Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 43
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 43  THEODÓR Valsson og félagar hans í Haslum tryggðu sér um helgina sæti í úrslitum í norsku bik- arkeppninni í handknattleik. Haslum burstaði Drammen í undanúrslitum á útivelli, 28:18, og átti Theodór mjög góðan leik í vörn Haslum.  RAÚL, landsliðsmaður Spánverja og leikmaður Real Madrid, segir við norska fjölmiðla að hann sé ánægður að Nils Johan Semb, landsliðsþjálf- ari Noregs, hafi ekki valið John Car- ew, framherja ítalska liðsins Róma, í liðið. Carew lék áður með Valencia og segir Raúl að það sé undarlegt að norska liðið geti ekki haft not fyrir Carew en Norðmenn mæta Spán- verjum á miðvikudag í Ósló í síðari leik liðanna um laust sæti á EM, en Spánn vann fyrri leikinn 2:1.  SEMB og Carew hafa ekki talast við frá því að leikmaðurinn var send- ur heim úr æfingabúðum landsliðs- ins eftir að hann hafði lent í áflogum við John Arne Riise leikmann Liver- pool.  TYRKIR verða án þriggja fasta- manna í síðari leiknum á móti Lett- um í umspili Evrópumóts landsliða í knattspyrnu í Istanbul annað kvöld. Markvörðurinn Rustu Recber ásamt varnarmönnum Emre Asik og Fatih Akyel eru allir í leikbanni. Tyrkir töpuðu fyrir Lettum í Riga, 1:0.  JAAP Stam varnarmaður hol- lenska landsliðsins tekur út leikbann í síðari leiknum við Skota í Amster- dam annað kvöld og sömu sögu er að segja um skoska varnarmanninn Christian Dailly. Skotar höfðu betur í fyrri leiknum, 1:0.  RÚSSAR verða án tveggja lykil- manna í leiknum við Wales á þúsald- arvellinum í Cardiff en þjóðirnar gerðu markalaust jafntefli í Moskvu. Markvörðurinn Sergei Ovchinnikov og miðju- og sóknarmaðurinn Aleks- andr Mostovoi eru báðir í leikbanni. Smith var valinn í enska lands-liðshópinn á fimmtudaginn er ljóst var að Darius Vassell gæti ekki leikið vináttulandsleikinn gegn Dönum vegna meiðsla. Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Sven Göran Eriksson hafði valið Smith í liðið var leikmaðurinn handtekinn, en hann kastaði flösku upp í áhorfendasvæði Elland Road og hafnaði flaskan á höfði ungrar konu. Hinn 23 ára gamli Smith hafði áður fengið sömu flösku í sig inná vellinum. Smith segir við enska fjölmiðla að FA hafi brugðist rangt við þar sem hann hafi ekki verið sakfelldur vegna málsins enn sem komið er. „Ég veit að það er mikilvægt að enskir landsliðsmenn sýni gott for- dæmi. Þeir sem leika fyrir hönd sinnar þjóðar hafa miklum skyld- um að gegna og ungt fólk fylgist vel með landsliðinu. Hins vegar finnst mér að ekki eigi að refsa mönnum áður en dæmt er í máli þeirra. Ég æfði með Leeds á fimmtudaginn og ég fór á fund lög- reglunnar kl. 14 þann sama dag, talaði við þá í 20 mínútur og þar með lauk okkar samskiptum. Það er rétt að ég var formlega hand- tekinn en samkvæmt mínum skiln- ingi er það formsatriði að gera slíkt þegar menn eru færðir til yf- irheyrslu. Það sem skiptir mestu máli er að ég var ekki ákærður fyr- ir það sem ég gerði og það hefur ekki komið fram formleg ákæra vegna atviksins á Elland Road. Auðvitað sé ég eftir því að hafa kastað flöskunni,“ segir Smith og bætir því við að Eriksson hafi þurft að lúta í lægra haldi að þessu sinni. „Eriksson vildi hafa mig í liðinu en það var FA sem tók völdin.“ ÞÓRA Kristín Pálsdóttir hófíþróttaferil sinn sex ára, er hún fór að æfa fimleika, en hún fór síðan að æfa frjálsíþróttir ell- efu ára. „Mig langaði að breyta til – fara samt í eitthvað þar sem fimleikaþjálfunin nýttist. Ég hélt að ég færi strax í hástökk, því það er líkt fimleikum – en er byrjuð að leggja áherslu á sjöþraut og grindahlaup, sem er í mestu uppá- haldi hjá mér. Ég byrjaði ekki að æfa grindahlaup fyrr en fyrir rúmu ári. Reyndar þorði ég aldrei í grindurnar, því ég hafði aldrei prófað grindahlaup. En það gekk vel og nú verður ekki aftur snú- ið,“ sagði Þóra Kristín, sem er 15 ára. „Ég æfi fimm til sex sinnum í vikur og finnst það fínt – væri jafnvel til í meira. Það er fjör og skemmtilegt á æfingum og þá hitt- umst við stelpurnar mikið fyrir ut- an æfingar. Það kemur sér vel á mótum, að hafa stuðninginn af þeim – og þær líklega líka af mér.“ FÓLK Morgunblaðið/Stefán Stefánsson Ungir frjálsíþróttamenn hjá ÍR ásamt þjálfurum í Egilshöll. Morgunblaðið/Stefán Stefánsson Þóra Kristín Pálsdóttir æfir grindahlaup af miklu kappi. „Nú verður ekki aftur snúið“ Alan Smith er ósáttur Reuters Alan Smith er hér að kljást við Rio Ferdinand, varnar- mann Man. Utd., í leiknum þar sem Smith kastaði flöskunni upp í stúku. ALAN Smith, framherji enska úrvalsdeildarliðsins Leeds Unit- ed, er ekki sáttur við forsvars- menn enska knattspyrnu- sambandsins, FA, eftir að honum var gert að víkja úr enska landsliðshópnum þar sem hann var handtekinn vegna atviks sem átti sér stað í leik Leeds gegn Manchester United í lok október.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.