Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 40
DAGBÓK 40 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Fannborg 5. Fataúthlutun þriðju- daga kl. 16–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, kl. 9 jóga, kl. 13 postulínsmálun. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 9–12.30 bókband, kl. 9 leikfimi, kl. 9.30 dans, kl. 9.45 boccia, kl. 13–16.30 smíðar, kl. 20.30 línu- dans. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–16 handavinna, kl. 10– 11.30 sund. Kynning- arfundur með Ásdísi Skúladóttur á hug- myndum um þróun fé- lagsstarfs og aukinni þátttöku gesta í skipu- lagi starfsins, verður í dag kl. 13. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Kl. 13 frjáls spilamennska. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinna og vefnaður, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16 vinnustofa, tréskurður, postulín, kl. 10–11 leik- fimi, kl. 12.40 versl- unarferð, kl. 13.15– 13.45 bókabíll. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handa- vinna. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli. Opnað kl. 9, prjóna- stund. Leikfimi í Bjarkarhúsi kl.11.30, brids kl. 13, saumur kl. 13, biljard kl 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Leikfélagið Snúður og Snælda æfing kl. 11, skák kl. 13, alkort spil- að kl. 13.30. Miðvikud: Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði kl. 10, söngvaka kl. 20.30. Félagsstarf eldri borg- ara Mosfellssveit. Opið kl. 13–16. Gerðuberg, fé- lagsstarf, kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10 „gleðin léttir limina“ létt ganga, kl. 13 boccia, kóræfing á morgun fellur niður. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–17 handavinna, kl. 9.30 gler og postu- línsmálun, kl. 9.05 og kl. 9.55 leikfimi, kl. 10.50 róleg leikfimi, kl. 14 ganga, kl. 14.45 boccia, kl. 19 brids. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulín, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handavinna. Hraunbær 105. Kl. 9 postulín og gler- skurður, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð, kl. 13 myndlist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–10 boccia, kl. 9–16.30 handavinna. Miðvikud. 19. nóv. verður opinn fundur kl. 14, þar sem kynntar verða nýjar áherslur í félags- starfinu. Ásdís Skúla- dóttir verkefnisstjóri hjá Félagsþjónustunni kynnir áherslubreyt- ingar sem standa til, Árni Tryggvason leik- ari skemmtir. Korpúlfar Grafarvogi. Korpúlfar Grafarvogi: Á morgun félagsvist í Fjölnissal kl. 14. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 10–11 boccia, kl. 14 leikfimi. Kynningar- fundur á hugmyndum um þróun í félagsstarfi og aukinni þátttöku gesta í skipulagi starfs- ins verður fimmtud. 20. nóv. kl. 14. Vesturgata 7. Kl. 9.15– 12 skinnasaumur, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9.15–16 postulín, kl.10.15–11.45 enska, 13–16 spilað og búta- saumur. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9.30 gler- skurður og morg- unstund, kl. 10 leikfimi, kl. 13 handmennt, og postulín, kl. 14 fé- lagsvist. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum kl. 11. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.20 í Digra- neskirkju. Félag eldri borgara í Gjábakka. Spilað brids kl. 19 þriðjud. og kl. 13.15 föstud Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, kl. 20, svarað í s. 552 6644 á fundartíma. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborgar- svæðinu, Hátúni 12. Kl. 20 Uno. Kvenfélag Óháða safn- aðarins. Aðventukvöld verður föstud. 28. nóv. kl. 20 í Kirkjubæ. Kon- ur beðnar að mæta með hatta og lítinn jólapakka. Þátttaka til- kynnist í s. 557 7409 Ester eða s. 566 6549 Dóra, fyrir 26. nóv. Safnaðarfélag Ás- kirku, fundur verður miðvikud. 19. nóv. kl. 20 í neðri safnaðarsal, kirkjunnar, spiluð verður félagsvist. Í dag er þriðjudagur 18. nóv- ember, 322. dagur ársins 2003. Orð dagsins: En það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist. (Jh.. 17, 3.)     HULDA Þórisdóttirfjallar á vefritinu Tíkinni um bakslag í jafn- réttisbaráttunni í Banda- ríkjunum.     