Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna ÍS – KR.................................................. 55:71 Stig ÍS: Alda Leif Jónsdóttir 12, Stella Kristjánsdóttir 9, Guðríður Bjarnadóttir 8, Hafdís Helgadóttir 7, Jófríður Halldórs- dóttir 7, Svandís Sigurðardóttir 6, Lovísa Guðmundsdóttir 4, Guðrún Baldursd. 2. Stig KR: Katie Wolfe 27, Hildur Sigurð- ardóttir 20, Lilja Oddsdóttir 11, Georgia Kristiansen 4, Guðrún Sigurðardóttir 4, Tinna Sigmundsd. 3, Hafdís Gunnarsd. 2. Staðan: ÍS 7 5 2 442:408 10 Keflavík 7 5 2 621:476 10 Njarðvík 7 4 3 431:439 8 KR 7 4 3 444:439 8 ÍR 7 2 5 436:513 4 Grindavík 7 1 6 398:497 2 NBA-deildin Toronto – Houston ..............................101:97  Tvíframlengdur leikur. Sacramento – Golden State..............106:104 LA Lakers – Miami...............................99:77 KNATTSPYRNA HM í Suður-Ameríku Perú – Brasilía ..........................................1:1 Solano 59. – Rivaldo 21. vítasp. 80.000. EM kvenna Frakkland – Pólland ................................7:1 Staðan: Ísland 5 3 1 1 18:6 10 Frakkland 3 3 0 0 13:1 9 Rússland 3 2 1 0 10:2 7 Ungverjaland 4 1 0 3 4:11 3 Pólland 5 0 0 5 3:28 0  Ísland á eftir útileik gegn Ungverjalandi og heimaleiki við Frakka og Rússa. BLAK 1. deild karla ÍS – Stjarnan .............................................2:3 (13:25, 25:21, 25:23, 23:25, 6:15) 78 mín. 1. deild kvenna HK – KA.....................................................2:3 (12:25, 25:23, 21:25, 25:23, 9:15 ) 80 mín. ÍSHOKKÍ Íslandsmót karla SA – Björninn ..........................................11:7 KARATE Íþróttahúsið Austurberg, Íslandsmótið í karate, Kumite, laugardag 15. nóvember. Karlar -65 kg flokkur: 1. Gunnlaugur Sigurðsson, Haukum. 2. Alvin Zogu, Víkingi. 3. Kristján Hrafn Bergsveinsson, Víkingi. -70 kg flokkur: 1. Halldór Svavarsson, Fylki. 2. Egill Axfjörð Friðgeirsson, Haukum. 3. Ari Sverrisson, Haukum. 4. Margeir Stefánsson, Þórshamri. -75 kg flokkur: 1. Jón Ingi Þorvaldsson, Þórshamri. 2. Kostas Petrikas, Aftureldingu. 3. Davíð Guðjónsson, Þórshamri. 4. Andri Sveinsson, Fylki. -80 kg flokkur: 1. Jóhannes Karlsson, KFR. 2. Jón Viðar Arnþórsson, Þórshamri. 3. Helgi Páll Svavarsson, Fylki. 4. Helgi Snær Sigurðsson, Þórshamri. +80 kg flokkur: 1. Ingólfur Snorrason, Fylki. 2. Pétur Freyr Ragnarsson, Fylki. 3. Halldór Jónas Ágústsson, Haukum. 4. Magnús Kr. Eyjólfsson, Breiðabliki. Opinn flokkur 1. Jón Ingi Þorvaldsson, Þórshamri. 2. Ingólfur Snorrason, Fylki. 3. Diego Björn Valencia, Víkingi. 4. Alvin Zogu, Víkingi. Liðakeppni 1. Þórshamar, 2. Fylkir, 3. Haukar. Konur -57 kg flokkur: 1. Ingibjörg Arnþórsdóttir, Þórshamri. 2. María Tómasdóttir, KFR. +57 kg flokkur: 1. Edda Blöndal, Þórshamri. 2. Fjóla Þorgeirsdóttir, KFR. 3. Sólveig Sigurðardóttir, Þórshamri. 4. Auður Olga Skúladóttir, Þórshamri. Opinn flokkur 1. Edda Blöndal, Þórshamri. 2. Sólveig Sigurðardóttir, Þórshamri. 3. Auður Olga Skúladóttir, Þórshamri. 4. Fjóla Þorgeirsdóttir, KFR. Liðakeppni 1. Þórshamar, 2. KFR. Heildarstig félaga: Þórshamar 34, Fylkir 15, KFR 11, Haukar 9, Víkingur 4, Aftur- elding 2, Akranes 0, Breiðablik 0. KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeildin: Hveragerði: Hamar – KFÍ ...................19.15 Keflavík: Keflavík – Tindastóll ............19.15 DHL-höllin: KR – Haukar ...................19.15 Seljaskóli: ÍR – Snæfell ........................19.15 Smárinn: Breiðablik – UMFN .............19.15 Þorlákshöfn: Þór Þ. – UMFG...............19.15 1. deild karla: Laugardalsh.: Árm./Þróttur – Skallag.....20 Í KVÖLD GUÐNI Rúnar Helgason leikur að öllu óbreyttu með Íslandsmeisturum KR- inga í knattspyrnu