Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2003 13 Íslandsdeild Norræna stjórnsýslusambandsins Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands Alþingi og framkvæmdarvaldið Hádegismálþing í Norræna húsinu, föstudaginn 21. nóvember, kl. 12.15-13.30 Tilefni málþingsins er að fyrir rétt rúmum 50 árum, 24. apríl 1953, hélt Ólafur Jóhannesson, þá prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og síðar ráðherra, erindi sem bar heitið „Alþingi og framkvæmdarvaldið“, á aðal- fundi Íslandsdeildar Norræna embættismannasambandsins, forvera Norræna stjórnsýslusambandsins. Þar fjallaði Ólafur m.a. um þingræðis- regluna og eftirlitshlutverk Alþingis og vék að stofnun embættis umboðs- manns þjóðþingsins. Dagskrá: Inngangsfyrirlestur um þá þróun sem átt hefur sér stað í sam- skiptum Alþingis og framkvæmdarvaldsins frá því erindi Ólafs var flutt. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. Almennar umræður. Fundarstjóri: Páll Hreinsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Í lok dagskrár verður gestum boðið upp á kaffi og meðlæti. Aðgangur er öllum opinn endurgjaldslaust. GRJÓTI ehf. hefur eignast 65,3% hlutafjár í Aco-Tæknivali hf. og mun gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð innan fjögurra vikna á genginu 0,4 krónur á hlut. Að Grjóta ehf. standa stærstu hluthafar í Aco-Tæknivali: Baugur Group hf. og Eignarhaldsfélagið Fengur hf. eiga 36,7% hlut hvort fé- lag í Grjóta, Fludir Holding S.A. er með 16,1% hlut og Framtak fjárfest- ingarbanki hf. á 10,6% hlut í félag- inu. Samtals fer Grjóti með 286.419.258 hluti í Aco-Tæknivali en miðað við gengið í viðskiptunum er virði þessa hlutar nú tæpar 115 millj- ónir króna og heildarmarkaðsvirði félagsins rúmar 175 milljónir. Hlut- hafar í Aco-Tæknivali eru á þriðja hundrað. Að sögn Skarphéðins B. Steinars- sonar, framkvæmdastjóra hjá Baugi Group og stjórnarformanns Grjóta og Aco-Tæknivals, hafa eigendur Grjóta trú á að hægt sé að reka Aco- Tæknival áfram en að félagið verði afskráð í kjölfar yfirtökunnar. Skarphéðinn segir Aco-Tæknival ekki eiga erindi í Kauphöllina eins og staðan er nú, engin viðskipti hafi ver- ið með bréf í félaginu síðan í ágúst síðastliðnum. Gengið í viðskiptunum og það verð sem öðrum hluthöfum verður boðið fyrir sín bréf er 0,4 krónur á hlut og miðað við verð á hlut í félaginu þegar viðskipti voru með bréfin síðast. Grjóti átti engin hlutabréf í félaginu fyrir þessi við- skipti þegar fyrrnefndir fjórir hlut- hafar seldu alla sína eignarhluti. Skarphéðinn segir að þótt ákveðin batamerki í rekstri hafi verið sjáan- leg í níu mánaða uppgjöri félagsins þurfi meira til. „Félagið er mjög skuldsett og það verður einhvern veginn að vinna á slæmri skulda- stöðu og neikvæðu eigin fé. Við höf- um verið að ræða það hvernig okkar hagsmunum sé best borgið og töld- um best að gera það með þessum hætti, afskrá félagið og gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð. Við teljum að það sé framtíð í þessum rekstri og viljum vinna að því að snúa honum við,“ segir Skarphéðinn. Hann segir umskipti hafa orðið í rekstri Aco-Tæknivals frá því Baug- ur-Group keypti hlut í félaginu í lok síðasta árs. Góður árangur hafi náðst á gjaldahliðinni. „Við ákáðum það strax í upphafi að einbeita okkur að gjaldahliðinni og þar hafa orðið tals- verð umskipti. Þótt tekjur hafi verið að lækka þá hefur kostnaður lækkað meira. Við teljum að það sé svigrúm til að gera enn betur. Fyrirtækið býr að sterkum vörumerkjum og af- bragðs starfsfólki,“ segir Skarphéð- inn. Yfirtökutilboð í Aco-Tæknival væntanlegt á genginu 0,4 Vilja vinna að því að snúa rekstrinum