Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 29 A LEXANDER Lebedev var njósnari í mörg ár. Eftir að hafa lokið námi við Alþjóða- tengslastofnunina í Moskvu varð hann sérfræðingur í erlendum skuldum og hagkerfum sovétblokkarinnar. Hann varð njósnari KGB í London á níunda áratug aldarinnar sem leið. Nú er öldin önnur og þegar Lebedev fer til London er hann líklegri til að fara í leikhús í vest- urhluta borgarinnar en að fylgjast með störfum erlendra kaupsýslu- manna. Lebedev er stjórn- arformaður seðlabanka Rússlands og á stóran hlut í rússneska flug- félaginu Aeroflot. Hann hefur einnig gefið kost á sér í borg- arstjórakosningum í Moskvu. Lebedev er ekki eina dæmið um KGB-njósnara sem komist hafa til metorða í stjórnkerfinu, ríkisfyr- irtækjum eða einkafyrirtækjum. Þvert á móti hefur þeim stór- fjölgað frá því að Vladímír V. Pút- ín, sem er sjálfur fyrrverandi KGB-foringi, varð forseti. Að minnsta kosti fjórðungur æðstu embættismanna Rússlands er úr röðum fyrrverandi her- eða KGB-foringja og allt að 2.000 þeirra hafa fengið háa stöðu í stjórnkerfinu eða atvinnulífinu, samkvæmt nýlegri rannsókn Fé- lagsfræðistofnunar rússnesku vís- indaakademíunnar. Þrír rússneskir héraðsstjórar eru fyrrverandi for- ingjar í KGB og þaðan koma einnig yfirmenn Eldsneytisfyrirtækis Sankti Pétursborgar, olíufélagsins Slavneft, flugfélagsins Domoded- ovo, símafyrirtækis Pétursborgar og vatnsveitna Moskvu. „Kæra sig ekki um lýðræði“ Þessir menn hafa verið kallaðir „sílovíkar“, eða „hinir voldugu“, og hermt er að þeir hafi einsett sér að knésetja svokallaða olígarka sem auðguðust mjög á einkavæðingunni í forsetatíð Borís Jeltsíns. Sílovík- arnir eru einnig sagðir hafa hert eftirlitið með óháðum fjölmiðlum og kappkostað að minnka vægi fjölþjóðafyrirtækja í rússneska at- vinnulífinu. Fréttaskýrendur segja að sílov- íkarnir hafi að öllum líkindum ver- ið helsta pólitíska aflið á bak við handtöku auðkýfingsins Míkhaíls Khodorkovskís, fyrrverandi for- stjóra olíufyrirtækisins Yukos, sem hafði gagnrýnt völd sílovíkanna í stjórn Pútíns. „Þessir menn eru vanir að beita aðferðum valdboðsstjórna. Þeir skilja ekki lýðræðið og kæra sig ekki um það. Þeir telja að það mik- ilvægasta sem Pútín sé að gera núna sé að styrkja stöðu þeirra og koma þeim aftur til áhrifa,“ sagði Olga Kryshtanovskaja, sem ann- aðist rannsóknina á „elítu Pútíns“ fyrir vísindaakademíuna. Láta lítið á sér bera Valdamestu sílovíkarnir hafa fullkomnað þá list leyniþjónustu- mannsins að láta lítið á sér bera. Til að mynda vita fáir hvernig að- stoðarskrifstofustjóri Kremlar og einn af áhrifamestu aðstoð- armönnum forsetans, Ígor Setsjín, lítur út, enda eru ljósmyndir sára- sjaldan teknar af honum. Setsjín er fyrrverandi þýðandi og hermt er að hann hafi starfað fyrir leyni- þjónustuna. Hann og Viktor Ív- anov, sem starfaði fyrir KGB í tvo áratugi og er nú á meðal helstu að- stoðarmanna Pútíns í Kreml, eru þekktir fyrir mikla hollustu við for- setann og þola engum að sýna ekki ríkisvaldinu tilhlýðilega virðingu. „Setsjín er hámenntaður. Tjá- skiptahæfni hans er frábær, en hollustan er samt helsti kostur hans. Hann myndi aldrei leyfa sér að láta í ljósi eigin skoðun á ákvörðun sem Pútín hefur þegar tekið,“ sagði Valerí Pavlov, rit- leyniþjónustuna erlendis hefðu verið góður undirbúningur fyrir þátttöku í viðskiptalífinu í Rúss- landi eftir hrun kommúnismans. „Ég bjó yfir mikilli þekkingu á hagkerfum Bretlands og Banda- ríkjanna, fékk upplýsingar sem öðrum Sovétmönnum var ekki leyft að sjá.