Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 314. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Sportbílar í sérflokki Kráka Eivarar Arnar Eggert skrifar um aðra sólóplötu söngkonunnar Fólk Fáir bílar eru virðulegri en Lamborghini Bílar Söngperlur systranna Signý og Þóra með tónleika í Salnum Listir INNKOMNAR umsóknir um húsbréfalán eru á fyrstu tíu mánuðum þessa árs orðnar fleiri en þær hafa áður orðið á heilu ári. Umsóknirnar nú í októberlok voru orðnar 200 fleiri en þær voru á öllu árinu í fyrra sem var metár í umsóknum um húsbréfalán. Þetta kemur fram þeg- ar nýútkomin mánaðar- skýrsla Íbúðalánasjóðs vegna októbermánaðar er skoðuð. Innkomnar umsóknir um húsbréf voru í októberlok orðnar 10.237 talsins en þær voru 10.039 allt árið í fyrra. Það var metár því umsóknir um húsbréf hafa aldrei áður orðið jafnmargar á einu ári. Næst þessu kemst árið 1999 þegar umsóknir um húsbréf voru 9.793 tals- ins. Sama gildir þegar tölur yfir samþykkt skulda- bréfaskipti, þ.e.a.s. lánveitingar úr húsbréfa- kerfinu, eru skoðaðar. Lánveitingar á fyrstu tíu mánuðum ársins í ár eru þegar orðnar um fjöru- tíu fleiri en allt árið í fyrra eða 10.446 sam- anborið við 10.402 allt árið í fyrra. Lánin aldrei jafnhá Upphæð hvers húsbréfaláns er einnig veru- lega hærri en hún hefur áður verið. Þannig er hvert fasteignaveðbréf að meðaltali tæpar 4,1 milljón kr. á fyrstu tíu mánuðum þessa árs, en meðaltalið var tæpar 3,4 milljónir króna á öllu árinu í fyrra og hafðu ekki áður verið jafnhátt. Heildarlánveitingar úr húsbréfakerfinu hafa að sama skapi aukist verulega frá því sem áður hefur verið og aldrei áður orðið jafnmiklar og þær eru nú á heilu ári. Búið er að veita lán upp á 42,4 milljarða kr. út úr húsbréfakerfinu það sem af er þessu ári, sjö milljörðum króna meira en í fyrra þegar útgefin húsbréf alls voru 35,3 millj- arðar króna á árinu öllu. Það var þá metár, því næstmesta útgáfa húsbréfa á einu ári áður var 31,5 milljarðar króna árið 1999. Umsóknir um húsbréf aldrei fleiri                Umsóknir þegar 200 fleiri en allt árið í fyrra sem var metár frá upptöku kerfisins LAGÐAR eru fram ýmsar tillögur að lagabreytingum í nýrri skýrslu fyrir embætti umboðsmanns barna um friðhelgi einkalífs barna. Meðal tillagna er að sett verði inn ákvæði í ný barnalög um sjálfsákvörð- unarrétt barna og rétt þeirra til að njóta friðhelgi einkalífs. Þá eru lagðar til breytingar á grunn- skólalögum, barnaverndarlögum og fleiri gildandi lögum. Ragnheiður Thorlacius gerði skýrsluna fyrir umboðsmann barna, Þórhildi Líndal. Meðal þess sem fram kemur er að persónuleg gögn barna, s.s. bréf, dagbækur og minnisblöð, njóti verndar stjórn- arskrárinnar og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það sé meg- inregla að foreldrar hafi ekki leyfi til að opna persónuleg bréf barns eða lesa persónuleg gögn þess. Í skýrslunni er fjallað nokkuð um álitaefni sem geta komið upp í samskiptum foreldra við börn sín þar sem reynir á samráðs- og sjálfsákvörðunarrétt barnsins, þ.á m. til að njóta friðhelgi einka- lífs. Meðal þess sem tekið er fyrir í skýrslunni er val barna á tóm- stundum og segir að barn eigi rétt á að ákveða sjálft hvaða tóm- stundum það taki þátt í, þrátt fyrir forsjá foreldra. Oft spurt um rétt barna Umboðsmaður barna segist oft hafa verið spurður um rétt barns til friðhelgi einkalífs af börnum og einnig hafi opinberir starfsmenn, s.s. hjúkrunarfólk og kennarar, spurt um rétt sinn til trúnaðar við börn án vitundar foreldra og hversu langt megi ganga í þeim efnum. Af þessum sökum hafi um- boðsmaður ákveðið að leita til Ragnheiðar um að gera athugun á því hvort réttur barna til friðhelgi einkalífs sé nægilega tryggður í ís- lenskri löggjöf. Friðhelgi einkalífs