á næstu leiktíð. Guðni er samningsbundinn Val til ársins 2005, er í eigu Valsmanna h/f, en for- ráðamenn Hlíðarendaliðsins gáfu KR- ingum leyfi til að ræða við Guðna og í samtali við Morgunblaðið í gær sagðist Guðni hafa undir höndum tilboð frá KR- ingum. „Mér líst mjög vel á þennan samning sem ég fékk frá KR-ingum og hef áhuga á að ganga til liðs við þá. Ég á hins vegar eftir að fá grænt ljós frá Val til að ganga frá málunum,“ sagði Guðni Rúnar við Morgunblaðið í gær. „Við höfum átt í ágætu samstarfi við KR og skemmst er að minnast þess að Þórhallur Hinriksson kom frá KR til Vals á dögunum. Við gáfum Guðna fullt leyfi til að ræða við KR og ég tel meiri líkur en minni á að hann fari í KR,“ sagði Börkur Edvardsson formaður knatt- spyrnudeildar Vals við Morgunblaðið. Það stefnir því í að Valsmenn missi miðvarðarpar sitt en Ármann Smári Björnsson hefur ákveðið að spila með FH á næstu leiktíð. „Ármann og Guðni eru góðir fótboltamenn en við grátum þá ekkert. Við einfaldlega fyllum skörð þeirra og erum að leita að yngri mönn- um í þessar stöður,“ sagði Börkur en Valsmenn fengu á dögunum tvo leik- menn í sínar raðir, Baldur I. Að- alsteinsson frá ÍA og Þórhall Hinriksson frá KR. Guðni Rúnar Helgason er á leiðinni í vesturbæinn JÚLÍUS Þór Tryggvason og Pétur Ólafsson voru í gær ráðnir þjálfarar 1. deildarliðs Þórs í knattspyrnu til næstu tveggja ára. Þeir taka við af Jónasi Baldurssyni sem lét af störfum í haust eftir eitt ár með liðið, vegna atvinnu sinnar. Júlíus er leikjahæsti knatt- spyrnumaður í efstu deild, ekki bara hjá Þór heldur einnig hjá Leiftri. Hann hefur samtals spilað 243 leiki í efstu deild og er sá fimmti hæsti frá upphafi hér á landi. Júlíus lauk ferl- inum sem leikmaður með KA í úrvalsdeildinni árið 2002 en í ár þjálfaði hann 2. flokk Þórs. Pétur var aðstoðarþjálfari úrvalsdeildarliðs KA í ár. Hann stýrði Akureyrarliðinu Nökkva óvænt upp í 2. deild fyrir þrem- ur árum og tímabilið 2001 þjálf- aði Pétur lið Dalvíkur í 1. deild. Þórsliðið hefur orðið fyrir talsverðri blóðtöku því þrír máttarstólpar þess eru horfnir á braut. Jóhann Þórhallsson og Kristján Elí Örnólfsson fóru til KA og Orri Freyr Hjaltalín til Grindavíkur. Með þessari ráðningu hafa öll liðin í tveimur efstu deildum karla gengið frá þjálf- aramálum sínum fyrir næsta tímabil. Júlíus og Pétur ráðnir þjálfarar hjá Þórsurum ÚRSLIT ÓÐINN Ásgeirsson körfuknatt- leiksmaður, sem leikur með Ulrik- en frá Bergen í norsku úrvalsdeild- inni, lét mikið að sér kveða á sunnudag er lið hans mætti Harstad á útivelli. Ulriken vann leikinn naumlega, 101:98, og skoraði Óðinn 19 stig á aðeins 18 mínútum. Hann hitti úr 8 af 11 tveggja stiga skotum sínum, öðru af tveimur þriggja stiga skotum sínum og tók 5 frá- köst. Ulriken er í þriðja sæti með 12 stig að loknum 8 leikjum en hefur leikið tveimur leikjum færra en efsta liðið, Bærum, sem er með 16 stig að loknum 10 leikjum. Óðinn hitti vel gegn HarstadKeppni í karlaflokki var æsi-spennandi og Arnar fór ekki auðveldu leiðina þegar hann sló út Hróar Hugósson, fé- laga sinn úr Skylm- ingafélagi Reykja- víkur, í undanúrslitum á meðan Ragnar Ingi hafði sigur á fé- laga sínum úr FH, Ólafi Kjartans- syni. Arnar byrjaði betur í úrslita- rimmunni og sótti tvö fyrstu stigin á Ragnar Inga, sem sneri taflinu við og náði 8-6 forystu. Þegar jafnt var 12-12 mölbrotnaði sverð Ragn- ars Inga í annað sinn en það virtist ekki há honum og jafnt fram að 14:14, þá fékk hann náðarstunguna. „Mér gekk allt í haginn í dag því oftast hefur gengið vel að byrja með á mótum en nú tókst mér að halda mínu striki og veit hvernig á að fara að þessu,“ sagði Arnar eftir mótið, Íslandsmeistari í fyrsta sinn. „Það var mjög erfitt að mæta Ragnari í úrslitum en það hefur verið mitt markmið í mörg ár að vinna hann þar. Ég hef svo oft tap- að fyrir honum í úrslitum og það var mjög skrýtið að brjóta ísinn og spennufallið er algert. Ég veit samt að hann kemur aftur og ætlar að taka þennan titil af mér en ég verð tilbúinn. Hróar var líka erfiður enda erum við þrír í landsliðinu svo að þetta hefur verið góður dagur.