Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 11
Persónuleg gögn barns, s.s.bréf, dagbækur og minn-isblöð, njóta verndarstjórnarskrárinnar og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Er það meginregla að foreldrar hafa ekki leyfi til að opna persónuleg bréf barns síns eða lesa persónuleg gögn. Barn á því rétt á friðhelgi á heimili sínu og það á ekki að þurfa að sæta því að gengið sé um persónulega muni þess án leyfis. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Ragnheiðar Thorlacius lögfræðings sem unnin var fyrir embætti umboðsmanns barna. Í skýrslunni eru lagðar fram fjölmargar tillögur um breytingar á lögum, m.a. um að setja inn ákvæði í ný barnalög um sjálfsákvörðunarrétt barna og rétt þeirra til að njóta frið- helgi einkalífs. Þá eru lagðar til breytingar á grunnskólalögum, barnaverndarlögum og fleiri gildandi lögum. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóð- anna viðurkennir börn sem sjálf- stæða einstaklinga með eigin rétt- indi, óháð réttindum fullorðinna, segir Þórhildur Líndal, umboðs- maður barna, í inngangsorðum skýrslunnar. Hér á landi fara for- eldrar og forráðamenn með forsjá barna þar til þau hafa náð 18 ára aldri, samkvæmt ákvæði 28. gr. nýrra barnalaga. Þórhildur bendir á að í þessari lagagrein sé jafnframt mælt svo fyrir að foreldrum beri að hafa samráð við barn sitt áður en málefnum þess sé ráðið til lykta, eftir því sem aldur og þroski barnsins gefi tilefni til. Skuli afstaða barnsins fá aukið vægi eftir því sem barnið eldist og þroskist. Í lögunum sé hins vegar ekki kveðið á um rétt barns til frið- helgi einkalífs. Börn spyrja um rétt sinn Umboðsmaður barna segist oft hafa verið spurður um rétt barns til friðhelgi einkalífs. Börn hafi spurt um rétt sinn og einnig hafi opinberir starfsmenn, s.s. hjúkrunarfólk og kennarar, spurt um rétt sinn til trún- aðar við börn án vitundar foreldra og hvel langt þeir geti gengið í þeim efn- um. Af þessum sökum ákvað um- boðsmaður að leita til Ragnheiðar til að gera athugun á því hvort réttur barna til friðhelgi einkalífs sé nægi- lega tryggður í íslenskri löggjöf. Ennfremur var óskað eftir tillögum til úrbóta ef ástæða þætti til. Í skýrslu sinni minnir Ragnheiður á að Barnasáttmálinn byggist á því að barn eigi sjálfstæðan rétt, þar á meðal rétt til að hafa áhrif á líf sitt og umhverfi og til að njóta friðar um lífshætti sína og einkahagi utan heimilis sem innan. Þá sé barni tryggður réttur til friðhelgi einkalífs í stjórnarskrá Íslands og Mannrétt- indasáttmála Evrópu til jafns við full- orðna, að teknu tilliti til aldurs og þroska. Sem fyrr segir leggur Ragnheiður til breytingar á nýjum barnalögum varðandi friðhelgina og sjálfsákvörð- unarréttinn. Inn í grunnskólalögin leggur hún til að verði sett ákvæði um samráðsrétt og sjálfstæðan rétt barna til að koma sjónarmiðum sín- um á framfæri. Þá leggur hún til að ákvæði um sjálfsákvörðunarrétt verði sett í lög um réttindi sjúklinga, gagnagrunn á heilbrigðissviði og líf- sýnasöfn, sem og lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barn- eignir og um fóstureyðingar og ófrjó- semisaðgerðir. Einnig er lagt til í skýrslunni að aldursmarkið verði lækkað í lögum um skráð trúfélög, þannig að fjórtán ára barn geti tekið ákvörðun um inn- göngu í eða úrsögn úr trúfélagi, í stað 16 ára aldursmarks nú. Ekki leiki heldur nokkur vafi á því að barn geti ákveðið sjálft hvort það fermist eða ekki. Geti leitað til barnavernd- arnefnda undir nafnleynd Ragnheiður