Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 33 allt sem þú gerðir fyrir okkur. Við biðjum Guð að blessa þig og óskum þér alls góðs. Þú lifðir fallegu lífi og varst góð fyrirmynd. Alla okkar virðingu og elsku áttir þú. Guð blessi þig og varðveiti. Far þú í friði Óskar og Anna. Elsku amma mín. Mig langar til að kveðja þig með fáum orðum. Efst er mér í huga þakklæti til þín sem ég get aldrei endurgoldið. Þú varst minn besti vinur. Allt vildir þú gera fyrir mig. Elsku amma, þú varst sú sem ég vildi helst með mér í æfingaakst- urinn, en ekki varst þú hrifin af því. Leyndarmálið okkar þegar ég prófaði bílinn þinn geymi ég hjá mér. Þú varst fljót að fyrirgefa mér. Amma mín, tilveran er breytt, þín er sárt saknað og verður saknað um ókomna tíð. Takk fyrir allan kær- leikann þinn og allt sem þú gerðir fyrir mig. Guð blessi þig og varð- veiti. Aron. Guðrún Gíslínu Guðnadóttur þekktum við alltaf sem „ömmu á Sogó“, hvar sem hún annars bjó hverju sinni. Og hvort sem um að- fangadag, gamlársdag eða óbreytt- an þriðjudag var að ræða, bauð amma mann alltaf velkominn og spjallaði við mann um hitt og þetta. Viðhorf hennar einkenndust af já- kvæðni og umhyggjusemi, og fram- koma hennar öll endurspeglaði það. Þetta höfum við alltaf reynt að taka okkur til fyrirmyndar. Hún spurði okkur strákana allt- af hvernig við hefðum það og gaf okkur oft góð ráð ef eitthvað bját- aði á. Og þegar við vorum litlir var henni mikið í mun að við fengjum nú nóg að borða, enda væri nóg til. Við komum meðal annars alltaf til hennar á jólum og um áramót, og úr þeim heimsóknum eigum við margar bestu minningar æsku okkar. Amma á Sogó var yndisleg kona, og þannig munum við ávallt minnast hennar. Daníel, Símon og Jóel Hjaltasynir. Elsku amma og langamma, það er sárt að hugsa til þess að þú sért far- in. Hver hefði getað trúað því að sunnudagskvöldið 2. nóvember síð- astliðinn þegar þú varst hjá okkur í afmæli Arnórs væri okkar síðasti tími saman. Það koma svo margar minningar upp í hugann og það verða skrýtin og tóm jólin án þín, því við vorum vön að koma öll fjölskyldan saman á aðfangadagskvöld hjá þér og eiga saman góða kvöldstund. Þú varst yndisleg persóna og vildir allt fyrir alla gera og það var alltaf svo gott að koma til þín. Ég veit ekki hvað þau eru orðin mörg normalbrauðin með mysing sem ég, Guðrún, fékk hjá þér á Sogaveginum og alltaf varstu með brjóstsykur í úlpuvas- anum til að gauka að okkur. Það var orðinn fastur liður hjá strákunum að kíkja upp á loft því þar voru allt- af saltstangir og súkkulaðirúsinur í skál og síðan voru þeir leystir út með lakkrísrúllu af stærstu gerð með heim í nesti. Elsku amma, fyrir alla þína vænt- umþykju viljum við þakka þér og þú átt stað í hjarta okkar um ókomna tíð. Guð blessi þig og varðveiti. Guðrún Björg, Hilmar, Arnór og Andri Marís. Það er afskaplega erfitt að kveðja þig, Gunna mín, þú varst mér ávallt svo góð, það var gott að tala við þig, ræða við þig um allt milli himins og jarðar, þú sýndir mér og öllum sem komu í nálægð við þig mikinn kær- leik og visku. Það kom mér algjör- lega á óvart hversu skjótt þú varst tekin frá okkur, ég vissi ekki betur en þú værir á bataleið og var nýbúin að heyra hversu vel þú litir út, Gunna mín, og svo fær maður símtal og tilkynnt að þú sért farin. Minn- ingarnar hrynja inn hver á fætur annari, tíminn minn á Sogó með þér og Bóbó, þið gáfuð mér öryggi og tryggð, tókuð mig að ykkur og gerð- uð mig hluta af fjölskyldu ykkar um stundarsakir, svo margar eru mínar fyrstu minningar sem tengjast þér og fjölskyldu þinni. Elsku Nonni, Sigrún, Óskar og Hjalti, guð veri með ykkur og fjöl- skyldu ykkar á þessari erfiðu stund og alltaf. Með einum af mínum uppáhaldssálmum kveð ég þig í hinsta sinn, blessuð sé minning þín. Þú hefir veitt hjarta mínu meiri gleði en menn hafa af gnægð korns og vínlagar. Í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum. (4. Davíðssálmur, 8. og 9. vers.) Linda Rut. að gleðja sveitabörnin. Ég var svo ánægð með þessa frænku mína að mér fannst hún bara nákvæmilega eins og ég vildi hafa fólk. Didda var alltaf í fallegum fötum, oft með langar rauðar neglur og reykti stundum brúnar langar síg- arettur. Ég man að ég hugsaði: Svona vil ég vera, þegar ég er orð- in stór. Reyndar stóð ég ekki við þetta með brúnu sígaretturnar enda grunar mig að þær séu hætt- ar að fást. Ég man eftir heimsóknum til Diddu og Óskars á Brekkubrautina. Húsið þeirra var svo fallegt og garðurinn einna líkastur Eden þar