“ Í kvennaflokki var Þorbjörg úr Skylmingafélagi Reykjavíkur líkleg til að taka titilinn en Anna Karls- dóttir gaf lítið út á það og sótti mik- ið til að byrja með í úrslitabardag- anum. Þorbjörg varðist fimlega og af kænsku því þegar lag Önnu geig- aði var hún fljót til sóknar og náði öruggri forystu uns hún hafði 15:10 sigur. „Ég er mjög ánægð,“ sagði Þorbjörg um sinn fyrsta Íslands- meistaratitil. „Við vorum mikið fleiri en venjulega í kvennaflokki því við fengum unglingana með okkur svo að keppnin var erfiðari en ella Ég spáði samt ekkert í það og skylmaði þar til kom að úrslit- um.“ Sem fyrr segir var meistarinn frá í fyrra ekki með því hún er við nám í Kanada og stundar þar að sjálfsögðu skylmingar. „Ég saknaði Guðrúnar, þó ekki væri nema vegna þess að hún er minn helsti æfinga- félagi en hún skal fá að hafa fyrir því að ná þessum titli af mér, fær hann sannarlega ekki gefins,“ bætti Þorbjörg við ákveðin. Morgunblaðið/Stefán Stefánsson Nýkrýndir Íslandsmeistarar í skylmingum, Andri Kristinsson og Þorbjörg Ágústsdóttir. Nýir Íslands- meistarar krýndir NÝ nöfn voru rituð á bikarana fyrir Íslandsmeistaratitil í skylm- ingum eftir að Andri Kristinsson lagði í fyrsta sinn að velli marg- faldan meistara Ragnar Inga Sigurðsson. Í kvennaflokki var Guðrún Jóhannesdóttir, Íslandsmeistari síðustu ára, fjarri góðu gamni og Þorbjörg Ágústsdóttir tók titilinn. Stefán Stefánsson skrifar ÁSGEIR Örn Hallgrímsson, vinstri- handarskyttan efnilega úr Hauk- um, hittir forráðamenn Barcelona á fundi eftir leik Hauka og Börsunga í Meistaradeildinni á Spáni um næstu helgi en eins og fram hefur komið hafa Börsungar sýnt mikinn áhuga á að fá Ásgeir Örn í sínar raðir eftir eitt og hálft ár. Valero Rivera, þjálfari Barcelona, hefur fylgst vel með Ásgeiri og hefur ver- ið í símasambandi við Viggó Sig- urðsson, þjálfara Hauka, af og til undanfarnar vikur og síðast í gær þar sem hann staðfesti að rætt yrði við Ásgeir um næstu helgi. Barcelona er ekki eina félagið sem hefur hann undir smásjánni því þýska stórliðið Magdeburg hefur fylgst með Ásgeiri og þegar Hauk- ar mættu Magdeburg ytra á dög- unum ræddi forseti félagsins lít- illega við Ásgeir. „Þetta var óformlegt spjall og lítið sem kom út úr því. Næst á dagskrá er leikurinn við Barcelona og ég á svo fund með mönnum frá félaginu. Ég fer svo yf- ir stöðuna þegar ég heim heim,“ sagði Ásgeir við Morgunblaðið. Ásgeir ræðir við Börsunga KRISTJÁN Helgason gerði sér lítið fyrir og sigraði einn frægasta snók- erspilara heims, Jimmy White, 2:1, á móti á Billiardbarnum í Faxafeni 12 í gærkvöld. Kristján, sem er í 66. sæti heimslistans, sýndi snilld- artilþrif þegar hann lagði White að velli. White, sem nú er í 15. sæti á heimslistanum en hefur sex sinnum lent í öðru sæti á heimsmeist- aramótinu, fór hinsvegar oft á kost- um í gærkvöld, náði best 113 í ein- um leik og vann bæði Jóhannes B. Jóhannesson og Jussi Tyrkko frá Finnlandi á sannfærandi hátt. Þeir White, Tyrkko og Kristján urðu jafnir og efstir með 2 vinninga hver, unnu hver annan, en White stóð uppi sem sigurvegari á mótinu með hagstæðasta skorið. Kristján vann sigur á Jimmy White
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.