“ Óttuðust að olígarkar kæmust til valda Rússneskt sérfræðingaráð tók undir sjónarmið sílovíkanna í skýrslu sem gefin var út fyrr á árinu. Þar var varað við „valdaráni olígarka“ sem stefndu að því að tryggja sér og stuðningsmönnum sínum meirihluta á þinginu, taka völd af forsetanum og skipa olíg- arka – Khodorkovskí? – í embætti forsætisráðherra. Höfundur skýrslunnar, Stanislav Belkovskí, sagði að engin ástæða væri til að óttast sílovíkana þar sem það væri ekki í eðli þeirra að sækjast eftir því að komast sjálfir til valda. „Menn þurfa að skilja hugsunarhátt rússnesku leyniþjón- ustumannanna,“ sagði Belkovskí. „Þeir eru tæki ríkisvaldsins en sækjast ekki eftir völdum.“ Belkovskí skírskotar til mót- mæla í Moskvu í ágúst 1991 þegar um hundrað lýðræðissinnar gengu að höfuðstöðvum leyniþjónust- unnar við Lúbjanka-torg og drógu niður styttu af Felix Dzerzhínskí, stofnanda fyrirrennara KGB. „Inni í byggingunni voru 2.000 KGB-menn með byssur og gátu hæglega varið styttuna en þeir stóðu bara við gluggana og störðu á Lúbjanka-torgið. Enginn þeirra fór út og enginn reyndi að verja styttuna,“ sagði Belkovskí. „Hvers vegna? Vegna þess að enginn gaf þeim fyrirmæli.“ Dmítrí Medvedev í stöðu skrif- stofustjóra Kremlar. Medvedev er 38 ára lögfræðingur frá Sankti Pétursborg og lét strax í ljósi efa- semdir um handtöku Khodork- ovskís. Hann varaði við því að hún gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag Rússlands. „Hafa ber í huga að Pútín teflir nokkrar skákir í einu. Hann þarf að hafa hliðsjón af ástandinu al- mennt og viðhalda valdajafnvæg- inu,“ sagði Gleb Pavlovskí, stjórn- málaskýrandi sem hefur varað við auknum áhrifum sílovíka. „Voru það sem fyrirtækin þurftu“ Margir leyniþjónustumannanna, eins og Lebedev, eru hámenntaðir og miklir tungumálamenn og það er því engin furða að þeir skuli hafa verið valdir í stjórnir rúss- neskra stórfyrirtækja sem kunna einnig vel að meta hollustu þeirra. Auk þess þykja þeir ólíklegri en aðrir til að gefa sig spillingu á vald. „Þótt KGB hafi verið skelfileg stofnun verðum við að hafa í huga að starfsmenn leyniþjónustunnar voru valdir mjög vandlega,“ sagði fyrrverandi KGB-foringi sem hefur haslað sér völl í viðskiptum í Moskvu. Þegar kommúnisminn hrundi og komið var á kapítalisma stóð stjórn Rússlands frammi fyrir því verk- efni að semja nýja stjórnarskrá, koma upp dómskerfi og byggja upp markaðshagkerfi. „Allt í einu var mikil spurn eftir sérfræðingum á ýmsum sviðum. Og í ljós kom að í Rússlandi voru hvergi til neinir sannir sérfræðingar – nema hjá KGB,“ sagði njósnaforinginn fyrr- verandi. „Öll þessi ár snerust störf okkar um að vinna og greina upp- lýsingar, draga ályktanir af þeim og þegja yfir því sem við vissum. Og þetta er einmitt það sem fyr- irtækin þurftu.