við Morgunblaðið/Golli Hluthöfum í Aco-Tæknivali verður gert yfirtökutilboð á næstunni og félagið afskráð úr Kauphöll Íslands í kjölfarið. GENGI á hlutabréfum í Granda hf hefur hækkað um 27% á síðustu 12 mánuðum. Það er þveröfug þróun við gengi annarra sjávarútvegsfyr- irtækja, en gengi þeirra hefur lækk- að mikið. Mest hefur gengi hluta- bréfa í Síldarvinnslunni lækkað, eða um 26%. Þetta kemur fram í Greiningu Ís- landsbanka, en þar segir svo: „Verri rekstrarskilyrði hafa sýnt sig í gengisþróun flestra sjávarútvegs- fyrirtækja í Kauphöllinni á síðustu mánuðum. Af átta stærstu sjávarút- vegsfyrirtækjum sem skráð eru á Aðallista Kauphallarinnar hefur gengi sjö þeirra lækkað. Gengi bréfa Síldarvinnslunnar hefur lækk- að mest á tímabilinu eða um 26%, Þormóðs ramma – Sæbergs um 20% og Hraðfrystihúss Gunnvarar um 13%. Afkoma sjávarútvegsfyrir- tækja hefur versnað síðustu miss- erin en stjórnendur hafa bent á að helsta orsökin sé óhagstæð þróun mikilvægra þátta í rekstrarum- hverfi þeirra s.s afurðaverðs og gengis krónunnar. Rekstrarskilyrði greinarinnar verða erfið á næsta ári að mati Greiningar ÍSB. Meðal ann- ars er útlit fyrir að krónan muni haldast sterk, afurðaverð standi í stað eða gefi frekar eftir og vextir í helstu skuldamyntum hækki. Þegar horft er í gengisþróun sjávarútvegs- fyrirtækja á síðustu mánuðum vek- ur athygli mikil hækkun á bréfum Granda. Bréf félagsins hafa hækkað um 27% á síðastliðnum tólf mán- uðum. Ástæður hækkunarinnar virðast vera m.a. væntingar um þátttöku félagsins í hugsanlegri sameiningu eða yfirtöku innan greinarinnar. Greining ÍSB ráðlegg- ur fjárfestum að selja bréf sín í Granda.“ Hátt gengi hluta- bréfa í Granda NORSKIR fiskverkendur binda nú vonir við það að beinhreinsivél frá Marel verði bjargvættur norskrar fiskvinnslu. Frá þessu er greint í norska blaðinu Nordlys, en þar er sagt að vélin geti fjarlægt um 70% beina úr fiskflökum. Marel kynnti þessa vél á Íslenzku sjávarútvegssýningunni haustið 2002, en hún er samstarfsverkefni Marels, dótturfyrirtækis þess Carni- tech og norskra aðila í sjávarútvegi. Kostnaður er orðinn ríflega 400 milljónir króna og segir norska blað- ið að vélin kosti 60 til 70 milljónir ís- lenzkra króna. Fjárfestingin er þó talin skila sér fljótt til baka vegna 25% aukningar á framleiðslugetu, lægri launakostnaðar, betri nýtingar og minna vinnuálgs. Vélin hefur ver- ið til reynslu í frystihúsi í Bátsfirði í Noregi. Norðmenn telja einnig að bein- hreinsivélin geti verið vopn í barátt- unni við Kínverja um hvítfiskmark- aðina. Með henni sé hægt að framleiða betri flök á lægra verði en áður. Þá megi flytja starfsfólkið úr beinhreinsun yfir í önnur störf svo sem fullvinnslu og loks verði hægt að þjóna mörkuðum fyrir ferskan fisk betur. Beinhreinsivél Marels lausnin? NÝ raforkulög voru samþykkt á Al- þingi fyrr á þessu ári og komu þau að hluta til framkvæmda hinn 1. júlí sl. Nýju raforkulögin innleiða markaðs- væðingu raforkuiðnaðarins í áföng- um á næstu þremur árum og hafa í för með sér verulegar breytingar á því umhverfi sem orkufyrirtækin hafa starfað við allt frá rafvæðingu landsins snemma á síðustu öld. Nú verða hinir náttúrlegu einkaleyfis- þættir raforkukerfisins, flutningur og dreifing, aðskildir frá vinnslu og sölu þar sem samkeppni mun verða. Til að fjalla nánar um breyting- arnar sem verða við markaðsvæð- inguna á ábyrgð orkufyrirtækja, rannsóknir, rekstrarform, samruna, verðlagningu, viðskiptahætti og störf tæknimanna standa Verkfræð- ingafélag Íslands, VFÍ, og Tækni- fræðingafélag Íslands, TFÍ, fyrir ráðstefnu á fimmtudag, 20. nóvem- ber frá kl. 13–17 í hátíðarsal