Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÁHÖFN Twin Otter-flugvélar Flugfélags Íslands var 10 klukkutíma að koma dönsk- um hermanni, sem slasaðist á föstudag, frá Daneborg á Grænlandi á sjúkrahús í Reykjavík. Frímann Svavarsson flugstjóri segir að tunglskin hafi ráðið úrslitum um að áhöfn vélarinnar tókst að bjarga mann- inum, en hann var höfuðkúpubrotinn og með vott af heilablæðingu eftir að hafa misst stjórn á hundasleða sínum. Björgunarþyrla er í bænum Constable Point á Grænlandi, en þar var éljagangur og þyrlan er ekki búin afísingarbúnaði. Flugbrautin í Daneborg er mjög frum- stæð og voru notaðar 12 neyðarluktir til að afmarka brautina, en myrkur var þegar flugvélin lenti. Að sögn læknis á Landspítala var líðan mannsins eftir atvikum og hann á batavegi. Frímann Svavarsson flugmaður með sleðahundinn Dozer á Grænlandi. Björguðu slös- uðum hermanni  Þess virði/6 SIGURÐUR Helgason, forstjóri Flugleiða, sagði á kynningarfundi fyrir fjárfesta í gær að á næsta sumri stefndi félagið að 20% aukningu flugs í samanburði við sumarið 2003. Það er um 9% framboðsaukning á árs- grundvelli. Þetta væri mögulegt að gera með arðbærum hætti vegna þess að nú væri hægt að leigja flugvélar til mjög skamms tíma í senn. Félaginu hefur á undanförnum árum tekist að gera æ stærri hluta rekstrarkostn- aðar breytilegan, segir Sigurður. Að sögn Sigurðar verða ráðnar áhafnir vegna aukinna verkefna strax næsta vor og standa vonir til þess að hægt verði að end- urráða þá flugmenn sem var sagt upp haustið 2001 í kjölfar hryðjuverkanna 11. september. Hagnaður Flugleiða fyrstu níu mánuði ársins nam 1.723 milljónum króna en hann nam 3.321 milljón króna fyrstu níu mánuði síðasta árs. Flugleiðir auka umsvif Stefnt að end- urráðningu flugmanna  Hagnaður/12 LÖGREGLAN í Reykjavík handtók síðdegis í gær tvo menn um tvítugt grunaða um aðild að vopnuðu bankaráni í Búnaðarbankanum við Vesturgötu í gær og hefur annar þeirra játað aðild að ráninu. Talið er að mennirnir tveir séu sá sem framdi ránið og vitorðsmaður á rauðri bifreið sem notuð var til undankomunnar eftir ránið, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Hótaði gjaldkera með hnífi og heimtaði peninga Að sögn lögreglu sáu sjónarvottar hluta númeraplötu bifreiðarinnar er þeir veittu henni eftirför af Seljavegi í austurátt og auð- veldaði það leit að ræningjunum. Misstu þeir hins vegar sjónar á bifreiðinni er bankaræn- ingjarnir óku á mikilli ferð gegn rauðu ljósi á gatnamótum Geirsgötu og Pósthússtrætis við Kolaportið og út á Kalkofnsveg og Sæbraut. Lögreglan fann bílinn síðar um daginn og annan manninn í tengslum við það. Mennirnir, sem fæddir eru upp úr 1980, bíða þess að verða yfirheyrðir af lögreglu sem leitar enn þriðja mannsins vegna rannsóknar málsins, en hann er talinn geta tengst ráninu. Ránið var framið laust fyrir klukkan hálf- fjögur í gær. Grímuklæddur maður, vopnaður litlum hnífi, gekk inn í bankann, hótaði gjald- kera og heimtaði peninga. Ekki er talið að maðurinn hafi komist undan með mikla fjár- muni en þegar hann hafði fengið peninga af- henta yfir afgreiðsluborðið hljóp hann út úr bankanum og inn í rauðan bíl sem beið hans ásamt bílstjóra á Seljavegi. Þaðan brunuðu þeir á brott en var veitt eftirför af sjónarvott- um, sem höfðu séð manninn setja grímuna á sig fyrir utan bankann og horft forviða á þegar hann kom út úr bankanum og reif af sér grím- una. Maður vopnaður hnífi rændi Búnaðarbankann við Vesturgötu Einn hefur játað og annar er í haldi lögreglu Morgunblaðið/Júlíus Lögregluþjónar og starfsfólks útibúsins á Vesturgötu ræða saman eftir ránið í gær. SAMKVÆMT nýrri könnun Gall- up fyrir iðnaðarráðuneytið eru rúm 70% landsmanna á því að er- lend fjárfesting hér á landi auki velmegun. Rúmlega 21% telur slíka fjárfestingu ekki skipta þjóð- arbúið máli og nærri 9% telja hana draga úr velmegun. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra greindi frá þessari könnun á ráð- stefnu sem fram fór í gær um ís- lenskan áliðnað, þeirri fyrstu sem Norðurál, Alcoa og Alcan standa sameiginlega að hér á landi. Í sömu könnun var spurt um viðhorf fólks til erlendrar fjárfest- ingar á Íslandi. Tæp 66% svarenda voru henni hlynnt, rúm 17% and- víg og 17% óákveðin. Þá sögðust 67% vera hlynnt álveri Alcoa í Reyðarfirði, 22% voru andvíg og 11% óákveðin. Erlend fjárfesting talin auka velmegun  Álið nálgast/28–29 BORGARLEIKHÚSIÐ var stappað af ungling- um í gær en þá fór fram fyrsta undan- úrslitakvöld Skrekks, hæfileikakeppni grunn- skóla Reykjavíkur og ÍTR. 200 krakkar frá sjö skólum tóku þátt í þeim atriðum sem flutt voru en Langholtsskóli og Árbæjarskóli kom- ust áfram og keppa á úrslitakvöldinu í næstu viku. Hér er Rimaskóli að flytja atriði sem kallast Ævintýraheimur Putta. Morgunblaðið/Sverrir Skrekkur í Borgarleikhúsinu MIKILL músafaraldur hefur verið á Siglufirði að undanförnu en músa- faraldur í Reykjavík í október var minni en í meðalári. „Það hefur verið frekar mikið um mýs að undan- förnu,“ segir Guðni Sölvason, bæj- arverkstjóri á Siglufirði. „Þetta flokkast undir að vera ekki eðlilegt. Hún hlýtur að hafa fjölgað sér mjög mikið í þessari góðu tíð.“ Guðmundur Björnsson, rekstrar- stjóri meindýravarna í Reykjavík, segir að ástandið í borginni sé ekkert í líkingu við stöðu mála víða úti á landi. „Síðasti mánuður var undir meðalári,“ segir hann en telur að músafaraldurinn megi annars fyrst og fremst rekja til góðs veðurs und- anfarin ár. Mikill músafaraldur á Siglufirði Morgunblaðið/Sigurður Ægisson MIKILL músafaraldur í byggð boð- ar harðan vetur samkvæmt íslenskri hjátrú að sögn Símonar Jóns Jó- hannssonar þjóðfræðings. Hann seg- ir ýmiss konar hjátrú, einkum varð- andi veðrið, tengjast músum í byggð. Sjáist mikið af músasporum í nýföllnum snjó megi til dæmis búast við þíðu. „Ef það heyrist hátt í mús- um og þær tísta mikið er það fyr- irboði um storm,“ segir Símon Jón. Fyrirboði um harðan vetur ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.