Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 51 www .regnboginn.is Það sem þú veist um ótta kemst ekki nálægt þessu. Beint á toppinn í USA! Stranglega bönnuð innan 16 ára! Sýnd kl. 6. Með íslensku tali. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15. B.i. 16. Hann hélt alltaf að hann væri bara venjulegur álfur, þangað til annað kom í ljós. Nú er hann á leiðinni í stórborgina að finna pabba sinn. Will Ferrell Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 12. Stórkostleg grínmynd fyrir alla fjölskylduna. Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 10 ára. Skonrokk FM909  ÞÞ FBL HJ MBL HK DV  Kvikmyndir.com OPEN RANGE  DV  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 10.15. Frábær grínmynd um strák sem skilinn er eftir heilt sumar hjá tveim snarklikkuðum frændum sínum. Stórleikararnir Michael Caine, Robert Duvall og Osment úr Sixth Sense fara á kostum. Sýnd kl. 4. „ATH! SÝND MEÐ ÍSLEN SKU O G ENSKU TALI“ www.laugarasbio.is Sýnd kl. 4, 6 og 8. Með íslensku tali. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Með ensku tali og íslenskum texta. Will Ferrell Stórkostleg grínmynd fyrir alla fjölskylduna. Hann hélt alltaf að hann væri bara venjulegur álfur, þangað til annað kom í ljós. Nú er hann á leiðinni í stórborgina að finna pabba sinn. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. SÍÐASTA plata Írafárs, Allt sem ég sé, var ágæt um margt og forvitni- leg meðal annars fyrir það hversu kaflaskipt hún var; innan um vinsælda- poppið voru metn- aðarmeiri lagasmíð- ar sem bentu til þess að sveitin væri að ganga í gegnum þroskaskeið, mótast. Á nýrri plötu sveitarinnar má svo heyra að tónmál sveitarinnar er nánast fullmótað, heildarsvipur á plötunni sterkur og stefnan skýr. Vignir Snær Vigfússon, lagasmiður sveitarinnar, hefur mjög ákveðinn tónsmíðastíl og lög hans jafnan eins- leit, eiginlega öll eins í uppbyggingu og framvindu, riff og viðlag endurtek- in eftir þörfum, mjög sérstæður og um margt frumlegur lagasmiður þótt ekki virðist hann fjölhæfur. Þáttur Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar í frama Írafárs er umtalsverður því honum hefur verið lagið að færa lögin hans Vignis Snæs í dægilegan búning, gera lögin fjölbreyttari. Á Nýju upp- hafi er hann líka í essinu sínu í útsetn- ingum, hleður inn hljóðum og hljóm- um, skýtur inn súrum fiðlum, fönkuðum bassa eða víruðum hljóm- borðum, en sérstaklega finnst mér hann nota strengi vel á plötunni. Út- setningar á lögum eru og margar hreint afbragð frá tæknilegu sjónar- miði og hljómur afskaplega góður. „Fáum aldrei nóg“ hefur verið mik- ið spilað undanfarið og þótt það sé skemmtilegt lag, þrungið Todmo- bílskri dramatík, er það alls ekki eina lagið á plötunni sem hljómar vel. „Aldrei mun ég“ er til að mynda eitt besta lagið á plötunni, hrífandi viðlag og góð stígandi í laginu. Píanóklasar, massaðir strengir, tregafullur slide- gítar og himnakór = fyrsta flokks popplag. Annað gott lag er „Nýtt upphaf“, góð keyrsla, gott viðlag, strengir smekklegir og söngur í góðu lagi. Eini gallinn er hálfrar mínútu gítarfyllirí um miðbikið. Því er reyndar svo hátt- að víðar á skífunni, of mikið af rafgít- ar; þungarokkriffum og stærðfræði- legum skölum. Vert er einnig að nefna „Annan dag“, gott stuðlag með skemmtilegri útsetningu sem Vignir Snær syngur af krafti. Önnur lög eru almennt síðri, þreyt- andi í yfirdrifinni keyrslu og þving- aðri gleði. Mér finnst líka vanta á plöt- una spilagleði, er ekkert gaman að vera í vinsælli hljómsveit? Eina lagið sem ekki er úr smiðju Vignis á skífunni er síðasta lagið sem Birgitta semur, „Í annan heim“. Lag- ið er einfalt og lítið í það spunnið og textinn endalaus þér/mér/hér/sér/fer- klifun. Textar á plötunni eru þokkalegir, segja svo sem ekkert en eru ágætir til síns brúks. Einna skemmtilegastur er texti Stefáns Hilmarssonar við lagið „Nýtt upphaf“, fornlegur eins og hans er von og vísa, en lakastur er texti Vignis Snæs við „Ef, ef?