Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.11.2003, Blaðsíða 1
BÆKUR Loftandar og eldtröll Rætt við Iðunni Steins- dóttur um bók hennar Kynja- verur í Kverk- fjöllum Kristmann Guðmundsson var ótví- rætt einn af litríkustu Íslendingum tuttugustu aldar. Hann hélt ungur til Noregs og gat sér á skömmum tíma miklar vinsældir sem rithöf- undur þar í landi. Bækur hans voru þýddar á fjölmörg tungumál og þeg- ar hann sneri aftur heim til Íslands seint á fjórða áratugnum naut hann meiri frægðar í álfunni en áður þekktust dæmi um meðal íslenskra rithöfunda. Stóð við sannfæringu sína Heimkoman reyndist skáldinu hins vegar erfið. Kristmann batt ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir, einkalíf hans þótti skrautlegt með afbrigðum og hann var ekki handgenginn þeim stjórnmálaskoðunum sem flestir rit- höfundar aðhylltust í þá daga. Það var því löngum stormasamt í lífi Kristmanns; um hann spunnust ótrúlegar sögur, skáldskapur hans átti ekki upp á pallborðið hjá róttæk- um menningarvitum þessa tíma og þeir drógu ekki dul á þá skoðun sína. Ef til vill má segja að atlagan að orðstír Kristmanns hafi þó náð há- marki árið 1964, en þá átti hann í málaferlum við Thor Vilhjálmsson vegna ummæla sem Thor hafði við- haft um Kristmann í tímaritinu Birt- ingi árið áður. Sigurjón Magnússon hefur Krist- mann í aðalhlutverki í nýútkominni bók sinni, Borgir og eyðimerkur, og sviðsetur atburðarás snemma í rétt- arhöldunum gegn Thor. Sigurjón hefur áður sent frá sér skáldsög- urnar Góða nótt, Silja (1997) og Hér hlustar aldrei neinn (2000) og þótt þær sögur séu ekki byggðar á raun- verulegum atburðum segir Sigurjón nýju söguna ekki alls óskylda þeim. „Það liggja þræðir þarna á milli. Í fyrri bókunum er ég að lýsa fólki sem stendur höllum fæti í samfélag- inu og býr við einsemd og ein- angrun. Hér skoða ég þær aðstæður einfaldlega í öðru ljósi. Kristmann fór sínar eigin leiðir og stóð við sann- færingu sína. Hann fékk að líða fyrir það. Í vissum skilningi má vafalaust segja að hann hafi kallað örlög sín yfir sig, en hafði sterka sannfæringu og fylgdi henni.“ Sigurjón segir að þar sem sagan sé byggð á ævi Kristmanns hafi sér verið kappsmál að huga vel að heim- ildum og sú vinna hafi verið ærin. „Það verður þó aldrei við öllu séð,“ bætir hann við og leggur jafnframt áherslu á að þetta sé auðvitað skáld- skapur fyrst og síðast. „Þannig verða menn að lesa Borgir og eyði- merkur. Svona sé ég atburðina fyrir mér. Þetta er skáldsaga.“ Hvorki uppgjör né dómsniðurstaða Hann segir söguna fjalla öðrum þræði um efni sem sér sé hugleikið, en það er andrúm Kalda stríðsins. „Ég ólst upp á þessum viðsjárverðu og öfgafullu tímum og ég hafna al- gerlega þeirri hugmynd sem stund- um heyrist að það sé á einhvern hátt óviðeigandi að rithöfundar fjalli um deilurnar sem þá geisuðu. Ég veit að mörgum finnst það óþægilegt og tala menn þá gjarnan með nokkru yf- irlæti um kaldastríðshugsunarhátt eða uppgjörsbókmenntir. En það er auðvitað ekkert annað en hrein- ræktuð forpokun. Menn geta gert upp með sér í nútímanum – en er yf- irleitt hægt að gera upp fortíðina? Ég er hvorki á höttunum eftir ein- hvers konar uppgjöri eða endanlegri dómsniðurstöðu. Ég sæki einfald- lega viðfangsefni mitt í það andrúm sem ríkti á Íslandi á bernskuárum mínum og lýsi þeirri heimsmynd sem blasti við mér í æsku og fram á fullorðinsár. Ef menn þola ekki slík- an skáldskap þá er það einungis til marks um að þessu ömurlega stríði sé enn ekki lokið.“ Sigurjón getur þess að það hafi verið plagsiður margra að hnjóða í Kristmann og hæðast að verkum hans til þess að opinbera, ef svo má segja, hvar í flokki þeir stæðu. „Þannig myndaðist með tímanum sú firra sem fram kom í skrifum Thors í Birtingi að Kristmann hafi verið handbendi valdastéttanna í landinu. Kristmann fór gegn straumnum og sagði pólitískri rétt- hugsun meðal rithöfunda og menntamanna í vissum skilningi stríð á hendur. Hann var því rang- lega sakaður um að ganga erinda hægri aflanna í þjóðfélaginu. Hann var jafnaðarmaður alla tíð og myndi kannski styðja Samfylkinguna ef hann væri uppi nú á dögum, en lok- aði hins vegar ekki augunum fyrir því sem átti sér stað í Sovétríkjum Stalíns. Sannleikurinn um það var honum endanlega orðinn ljós árið 1935.“ Lítið lesnir höfundar Sigurjón víkur aftur að þessari rétthugsun og áréttar að enn í dag þyki oft nánast sjálfgefið að rithöf- undar standi fyrir tilteknar skoðanir í pólitískum efnum og oft gefi þeir sjálfir nokkuð tilefni til þess. „Kristmann er ekki mikið lesinn núorðið, en það sama má segja um flesta rithöfunda frá þessum tíma, jafnvel afburðamenn eins og Gunnar Gunnarsson, Thomas Mann eða Knut Hamsun. Og þeir höfundar sem veittust að Kristmanni eru reyndar ekki mikið lesnir heldur ef út í það er farið. Ég tel mig hafa kynnst honum ansi náið sem manni fyrir tilverknað þeirrar heimilda- vinnu sem ég þurfti að inna af hendi. Mér þykir vænt um þennan mann, en það er á engan hátt í mínum verkahring að gerast hans málsvari í einu eða öllu. Hann var stórbrotinn maður sem átti sjálfur ríkan þátt í að skapa örlög sín, ekkert síður en við hinir.“ Morgunblaðið/Kristinn „Menn geta gert upp með sér í nútímanum – en er yfirleitt hægt að gera upp fortíðina?“ segir Sigurjón Magnússon. Er hægt að gera upp fortíðina? havar@mbl.is SÉRRIT MORGUNBLAÐSINS UM BÆKUR þriðjudagur 18.nóvember 2003

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.