% fyrir árið 2010 frá því sem var árið 2000. a þ l f u a t o ú k a r H u m b i h s f s i s Chase segir að eftirspurn eftir áli um þessar mundir sé mikil. Hráefnið eigi sér bjarta fram- tíð. Reiknað sé með enn meiri notkun á áli til að framleiða samgöngutæki eins og flugvélar og bíla. Ársframleiðslan hjá álfyrirtækjunum sé í dag um 26 milljónir tonna og verði nálægt 30 milljónum í lok þessa áratugar. Hann segir álið vissulega eiga í samkeppni við önnur hráefni í framleiðsluiðnaði, einkum plast og kolefnistrefj- Ísland getur tekið forystu Morgunblaðið/Kristinn Robert J. Chase, forstöðumaður IAI í London. KJARASAMNINGAR OG ÞARFIR EINSTAKLINGSINS Verzlunarmannafélag Reykjavík-ur hefur á undanförnum árumhaft frumkvæði að ýmsum at- hyglisverðum nýjungum í kjarabar- áttu. Þannig samdi félagið í síðustu kjarasamningum um svokallað mark- aðslaunakerfi, en með því er leitazt við að taka mið af aðstæðum og getu ein- stakra fyrirtækja eða fyrirtækjahópa til að greiða hærri laun, og jafnframt lögð áherzla á að ávinningur hagræð- ingar skili sér til launþega. VR hefur lagt áherzlu á að framleiðniaukning í fyrirtækjum nýtist til þess að launþeg- ar geti unnið styttri vinnuviku og þann- ig haft meiri tíma fyrir fjölskyldu sína og áhugamál. Á fundi Landssambands íslenzkra verzlunarmanna sl. föstudag viðraði Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, hugmyndir sem sumar hverjar hafa heyrzt áður, um aukið valfrelsi laun- þega um form á kjarabótum. „Markmið kjarasamninga hlýtur að vera að tryggja viðunandi starfskjör fyrir hóf- legan vinnutíma og auka þannig lífs- gæði fólks. Sveigjanleiki á vinnumark- aði þarf að vera til staðar til hagsbóta fyrir alla aðila og miðast við þarfir hvers og eins. Kjarabarátta á næstu ár- um mun því mótast meira en áður af hagsmunum og þörfum einstaklings- ins. Af þeim sökum þarf að taka aukið tillit til þátta eins og fjölskyldu, mennt- unar, hæfni, ábyrgðar og aldurs,“ sagði Gunnar Páll í ræðu sinni á þinginu. „Launþegar líta mjög mismunandi aug- um á samsetningu launa sinna og bygg- ist það að stórum hluta á aldri viðkom- andi. Ég tel að við verðum að gefa launþegum aukinn möguleika á því að velja með hvaða hætti þeir taka kjara- bætur sínar hverju sinni, t.d. er varðar laun, orlof og lífeyri.“ Meðal þeirra möguleika, sem Gunn- ar Páll benti á, var að í stað beinnar launahækkunar gæti fólk valið hærri iðgjaldagreiðslur í lífeyrissjóð, lengra orlof eða námsleyfi. Hér stígur VR enn eitt athyglisvert skref í átt frá þeirri yfirþyrmandi við- leitni til miðstýringar, sem ríkt hefur í gerð kjarasamninga á Íslandi. Í síðustu samningum VR og vinnuveitenda má segja að viðurkennt hafi verið að taka verði mið af aðstæðum og rekstri ein- stakra fyrirtækja eða fyrirtækjahópa, í stað þess að miða launataxta við greiðslugetu verst settu fyrirtækj- anna, eins og tilhneiging hefur verið til. Verði þær hugmyndir, sem Gunnar Páll viðraði, að veruleika má segja að tekið hafi verið tillit til þess að launþegum hentar ekki öllum það sama þegar gerður er kjarasamningur. Sá sem á t.d. húsnæði sitt skuldlaust, er búinn að koma upp börnum sínum og farinn að horfa til elliáranna, er jafnvel líklegri til að vilja bætt lífeyriskjör en beina launahækkun. Sá, sem telur sig fremur þurfa meiri tíma með