Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 46
FÓLK Í FRÉTTUM 46 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ verður að viðurkennast strax að þrátt fyrir að þau séu kærkomin fleiri lög Valgeirs Guðjónssonar við ljóð Jóhannesar úr Kötlum þá hafi það fyrst og fremst verið löngu tíma- bær endurfundur Valgeirs og Diddúar sem ylj- aði fyrst og síðast um hjartaræturn- ar. Hvað maður hefur lengi vonað að þau tækju aft- ur upp þráðinn þar sem frá var horf- ið… þegar Diddú sneri sér að klass- ískum söng og Valgeir fór á ný í Stuðið. En alltaf, sama hversu góða hluti þau gerðu hvort í sínu lagi, alltaf vonaði maður að þau ættu aftur eftir að samnýta krafta sína og hæfileika, því þau smella saman eins og tónlist- arfólk best getur, vega hvort annað upp og fer svo vel að laða fram helstu kosti hvert annars. Það margsýndi sig er þau köfuðu saman eftir hverri skínandi perlunni á fætur annarri með Spilverkinu sínu hér í den. Og það sýnir sig enn í dag. Á Fuglum tímans. Ugglaust er þetta umdeild yfirlýs- ing, en fyrir mína parta hafa þau ekki verið betri, Diddú og Valgeir, hvorki sundur né saman, síðan Spilverkið var upp á sitt besta. Eins og þau voru nú fín lögin sem Valgeir lagaði að ljóð- um Jóhannesar úr Kötlum á Fugli dagsins þá tekst honum jafnvel enn betur upp hér. Kannski vegna þess að lög Valgeirs virðast hreinlega henta betur óviðjafnanlegum flutningi Diddúar en hans eigin. Kannski vegna almennt betri og meira viðeig- andi útsetninga og hljóðfæraleiks. Lögin eru tólf á Fuglum tímans, samin við vel valin ljóð eftir skáldið sem spanna tvo áratugi á ferli hans. Rauði þráðurinn, ef einhver, er ljúf- sárar minningar. Um liðna daga sem skáldið lýsir svo ljóslifandi sem hvít- um svönum sem fljúga á brott. Um gamla vini, geymda en ekki gleymda, horfna en ekki fjarlæga. Þessa fugla tímans sem sveima hjá og gefa lífi og liðnu gildi, tilgang þar til „dreki eilífð- arinnar steypir sér úr háa lofti og gleypir hvern tímanlegan fugl“ eins og skáldið orðar í ljóði á samnefndu plötunni frá 1955. Tónlistarstíllinn er áþekkur því sem Valgeir og Diddú áttu til að daðra við með félögum sínum í Spil- verkinu; nett poppaður sveifludjass, þjóðlagaskotinn, galsafullur en ekki síður tregablandinn. Þannig hefur platan að geyma nokkur af fallegustu lögum sem Valgeir hefur samið lengi, má þar nefna „Fyrir handan“, „Englaslátt“, „Barnagælu“ og „Nátt- fall“. Hress og skemmtilega flutt eru „Þegar ég sigli“ og „Betlari“. Allra hörðustu Spilverks-aðdáendur ættu að fá gæsahúð er þeir heyra „Þjóð- vísu“, „Sóleyjarnar gráta“, „Manns- barnamóður“ – ekta Spilverks-lög þar á ferð, eins og þau best gerðust. Sér á báti er svo „Tólf álna garn“ í mínum huga. Öllu þyngra en annað á plöt- unni, kynngimagnað og fullt af tilfinn- ingu. Ef til vill fyrsta lagið sem Val- geir sendir frá sér sem gefur til kynna hversu víða hann hefur komið við síð- asta einn og hálfan áratuginn, á þar einkum við þá kvikmynda- og nýald- artónlist sem hann hefur samið fyrir erlendan markað. Öll eiga lögin svo það sammerkt að falla einstaklega eðlilega að ljóðum Jóhannesar og hvergi má heyra að þeim hafi verið þvingað saman í eina sæng. Annað sem vekur eftirtekt er að rödd Diddúar hefur ekki verið „popp- aðri“ síðan hún sneri sér að klassík- inni. Sem er afar kærkomið fyrir okk- ur sem kunnum alltaf best við hana í poppinu, þessa annars fjölhæfu söng- konu. Fuglar tímans er ekki bara verð- ugur virðingarvottur við ljóð Jóhann- esar úr Kötlum heldur má einnig líta á hana sem fyrirtaks Spilverks-plötu. Tæpast gerast meðmæli betri. Spilverksins fuglar Diddú og Valgeir Guðjónsson Fuglar tímans Diddú syngur lög eftir Valgeir Guðjónsson við ljóð Jóhannesar úr Kötlum. Jón Ólafs- son píanó og Hammond-orgel, Guð- mundur Pétursson hljómgítar, knégítar og kontragítar, Jón Rafnsson kontra- bassi, Sigurður Flosason baritón saxó- fónn, klarínett og bassaklarínett, Jóhann Hjörleifsson bumbur, málmgjöll og hryn- pung, Valgeir Guðjónsson smágítar. Upp- tökustjórn og hljóðblöndun Gunnar Smári Helgason. Tekið upp í Sýrlandi í maí og júlí 2003. Skífan Skarphéðinn Guðmundsson Morgunblaðið/Júlíus