Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FLEIRI HÚSBRÉFALÁN Umsóknir um húsbréfalán eru orðnar fleiri á fyrstu tíu mánuðum þessa árs en þær hafa orðið á heilu ári hingað til. Í lok október voru um- sóknirnar orðnar 200 fleiri en á öllu síðasta ári sem þó var metár í um- sóknum um húsbréfalán. Innkomnar umsóknir um húsbréf voru í októ- berlok orðnar 10.237 talsins en voru 10.039 allt árið í fyrra. Sprengjuhótun í farþegavél Lenda varð tékkneskri farþega- þotu á Keflavíkurflugvelli í gær vegna hótunar um sprengju um borð í vélinni. Farþegaþotan var stödd 660 mílur suðvestur af Reykjanesi þegar flugstjórn í Reykjavík var til- kynnt um sprengjuhótunina og var þá sett í gang neyðaráætlun á flug- vellinum. Vélin lenti síðan í Keflavík kl. 17.47 með 174 farþega innan- borðs og 10 manna áhöfn. Kvóti til Seyðisfjarðar Brim ehf. hefur selt 663 tonna kvóta til Gullbergs ehf. á Seyðisfirði og er þar um að ræða 624 tonn af bolfiski og 39 tonn af rækju. Fram- kvæmdastjóri Gullbergs hefur jafn- framt keypt húseignir Dvergasteins og er áformað að koma á fót nýrri fiskvinnslu í þeim húsakynnum. Tryggvi Harðarson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, segir þetta ánægjuleg tíðindi, enda skipti fiskvinnsla ákaf- lega miklu á Seyðisfirði. Bush í heimsókn í Bretlandi George W. Bush Bandaríkja- forseti kom til London í gærkvöldi og hyggst þar verja Íraksstríðið í ræðu sem hann flytur í dag. Er þetta í fyrsta skipti í sögunni sem banda- rískur forseti kemur til Bretlands sem gestur þjóðhöfðingja landsins, ekki forsætisráðherrans, í opinberri heimsókn. Sigur fyrir samkynhneigða Æðsti dómstóll Massachusetts í Bandaríkjunum úrskurðaði í gær að bann ríkisins við hjónaböndum sam- kynhneigðra stangaðist á við stjórn- arskrána. Þing ríkisins fékk hálfs árs frest til að ráða bót á þessu. Samkynhneigðir Bandaríkjamenn fögnuðu úrskurðinum sem mik- ilvægum sigri í réttindabaráttu þeirra. BREYTT PRIMERA SUZUKI IGNIS LAMBORGHINI BÍLL ÁRSINS  REAL OG AUDI  CAYENNE V6  MAZDA3 Í REYNSLUAKSTRI – LIPUR OG HLJÓÐLÁTUR FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI SÍMI 555 6025 • www.kia.is KIA ÍSLAND Bílar sem borga sig! S u ð u r l a n d s b r a u t 2 2 S í m i 5 4 0 1 5 0 0 w w w. l y s i n g . i s LÝSING Alhliða lausn í bílafjármögnun Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 34 Viðskipti 13 Umræðan 34/35 Erlent 16/17 Minningar 36/38 Heima 18 Kirkjustarf 41 Höfuðborgin 19 Bréf 44/45 Akureyri 20 Dagbók 46/47 Suðurnes 21 Staksteinar 47 Landið 23 Sport 48/51 Daglegt líf 24/25 Fólk 52/57 Listir 27/29 Bíó 54/57 Forystugrein 30 Ljósvakamiðlar 58 Þjónusta 33 Veður 59 * * * LÖGÐ hefur verið fram stjórnsýslukæra til heil- brigðisráðuneytisins vegna þess að Sigurði Björns- syni var vikið frá störfum sem yfirlækni lyflækninga krabbameina á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Einar Páll Tamimi, lögfræðingur Sigurðar, segir að kæran byggist á því að þeir telji að Sigurður sé enn þá yfirlæknir á deildinni, þar sem honum hafi ekki verið vikið frá störfum með lögmætum hætti og sannanlega hafi hann ekki sagt sig frá stöðunni, en með þessum aðgerðum sé honum gert ókleift að sinna skyldum sínum samkvæmt lögum. Guðný Sverrisdóttir, formaður stjórnarnefndar LSH, segist telja að starfsfólk spítalans njóti al- mennra mannréttinda. Auk þess hafi Sigurði ekki verið sagt upp heldur hafi starfi hans verið breytt og hann hafi áfram heimild til að vinna inni á LSH. „Hann braut það samkomulag sem gert var og það