Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ V algerður Sverrisdóttir viðskiptaráð- herra sagði á Alþingi í gær að ýmis teikn væru á lofti um að útlánaskriða væri að hefjast hjá bönkunum. „Minnugir útlánaaukningarinnar um aldamótin verða bankarnir að fara að öllu með gát í því hagvaxtarskeiði sem framundan er,“ sagði ráðherra. Ummælin féllu í umræðu utan dagskrár um afkomu bankanna. Álfheiður Inga- dóttir, varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, var málshefjandi umræðunnar en viðskiptaráðherra var til andsvara. Álfheiður sagði m.a. að það væri ljóst að einka- væðing bankanna hefði leitt til fákeppni eða enn frekari samþjöppunar auðs og valds í viðskiptalíf- inu. „Ofsagróði bankanna á þessu ári hefur í engu skilað sér til almennra viðskiptamanna,“ sagði hún. Viðskiptaráðherra sagði á hinn bóginn að hlutafélagavæðing bankanna og síðar einkavæð- ing þeirra ásamt breytingum á lagaumhverfi fjár- málamarkaðarins væri einhver best heppnaða að- gerð stjórnvalda í langan tíma. „Skilvirkur fjármálamarkaður skiptir sköpum fyrir sam- keppnishæfni íslensks atvinnulífs. Bankarnir eru betur reknir en áður og vaxtamunur hefur minnk- að á undanförnum árum. Tæknilega er bankakerf- ið gott og veitir góða þjónustu,“ sagði ráðherra. Álfheiður vakti athygli á því í framsöguræðu sinni að á fyrstu níu mánuðum ársins hefði hagn- aður bankanna eftir skatta numið samtals 11,7 milljörðum króna, þ.e. 5 milljörðum hjá Kaup- þingi-Búnaðarbanka, 4,1 milljarði hjá Íslands- banka og 2,6 milljörðum hjá Landsbanka Íslands. „Þessu til viðbótar voru hátt í 8 milljarðar gjald- færðir á afskriftareikning útlána hjá bönkunum sem þýðir að hagnaðurinn fyrir framlag á afskrift- areikning var um 20 milljarðar. Ef fram heldur sem horfir verður hagnaðurinn á þessu ári 25 milljarðar,“ sagði hún. Álfheiður sagði að yfirlýst markmið stjórnvalda með sameiningu og einkavæðingu bankanna hefði verið að ná fram aukinni hagræðingu sem átti að skila sér í vasa neytenda; samkeppni á markaði hefði átt að lækka vexti og stuðla að heilbrigðara fjármálalífi. Hún sagði að sú hefði ekki orðið raun- in. „Meðan hagnaður bankanna hefur stóraukist hafa þjónustugjöld ekki lækkað heldur hækkað,“ sagði hún. „Einkavæðingin og gríðarlegur hagn- aður bankanna hefur hvorki skilað neytendum lægri vöxtum né lægri þjónustugjöldum,“ bætti hún við. „Kannski er það vegna þess að venjuleg bankastarfsemi, þ.e. það að stunda innlán og útlán og lifa af vaxtamuninum er að verða algjört auka- atriði í rekstri þessara svokölluðu viðskiptabanka. Þeir hafa snúið sér í vaxandi mæli að fjárfest- ingum á fjármála- og hlutafjármarkaði og eru komnir á kaf í atvinnurekstur í landinu; jafnvel í áhættusaman og beinan samkeppnisrektur við eigin viðskiptamenn.“ Minnti Álfheiður á að þing- menn Vinstri grænna hefðui lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um aðskilnað fjárfestingarlána- starfsemi og almennrar viðskiptabankastarfsemi. Heildareignir 1.300 milljarðar Valgerður Sverrisdóttir sagði að út af fyrir sig væri ekki hægt að undrast það að almenningur sypi hveljur yfir 11,7 milljarða kr. hagnaði bankanna þriggja á fyrstu níu mánuðum ársins. „Þetta eru rosalegar tölur,“ sagði hún. „Ég ætla mér ekki að standa hér sem ráðherra bankamála og segja að það sé ekki svigrúm til lækkunar vaxta og þjónustugjalda. Hins vegar verða bankarnir að njóta sannmælis. Ef ekki hefði komið til 6,4 milljarða kr. gengishagnaður af hlutabréf- um á fyrstu níu mánuðum árs- ins væri hagnaður bankanna mun minni. Geng- ishagnaður af skuldabréfum og gjaldeyrisviðskiptum er einnig umtalsverður.