“ sem hann syngur annars vel. Birgitta er með mjög þokkafulla rödd og syngur yfirleitt vel á plötunni, sumstaðar afskaplega vel, hrasar ekki illa nema í „Ég og þú“ enda fellur rödd hennar ekki að hetjusópran- söngvum. Félagar hennar standa sig með ágætum. Vignir Snær er af- bragðs gítarleikari þótt hann sé full- æstur að sýna hvað hann getur, og hljómborðsleikur á plötunni almennt mjög góður, geri ráð fyrir að þar sé yfirleitt Andri Guðmundsson á ferð. Hrynpar sveitarinnar stendur sig líka með prýði. Gestir eru fjölmargir og skila sínu vel, nefni sem dæmi fram- úrskarandi orgelleik Kjartans Valdi- marssonar og góðar raddir þeirra Margrétar Eir og Regínu Óskar. Strengjaleikur er líka framúrskar- andi. Þessarar plötu Írafárs hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, enda sala á síðustu skífu með ein- dæmum. Það er nokkuð djarft af hljómsveitinni að kalla plötuna Nýtt upphaf, en á þó rétt á sér því þetta er eiginlega fyrsta „alvöru“ Írafársplat- an, fyrsta heilsteypta verkið sem sveitin sendir frá sér, og fróðlegt að sjá hvernig aðdáendur hljómsveitar- innar eiga eftir að taka henni. Tónlist Nýtt upp- haf Írafárs Írafár Nýtt upphaf Skífan Nýtt upphaf, breiðskífa með hljómsveit- inni Írafári. Írafár skipa þau Vignir Snær Vigfússon gítarleikari og söngvari, Birg- itta Haukdal söngkona, Andri Guðmunds- son hljómborðsleikari, Jóhann Bachmann trommuleikari og Sigurður Samúelsson bassaleikari. Þorvaldur Bjarni Þorvalds- son tók upp og vann útsetningar með Vigni Snæ, annaðist einnig forritun og lék á hljómborð. Lög á plötunni eru eftir Vigni Snæ Vigfússon utan eitt sem Birg- itta Haukdal semur, textar flestir eftir Birgittu, en Vignir Snær semur einn með henni og á að auki tvo texta, Friðrik Sturluson á einn og Stefán Hilmarsson annan. Skífan gefur út. Diskurinn er með spilunarvörn. Árni Matthíasson Nýtt upphaf er réttnefni að því leyti að platan er fyrsta „alvöru“ Írafárs- platan, fyrsta heilsteypta verkið, segir í umsögn. Morgunblaðið/Árni Sæberg ÖLLUM að óvörum læddi Álfurinn sér á topp bandaríska bíólistans eftir á daginn kom að flestir bíógesta voru komnir í jólaskap og lögðu leið sína á þessa léttu grínmynd fremur en annað sem í boði var um helgina. Álfamyndin varð, af eðlilegum ástæðum, að láta sér lynda annað sætið þegar Matrix-byltingin hófst með látum um síðustu helgi en eftir að draga tók úr byltingarkraftinum greip Álfurinn tækifærið og hreiðr- aði um sig á toppnum. Upp á milli þeirra komst síðan stórmyndin Skipstjóri og flotafor- ingi: Á fjarlægum slóðum (Master and Commander: The Far Side of the World) með ástralska ósk- arsverðlaunahafanum Russell Crowe í aðalhlutverki. Myndina gerði landi Crowes Peter Weir, sá mikilsvirti leikstjóri, sem á að baki myndir á borð við Picnic at Hanging Rock, The Witness, Dead Poets Soc- iety og Truman Show. Nýja myndin hefur almennt fengið rífandi góða dóma og margir af helstu gagnrýn- endunum vestra talað um hana sem einn af stórviðburðum bíóársins, ef ekki þann stærsta. Matrix-byltingin hélt ekki þeim velli sem vonast hafði verið til því að- sóknin féll um 66% frá síðustu helgi – en það eiga margar myndir, sem hafa byrjað vel á árinu, sameig- inlegt. Auk Skipstjóra og flotaforingja komu tvær aðrar myndir inn nýjar; Kalli kanína og félagar snúa aftur (Looney Tunes: Back in Action) er blanda af leikinni mynd og teiknaðri þar sem Kalli kanína, Daffi önd og félagar leika á móti leikurum af holdi og blóði á borð við Brendan Fraser. Tupac: Upprisan (Tupac: Resurrection) er ný heimildarmynd í fullri lengd um hipp-hopp goðið margfræga sem myrtur var á dul- arfullan hátt 1996.                                                                                                          "                 #$%# #&%$' '(%! '#%) *%& +%* (%' &%) ,%$ !%! $'%! #&%$ '',%# (!%) *%& '*%) ')#%! ,!%$ ,%$ ,&%( Álfurinn lagði Neo Skipstjórinn og flotaforinginn: Þykir líklegur Óskarsverðlauna- kandídat. Jólastemmningin allsráðandi í bíóhúsum vestra DAGUR íslenskrar tungu var á sunnudag- inn. Af því tilefni fóru leikarar úr Þjóðleik- húsinu á milli grunnskóla í gær, mánudag, og lásu fyrir nemendur. Hér má sjá þau Brynhildi Guðjónsdóttur og Ívar Örn Sverr- isson (annar frá hægri) en þau litu inn í Vesturbæjarskóla. Morgunblaðið/Ásdís Leikarar lesa fyrir skólabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.