Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Jón Árni Einarsson var harð-ur nagli. Stundaði sjó-mennsku um árabil, vannsíðan á vinnuvélum og vöru- bílum, og ók leigubíl undir það síð- asta en hætti störfum vegna lang- vinnrar lungnateppu fyrir nokkrum árum og á varla afturkvæmt út á vinnumarkaðinn, að sögn Dóru Lúð- víksdóttur lungnasérfræðings, sem hefur verið læknir Jóns Árna frá því hann kom í fyrstu skoðun vegna teppunnar fyrir um fjórum árum. Hann er samt aðeins 55 ára. Greining á fyrstu stigum mikilvæg Langvinn lungnateppa (LLT) er samheiti yfir lungnaþembu og lang- vinna berkjubólgu. Fyrstu einkenni eru hósti og slímuppgangur, sem viðkomandi, oftast reykingamaður, setur ekki í samband við langvinnan lungnasjúkdóm sem getur leitt til alvarlegrar fötlunar. „Greining langvinnrar lungnateppu á snemm- stigum og markviss meðferð við tóbaksnotkun er sú aðferð sem vænlegust er til að ná árangri í bar- áttu við sjúkdóminn. Spáð er mjög aukinni tíðni LLT á næstu áratug- um,“ segir Jón Steinar Jónsson læknir meðal annars í bréfi til yf- irlækna til að vekja athygli á al- þjóðlega degi langvinnrar lungna- teppu, sem er í dag, 19. nóvember. Hægt er að greina sjúkdóminn á byrjunarstigi með einfaldri önd- unarmælingu og gefst almenningi kostur á að fara í fría öndunarmæl- ingu á heilsugæslustöðvum víða um land í dag. Ömurlegt líf „Ég byrjaði að reykja á sjónum, um 14 til 15 ára,“ segir Jón Árni. „Það var skelfilega vont að byrja. Ég var hálfgrænn og ældi og sagði þegar ég hætti að það væri ekkert mál. Það hefði verið miklu erfiðara að byrja. En þetta var auðvitað bara fikt til að byrja með. Það voru allir í þessu og fljótlega var ég kominn í pakka á dag en var í tveimur pökk- um síðustu 10 árin. Viðurkenndi það auðvitað ekki frekar en þeir sem eru á kafi í bjórnum og segjast bara hafa fengið sér einn eða tvo. Maður hætti að kunna að telja.“ Jón Árni segir að það sé auðvelt að blekkja sjálfan sig, ekki síst vegna þess að áhrif reykinganna séu lengi að koma í ljós. Þrekið minnki smám saman, en í stað þess að viðurkenna það sé því sleppt að gera það sem áður þótti sjálfsagt. Eins og til dæmis að heimsækja ein- hvern sem býr á 2. hæð eða ofar í lyftulausu húsi. „Aðdragandinn er svo langur en einn daginn er allt farið, ekkert þrek til eins eða neins. Maður er ónýtur. Daglega lífið fer allt úr skorðum og það er til dæmis meiri háttar mál og mikið átak að fara í sturtu. Maður rétt kemst á milli herbergja. Heimurinn tak- markast af 15 metra langri súrefn- isslöngu og maður fer ekkert með súrefniskút í kerru. Það er í raun ömurlegt að lífið skuli snúast um 15 metra langa slöngu.“ Með 22% af fráblástursgetunni Nokkur kaflaskipti urðu hjá Jóni Árna 1987. Þá lenti hann í bílslysi, fór í aðgerð árið eftir og var dæmd- ur með 40% örorku í öxl. Mikil bein- þynning í baki þjáði hann og 1995 varð hann að hætta leigubílaakstr- inum. Í nóvember árið 2000 átti hann að fara inn á verkjasvið á Reykjalundi og í atvinnulega end- urhæfingu, en var bent á að hann ætti heima á lungnaendurhæfing- ardeildinni. Hann varð að hætta að reykja og þar tók Dóra Lúðvíks- dóttir á móti honum og hefur annast hann síðan. „Hann var með 22% af eðlilegri fráblástursgetu, var móður í hvíld, gat gengið stutta vegalengd, hóstaði mikið og var með mikinn slím- uppgang frá lungum,“ segir Dóra og bendir á að hann hafi þurft að vera tengdur við súrefniskút að staðaldri í um ár fyrir lungnaaðgerðina, en hann hafi auk þess byrjað í lyfja- meðferð. Hann hafi líka þurft að hætta að reykja en tilfellið sé að það sé oft auðveldara en fólk geri sér grein fyrir og það kunni svo sann- arlega að meta það þegar slökkt hafi verið í síðustu sígarettunni. „Í áreynsluprófi þurfti hann 5 lítra af súrefni til að hjóla aðeins þrjár mín- útur. Að sama skapi hafði hann heldur ekki súrefni til að ganga upp stigagang á 2. hæð,“ segir hún og leggur áherslu á að ástand Jóns Árna hafi batnað talsvert þegar hann hætti að reykja en meira hafi þurft til. „Lungnastarfsemin var það mikið skert að hann var ekki vinnufær og súrefnisflutningurinn var svo skertur að hann þurfti að nota súrefnisgjöf við allar venjuleg- ar athafnir, en til þess að geta hafið súrefnismeðferðina þurfti hann að hætta að reykja.