“ Ráðherra sagði ennfremur að það yrði að setja hagnað bankanna í samhengi við stærð þeirra. Heildareignir bankanna væru 1.300 milljarðar. Þær hefðu hins vegar verið 200 milljarðar í árslok 1995. „Eignir bankanna hafa því meira en sexfald- ast á átta árum. Ef eigendur legðu allt eigið fé bankanna í ríkistryggð bréf í stað þess að stunda áhættusaman atvinnurekstur fengju þeir meira en fimm milljarða í sinn hlut árlega miðað við ávöxt- unarkröfu á markaði í dag.“ Síðar í ræðu sinni varpaði ráðherra fram þeirri spurningu hvort allt væri í sómanum í íslensku bankakerfi. „Nei, það finnst mér ekki,“ svaraði hún og bætti því við að svo yrði sjálfsagt aldrei. „Í fyrsta lagi eru vextir hærri hér á landi en í ná- grannalöndunum. Það getur ekki gengið til lengd- ar fyrir heimili og fyrirtæki í ríki sem stefnir að því að komast enn hærra á lista yfir samkeppn- ishæfustu þjóðir heims. Í öðru lagi er samkeppni á bankamarkaði líkt og í svo mörgum öðrum at- vinnugreinum minni en æskilegt væri. Í þriðja lagi verða bankarnir að standa sig betur við að greiðslumeta lántakendur og takmarka ábyrgðir þriðja aðila. Í fjórða lagi verða bankarnir að fara gætilegar í fjárfestingarbankastarfsemi sinni svo að þeir glati ekki trausti og trúverðugleika við- skiptavina og fjárfesta. Í fimmta og síðasta lagi eru ýmis teikn á lofti um að útlánaskriða sé að hefjast hjá bönkunum. Minnugir útlánaaukning- arinnar um aldamótin verða bankarnir að fara að öllu með gát í því hagvaxtarskeiði sem framundan er.“ Ráðherra sagði að síðustu að hlutverk alþing- ismanna væri að sjá til þess að leikreglur á fjár- málamarkaði væru skýrar og að eftirlit væri til staðar til að fylgja þeim reglum. „Alþingi hefur staðið sig vel í þessu hlutverki sínu.“ Samningsskilmálar skoðaðir Fjölmargir þingmenn tóku til máls í um- ræðunni. Flestir þeirra sögðu að það væri sjálfu sér ánægjulegt að bankarnir sýndu hagnað. Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar bentu þó á að hagnaðinn mætti m.a. rekja til óeðlilegs vaxtamunar og tekna af þjónustugjöldum sem við- skiptavinum væri gert að greiða. „Þess vegna geta viðskiptavinir bankanna ekki glaðst á sama hátt og eigendurnir yfir góðri afkomu bankanna,“ sagði Bryndís Hlöðversdóttir, þingflokksformað- ur Samfylkingarinnar. Sigurjón Þórðarson, þing- maður Frjálslynda flokksins, sagði að virk sam- keppni þyrfti að ríkja á bankamarkaði. Þannig mætti stilla hagnaði bankanna í hóf svo hann bitn- aði ekki á neytendunum, þ.e. heimilunum og fyr- irtækjunum. Sagði hann að viðskiptaráðherra þyrfti að setja skýrari leikregl- ur á markaðnum. Einar K. Guðfinnsson, þing- flokksformaður Sjálfstæðis- flokksins, sagði það ekki rétt að ekki væru öll skilyrði fyrir mik- illi samkeppni á bankamark- aðnum. Sagði hann m.a. að fyr- irtækin í landinu og einstaklingar væru um þessar mundir að velja sér viðskipta- banka í samræmi við þau við- skiptakjör sem þeim stæðu til boða. Hann tók hins vegar und- ir með öðrum þingmönnum og sagði að það væri eðlileg krafa að viðskiptabankarnir lækkuðu þjón- ustugjöld sín og minnkuðu vaxtamun. Hann lagði þó áherslu á að ástæðan fyrir þeirri kröfu væri sú að fólk