Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ „Alvöru ævintýrabók“ edda.is „Allt verður ljóslifandi og skemmtilegt og frum- leikinn hoppar um á hverri síðu.“ - Kristín Heiða Kristinsdóttir, MBL Unnur Þóra Jökulsdóttir EKKI hefur verið krafist kyrrsetn- ingar á eignum Jóns Ólafssonar hér á landi eftir mikla eignasölu undanfarna daga, þrátt fyrir rann- sókn á skattamálum Jóns sem nú eru í endurákvörðun hjá Ríkis- skattstjóra. „Til þess að hægt sé að kyrrsetja eitthvað eða hefja innheimtu þarf að vera til lögformleg krafa, og sú krafa verður ekki til fyrr en rík- isskattstjóraembættið er búið að ljúka sínum þætti,“ segir Maríanna Jónsdóttir, skrifstofustjóri tekju- og lagaskrifstofu fjármálaráðuneyt- isins. Hin almenna regla er að skatt- rannsóknarstjóri rannsakar málið og lýkur sinni rannsókn. Eftir að því er lokið sendir hann málið áfram til Ríkisskattstjóra til endur- ákvörðunar. Maríanna segir málið nú í höndum ríkisskattstjóra og að hann verði að ljúka því máli áður en hægt sé að fara út í innheimtu- aðgerðir, en kyrrsetning er hluti af innheimtuferlinu sem Tollstjórinn í Reykjavík muni sjá um. Má ekki gera mannamun Ekki stendur til að gera ein- hverja untantekningu á þessu í ljósi mikillar eignasölu Jóns Ólafs- sonar undanfarna daga, enda verð- ur ferlið að vera lögum samkvæmt og ekki má gera mannamun, segir Maríanna. Hún segir ljóst að til séu úrræði til að ganga á menn vegna skulda þó þeir séu eingöngu með eignir annarsstaðar en hér á landi, þó að ljóst sé að slíkt mál sé erf- iðara að sækja heldur en hefðbund- in skuldamál. Snorri Olsen, tollstjóri í Reykja- vík, segir að kyrrsetning eigna sé sjaldgæf þar sem frekar sé farið í fjárnám á eignunum þegar málin séu komin í innheimtu hjá toll- stjóra. Hann segir kyrrsetningu eigna frekar koma til greina ef ekki næst í skuldara vegna fjár- náms. Ef gert er árangurslaust fjárnám hér á landi en vitað er að ein- staklingurinn á eignir í öðrum löndum er mismunandi eftir lönd- um hvort hægt er að ganga á ein- staklinginn. Norðurlöndin hafa með sér samstarf um innheimtu milli landa, en slíkt samstarf er ekki til staðar milli Íslands og Bretlands, samkvæmt upplýsingum frá lög- fræðideild Tollstjórans í Reykjavík. Öðruvísi horfi þó við ef um er að ræða innheimtu eftir að mál hefur farið fyrir dómstóla hér á landi. Lögformleg krafa for- senda kyrrsetningar ÞORBJÖRN Árnason, héraðsdómslögmaður og varaformaður Landssamtaka hjarta- sjúklinga, lést á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi við Hringbraut mánudag- inn 17. nóvember síð- astliðinn, 55 ára að aldri. Þorbjörn fæddist 25. júlí árið 1948 á Sauð- árkróki, sonur Þor- bjargar Þorbjörns- dóttur húsfreyju og Guðbjarts S. Kjartans- sonar bifreiðastjóra, sem er látinn. Kjörforeldrar hans frá fyrsta ári eru Árni Þorbjörnsson, fv. kennari og lögfræðingur á Sauðárkróki, og Sig- rún Sigríður Pétursdóttir, húsfreyja og skrifstofumaður, sem er látin. Þorbjörn varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1968, lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1974 og hlaut lögmannsrétt- indi 1983. Hann starfaði hjá bæj- arfógetanum á Sauðárkróki og sýslumanninum í Skagafjarðarsýslu frá árinu 1974 til 1985, þar af aðal- fulltrúi síðustu fimm árin. Þorbjörn gerðist framkvæmdastjóri sútunar- verksmiðjunnar Loðskinns á Sauð- árkróki 1985 og gegndi því starfi til 1990. Hann rak eftir það eigin lögmanns- stofu á Sauðárkróki í nokkur ár en frá 1998 var hann með slíkan rekstur í Reykjavík auk þess að reka fyr- irtækið Markfell ásamt eiginkonu sinni. Þorbjörn var