“ Dóra segir að Jón Árni hafi einn- ig þjáðst af svefntruflunum og kæfi- svefni. „Þeir sem hafa langvinna lungnateppu hafa oft talsverðar svefntruflanir, en um 5% sjúklinga með langvinna lungnateppu hafa kæfisvefn og mjög margir hafa van- öndun í svefni. Nætursúrefni bætir vanöndun að næturlagi og eykur orkuúthald að deginum.“ Endurhæfingin fullt starf Jón Árni var fastagestur á lungnadeildinni, þegar hún var á Vífilsstöðum, áður en hann fór í svo- nefnda lungnasmækkunaraðgerð í apríl 2002 og í kjölfarið var hann í nokkurra vikna endurhæfingu á Reykjalundi en hann hefur farið þangað í þrjár slíkar nokkurra vikna endurhæfingar. Hann kemur í sjúkraþjálfun á Landspítala – há- skólasjúkrahús í Fossvogi tvisvar í viku og reynir að fara í sund tvisvar til þrisvar í viku auk þess sem hann fer í gönguferðir eftir megni og tek- ur þátt í starfi Samtaka lungnasjúk- linga (www.lungu.is), en félagsmenn hittast klukkan fimm á mánudögum í húsnæði samtakanna í Síðumúla 6. Endurhæfingin og það að halda lík- amanum gangandi er í raun fullt starf. „Ég er að byrja nýtt líf eftir að þeir skáru utan af lungunum og er enn sem ungbarn á öðru ári,“ segir Jón Árni. „Mér finnst ég vinna mikil þrekvirki á hverjum degi, því ég geri ýmislegt sem ég lét mig ekki dreyma um fyrir nokkrum árum. Hluti eins og að þrífa mig án átaka og fara í bað. Í gönguferðum vinn ég meira þrekvirki en Everest-farar því ég ber minn súrefniskút sjálfur og það er meira en þeir gera.“ Dóra segir að öndunargeta Jóns Árna hafi aukist um 1.000 millilítra frá því eftir aðgerðina í apríl 2002, sé komin í 1,43 lítra, en hún sé samt aðeins 45% af áætlaðri fráblást- ursgetu. „Hann er sem nýr maður en endurhæfingin er lífstíðarverk- efni og til að halda núverandi heilsu þarf hann að þjálfa á hverjum ein- asta degi. En hann verður sennilega ekki vinnufær á ný. Það er mjög mikilvægt að greina lungnateppuna snemma til þess að koma í veg fyrir þrengingu í berkjum og skerðingu á lungnastarfsemi. Með þessum al- þjóða degi langvinnrar lungnateppu viljum við leggja áherslu á að fólk, sem er í áhættuhópi, fari í önd- unarmælingar, vegna þess að ein- kennin koma svo hægt og bítandi að fólk áttar sig ekki á þeim í byrjun. Sérstaklega ef það hreyfir sig lítið, en þegar fólk er farið að finna fyrir hvíldarmæði er oft um verulega skerðingu að ræða. Með því að grípa snemma inn í má koma í veg fyrir hreyfiskerðingu vegna sjúk- dómsins. Meðalaldur sjúklinga með langvinna lungnateppu á Reykja- lundi er um sextugt en við viljum sjá meira af yngra fólki til að koma í veg fyrir vinnutap og veikindi hjá því.“ Nokkrir áhættuþættir Lungnastarfsemi skerðist örlítið á hverju ári eftir fertugt en mun hraðar hjá þeim sem reykja, að sögn Dóru. Mikilvægt sé að leita læknis sem fyrst til að fá rétta með- ferð. „Langvinnur hósti og upp- gangur er heldur ekki eðlilegt ástand,“ bætir hún við. Lungnasjúkdómar eru þekktir í ætt Jóns Árna, en hann segist aldr- ei hafa hugsað um það, hvorki hug- að sérstaklega að mataræði eða stundað þjálfun fyrr en í endurhæf- ingunni. „Foreldrar mínir reyktu mikið, en áður en mamma dó úr lungnakrabba bað hún mig um að láta af þessum fjanda, því þetta væri ekki spennandi,“ segir hann, en um fjögur ár eru síðan Jón Árni hætti að reykja og endurhæfingin hefur staðið yfir í aðeins skemmri tíma. En hún hefur borið mikinn ár- angur. Hann er ekki lengur bundinn við rúmið og slönguna en er alltaf með súrefniskút í bílnum og hefur hann með sér í bakpoka á göngu- ferðum. Dóra segir augljóst að til að við- halda heilsunni þurfi að huga að mataræði og líkamsþjálfun. „Ég kemst það sem ég ætla mér,“ segir hann. „Fer í gönguferðir og veiði- ferðir. Um liðna helgi fór ég til dæmis upp á Hengil og að Trölla- fossi helgina þar áður. Gangan tek- ur kannski lengri tíma en áður og ég þarf að hafa kútinn þegar ég geng upp brekkur en bjartsýnin er mitt veganesti. Þetta kemur smátt og smátt og aðalatriðið er að vera þolinmóður og gefast ekki upp. Vera harður.