sem útsprungnar rósir gáfu frá sér þungan ilm. Auðvitað ætlaði ég að eiga svona rósagarð þegar ég yrði stór. En eftir margar örvænting- arfullar tilraunir til að halda lífi í rósarunnum í hinum harðbýla Skagafirði gaf ég rósirnar upp á bátinn. Mér fannst best að fara ein að heimsækja Diddu. Miklu verra ef mamma var með eða einhver fullorðinn sem fór að tala um eitt- hvað leiðinlegt, t.d ættfræði eða landsins gagn og nauðsynjar. Didda hafði róttækar skoðanir á pólitík eins og fleiri ættingjar mínar á Skaganum og gat alveg farið ham- förum í slíkum umræðum og ekki brugðust móttökurnar. Forsetanum hefði ekki verið fagnað meira. Didda talaði við mig eins og ég væri fullorðin, sýndi mér garðinn sinn og bauð upp á prinspólókex og kók eða dýrindis köku sem hún átti í frysti. Hún leyfði mér að glamra á píanóið og prufa að setjast í fallega rókókósófasettið í stofunni. Minningarnar um þessa heiðurs- konu eru mér mikill fjársjóður. Nú hefur blessuð Didda frænka verið kölluð burt úr þessum heimi, hvíld- inni fegin eftir baráttu við erfiðan sjúkdóm. Ég kveð þessa uppáhalds frænku mína með söknuði og þakk- læti fyrir allt. Nú lætur hún fara vel um sig í öðrum rósagarði, laus við þrautir sínar. Votta öllu hennar fólki mína dýpstu samúð og óska því Guðs blessunar. Sigríður Gunnarsdóttir. Nú er lokið hetjulegri baráttu Diddu við erfiðan sjúkdóm. Kveðju- stund upp runnin og við sem þekkt- um Sigríði Fjólu Ásgrímsdóttur og Óskar Hervarsson minnumst með þakklæti allra yndislegu stundanna sem við áttum með þeim. Ástin var förunautur þeirra í lífinu. Þau voru fólk sem átti mikið að gefa öðrum og gerðu það óspart. Kynni af þannig fólki gerir okkur að betri mönnum. Eftir lifa góðar minningar. Eitt sinn heimsóttum við Hjörleif heit- inn á Gilsbakka og hann sýndi okk- ur Jökulsárgilið. Óskar stóð óhræddur á gilbarminum en Didda var uppi á túni fimmtíu metrum of- ar og bað okkur í Guðs bænum að fara nú varlega og helst að hætta þessu. Þá brosti Óskar og sagði við okkur strákana í trúnaði: „Þær eru svona þessar konur.“ Og mikið óskaplega var Didda fegin þegar við urðum við bón hennar og kom- um til baka. Ég þakka að ferðalokum kær- leika og vináttu. Það var alltaf fjör og gleði í kringum Diddu og til- veran lýsti af björtum og sterkum litum í nærveru þeirra hjóna. Þann- ig lifa þau í minningunni. Árni Gunnarsson. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Guð blessi minningu Diddu og gefi ástvinum hennar huggun og styrk. Systkinin í Stekkjarholtinu. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, BRYNHILDUR KRISTINSDÓTTIR, Víðilundi 24, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnu- daginn 16. nóvember. Kristinn G. Jóhannsson, Guðbjörg Sigurðardóttir, Arngrímur B. Jóhannsson, Þóra Guðmundsdóttir, Ingi Þór Jóhannsson, Davíð Jóhannsson, Þórdís Sigtryggsdóttir, barnabörn og barnbarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA SIGFÚSDÓTTIR, andaðist á Droplaugarstöðum sunnudaginn 16. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Már Jóhannsson. Okkar elskulegi faðir og tengdafaðir, SKAFTI PÉTURSSON, lést á gjörgæsludeild Landspítalans sunnu- daginn 16. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Hildigerður Skaftadóttir, Unnsteinn Guðmundsson, Björn Skaftason. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, TRYGGVI HALLDÓRSSON frá Bæjum, Snorrabraut 56, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnu- daginn 16. nóvember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 25. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á líknarfélögin. Svanhildur Árnadóttir, Halldóra Tryggvadóttir, Kristján Tryggvason, Óla Björg Tryggvadóttir, Þorgerður Björk Tryggvadóttir, Kjartan Þór Arnþórsson, Ólafur Kjartan Tryggvason, Soffía Sigurðardóttir, Árni Konráð Bjarnason, Anna Halldóra Sigtryggsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, JÓRUNN (LÓA) MELAX, lést af slysförum á heimili sínu, Æsufelli 4, Reykjavík, þriðjudaginn 4. nóvember sl. Ættingjar og vinir hinnar látnu kvöddu hana í kyrrþey í Fella- og Hólakirkju þriðjudaginn 11. nóvember. Kári Bjarnason, Ágústína I. Gunnarsdóttir, Linda Ósk Jónsdóttir, Birgir Þór Kristinsson. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, REYNIR VILHELMSSON, Skarðshlíð 11c, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnu- daginn 16. nóvember. Eysteinn Vilhelm Reynisson, Jórunn Marinósdóttir, Páll Birkir Reynisson, Kristín Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.