er málið,“ segir hún, en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið þar sem búið sé að kæra ákvörðun stjórn- arnefndar um að yfirmenn vinni eingöngu á sjúkra- húsinu. „Það á eitt yfir alla að ganga,“ segir hún spurð hvort vænta megi uppsagna fleiri yfirlækna af sömu ástæðu. Grundvallarstefnumál spítalans Jóhannes M. Gunnarsson, framkvæmdastjóri lækninga, segir að Sigurði hafi ekki verið sagt upp, heldur hafi innihaldi starfs hans verið breytt í sam- ræmi við 19. grein laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. „Þessi stefnumörkun sem þetta fjallar um er grundvallarstefnumál spítalans í starfsmannamálum og við eigum mjög erfitt með að sjá einn af stjórnendum spítalans, einn af þunga- vigtarstjórnendum spítalans, lýsa því yfir að hann hafi þessa stefnu að engu og haldi jafnframt á kyndlinum sem trúnaðarmaður stjórnar og fram- kvæmdastjórnar til þess að framkvæma stefnu spítalans. Við náum þessu ekki saman. Þannig að okkur finnst þetta ekki harkalegt, okkur finnst, eins og segir í bréfi til Sigurðar, að það sé vægasta mögulega leiðin að innihaldi starfs hans sé breytt með þessu lagi og hann starfi hér áfram, ef hann svo vill, sem sérfræðingur við spítalann.“ Spurður um það hvort búast megi við því að gripið verði til svip- aðra aðgerða gagnvart öðrum yfirlæknum segir hann það fara eftir því hvort þeir standi við það samkomulag og samninga sem þeir hafi gert við spítalann. „Það verður ekkert tekið öðruvísi á því.“ Segir starfsfólk LSH njóta almennra mannréttinda JANA Sana ól í gær hraustan snáða á fæðingardeild LSH, fyrsta barn þeirra hjóna en hún er gift Ramin Sana frá Afganistan. Að sögn Ram- in gekk fæðingin vel fyrir sig og segir hann drenginn hraustan og sprækan, þrátt fyrir að hann sé ekki stór. Jana er frá Úsbekistan og þau hjónin hafa beðið síðan í mars eftir svari við beiðni þeirra um póli- tískt hæli hér á landi en þau neydd- ust til að yfirgefa heimalönd sín þar sem þeim var ekki vært vegna for- dóma. Morgunblaðið/Árni Sæberg Eignuðust hraustan dreng MAÐURINN sem lést í bílslysi á Reykjanesbraut milli Voga og Grindavíkurafleggjara á föstudaginn hét Halldór Axel Halldórsson til heimilis í Krókabyggð 11 í Mos- fellsbæ. Halldór var fæddur árið 1931 og lætur eftir sig eiginkonu og sex uppkomnar dætur. Lést í bílslysi SAMÞYKKT var á ríkisstjórnar- fundi í gær að leggja fyrir þingflokka stjórnarflokkanna frumvarp þar sem gert er ráð fyrir að heilbrigðisráð- herra geti með setningu reglugerðar heimilað sjóntækjafræðingum að mæla sjón með vissum skilyrðum en til þessa hefur það einungis verið á sviði augnlækna. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir að með lagabreytingunni sé rýmkað um réttinn til sjónmælinga. Tilskilið yrði að augnlæknar mældu áfram sjón hjá börnum, öldruðum og þeim sem væru haldnir augnsjúkdómum en sjóntækjafræðingar gætu mælt sjón hjá öðrum. Þá mætti gera ráð fyrir að öðrum en sjóntækjafræðingum yrði heimilað að selja gleraugu og linsur. Kristinn Kristinsson, sjóntækja- fræðingur og stjórnarmaður í Félagi íslenskra sjóntækjafræðinga, segir sjóntækjafræðinga sátta við frum- varpið að vissu leyti, en þeir séu hins vegar ekki sáttir við þær takmark- anir sem kveðið er á um varðandi sjónmælingar. „En þetta er skref í rétta átt. Við munum síðan vinna í því áfram að fá þessar takmarkanir felldar út. Það verður væntanlega næsta skref hjá okkur.