“ Lebedev sagði að störf sín fyrir stjóri sem starfaði með Setsjín og Pútín á skrifstofu borgarstjóra Sankti Pétursborgar á níunda ára- tugnum. Mislíkaði klæðaburðurinn Kryshtanovskaja, sem er í nán- um tengslum við embættismenn úr röðum sílovíka, sagði að þeir væru mjög óánægðir með afskipti Khod- orkovskís af stjórnmálum. Þeir hefðu fengið sig fullsadda á honum þegar hann hefði farið til Kremlar í hversdagslegum klæðnaði, sport- jakka og skyrtu með óhnepptan kraga. „Hann fór á fund Pútíns án bindis,“ sagði hún. „Þessir menn sögðu mér í hreinskilni að þetta hefði verið kornið sem fyllti mæl- inn, hann hefði farið út fyrir vel- sæmismörkin.“ Sílovíkarnir unnu aðra lotu í valdabaráttunni þegar skrif- stofustjóri Pútíns, Alexander S. Voloshín, lét af embætti. Voloshín þótti hallur undir rússnesk stórfyr- irtæki og beitti sér fyrir umbótum að vestrænni fyrirmynd. Hermt er að hann hafi sagt af sér nokkrum klukkustundum eftir að Khodork- ovskí var handtekinn og afsögnin benti til þess að eina fylkingin í Kreml, sem gat veitt sílovíkunum mótspyrnu, væri nánast úr sög- unni. Það reyndist þó ekki alveg rétt því að Pútín sýndi varkárnina sem honum er eðlislæg með því að koma í veg fyrir fullnaðarsigur sílovíkanna í valdataflinu og velja Gamlir KGB-menn orðnir voldugir í viðskiptalífinu Moskvu. Los Angeles Times. Fyrrverandi KGB-foringjar eru orðnir mjög áhrifamiklir í Rússlandi, ekki aðeins í stjórnkerfinu heldur einnig í við- skiptalífi landsins. Margir þeirra stjórna nú öflugum fyrirtækjum. ’ Allt að 2.000 fyrr-verandi her- og KGB-foringjar hafa fengið háa stöðu í stjórnkerfinu eða atvinnulífinu ‘ KONSTANTÍN Preo- brazhenskí, fyrrverandi KGB-foringi, undrast það ekki að gamlir félagar hans í leyniþjónustunni skuli vera orðnir voldugir í Rússlandi en telur ekki að Vladímír Pútín forseti láti þá ráðskast með sig. Preobrazhenskí, sem hætti störfum fyrir KGB árið 1991 og býr nú í Bandaríkjunum, segir að margir gleymi því að Pútín hafi nánast alist upp í leyniþjónustunni og verið njósnari hennar í Austur- Þýskalandi. „Þegar ég heyri hann tala í sjónvarpi fæ ég strax á til- finninguna að ég hafi upp- lifað þetta áður, að ég sé aft- ur á níunda áratugnum, í byggingu KGB,“ segir Preo- brazhenskí. „Hann hefur alla eiginleika KGB-manna – hann er af fátæku fólki kom- inn og það er þess vegna sem hann hefur hatað auðkýfinga alla ævina. Hann er bitur og afar langrækinn.“ „Það er rangt að halda að Pútín sé saklaust lamb innan um KGB-úlfa sem hafi loksins komist til valda og ráðskist með hann,“ bætir Preo- brazhenskí við. „Pútín er sjálfur úlfur. Og ég hef alltaf viljað útskýra fyrir öllum, sem vilja hlusta á mig, að leyniþjónustumennina, sem hafa nú komist til áhrifa, dreymir aðeins um eitt – að koma aftur á alræði í Rúss- landi.