Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Einræ›ur Steinólfs í Ytri-Fagradal Steinólfur Lárusson í Ytri- Fagradal er löngu orðinn þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. Einræður hans bera vitni frumlegri hugsun, kímnigáfu og meitluðu tungutaki. Stórskemmtileg bók um einstakan mann. „Steinólfur er maður allra tíma.“ – Einar Már Guðmundsson edda.is LAUN félagsmanna Félags ís- lenskra náttúrufræðinga hjá ríkinu eru mun lægri en hjá sambæri- legum sérfræðingum á almennum vinnumarkaði, hvort heldur sem lit- ið er til heildarlauna eða reglulegra launa/dagvinnulauna. Munurinn í heildarlaunum er um 70 þúsund krónur á mánuði þar sem laun á al- mennum markaði eru 18% hærri en hjá ríkinu. Í reglulegum launum er munurinn nærri 100 þúsund krónur, eða 28%, félögum FÍN í óhag. Þetta kemur m.a. fram í gögnum frá FÍN, einu aðildarfélaga Banda- lags háskólamanna (BHM), sem tekið hefur saman upplýsingar um laun þessara hópa frá ársbyrjun 1998. Miðað við annan ársfjórðung þessa árs voru regluleg laun fé- lagsmanna FÍN 253 þúsund kr. á mánuði á meðan þau voru 351 þús- und hjá sérfræðingum á almennum vinnumarkaði. Á sama tímabili voru heildarlaun FÍN-félaga 319 þús. kr. á mánuði samanborið við 389 þús- und kr. á almennum markaði. Hefur þessi launamunur haldist nær óbreyttur frá árinu 1998. Tölurnar byggjast á gögnum FÍN, sem síðan studdist við upplýs- ingar frá kjararannsóknanefnd (KOS) varðandi laun sérfræðinga á almennum vinnumarkaði. Eru þeir ekki nánar flokkaðir eftir störfum. Hafa ber í huga að regluleg laun náttúrufræðinga eru 20 þúsund kr. hærri en meðaltal reglulegra launa allra BHM félaganna. Meðaltal heildarlauna eru þau sömu hjá fé- laginu og BHM í heild. Heildarlaun- in hjá FÍN eru laun allra fé- lagsmanna, óháð starfshlutfalli. Regluleg laun eru svo laun greidd fyrir umsaminn vinnutíma sam- kvæmt kjarasamningum, hvort sem um er að ræða dagvinnu eða vakta- vinnu. Varkár samanburður Þrúður G. Haraldsdóttir, fram- kvæmdastjóri félagsins, segir að full ástæða sé til að benda á þennan launamun. Hann sé ekki eins lítill eða „óljós“ og komi fram í frum- varpi fjármálaráðherra um breyt- ingar á lögum um réttindi og skyld- ur starfsmanna ríkisins. Hún telur einsýnt að ríkisstarfsmenn muni fara fram á að jöfnuður á milli vinnumarkaðanna nái til fleiri sviða, þar með talið til launa og að þau verði þau sömu og hjá sambæri- legum stéttum á einkamarkaðnum. „Okkar launasamanburður er gerður af varkárni eða við alla sér- fræðinga á almennum markaði en ekki aðeins við sérfræðinga í sömu fagstéttum og við erum með. Laun þeirra síðarnefndu eru töluvert hærri,“ segir Þrúður. Hún segir að lengi hafi sú hefð ríkt á almennum vinnumarkaði að gefa starfsmönnum færi á að bæta sig í starfi. Sú hefð sé sett fram með formlegum hætti hjá ríkisstarfs- mönnum eða í lögum, enda sé um að ræða störf í opinberri stjórnsýslu þar sem sérstaklega þurfi að gæta að málefnalegum vinnubrögðum og sjónarmiðum. „Það gætir misskilnings þegar því er haldið fram að ekki sé hægt að segja upp ríkisstarfsmönnum. Það er formlegra ferli en hjá einkageir- anum en byggist á sömu hefð, það er að gefa starfsmanni færi á að bæta sig. Ferlið byggist á andmæla- rétti stjórnsýslulaga sem nú er ætl- unin að afnema gagnvart ríkis- starfsmönnum og skriflegri áminningu. Bæti starfsmaður sig ekki, má segja honum upp. Þau mál sem stéttarfélögin koma hvað helst að og kosta ríkið mikið er þegar ekki er gengið rétt til verka við framkvæmd á þessum ferli eða mál- efnalegra sjónarmiða ekki gætt,“ segir Þrúður. Hún bendir jafnframt á að verði frumvarpið að lögum geti niðurstöð- ur sem byggðar séu á faglegri þekk- ingu og vinnubrögðum verið í hættu. Gangi fagleg niðurstaða sér- fræðinga gegn hagsmunum ríkis- stjórnar hverju sinni eigi ríkisvaldið auðveldar en áður með að segja upp slíkum sérfræðingum. Þetta sé al- varlegt fyrir sérfræðinga sem starfa hjá ríkisstofnunum og gangi gegn faglegu sjálfstæði þeirra, og jafn- alvarlegt vegna almennings sem verði að geta treyst upplýsingum sem frá þeim komi. Laun sérfræðinga á almennum vinnumarkaði Heildarlaun 18% hærri en hjá ríkinu                                           +' + '  '  '  '                         !" #        $      % &''( )**+ #;/< "  ;" *%5=7  >*" *"  .*   ,    $    %     $    %  -  !".$ %     !".