segir í skýrslunni að afar mikilvægt sé að starfsmenn ríkis og sveitarfélaga sem starfa með börnum, hvort sem er í skólanum, heilbrigðiskerfinu, innan félags- þjónustunnar eða í æskulýðsmálum, Börn eiga rétt á friðhelgi á heimilum sínum bjb@mbl.is Fjölmargar tillögur að lagabreytingum eru lagðar fram í nýrri skýrslu fyrir um- boðsmann barna, m.a. sú að réttur barns til að njóta friðhelgi einkalífs verði tryggð- ur. Björn Jóhann Björnsson skoðaði skýrsluna og komst að ýmsu fovitnilegu. Morgunblaðið/Kristinn Eftir því sem börn verða eldri og þroskaðri er nauðsynlegra að tryggja þeim aukinn samráðs- og sjálfsákvörð- unarrétt, segir m.a. í skýrslunni. Hér fagna krakkarnir á leikskólanum Fífuborg þjóðhátíðardeginum. geri sér grein fyrir og virði rétt barna, sem til þeirra leita og/eða þeir hafa afskipti af, til trúnaðarsam- skipta. Ef rjúfa þurfi trúnað við barn vegna fyrirmæla barnaverndarlaga um tilkynningarskyldu og/eða að af- skipta foreldra sé þörf, skuli barnið upplýst um það og ástæður út- skýrðar fyrir því. Að þessu sögðu leggur Ragnheiður til þær breyt- ingar á barnaverndarlögum að ákvæði verði sett inn um rétt barns til að tilkynna barnaverndarnefnd um mál og rétt til nafnleyndar. Einn- ig þurfi að setja í sömu lög ákvæði sem annars vegar heimili dómara að takmarka aðgang aðila að gögnum máls þegar barnaverndarmál eru rekin fyrir dómstólum og hins vegar ákvæði sem heimilar dómara að tak- marka viðveru foreldra meðan við- horf barns er kannað. Eins og fram kom í upphafi njóta persónuleg gögn barna verndar í stjórnarskrá og Barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna, að því er segir í skýrslunni. Meginreglan sé að for- eldrar hafi ekki leyfi til að opna per- sónuleg bréf barna sinna eða lesa persónuleg gögn. Sama regla gildi um aðgang foreldra að hirslum og geymslum barns, hvort sem þær séu læstar eða ekki. „Kunni barn ekki að lesa verða foreldrar hins vegar að opna og lesa bréf og sama gildir væntanlega ef foreldrar eru full- komlega vissir um að efni bréfs varði málefni sem kalli á samþykki þeirra. Þá hefur verið viðurkenndur réttur foreldra til að opna bréf barns ef þá grunar að innihald bréfs sé ólöglegt, t.d. innihaldi fíkniefni,“ segir í skýrsl- unni. Líkamsleit óheimil Þar segir ennfremur að stjórn- endum skóla eða annarra stofnana sé óheimilt að framkvæma líkamsleit eða líkamsrannsókn á börnum vegna gruns um lögbrot, t.d. gruns um ölv- un eða fíkniefnaneyslu. Við slíkar að- stæður beri þeim að tilkynna málið til lögreglu. Stjórnendum skóla sé einn- ig óheimilt að leita á börnum þó svo ekki liggi fyrir grunur um lögbrot. Ef um sé að ræða grun um brot á skóla- reglum, t.d. um vörslu sælgætis eða farsíma, sé starfsmönnum skóla með öllu óheimilt að leita á börnum. Kalla þurfi til foreldra í þeim tilvikum. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2003 11 Nýleg, falleg 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í 5 íbúða húsi. 3 svefnherb. með parketi og fataskápum, stofa með gegnheilu parketi, sérþvottahús, 2 svalir. Fallegt útsýni. Verð 15,8 millj. Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggi EIGNABORG FASTEIGNASALA Hamraborg, sími 564 1500 Vitastíg 12, sími 551 8000 NÝBÝLAVEGUR - HÆÐ KOSTNAÐUR lyfjafyrirtækja á Ís- landi af því að þýða fylgiseðla með lyfjum hefur fjórfaldast á síðustu 10 árum og er þetta ein af ástæðum þess að lyfjaverð hér á landi er 10–13% hærra en á hinum Norðurlöndunum, samkvæmt upplýsingum Samtaka verslunarinnar (FÍS). Samtökin, sem hafa lyfjafyrirtækin innan sinna vébanda, hafa á þessu ári unnið að heildarúttekt á lyfjamálum hérlendis. Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri samtakanna, segir mikla þörf á því að veita upplýsingar um kostnað við lyf samanborið við annan kostnað í heilbrigðiskerfinu. Hann gagnrýndi í gær umræðu um aukinn lyfjakostnað, sem hann sagði tekinn úr samhengi við útgjöld til heilbrigðismála almennt. FÍS mun opna Sírit um lyfjamál á vefsíðu sinni, www. fis.is, einhverja næstu daga. Þar verða birtar upplýs- ingar um þróun lyfjamála hérlendis. Lyfjakostnaður eykst ekki hlutfallslega Í síritinu má meðal annars sjá að hlutur lyfjakostnaðar sem hlutfall af heildarútgjöldum hins opinbera til heilbrigðismála er ekki að aukast, segir Anna Birna Almarsdóttir, fram- Samtök verslunarinnar gagnrýna umræðu um lyfjaverð Kostnaður við þýðingu fylgiseðla fjórfaldast Morgunblaðið/Jim Smart Samtök verslunarinnar kynntu Sírit um lyfjamál í gær. kvæmdastjóri hjá Albus ehf., ráðgjaf- arfyrirtæki í heilbrigðismálum. Þar sést einnig að vísitala lyfja- verðs var hæst á Íslandi af öllum Norðurlöndunum árið 2002, en þá var hún um 11% hærri hér á landi en í Danmörku þar sem verð á lyfjum var næsthæst á Norðurlöndunum. Vísi- tala lyfjaverðs er hins vegar mun hærri í Bretlandi en hér á landi þar sem það var um 17% hærra árið 2002. Meginregla lyfjaverðsnefndar er að lyfjaverð megi vera allt að 15% hærra hérlendis en á meginlandi Evr- ópu vegna smæðar markaðarins. Anna Birna segir það hafa mikil áhrif á lyfjaverð hér á landi hversu lítill markaðurinn er, hversu hár kostnað- ur sé við skráningu og þýðingu á fylgiseðlum, hversu miklar birgðir þurfi að vera til í landinu og hve hár virðisaukaskattur er lagður á lyfin. FJALLAÐ er í skýrslunni um nokkur álitaefni sem geta komið upp í samskiptum foreldra við börn sín þar sem reynir á samráðs- og sjálfs- ákvörðunarrétt barns, og þar með á rétt þess til að njóta friðhelgi einkalífs. Meðal þess sem tekið er fyrir er val á tómstundum. Þrátt fyrir forsjá foreldra eigi barn rétt á að ákveða sjálft hvaða tóm- stundum það taki þátt í. Frá 8–10 ára aldri sé eðlilegt að barnið fái sjálft að taka ákvarðanir um t.d. klæðaburð, hárgreiðslu, val á vinum og tómstundum, hvort það fari á skíði eða skauta, í sund eða fótbolta. Með því að veita barni aukinn sjálfsákvörðunarrétt með hækkandi aldri og auknum þroska leggi foreldrar grunn að uppeldi sem miði að því að barnið verði sjálfstæður, ábyrgur og upplýstur einstaklingur. Börn ákveði sjálf tómstundir sínar HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt hálffimmtugan karl- mann í 15 mánaða fangelsi, þar af 12 mánuði á skilorði fyrir að falsa nafnritun föður síns og tveggja bræðra á ýmis skjöl sem hann notaði í blekkingarskyni til tryggingar verðbréfaviðskiptum og öðrum skuldbindingum sínum í viðskiptum við fjármálastofn- anir. Með þessu setti ákærði verð- bréf í eigu föður síns og bræðra og fasteignir bræðra sinna, sam- tals að andvirði 76,6 milljónir króna, til tryggingar viðskiptum sínum. Einnig notaði hann í sama til- gangi umboð til verðbréfavið- skipta í nafni bróður síns eftir að hafa falsað nafnritanir hans und- ir þau. Málið dæmdi Valtýr Sigurðs- son héraðsdómari. Verjandi ákærða var Helgi Birgirsson hrl. Málið sótti Helgi Magnús Gunn- arsson, fulltrúi efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjóra. 15 mánaða fangelsi fyrir skjalafals
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.