Hulda segir hlutverka-skiptingu kynjanna enn ótrúlega hefðbundna og að margt í bandarísku samfélagi miði enn við það að mæður séu heima- vinnandi. „Fyrir þær kon- ur sem hyggjast sameina fjölskyldulíf og frama bíða talsverðar hindr- anir. Fæðingarorlof er 12 vikna launalaust leyfi og viðtekin venja að konur lengi ekki þetta orlof heldur frekar stytti, vilji þær ekki missa af frama- lestinni. Það er nánast óþekkt að nýbakaðir feð- ur taki sér leyfi frá störf- um sökum barna.“     Þá nefnir Hulda að leik-skólar séu bæði fáir og dýrir í Bandaríkj- unum. „Það ætti því ekki að koma á óvart að marg- ar konur hafa gefist upp á streðinu. Kannanir sýna að á síðustu tíu ár- um hefur heimavinnandi húsmæðrum fjölgað um 13% og á árunum 1998– 2000 lækkaði hlutfall mæðra sem sneru aftur út á vinnumarkaðinn eft- ir að hafa eignast sitt fyrsta barn úr 59% í 55%. Í samræmi við þessar töl- ur skýtur nú upp bókum og blaðaumfjöllunum um framakonurnar sem gef- ast upp og halda aftur inn á heimilið.     Í allri þessari umræðuum álag á þeim konum sem reyna að sameina börn og starfsframa er mjög áberandi að lítið er minnst á tvo möguleika til lausnar vandanum sem þó virðast blasa við. Í fyrsta lagi er feðrum og hlutverki þeirra gefinn lítill gaumur. Í [víðlesinni umfjöllun New York Tim- es] var t.d. ekki eytt nema einni málsgrein í þann möguleika að karl- ar gætu hugsanlega létt undir með mæðrum með því að taka virkari þátt í heimilisrekstrinum. Í öðru lagi virðist ekki gert ráð fyrir því að sam- félagið geti verið byggt á þann hátt að fólki sé mögulegt að sameina fjölskyldu og krefjandi starf. Slíkt er útópískur þankagangur í huga flestra Bandaríkjamanna. Í staðinn virðast skýr- ingar (a.m.k. í NYT- umfjölluninni) hneigjast í auknum mæli í átt að tali um líffræðilegan mun á kynjunum og að e.t.v. standi konum bara á sama um völd og frama þegar allt kemur til alls.     Öfugt við sjötta og sjö-unda áratuginn virð- ist því í augnablikinu ekki vera mikið að finna fyrir þá sem leita í vest- urátt eftir framsæknum straumum í jafnréttisbar- áttu og því miður ólíklegt að svo verði í fyr- irsjáanlegri framtíð ef marka má nýjustu kann- anir og fjölmiðlaum- fjöllun,“ segir Hulda. STAKSTEINAR Bakslag í bandarískri jafnréttisumræðu Víkverji skrifar... ÞAÐ kann að vera að bera í bakka-fullan lækinn að kvarta yfir frí- um í leikskólum og skólum en Vík- verji ætlar engu að síður að leyfa sér það. Flestir foreldrar kannast við þau óþægindi er hljótast af svoköll- uðum starfsdögum sem reglulega eru skipulagðir. Þar sem fólk í fullu starfi getur átt erfitt með að taka sér leyfi skv. starfsáætlun skólanna get- ur þetta oft valdið verulegum vand- ræðum. Og nú bætast vetrarfrí í skólum við. Dóttir Víkverja kom í til- efni af þeim heim úr skólanum með bréf frá skólastjóra skólans þar sem hvatt var til þess að vetrarfríið yrði notað til ferðalaga. Fríið ætti að vera kærkomin tilbreyting. Þar sem hvorki Víkverji né maki hans áttu kost á því að hverfa frá hefðbundnum störfum þessa daga varð vetrarfríið hins vegar ekki mik- il tilbreyting fyrir barnið og sömu sögu heyrir Víkverji frá flestum þeim er hann þekkir. x x x ÞÁ lýsti kunningjakona Víkverjaer hafði flutt sig milli hverfa því fyrir honum hvernig aðlögun á nýja leikskólanum gekk fyrir sig. Fylgt var sérstökum reglum og fékk barn- ið að koma í klukkutíma fyrsta dag- inn og síðan smám saman lengur. Alls var um viku dagskrá að ræða. Þetta olli gífurlegri röskun á högum þessa fólks sem ekki gat tekið sér vikufrí úr vinnu. Að sjálfsögðu er hins vegar áfram tekið gjald fyrir fulla dagvist þessa vikuna. x x x VÍKVERJI var á dögunum minnt-ur á hvers vegna hann forðast að eiga erindi í miðborgina á bifreið sinni. Hann þurfti að hitta mann- eskju yfir hádegisverði og fann loks bílastæði. Hins vegar vildi stöðu- mælirinn ekki taka við gjaldi fyrir lengri tíma en klukkustund. Þrátt fyrir að hundraðkalli væri bætt við hélt mælirinn fast við sitt án þess þó að skila peningnum. Þegar Víkverji kom aftur að bif- reiðinni klukkutíma og 15 mínútum síðar beið hans að sjálfsögðu 1.500 króna stöðumælasekt eða svipað og hádegistilboð á máltíð á veit- ingastöðum miðbæjarins. Er nema von að