barna þarf að vera tryggð í lögum  Börn eiga rétt/11 ÆÐSTI dómstóll Massachusetts í Bandaríkjunum úrskurðaði í gær með fjórum atkvæðum gegn þremur að bann ríkisins við hjónaböndum samkynhneigðra stangaðist á við stjórnarskrána. Þing Massachusetts fékk hálfs árs frest til að ráða bót á þessu. Úrskurðurinn er álitinn marka tímamót í réttindabaráttu samkyn- hneigðra og gæti orðið til þess að Massachusetts yrði fyrst ríkja í Bandaríkjunum til að heimila hjóna- bönd samkynhneigðra. Líklegt er að úrskurðurinn veki harða deilu í land- inu. George W. Bush Bandaríkjafor- seti fordæmdi úrskurðinn í yfirlýs- ingu sem hann gaf út í gærkvöldi. Staðfest sambúð nægir ekki Úrskurðurinn snerist um mál sjö samkynhneigðra para sem höfðuðu mál gegn ríkinu eftir að þeim var meinað að ganga í hjónaband. Lög- maður þeirra, Mary Bonauto, sagði að þing Massachusetts gæti nú að- eins breytt lögunum þannig að sam- kynhneigð pör gætu gengið í hjóna- band eftir að hálfs árs fresturinn rynni út. Ekki væri nóg að bæta við ákvæði um staðfesta sambúð sam- kynhneigðra eins og gert var í ríkinu Vermont eftir svipaðan dómsúr- skurð árið 1999. „Þetta er mjög góður dagur fyrir samkynhneigðar fjölskyldur í Massachusetts og öllu landinu,“ sagði Bonauto. Samkyn- hneigðir fagna sigri Reuters Lesbíur fagna úrskurði með því að setja upp trúlofunarhringana. Boston. AP, AFP. FJÓRÐU og síðustu skák Garrys Kasparovs og ofurtölvunnar „X3D Fritz“ lauk með jafntefli í New York í gærkvöldi. Kasparov og Fritz fengu því jafnmarga vinninga í einvíginu, tvo hvor. Kasparov var með svart í loka- skákinni og henni lauk með jafntefli eftir 27 leiki. Kasparov notaði þrívíddargler- augu, horfði á skákborð sem virtist svífa í lausu lofti og færði taflmenn- ina með munnlegum fyrirmælum. Jafntefli við ofurtölvu New York. AFP. GEORGE W. Bush Banda- ríkjaforseti kom til London í gærkvöldi og hyggst þar verja innrásina í Írak í ræðu sem hann flytur í dag. Mikil and- staða er við hernám Íraks í Bretlandi og forsetinn hyggst færa rök fyrir því að réttlæt- anlegt sé að beita hervaldi þegar öll önnur ráð hafa verið reynd til þrautar án árangurs. Sagan sýni að stríð sé stund- um nauðsynlegt til að verja mikilvæg gildi. Er þetta í fyrsta skipti í sögunni sem bandarískur for- seti kemur til Bretlands sem gestur þjóðhöfðingja landsins, ekki forsætisráðherrans, í op- inberri heimsókn. Gert er ráð fyrir því að 5.100 lög- reglumenn verði á götum borgarinnar vegna hættu á hryðjuverkum og mótmæla sem skipulögð hafa verið. Er þetta einn mesti öryggis- viðbúnaður í sögu London. Karl Bretaprins tók á móti Bush og eiginkonu hans á Heathrow-flugvelli og þau voru flutt þaðan með þyrlu til Buchingham-hallar þar sem móttökuathöfn fór fram. Bush mun gista í þrjár næt- ur í höllinni og síðasti banda- ríski forsetinn sem dvaldi þar var Woodrow Wilson árið 1918. Wilson var þá ekki í op- inberri heimsókn í boði þjóð- höfðingjans. Af öryggisástæðum var ekki hægt að sýna sjónvarps- myndir í beinni útsendingu af því þegar flugvél Bush lenti. Myndatökur voru þó leyfðar þegar forsetinn og eiginkona hans stigu út úr flugvélinni. Hundruð vopnaðra varða frá Bandaríkjunum fylgja for- setanum og föruneyti hans. Breska innanríkisráðuneytið sagði að þeir nytu ekki frið- helgi og ættu yfir höfði sér ákæru í Bretlandi ef þeir skytu einhvern. Bush ver Íraksstríðið í sögulegri heimsókn Reuters George W. Bush Bandaríkjaforseti ræðir við Karl Bretaprins á Heathrow-flugvelli áður en þeir héldu til Buckingham-hallar í gærkvöldi. Bush verður þar gestur Bretadrottningar í þrjá daga. Fyrsta heimsókn bandarísks forseta sem gestur þjóðhöfðingja Bretlands London. AFP, AP.  Meirihluti Breta/16 ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.