bæjar- fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í bæjarstjórn Sauðárkróks árin 1978- 1990, þar af forseti bæjarstjórnar í tvö kjörtímabil. Á þeim tíma sat hann í fjöl- mörgum nefndum og ráðum fyrir sveitarfélagið og Sjálfstæðisflokk- inn. Undanfarin ár gegndi Þorbjörn ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Landssamtök hjartasjúklinga og sat í stjórn samtakanna frá árinu 1998 sem varaformaður. Átti hann m.a. sæti í stjórn og framkvæmdaráði SÍBS og var um skeið stjórnarfor- maður Múlalundar. Þorbjörn var tvíkvæntur. Með fyrri eiginkonu sinni, Þórdísi Þor- móðsdóttur meinatækni, eignaðist hann þrjú börn; Árna Þór, Helgu Hrönn og Atla Björn. Eftirlifandi eiginkona er Birna Sigurðardóttir markaðsstjóri, sem á soninn Sigurð Þór Sæmundsson. Andlát ÞORBJÖRN ÁRNASON NÚ stendur yfir flutningur á verk- efnum frá ríkislögreglustjóranum til lögreglustjórans í Reykjavík en í október var fallist á tillögur ríkislög- reglustjórans um nýtt fyrirkomulag á ýmsum verkefnum embættanna. Voru þær byggðar á niðurstöðu nefndar sem fjallaði um framtíð- arstefnumótun tæknirannsókna hér- lendis. Gert er ráð fyrir að hjá lög- reglustjóranum í Reykjavík verði tæknideild sem sinnir vettvangs- rannsóknum og samanburðarrann- sóknum og fleiru en að hjá ríkislög- reglustjóranum verði áfram umsjón með margs konar reglum og leið- beiningum og erlendum sam- skiptum. Við breytinguna færist eitt og hálft stöðugildi til lögreglustjór- ans í Reykjavík. Hér sjást frá vinstri Ragnar Jóns- son rannsóknarlögreglumaður, Friðrik Ingvi Jóhannsson lög- reglumaður, Guðmundur Guð- jónsson, yfirlögregluþjónn hjá rík- islögreglustjóranum, og Kristján Friðþjófsson rannsóknarlög- reglumaður. Eru þeir að undirbúa flutning á samanburðartæki fingra- fara frá ríkislögreglustjóranum til tæknideildar lögreglunnar í Reykja- vík. Verkefni og tæki flutt milli embætta Morgunblaðið/Júlíus F.v. Ragnar Jónsson rannsóknarlögreglumaður, Friðrik Ingvi Jóhannsson lögreglumaður, Guðmundur Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislög- reglustjóra, og Kristján Friðþjófsson rannsóknarlögreglumaður. BANKARÁNIÐ í Búnaðarbankan- um við Vesturgötu á mánudag telst nú upplýst hjá lögreglu að fengn- um játningum tveggja manna um tvítugt. Gert var ráð fyrir að þeim yrði sleppt úr haldi í gærkvöldi að loknum yfirheyrslum en ekki var talin þörf á að krefjast gæsluvarð- halds yfir þeim á grundvelli játn- inga. Að sögn Harðar Jóhannes- sonar yfirlögregluþjóns réði miklu um handtöku mannanna á mánu- dagskvöld að sjónarvottur náði að rýna í bílnúmer á flóttabifreið ræn- ingjanna. Þeir voru síðan hand- teknir hvor í sínu lagi síðar og hef- ur lögreglunni tekist að finna hluta ránsfengsins, nokkra tugi þúsunda króna. Mestum hluta fjárins hafði þó verið eytt þegar til ræningjanna náðist. Ræningjarnir hafa lítillega komið við sögu lögreglunnar áður. Tvö bankaránsmál af þremur í umdæmi Reykjavíkurlögreglunnar eru nú upplýst, en ekki hefur tek- ist að upplýsa rán í Íslandsbanka við Lóuhóla 18. september. Alls hafa verið framin sex bankarán á árinu og ein gripdeild í banka. Tvö þessara mála eru óupplýst. Til greina kemur að hafa öryggisverði á vakt Guðjón Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, segir allt til skoðunar varðandi öryggismál í bönkum í kjölfar mikillar hrinu bankarána á þessu ári. Til greina komi að setja öryggisverði á vakt við bankana, þótt það hafi sína annmarka eins og reynslan erlend- is frá sýnir. Helga Björg Braga- dóttir, annar varaformaður Sam- bands íslenskra bankamanna, segir ekkert hafa verið rætt um örygg- isverði, en öryggismál í bönkum verði fyrst og fremst að taka mið af öryggi starfsfólksins. Guðjón Rúnarsson segir lykilat- riði varðandi öryggi í bönkum að ekki hljótist skaði af ef vopnuð bankarán eru framin. „Það er verið að herða öryggisráðstafanir, allar forvarnir og þjálfun starfsfólks- ins,“ segir hann. „Þó er ekki rétt af okkur að upplýsa í hverju þær fel- ast.