sæi að viðskiptabankarnir hefðu efni á því. Bankarnir væru að græða vegna þess að íslenskt atvinnulíf væri að styrkjast og trú manna á ís- lenskan hlutabréfamarkað að eflast. Ráðherra sagði undir lok umræðunnar að hún væri að láta skoða samningsskilmála banka og sparisjóða við neytendur í hefðbundnum bankaviðskiptum. „Það er nefnd í gangi sem er að fara ofan í saumana á því máli og mér finnst það mjög mikilvægt að það sé gert. Þetta starf hefur verið í gangi um hríð og það er fljótlega að vænta einhverrar niðurstöðu.“ Ráðherra segir teikn um útlánaskriðu bankanna Morgunblaðið/Ásdís Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra. Snarpar umræður urðu utan dagskrár á Alþingi í gær um af- komu bankanna, þar sem því var m.a. haldið fram að mikill gróði bankanna skilaði sér í engu til almennra viðskiptavina. KRISTINN H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að það eigi að vera hægt að taka upp línuívilnun til dagróðra- báta fyrir áramót. Hann hyggst leggja fram tillögur um það í sjáv- arútvegsnefnd Alþingis um leið og fjallað verður um nýtt frumvarp sjávarútvegsráðherra, Árna M. Mathiesen, um breytingar á lög- um um stjórn fiskveiða. Frumvarp ráðherra gengur út á það að andvirði svonefnds haf- rannsóknaafla renni í gjaldtöku- sjóð sem ætlunin er að nýta til rannsókna, nýsköpunar og eftir- lits. Ráðherra hefur mælt fyrir frumvarpinu á Alþingi og hefur því verið vísað til sjávarútvegs- nefndar þingsins. Kristinn á von á því að frumvarpið verði rætt í nefndinni í lok vikunnar. Hann gerir ráð fyrir því að ráðherra sé í mun að fá það afgreitt á Alþingi fyrir jól. Kristinn segir að með því að ræða frumvarp ráðherra sé nefndin farin að ræða um breyt- ingar á lögum um stjórn fiskveiða. Hann segir að þá gefist jafnframt tækifæri til þess að ræða breyt- ingar á öðrum greinum laganna, þ.á m. greinum sem snúi að línuí- vilnun. Kristinn tekur fram að hann líti svo á að allir stjórnar- þingmenn hafi lagt blessun sína yfir línuívilnun, ekki síst í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi á landsfundi og Framsóknarflokk- urinn á flokksþingi samþykkt ályktanir um að slíka ívilnun eigi að taka upp. Hægt að taka upp línu- ívilnun fyrir áramót EINAR Már Sigurðarson, þing- maður Samfylkingarinnar, gagn- rýndi á Alþingi í gær óskir meiri- hluta Alþingis um auknar fjárheimildir á þessu ári, en skv. frumvarpi til fjáraukalaga og breytingartillögum meirihlutans við frumvarpið er gert ráð fyrir því að fjárheimildir ársins hækki um rúmlega tólf milljarða. Einar Már og Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, bentu auk þess á að Al- þingi hefði á vorþingi samþykkt fjáraukalög sem fólu í sér um 4,7 milljarða kr. útgjaldaaukningu á árinu 2003. Þær fjárheimildir komu til vegna samþykktar rík- isstjórnarinnar sl. vor um átak í atvinnu- og byggðamálum. „Með samþykkt fyrirliggjandi frumvarps og breytingartillagna við það hafa fjárheimildir ársins því verið aukn- ar um 16,8 milljarða króna eða 6,5% af fjárlögum,“ sagði Einar Már í annarri umræðu um fjár- aukalagafrumvarpið sem fram fór á Alþingi í gær. „Frumvarpið ásamt breytingartillögum sýnir enn og aftur hve lítið aðhald er í fjármálastjórn ríkisins. Þrátt fyrir að unnið sé með rammafjárlög halda rammarnir ekki nema fram að framlagningu fjárlagafrum- varps hvers árs. Þegar kemur að fjáraukalögum eru allir rammar horfnir. Þá