“ „Pútín er sjálfur úlfur“ AP Vladimír Pútín Rússlandsforseti er sjálfur fyrrverandi foringi í KGB. tonna til ársins 2007, þar af kæmu um 500 þúsund tonn í aukinni fram- leiðslu frá þeim álverum sem væru fyrir. Varðandi aukna álframleiðslu í Kína taldi Nappi enga ógn stafa af Kínverjum fyrir markaðina í Evrópu og Bandaríkjunum. Álverin í Kína næðu ekki að sinna eftirspurninni heima fyrir eða annars staðar í Asíu og lítil hætta væri á að kínversk ál- fyrirtæki færu að flytja út ál til ann- arra landa, t.d. í Evrópu, líkt og Rússar hefðu gert. Fjarðaál mikilvægt í vexti Alcoa í vinnslu hrámálma Mike Baltzell, framkvæmdastjóri álvinnslusviðs Alcoa, kynnti fyrir- tækið í heild sinni, áform þess hér á landi og hvaða væntingar væru til ál- versins í Reyðarfirði, Fjarðaáls. Hann sagði Alcoa hafa valið Ísland m.a. fyrir þær sakir að álverinu væri ætlaður mikilvægur þáttur í vexti Al- coa í vinnslu hrámálma. Unnið yrði eftir strangri umhverfisstefnu og stefndi Alcoa að því að í stað orku úr jarðefnaeldsneyti kæmi náttúruleg, endurnýjanleg orka. Baltzell sagði stefnu íslenskra stjórnvalda um aukna fjölbreytni í atvinnulífi, end- urnýjun á Austurlandi og styrkingu efnahagslífsins hafa haft mikið að segja fyrir Alcoa. Baltzell sagði að ráðningar starfs- fólks til álversins í Reyðarfirði myndu aðallega fara fram árið 2006. Fá ef nokkur bein handverksstörf yrðu fyrir ófaglærða en meirihluti starfa yrði fyrir fólk með framhalds- skóla- eða tækniskólamenntun. Nokkrar yfirmanna- og stjórnunar- stöður myndu krefjast menntunar í vísindum eða viðskiptum. Öll störf stæðu báðum kynjum til boða og Al- coa myndi ráða fólk eftir verðleikum þess. Konur yrðu þó hvattar sérstak- lega til að sækja um. Vonaðist Balt- zell eftir góðu samstarfi við Íslend- inga og sagðist telja að Alcoa ætti sér bjarta framtíð hér á landi. raunverðs ð munum appi til að uppskar í áliðnaði ara á milli ar málm- og fram- ramt að fyrirtækj- ð fleiri ál- Rússlandi. yrirtækin áli í heim- andi hlut- 70. Nappi n eftir áli t í hendur svo komið mi næmi onna á ári milljónum að til að lugetu á rn eftir áli ann dæmi ætta starf- alls hefðu tonn. Á tækin að sem gætu und tonn. 0 þúsund nærri 900 að rísa í árið 2005 á síðustu rirlestrar fyrir árin tækkunar coa. Alls milljónir fiskinn ordica kin ningu. ræddi rtsýni Morgunblaðið/Ásdís ásamt fulltrúum álfyrirtækjanna þriggja sem i Guðmundssyni frá Norðuráli. bjb@mbl.is ar, að ógleymdu stálinu. Chase bendir á að frá þeim tíma sem ál hafi fyrst verið fjöldaframleitt í lok 19. aldar hafi um 600 milljónir tonna verið framleiddar í heiminum. Þar af séu enn í notkun um 400 milljónir tonna. Þessar tölur sýni að ál sé að verulegu leyti sjálfbær og langlíf afurð. Ál tengist flestum sviðum mannlífsins í kringum okkur, hann hafi t.d. komið til Íslands í flugvél úr áli og eitt hið fyrsta sem útlendingar sjái við komuna til Íslands sé álver Alcan í Straumsvík. „Staðan á Íslandi er þannig að hér starfa leið- andi fyrirtæki í áliðnaði þar sem flestar stað- reyndir og tölur eru langt fyrir ofan meðaltal. Hér er lítil mengun, álverin eru knúin af end- urnýjanlegri og hreinni orku og vinnuaflið er vel menntað. Okkar helsta verkefni hjá IAI er að bæta meðaltal fyrir áliðnaðinn í heild sinni. Fyr- irtækin innan stofnunarinnar reyna að læra af hvert öðru. Við veitum þeim ýmsar upplýsingar sem geta komið þeim að gagni. Upplýsingarnar frá Íslandi hafa almennt verið jákvæðar og það sem fer fram hér á landi getur verið góð fyr- irmynd annarra álfyrirtækja víða um heim,“ segir Robert John Chase. u í áliðnaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.