fólk fari annað en í miðborg- ina þegar aðstæður eru með þessum hætti? Það er þó ekki einungis tekið út með sældinni að sniðganga miðborg- ina. Víkverji fór um helgina með börnin sín á hamborgarastað í Smáralindinni. Þegar borgararnir komu á borðið voru þeir hins vegar kaldir. Ekki vegna þess að þeir væru ekki eldaðir heldur vegna þess að ís- köldu grænmeti hafði verið stungið á milli, sem kældi niður máltíðina í heild. Yfir þessu var kvartað og nýir skammtar komu eftir nokkra stund. Þar endurtók hins vegar sagan sig. Þá nennti Víkverji ekki að kvarta aftur heldur borgaði og fór. Morgunblaðið/Ásdís Þakkir til Úrvals-Útsýnar ÉG fór ásamt manni mín- um í frábæra golfferð á vegum Úrvals-Útsýnar til Spánar í október sl. Langar mig að þakka skipuleggjandanum Peter Salmon og hans samstarfs- mönnum á Spáni þeim Herði, Magnúsi og Ólafi. Allt var eins og best er hægt að hugsa sér, frábært hótel og allur aðbúnaður góður, að ég tali nú ekki um matinn. Meiningin hjá mér var að taka því rólega og vera í sólinni á meðan bóndinn rifjaði upp golfkunnáttuna, en fyrir áeggjan kennar- anna tók ég þátt í byrjenda- námskeiði og sé ekki eftir því. Einnig vil ég þakka samferðafólkinu góð kynni. Sigrún Gunnarsdóttir. Hvet til endurskoðunar ÉG get ekki orða bundist eftir að ég las auglýsingu í Morgunblaðinu í morgun. Þar kemur fram að meðal- laun blaðbera Morgun- blaðsins eru ríflega 21.000 á mánuði fyrir 55 blöð og að auki þungaálag og orlof. Dóttir mín ber út Frétta- blaðið alla virka daga. Þetta eru 157 blöð hvern dag og 2–3 sinnum í viku fylgja aukablöð og er ekk- ert greitt fyrir það auka- lega og ekki heldur þunga- álag. Fyrir þetta er hún með rétt rúmlega 13.000 á mánuði + orlof. Ég vil hvetja eigendur Fréttablaðsins til þess að endurskoða þessi mál hjá sér og gera jafnvel við sitt fólk og Morgunblaðið gerir. Móðir. Óviðunandi ÉG vil lýsa yfir hneykslan minni á blaðburðarmálum Fréttablaðsins og DV. Dóttir mín bar út í eitt hverfi fyrir Fréttablaðið en það hverfi var sameinað öðru hverfi rétt fyrir sam- einingu DV og Fréttablaðs- ins. Fær hún sömu upphæð fyrir að bera út í þessi tvö hverfi og hún fékk áður fyr- ir eitt hverfi. Við samein- ingu DV og Fréttablaðsins fær hún 10% hækkun fyrir að bæta DV við. Og svo er það aukapósturinn sem er borinn út með Frétta- blaðinu, en hún fær ekkert borgað fyrir hann. Skora ég á fólk að sætta sig ekki við þetta því þetta er óviðunandi. Valgeir Matthíasson. Tapað/fundið Gleraugu í óskilum Karlmannsgleraugu með málmumgjörð og þykku gleri fundust á Dragavegi mánudaginn 10. nóv. Uppl. í síma 553 5667. Kvenleðurhanskar í óskilum SVARTIR ítalskir kvenleð- urhanskar eru í óskilum í versluninni Bónus í Hafn- arfirði. Uppl. gefur verslun- arstjóri í versluninni. Gullhálsmen í óskilum TVÖ gullhálsmen fundust á bílastæði við Laufengi föstu- daginn 14. nóvember. Uppl. í síma 660 4808. Dýrahald Lady er týnd LADY er þriggja lita kisa, hvít, brún með svörtum skellum. Hún sást síðast í Laufrima sl. fimmtudag. Þeir sem hafa orðið hennar varir vinsamlega hafið sam- band í síma 896 7683. Oliver er týndur OLIVER er ljósbröndóttur köttur, blanda af norskum og persneskum og loðinn. Hann er eyrnamerktur og með svarta ól með gulu spjaldi. Hann týndist sl. miðvikudag frá Erluhrauni 2, Hafnarfirði. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi sam- band í síma 820 8201. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir LÁRÉTT 1 flatfiskar, 8 girnd, 9 náðhús, 10 mánuður, 11 ok, 13 endast til, 15 dreggjar, 18 truflun, 21 sníkjudýr, 22 skjögra, 23 heldur, 24 gífurlegt. LÓÐRÉTT 2 mauk, 3 fetti, 4 fárviðri, 5 bágborinn, 6 rekald, 7 ósoðna, 12 starfssvið, 14 bókstafur, 15 næðing, 16 sælu, 17 týna, 18 óham- ingjusamur, 19 heið- arleg, 20 rolluskjáta. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 galti, 4 þrótt, 7 matur, 8 ormur, 9 alt, 11 norn, 13 gróa, 14 aldna, 15 skúm, 17 trog, 20 far, 22 efldi, 23 angan, 24 tímum, 25 trana. Lóðrétt: 1 gaman, 2 lítur, 3 iðra, 4 þrot, 5 ólmar, 6 tyrfa, 10 lydda, 12 nam, 13 gat, 15 skert, 16 útlim, 18 regla, 19 ginna, 20 fimm, 21 raft Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.