“ Hann segir öryggisverði til stað- ar í sumum bönkum en þó ekki öll- um og það sé alveg ljóst að skoðað verði hvort grípa þurfi til þess ráðs að setja öryggisverði í banka al- mennt. Hann minnir á að erlendis hafi tilkoma vopnaðra öryggisvarða í bönkum hins vegar tilhneigingu til að auka hættuna á ofbeldi, þegar ræningjar með mjög einbeittan brotavilja þurfa þá að taka með í reikninginn að yfirbuga öryggis- vörðinn áður en þeir hefjast handa við sjálft ránið. „Það er eitt að vera með öryggisvörð sem er almennt í húsinu og annað að hafa vörð fyrir framan gjaldkerastúku á af- greiðslutíma bankans. Þetta eiga menn örugglega eftir að skoða því menn vilja leita allra hugsanlegra leiða til að fyrirbyggja áframhald- andi bankarán.“ Að sögn Helgu Bjargar Braga- dóttur hafa öryggismál bankanna verið rædd innan stjórnar SÍB og meðal félagsmanna en hún bendir á að öryggismál almennt séu í höndum viðkomandi fyrirtækja. „Við leggjum mesta áherslu á ör- yggi starfsmanna bankanna og að þeir fái aðstoð og áfallahjálp,“ seg- ir hún. „En við höfum ekki tekið afstöðu til þess hvort setja eigi ör- yggisverði inn í banka. Við munum á næsta stjórnarfundi SÍB ræða bankaránin að undanförnu og ör- yggismálin almennt og hvernig við getum beitt okkur í því að auka ör- yggið.“ 10 ára fangelsisrefsing liggur við ránum, en heimilt er að dæma sak- borning í 16 ára fangelsi ef sérstök hætta er samfara ráninu sam- kvæmt almennum hegningarlög- um. Meðalrefsing fyrir ránsbrot undanfarna áratugi hefur verið tveggja og hálfs árs fangelsi og hefur Hæstiréttur kveðið upp 26 refsiákvarðanir vegna slíkra brota á tímabilinu 1951 til 2000. Með- alaldur brotamanna er 22 ár. Sex bankarán framin á árinu                    !"  #   $% & '(   " ) *$ + , - , #$  .// #$  0 $," 1 2 34  ,% 5  2 3#** 5  2 36* 7 #$  .// 6( 2 38*  " # 9$$:  9$$:  9$$:  9$$:      9$$:  ÁKVEÐIÐ var á stjórnarfundi í Álfasteini ehf. á Borgarfirði eystri sl. sunnudag að fara fram á að fyrirtæk- ið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Álfasteinn er rúmlega 20 ára gamalt fyrirtæki sem einkum hefur fengist við ýmsa framleiðslu úr náttúru- steini og selt á landsvísu. Þrír starfs- menn hafa að jafnaði unnið hjá fyr- irtækinu. Skuldir Álfasteins eru tæpar 13 milljónir kr. en um helm- ingur þeirra eru langtímalán hjá Byggðastofnun. Á móti á Byggða- stofnun veð í tækjum og lager. Van- greiddar lífeyrissjóðsskuldbindingar nema um einni milljón króna og virð- isaukaskattsskuldir um 900 þúsund kr. Arngrímur Viðar Ásgeirsson er stjórnarformaður Álfasteins ehf. „Stjórn lagði tillögu um gjaldþrota- beiðni fyrir hluthafafund og var það samþykkt samhljóða. Aðrir kostir hafa verið kannaðir síðustu mánuði og reynt að finna leiðir til að auka hlutafé í félaginu, en tókst ekki. Tveir stærstu eigendur, Byggða- stofnun og Borgarfjarðarhreppur, höfðu neitað að leggja meira fé í fé- lagið og því í sjálfu sér viðurkennt að ekki væri hægt að bjarga því.“ Krist- jana Björnsdóttir, oddviti Borgar- fjarðarhrepps, segir að lokun Álfa- steins hafi lítil atvinnuleg áhrif á Borgarfirði. Álfasteinn verði tekinn til gjald- þrotaskipta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.