$ %  -  &''( &''' )*** )**& )**) /*+ SKRIFAÐ var undir samkomulag í gær um að samtvinna félagslega heimaþjónustu og heimahjúkrun í Reykjavík. Jón Kristjánsson, heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra, og Þórólfur Árnason borgarstjóri skrifuðu undir samkomulagið en markmið þess er að veita öldruðum og öðrum sem njóta slíkrar þjónustu betri og samræmdari þjónustu en nú er. Samkomulagið er gert í fram- haldi af tillögum starfshóps. Þjónusta í samræmi við mat Með nýskipan samkvæmt sam- komulaginu geta þeir sem njóta fé- lagslegrar heimaþjónustu eða heimahjúkrunar hjá heilsugæslu leitað til heilsugæslustöðvar sinnar, Félagsþjónustunnar í Reykjavík eða til Miðgarðs í Grafarvogi um þjón- ustu. Er ætlunin að ekki skipti máli hvert leitað er eftir þjónustu, nið- urstaðan á að verða sú að ein- staklingurinn fái heimaþjónustu í samræmi við mat sem tekur bæði til félagslegrar heimaþjónustu og heimahjúkrunar. Úrræði verða sam- ræmd og byggjast á sameiginlegu þjónustumati og síðar er gert ráð fyrir að tekið verði í notkun ákveðið mælitæki sem notað er til að þjálfa matsmenn og skrá mælingar og úr- vinnslu þeirra. Árangur verkefn- isins verður síðan metinn í byrjun febrúar 2005 og aftur í lok þess árs. Einn aðili ábyrgur Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra sagði samkomulagið eiga rætur í samkomulagi sem gert var við samtök aldraðra fyrir ári um að samræma félagslega heimaþjónustu og heimahjúkrun. Þórólfur Árnason borgarstjóri sagði stefnt að því með samkomulaginu að fólk gæti verið lengur heima með því að fá betri þjónustu og það myndi leiða til sparnaðar og betri nýtingar á þess- ari þjónustu. Björk Vilhelmsdóttir, formaður félagsmálaráðs, sagði að í raun mætti segja að allar íbúðir aldraðra yrðu með þessu þjónustuíbúðir þar sem fólki yrði gert kleift að dvelja sem lengst á heimilum sínum með því að fá öflugri þjónustu. Benedikt Davíðsson, formaður Lands- sambands eldri borgara, fagnaði samkomulaginu og sagði það mik- ilvægt að einn aðili væri nú ábyrgur fyrir allri heimaþjónustu. Fagnaði hann samvinnu um málið og minnti á þá stefnu samtakanna að unnið skuli vera með öldruðum en ekki fyrir þá. Samkomulag heilbrigðisráðherra og borgarstjóra um heimaþjónustu Samræma félagslega heima- þjónustu og heimahjúkrun Morgunblaðið/Jim Smart Þórólfur Árnason borgarstjóri og Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra skrifa undir samkomulagið. Einnig má sjá á myndinni Benedikt Davíðsson, formann Landssambands eldri borgara, og Láru Björnsdóttur félagsmálastjóra. MIKILL áhugi hefur verið hjá aðilum úr viðskiptalífinu að auka tengsl við Íran og mun Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra fara í þriggja daga heimsókn til Íran um mánaða- mótin ásamt aðilum úr við- skiptalífinu. Halldór segir að mikill áhugi sé fyrir því á meðal íslenskra fyrirtækja að styrkja tengsl Íslands við Íran, og nefnir sem dæmi fyrirtækin Össur og Marel, fyrirtæki tengd mjöliðnaði og plastfram- leiðslu, flugfélög, auk aðila á sviði jarðhita. Halldór mun eiga fund með bæði forseta og utanríkisráð- herra Íran, og ræða m.a. mann- réttindamál og kjarnorkumál, auk þess að styrkja tengsl Ís- lands við Mið-Austurlönd sem gæti hjálpað fulltrúa Íslands að komast í Öryggisráð Samein- uðuþjóðanna. Í Íran búa um 70 milljónir manna og er landið leiðandi í viðskiptalífinu í Mið- Austurlöndum, segir Halldór. „Við eigum líka pólitískt erindi við Íran. Við viljum fylgja eftir stefnu Íran í mannréttindamál- um og stefnu Íslands að því er varðar kjarnavopn.“ Áhugi á Íran í íslensku viðskiptalífi FRÁ og með 10. janúar á næsta ári mun Ísland bætast í hóp þeirra áfangastaða sem Norræna siglir til yfir vetrartímann og mun þá skipið sigla til landsins allt árið um kring. Norræna mun sigla á mánudögum frá Færeyjum til Ís- lands og er áætlað að skipið komi til hafnar í Seyðisfirði á hverjum þriðjudegi kl. 9 og sigli til baka á miðvikudögum kl. 18, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Smyril Line. Þá mun félagið jafnframt bjóða upp á beinar sigl- ingar milli Hanstholm og Bergen og síðan þaðan til Leirvíkur, Þórs- hafnar og Seyðisfjarðar og sömu leið til baka. Að sögn Ola Ham- mer, forstjóra Smyril Line, eru þessi beinu tengsl frá Hanstholm og alla leið til Íslands yfir veturinn liður í að auka þjónustu Smyril Line á Norður-Atlantshafi með nýju skipi. Norræna til Íslands árið um kring
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.