Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ www.markid.is • Sími: 553 5320 • Ármúla 40 H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / M ar ki ð / 09 .2 00 3 Reiðhjólahjálmar Mikið úrval af reiðhjóla- hjálmum, barna og fullorðins, einföld stilling. CE merktir og íslenskur leiðarvísir. Verð frá kr. 1.980 Barnastólar 10-40% afsláttur Hjólin eru afhent tilbúin til notkunar, samsett og stillt á fullkomnu reiðhjólaverkstæði. Ábyrgð og frí upphersla eftir einn mánuð. Vandið valið og verslið í sérverslun. 5 % staðgreiðsluafsláttur Upplýsingar um raðgreiðslur veittar í versluninni Rocket 24” og 26” 21. gíra fjallahjól með dempara, Shimano gírar, V-bremsur og álgjarðir. 24” Tilboð stgr. kr. 18.905 26” Tilboð stgr. kr. 19.855 Frábær fjallahjól frá Scott, Margar gerðir, alls konar útfærslur. Afsláttur 10-35% Pro Track 26” 21 gíra fjallahjól á mjög góðu verði, Shimano gírar, V-bremsur og álgjarðir. Tilboð stgr. kr.14.155 Verð áður kr. 24.900 OXIDE 26” Tveggja dempara hjól á frábæru verði. 21. gíra Shimano með Grip-Shift. Tilboð stgr. aðeins kr. 20.947 Verð áður kr. 31.500 QUAKE 26” Vandað demparahjól, með ál stelli og diskabremsum. 24. gíra Shimano Alivio. Frábært tilboð stgr. 37.905 Verð áður kr. 49.900 Windermere Ekta dömuhjól 28” dekk, 3 gírar með fótbremsu. Ál stell breiður dömu hnakkur með dempara. Stillanlegt stýri. Tilboð stgr. kr. 24.581 Verð áður kr. 34.500 Á FÖSTUDAGINN fór Skífuskank 2003 fram í Tjarnarbíói, keppni sem haldin er á vegum TFA en var liður í Unglistarhátíð Hins Hússins. Keppt var í tveimur flokkum í skanki en jafnframt var keppt í nýrri grein, taktkjafti sem er íslenskun á „beat- box“ þar sem menn framkalla takta og hljóð með munni og raddböndum einum saman. Alls tóku átta plötu- snúðar þátt í skífuskanki og sex túlar kepptu sín á milli í taktkjafti. Úrslit voru á þá leið að DJ Magic sigraði í skankriðli, í öðru sæti varð DJ M.A.T. en í þriðja sæti hafnaði DJ Nino. Í syrpuriðlinum sigraði DJ Big Gee hins vegar, í öðru sæti varð áðurnefndur DJ Magic en þriðja sætið hreppti DJ Nino. Fyrsti sig- urvegari Taktkjafts varð svo Bangsi, í öðru sæti varð Bjartur boli en Hermigervill varð í þriðja sæti. Dómarar voru DJ Fingaprint og DJ Saber Úrslit í Skífuskanki og Taktkjafti 2003 Morgunblaðið/Eggert DJ Magic sigraði í skankriðli Skífuskanksins. Morgunblaðið/Eggert DJ Deluxe úr Bæjarins bestu lék á milli atriða. DJ Magic tók skankið www.hiphop.is ANDARTAK er önnur plataMargrétar en hún gaf útplötuna Meir fyrir jólinárið 2000. Hún segir nýju plötuna mun stærri í sniðum en hina fyrri og reyna meira á hana sem söngkonu. Á Andartaki eru þrjú tökulög og sjö ný lög, meðal annars eftir þá Magnús Þór Sigmundsson og Þorvald Bjarna Þorvaldsson. Textana sömdu m.a. Andrea Gylfa- dóttir og Unnur Ösp Stefánsdóttir. „Ég er ekki lagahöfundur sjálf – ekki ennþá!