“ Öndunarmælingar víða um land í tilefni alþjóðadags langvinnrar lungnateppu í dag „Fer ekkert með súrefnis- kút í kerru“ Jón Árni Einarsson virðist hafa haft alla burði til að standa sig í leik og starfi en langvinn lungnateppa hefur heldur betur sett strik í reikninginn, því hann er óvinnu- fær og fer sennilega ekki út á vinnumark- aðinn aftur þó að hann sé aðeins 55 ára. Steinþór Guðbjartsson ræddi við Jón Árna og Dóru Lúðvíksdóttur, lungnalækni hans. Morgunblaðið/Ásdís Jón Árni Einarsson í lungnarúmmálsmælingatæki á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi. Dóra Lúðvíks- dóttir lungnasérfræðingur, sem hefur verið læknir Jóns Árna frá því hann kom í fyrstu skoðun, fylgist með. steg@mbl.is Dóra Lúðvíksdóttir lungnalæknir segirað áætla megi að um átta til 10.000manns séu með langvinna lungna- teppu hérlendis. „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur metið algengi LLT 9,34 af hverjum 1.000 körlum og 7,33 af hverjum 1.000 kon- um á heimsvísu, en gera má ráð fyrir að á Íslandi séu 10.000 til 15.000 með sjúkdóm- inn,“ segir hún. Að sögn Dóru eru fyrstu einkenni LLT oftast þrálátur hósti og uppgangur. Áreynslumæði er einnig oft áberandi. Þessi einkenni versna oft við öndunarfærasýk- ingar. Síðar í sjúkdómsganginum verður mæðin sífellt meira áberandi og hennar verður einnig vart jafnvel í hvíld og þreyta og úthaldsleysi gerir vart við sig. Svefn get- ur einnig truflast hjá einstaklingum með langvinna lungnateppu og aukið dagþreytu og syfju. Reykingar eru mikilvægur áhættuþáttur en erfðir virðast einnig skipta miklu máli þar sem LLT virðist vera algengari í sumum fjölskyldum en öðrum og því sérstaklega mikilvægt fyrir einstaklinga í fjölskyldum þar sem lungnasjúkdómar eru algengir að byrja aldrei að reykja. Tilhneiging til berkjusamdráttar í tengslum við ertandi efni sk. berkjuauðertni er einnig tengd erfð- um og virðist skipta miklu máli. Einnig er ljóst að ekki fá allir reykingamenn lang- vinna lungnateppu. Aðrir þættir eins og óhreinindi í andrúmslofti innanhúss t.d. á vinnustöðum geta einnig valdið langvinnri lungnateppu og einnig aukið áhrif reykinga. Óbeinar reykingar geta einnig skipt máli. Greining sjúkdómsins byggist á einkenn- asögu, skoðun og rannsóknum. Mikilvæg við greiningu langvinnrar lungnateppu er önd- unarmæling, sem er framkvæmd á öllum heilsugæslum, sumum apótekum og hjá lungnalæknum. Einkennandi fyrir lang- vinna lungnateppu er skerðing á fráblást- ursgetu. Þessi skerðing eykst smám saman með árunum og gerir fyrst vart við sig með áreynslumæði. Þar sem þessi einkenni koma smám saman gerir einstaklingurinn sér oft ekki grein fyrir þessari skerðingu á byrj- unarstigi. Því er mikilvægt að framkvæma öndunarmælingar reglulega hjá þeim ein- staklingum sem eru í áhættuhóp fyrir lang- vinna lungnateppu. Mikilvægast er að fjarlægja orsakavald s.s. að hætta að reykja og dveljast í hreinu og góðu lofti. Reglubundin hreyfing er einn- ig mikilvæg þar sem hún þjálfar vöðva og hreinsar slím úr lungum. Á Reykjalundi er starfrækt lungnaendurhæfing þar sem áhersla er lögð á fræðslu og líkamsþjálfun. Lyfjameðferð með berkjuvíkkandi lyfjum er einnig mikilvæg og sömuleiðis að með- höndla aukin einkenni í tengslum við önd- unarfærasýkingar. Þarf þá oft að nota bæði bólgueyðandi lyf og sýklalyf. Þegar sjúk- dómurinn er á háu stigi getur súrefn- ismeðferð einnig reynst nauðsynleg og eru hér á landi tæplega 200 einstaklingar með langvinna lungnateppu sem nýta sér slíka meðferð. Þá er mikilvægt að þessir sjúkling- ar fari í bólusetningu við inflúensu og lungnabólgu, að sögn Dóru. Um átta til tíu þúsund manns með sjúkdóminn hérlendis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.