fjölskyldunni en meiri peninga, velur hugsanlega lengra orlof. Sá, sem telur að hann þurfi að bæta möguleika sína í harðnandi sam- keppni á vinnumarkaðnum velur e.t.v. fremur námsleyfi en launahækkunina. Það hljóta að vera gagnkvæmir hags- munir vinnuveitenda og launþega að þessar hugmyndir fái nánari skoðun. Þær geta stuðlað að því að fyrirtækin fái bæði betra og ánægðara starfsfólk og að launþegar fái valið á milli þeirra mismunandi lífsgæða, sem launavinnan gerir þeim kleift að njóta. SKAPANDI MÁLNOTKUN SPAUGSTOFUNNAR Töluverð tímamót urðu hvað viðhorftil íslenskrar tungu varðar er skáldinu og söngvaranum Megasi (Magnúsi Þór Jónssyni) voru veitt verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á Degi íslenskrar tungu árið 2000. Í rök- stuðningi sínum fyrir verðlaunaveit- ingunni þá sagði ráðgjafanefnd menntamálaráðherra m.a. að „íslenska menningu og menningararf [skoði Megas] með gagnrýnum og hvössum hætti og [veiti] hlustendum og lesend- um sínum nýja sýn á viðteknar hug- myndir. Megas hefur haft mikil áhrif á skáldskap, tónlist og ekki síst á gerð dægurlagatexta á síðustu áratugum og hvatt ungt fólk til að kanna möguleika móðurmálsins í stað þess að flýja á náð- ir enskunnar.“ Ljóst er að þeir sem veittu Megasi verðlaunin í þetta sinn voru sér fyllilega meðvitandi um framþróun tungunnar, ekki síst mikil- vægi þess að þeir möguleikar sem móð- urmálið býr yfir höfði til unga fólksins – þeirra sem munu bera íslenskt mál inn í framtíðina. Ekki er svo ýkja langt síðan að óhugsandi hefði verið að veita viður- kenningu er lýtur að íslenskri tungu fyrir grín og glens – jafnvel þó það væri flutt á góðu máli. Slíkt hefði þótt bera vott um skort á virðingu fyrir tungunni og því farsælla að beina athyglinni að alvarlegri efnistökum og upphafnari meðferð málsins. Það má því líta svo á að enn eitt blað hafi verið brotið með tilliti til víðsýni á Degi íslenskrar tungu sl. sunnudag, er Spaugstofunni var veitt sérstök viðurkenning fyrir fram- lag sitt til viðgangs móðurmálsins á undanförnum árum. Eins og segir í rökstuðningi ráðgjafanefndarinnar um veitingu sérstakrar viðurkenningar til Spaugstofunnar hefur þeim „tekist ein- staklega vel að ná til ólíkra aldurshópa og þeir kunna þá list að bregða á leik með tungumálið þannig að eftir er tek- ið“. Enda sagði Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra, það ljúft að hlíta þeim ráðum nefndarinnar að veita Spaugstofunni viðurkenninguna „fyrir skemmtilega og skapandi málnotkun í bundnu máli og óbundnu“. Íslensk tunga er lifandi tæki. Sú samræða sem hún felur í sér spannar ekki einungis hátíðleika og hugmyndir okkar um íslenskt þjóðerni, heldur einnig öll þau svið önnur sem í mannlíf- inu leynast; ádeilu, glens og grín, orð- ræðu vísinda og þekkingar af öllu tagi, fagmál, tískufyrirbrigði og hversdags- mál. Einungis ef ungum jafnt sem öldn- um tekst að vinna með tunguna á skap- andi hátt, móta hana til að finna öllum sínum hugsunum þann farveg er þeir eru sáttir við, mun íslenska standa af sér boðaföll annarra málheima sem óhjákvæmilega dynja á máltilfinningu okkar allra í samtímanum. Það skiptir því miklu að hvetja þá til dáða sem í málnotkun sinni sýna djörfung og skapandi þrótt, öðrum til eftirbreytni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.