“ Kristján Þórðarson, formaður Augnlæknafélags Íslands, segir frumvarpið augljóslega skref aftur á bak varðandi augnheilsu lands- manna. „Við hér á Íslandi höfum haft skilvirkasta kerfið miðað við eftirlit og alla sjónheilsu landsmanna, þann- ig að það munu vafalaust einhver augu tapast vegna þessa, t.d. gláku- eftirlit. Þannig að þetta er klárlega skref aftur á bak í heilbrigðisþjón- ustunni hvað varðar augun og augn- heilsu landsmanna.“ Að sögn Krist- jáns er núverandi kerfi það besta og skilvirkasta sem völ er á. „Þessi nýja tilhögun mun vafalaust leiða til þess að einhverjir sjúkdómar, og þá sér- staklega gláka, munu greinast miklu seinna þegar óbætanlegar skemmdir hafa átt sér stað.“ Verði heimilað að mæla sjón ÍSLENSKA kvikmyndasamsteypan og tvö dótturfélög hennar, Regína og Fálkar, hafa fengið úrskurðaða greiðslustöðvun í þrjár vikur vegna fjárhagserfiðleika félaganna. Verður tíminn notaður til þess að endur- skipuleggja rekstur félaganna og komast fyrir vind að þessu leyti, að sögn Friðriks Þórs Friðrikssonar, forsvarsmanns Íslensku kvikmynda- samsteypunnar. Friðrik sagði að margar ástæður væru fyrir því að svona væri komið. Hans eigin myndir hefðu í sjálfu sér gengið vel, en margar af þeim mynd- um sem fyrirtækið hefði framleitt hefðu ekki skilað hagnaði. Þetta end- urspeglaði bara það hvernig kvik- myndagerðin væri. „Vogun vinnur og vogun tapar. Það er áhætta í þessum bransa. Ég hef stundum veðjað á vitlausa hesta. Hins vegar held ég að ég sjái ekkert eftir því í sjálfu sér. Það er tilgangur með öllum myndum og þó myndir hafi ekki skilað hagnaði þá hefur maður verið ánægður með þær sjálfur,“ sagði Friðrik Þór. Hann sagði að það væri kannski til- viljun að hann hefði náð ákveðinni for- ystu í þessum efnum hér á landi, en hann hefði reynt að miðla því til ann- arra einnig. Eiginlega væri það kraftaverk sem gert hefði verið í kvik- myndagerð hér á landi miðað við þær aðstæður sem greininni væru búnar. Um 60 kvikmyndir Friðrik sagði aðspurður að Ís- lenska kvikmyndasamsteypan hefði komið að framleiðslu um það bil sex- tíu mynda með einum eða öðrum hætti á síðustu þrettán árum og lang- stærstur hluti þeirra hefði verið ís- lenskur, eða um það bil fimmtíu. Kvikmyndagerð skilaði miklum tekjum til þjóðarbúsins með margvís- legum hætti og þyrfti ekki annað en að nefna ferðaþjónustu í því sam- bandi. Hins vegar væri mikill skortur á fjármagni til kvikmyndagerðar á Ís- landi og umhverfið ekki sérlega hag- stætt þegar borið væri saman við það sem önnur lönd gerðu fyrir kvik- myndagerð sína. Flestar þjóðir gerðu sér nefnilega grein fyrir því að þeir peningar sem varið væri til kvik- myndagerðar kæmu margfalt til baka. Mörg verkefni í undirbúningi Friðrik Þór sagði að Íslenska kvik- myndasamsteypan væri með mörg sterk verkefni í undirbúningi. Þar mætti nefna Kaldaljós sem væri nán- ast tilbúin til sýningar og mynd um Þórð kakala og Bjólfskviðu en fyrir hendi væri vilyrði um fjármögnun beggja myndanna í samvinnu við er- lenda aðila. Myndin um Þórð kakala væri stærsta kvikmyndaverkefnið sem ráðist hefði verið í á Norðurlönd- um. Alls væru um tuttugu verkefni í undirbúningi hjá fyrirtækinu og fjár- mögnun um helmings þeirra væri mjög langt komin. Horfurnar væru þannig góðar að því gefnu að fyrir- tækið kæmist út úr þeim erfiðleikum sem það ætti í nú. „Þannig að það er bjart fram undan í þessu svartnætti þrátt fyrir allt, og ég er bjartsýnis- maður enda hef ég verið verðlaunað- ur sem slíkur,“ sagði Friðrik Þór að lokum. Íslenska kvik- myndasamsteypan í greiðslustöðvun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.