“ segir Margrét og bætir við að hún hafi oft verið með lög „í höfðinu“ en aldrei sett þau niður á blað. Það muni þó líklega breytast á næstunni. „Nú er ég farin að læra á gítar, keypti mér gítarbók um dag- inn og kann alveg fjögur grip,“ segir hún stolt þar sem hún er búin að koma sér fyrir í sófanum með kaffi- bolla. Margrét heldur útgáfutónleika á Litla sviði Borgarleikhússins á mið- vikudagskvöld, beint eftir að hafa verið í söngleiknum Grease á Stóra sviðinu. - Verður það ekki erfitt? „Það verður ágætis upphitun fyrir tónleikana, allavega er ekki langt að fara. Kannski er þetta smá klikkun en ég hef engar áhyggjur, hlakka bara til.“ Heims um ból í ágúst Margrét hefur sungið bakraddir á fjölmörgum plötum í gegnum tíðina, hún segir það einfaldlega nauðsyn- legt ef maður ætli að lifa á því að vera tónlistarmaður á Íslandi. „Tónlistarbransinn er svo mikið hark hérna. En auðvitað er líka skemmtilegt að syngja bakraddir; góður félagsskapur, grín og gleði. Það er óneitanlega sérstakt að syngja „Heims um ból“ klukkan átta á mánudagsmorgni í ágúst eins og þarf oft að gera þegar jólaplöturnar eru teknar upp.“ Hún segir bakraddasönginn ger- ólíkan því að vinna ein og vera í for- grunni. „Ég er enn þá að venjast því, ég er miklu berari einhvern veginn þegar ég er svona ein. Mér bregður dálítið þegar ég sé risastór plaköt í búðum með myndum af sjálfri mér. Ég þarf bara að læra að njóta þess meira að vera svona ein í sviðsljós- inu. Ef maður gerir það ekki á mað- ur ekkert erindi í þennan bransa.“ Slæmt tískutímabil Annað af tveimur erlendum töku- lögum á plötunni er „The Power of Love“ með Frankie Goes to Holly- wood sem fengið hefur nafnið „Eld- heitt“ í þýðingu Davíðs Þórs Jóns- sonar. „Ég var beðin um að syngja það í brúðkaupi í sumar og þá mundi ég hvað þetta er æðislegt lag. Það fylgir því svo skemmtileg ’86-nostalgíu- stemning, mann langar alveg í túb- erað hár og grifflur þegar maður heyrir það. Eins og þetta var nú slæmt tískutímabil þá eru nefnilega mörg lögin frá þessum tíma flott og með fallegum melódíum.“ Hitt lagið er „Wuthering Heights“ eftir Kate Bush sem nefnist „Heiðin há“ í þýðingu Þórarins Eldjárns. Margrét segist hafa hlustað mikið á Kate Bush fyrir nokkrum árum en síðan tekið sér hlé frá henni. Endur- fundir urðu síðan í vor þegar hún heyrði „Wuthering Heights“ í út- varpinu í rútu klukkan fimm um morgun á leiðinni út á Keflavík- urflugvöll. „Það var mikil áskorun að taka þetta lag og ég veit að sumum finnst lagið ef til vill heilagt í flutningi Kate Bush, en ég hlakka samt mjög til að sjá viðbrögðin.“ Lagið fjallar um ástir þeirra Kötu og Heathcliff, aðalpersónanna úr skáldsögunni Fýkur yfir hæðir eftir Emily Bronte. „Lagið fjallar um gríðarlega ást á milli tveggja ein- staklinga sem ná ekki saman, Það er dæmigert fyrir mig, ég er stundum dálítið dramatísk sjálf,“ segir hún og brosir. Útgáfutónleikarnir eru í Borg- arleikhúsinu á miðvikudags- kvöld og hefjast kl. 22. Miðinn kostar 2.000 krónur. bryndis@mbl.is „Er stundum dálítið dramatísk“ Margrét Eir er um þessar mundir að senda frá sér sína aðra sólóplötu. Bryndís Sveinsdóttir ræddi við leik- og söngkonuna um gítarnám, sviðsljósið og tísku áttunda áratugarins. Morgunblaðið/Eggert Margrét Eir segir tónlistarbransann á Íslandi vera mikið hark.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.