Diddú og Valgeir Guðjónsson fara einkar vel með ljóðin hans Jóhannesar úr Kötlum á Fuglum tímans. Stóra svið Nýja svið og Litla svið LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau 22/11 kl 14 - UPPSELT Su 23/11 kl 14 - UPPSELT Su 23/11 kl 17 - UPPSELT, Lau 29/11 kl 14 - UPPSELT Lau 29/11 kl 17 - UPPSELT, Su 30/11 kl 14 - UPPSELT Lau 6/12 kl 14 - UPPSELT, Lau 6/12 kl 17 - UPPSELT Su 7/12 kl 14 - UPPSELT, Lau 13/12 kl 14 - UPPSELT Su 14/12 kl 14 - UPPSELT, Lau 27/12 kl 14, - UPPSELT Su 28/12 kl 14, - UPPSELT, Lau 3/1 kl 14, Su 4/1 kl 14 Lau 10/1 kl 14, Su 11/1 kl 14 Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 NÝJUNG - GLEÐISTUND Í FORSALNUM Forsalurinn opnar klukkutíma fyrir kvöldsýningu Girnileg smábrauð og léttar veitingar á tilboðsverði Njótið þess að gefa ykkur góðan tíma í leikhúsinu COMMONNONSENSE e. CommonNonsense byggt á myndlist Ilmar Stefánsdóttur Fi 20/11 kl 20, Fö 21/11 kl 20 Lau 22/11 kl 20 Síðustu sýningar KVETCH e. Steven Berkoff í samstarfi við á SENUNNI Su 23/11 kl 20- UPPSELT, Fö 28/11 kl 20, Lau 29/11 kl 20, Su 30/11 kl 20 Síðustu sýningar 15:15 TÓNLEIKAR - FLJÓÐLEIKUR Arna Kristín Einarsdóttir, Þuríður Jónsdóttir, Geir Rafnsson ofl. Lau 22/11 kl 15:15 www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is Meira (en) leikhús! ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Lau 22/11 kl 20, Fö 28/11 kl 20, Fö 5/12 kl 20 Í SVÖRTUM FÖTUM - ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Fi 20/11 kl 20:30 ANDARTAK - ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Margrét Eir - hljómsveit Mi 19/11 kl 22 - kr. 2.000 MIÐ. 19/11 - KL. 19 UPPSELT FÖS. 21/11 - KL. 19 ÖRFÁ SÆTI LAUS MIÐ. 26/11 - KL. 19 LAUS SÆTI ATH! SÝNINGUM FER FÆKKANDI ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA sun. 23. nóv. kl. 14.00 lau. 29. nóv. kl. 14.00 sun. 7. des. kl. 14.00 Miðasala í síma 866 0011 nýtt barnaleikrit eftir Felix Bergsson Leikhópurinn Á senunni Miðasala í síma 562 9700 www.idno.is Edda Björgvinsdóttir tekur á móti gestum og losar um hömlur á hádegi föstudaga kl. 11.45. Tenórinn Lau. 22. nóv. kl. 20.00. UPPSELT Lau. 29. nóv. kl. 20.00. Örfá sæti Lau. 6. des. kl. 20.00. Sellófon Gríman 2003: „Besta leiksýningin“ að mati áhorfenda Mið. 19. nóv. kl. 21.00. UPPSELT Fös. 21. nóv. kl. 21.00. UPPSELT Fim. 27. nóv. kl. 21.00. UPPSELT AUKASÝNING Lau. 29. nóv. kl. 23.00. Örfá sæti Sun. 30. nóv. kl. 21.00. Örfá sæti Fim. 11. des. kl. 21.00. nokkur sæti Þri. 30. des. kl. 21.00. Jólasýning WWW.sellofon.is og sellofon@mmedia.is Opið frá kl. 18 fimmtudags- sunnudagskvöld. erling Lau 22.11. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS Fös 28.11. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS Lau 06.12. kl. 20 LAUS SÆTI Ósóttar pantanir seldar daglega Miðasala í síma 552 3000 Miðasala opin 15-18 virka daga Ósóttar pantanir seldar daglega loftkastalinn@simnet.is Einnig sýnt í Freyvangi Morvern Callar Drama Skotland 2002. Myndform VHS. (97 mín.) Leikstjórn og handrit Lynne Ramsay. Aðalhlutverk Samantha Morton, Kathleen McDermott. SKOSKA kvikmyndagerðarkonan Lynne Ramsay vakti mikla athygli fyrir myndina Ratcatcher og skipaði sér í flokk með þeim efnilegri í Bret- landi. Með Morvern Callar festir hún sig rækilega í sessi, enda er þar á ferð einhver allra magnaðasta breska myndin sem ég hef lengi séð. Hér er ekki ofsanum fyrir að fara þó rudda- fengin og myrk sé. Framvindan er hæg, greinir frá ráðlausri og margræðri ungri konu, Morvern Callar, sem horfir upp á unnusta sinn fyrirfara sér. Hún finn- ur ekki fyrir neinu, engri sorg, engri eftirsjá. Alveg tóm. Og svo eignar hún sér handrit að skáldsögu sem hann hafði skilið eftir sig. Fyrir ágóðann heldur hún suður á bóginn ásamt vinkonu sinni í einhverri veikri von um að finna sig, finna til eða finna bara eitthvað. Það er manni á stundum um megn að horfa upp á tilþrif Samönthu Morton í hlutverki Callar. Svo næm er hún, svo gjörsamlega berskjöld- uð. Frábær leikur í frábærri mynd – sem er þó alls ekki allra. Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Í leit að sjálfi ♦ ♦ ♦ Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.