virðast allir ráðherrar hafa sín eigin fjárlög og afleiðingin er einfaldlega sú að fjármálaráð- herra stendur oft og tíðum frammi fyrir orðnum hlut og getur lítið rökstutt umframkeyrslu einstakra ráðuneyta og stofnana. Aðhalds- leysi virðist ríkja í fjármálum rík- isins og agaleysi meðal þeirra sem taka ákvarðanir um útgjöld,“ sagði Einar. Jón Bjarnason tók í sama streng og Einar. Hann sagði m.a. að þau fjárútlát sem gert væri ráð fyrir í fjáraukalagafrumvarpinu og breyt- ingartillögum meirihlutans, s.s. vegna mennta- og heilbrigðismála, hefðu að stórum hluta verið fyr- irsjáanleg við gerð fjárlaga á síð- asta ári. „Svo virðist sem menn hafi kosið að horfast ekki í augu við þann vanda svo að hægt yrði að skila fjárlögum með afgangi á kosningaári,“ sagði hann. Segja aðhaldsleysi ríkja í fjármálum ríkisins ÁSGEIR Friðgeirsson, varaþing- maður Samfylkingarinnar, sagði í umræðu utan dagskrár á Alþingi í vikunni að Íslendingar væru að dragast aftur úr nágrönnum sínum á sviði nýsköpunar. Sagði hann að Ís- lendingar væru skussar í þessum efnum í samanburði við þær þjóðir sem við vildum bera okkur saman við. Ásgeir var málshefjandi umræð- unnar en Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra var til andsvara. Ásgeir vitnaði í athugun stofnun- arinnar World Economic Forum (WEF), en þar kemur m.a. fram að Íslendingar eru í 15. sæti á þessu ári þegar þjóðir eru bornar saman varð- andi þátt þeirra í tækni og nýsköpun. Sagði hann að Íslendingar hefðu ver- ið í 13. sætinu í fyrra. „Sá kraftur sem býr í þekkingu okkar þjóðar rennur illa nýttur til sjávar,“ sagði hann. Ásgeir sagði að myndin væri þó enn svartari þegar litið væri framhjá tæknivæðingu íslensku þjóðarinnar og aðeins litið á nýsköp- unina. „Þar hröpum við enn neðar og lendum í 21. sæti,“ útskýrði hann. „Í nýsköpun eru við skussarnir í hópi þeirra þjóða sem við viljum bera okkur saman við. Við erum tossarnir í bekk Norðurlanda og við erum aft- arlega á meri Vesturlanda.“ Kemur ekki á óvart Valgerður sagði m.a. í svari sínu að því yrði að halda til haga að Ís- lendingar væru meðal efstu þjóða þegar kæmi að samanburði á sam- keppnisvísitölu hagvaxtar á þessu ári. Hjá WEF hefðu Íslendingar hafnað þar í áttunda sætinu af 102 þjóðum. Sagði hún skýringuna fyrst og fremst bætt efnahagsskilyrði. Valgerður sagði á hinn bóginn að því væri ekki að neita að niðurstöður WEF bentu til þess að nýsköpun væri veikasti þátturinn í samkeppn- ishæfni Íslands. „En þar lentum við í 21. sæti, sem er svipað og tvö síðustu árin.“ Valgerður sagði að þrátt fyrir að þessi niðurstaða væri ákveðin vonbrigði, kæmi hún ekki sérstak- lega á óvart. „Hún endurspeglar ákveðinn veikleika í grunngerð at- vinnulífsins sem mér er fullljós – enda hefur iðnaðarráðuneytið um skeið unnið kerfisbundið að því að bæta þessa stöðu.“ Hún sagði að ráðuneytið hefði lagt sig eftir því, að skapa frjóan jarðveg fyrir nýsköpun, með því að byggja upp öflugt stuðn- ingsumhverfi og renna traustum stoðum undir fjármögnun þess. Hún sagði m.a. að með stofnun Vísinda- og tækniráðs, fyrr á þessu ári, hefði verið stigið stórt skref í þá átt að samhæfa stefnu hins opinbera á sviði vísinda, tækni og nýsköpunar og tengja hana betur þeirri rannsókna- og þróunarstarfsemi sem fram færi í atvinnulífinu. Skussar í nýsköpun Ásgeir Friðgeirsson varaþingmaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.