Orku- veitu Reykjavíkur á Bæjarhálsi. Að sögn Steinars Friðgeirssonar, formanns VFÍ, eru ekki allir á eitt sáttir um ágæti markaðsvæðingar á Íslandi á sama tíma og mikil iðnaðar- uppbygging á sér stað með vanda- sömum skuldbindingum til lengri tíma fyrir orkufyrirtækin. Steinar segir að uppbyggingin á flutningskerfunum hér á landi sé komin styttra á leið en hjá nágranna- löndunum. „Við erum um tuttugu ár- um á eftir þeim í uppbyggingunni. Við höfum bent á það að raforkukerf- in eru á sinn hátt lífæð samfélagsins og raforkan undirstaða daglegs lífs hér á Íslandi. Þetta umfangsmikla og alvarlega straumleysi sem hefur komið upp beggja vegna Atlantsála á þessu ári, í Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Svíþjóð, Danmörku og Ítalíu, gerir það að verkum að það hringja varúðarbjöllur hjá manni. Það er staðreynd að þegar þessar þjóðir hafa verið komnar inn í mark- aðsumhverfið hefur þrengt að einok- unarþáttum. Menn hafa ekki verið of æstir í að setja fjármuni í flutnings- og dreifikerfi með þessum afleiðing- um. Þetta er það sem gerist ef und- irstöðuþáttunum er ekki sinnt,“ að sögn Steinars. Á ráðstefnunni mun Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra flytja ávarp. Guðmundur I. Ásmundsson frá Landsvirkjun mun m.a. fjalla um breytta ábyrgð orkufyrirtækja, breytta viðskiptahætti, markaðs- væðingu og breytt rekstrarform. Ív- ar Þorsteinsson frá Orkustofnun mun fjalla um nýtt hlutverk Orku- stofnunar. Orkufyrirtæki í nýju um- hverfi verður umfjöllunarefni Ás- geirs Margeirssonar hjá Orkuveitu Reykjavíkur og Friðrik Már Bald- ursson, prófessor við HÍ, fjallar um þjóðhagslega hagkvæmni breyting- anna. Að fyrirlestrum loknum verða pallborðsumræður, sem Stefanía K. Karlsdóttir, rektor Tækniháskóla Íslands, stýrir. Raforkumál rædd á ráðstefnu HAGNAÐUR Impregilo Group á fyrstu níu mánuðum þessa árs fyrir skatta nam 49 milljónum evra, jafn- virði um 4,4 milljarða íslenskra króna. Á sama tímabili á síðasta ári var hagnaðurinn fyrir skatta tæpar 35 milljónir evra, eða um 3,2 millj- arðar íslenskra króna. Í tilkynningu frá Impregilo segir að rekstrartölur fyrirtækisins stað- festi sterka stöðu samstæðunnar og endurspegli frekari sóknarfæri í hagnaðaraukningu og áhættuvörn- um. „Þetta er afleiðing markvissrar endurskipulagningar á fyrirtækinu og vandaðs vals á samningum, sem og starfslöndum Impregilo. Sérstak- ur sjóður gegn gengissveiflum og vegna deilna við viðskiptavini, sem má að mestu rekja til tíðar fyrri stjórnenda, tryggir fyrirtækinu full- nægjandi áhættuvörn.“ Ný stjórn tók við hjá Impregilo árið 1999. Rekstrarhagnaður Impregilo Group á fyrstu níu mánuðum ársins 2003 án fjármunatekna og fjár- magnsgjalda nam 113 milljónum evra, sem er aukning um 40 milljónir evra frá 30. september 2002. Fram- leiðsluverðmæti samstæðunnar námu 2.170 milljónum evra og jukust um 8% miðað við sama tímabil ársins 2002. Þá eru samkvæmt tilkynningu fyrirtækisins ótaldar kröfur vegna samninga við viðskiptavini, sem hafa þegar verið bornar fram en ekki skráðar formlega. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2003 hlaut samstæðan skattaundanþágu upp á 12 milljónir evra, en ein afleið- ing þessa er að nú losnar um skatta- afslátt sem nemur um það bil 110 milljónum evra. Kárahnjúkavirkjun stærsti samningurinn Heildarskuldir samstæðunnar námu 531 milljón evra, sem er aukn- ing um 66 milljónir frá 31. desember 2002. Segir í tilkynningunni að þessi aukning skýrist af auknum heildar- fjárfestingum upp á 130 milljónir evra, arðgreiðslum upp á 9 milljónir, aukningu á hreinu veltufé um 40 milljónir og eigin fjármögnun upp á 33 milljónir evra. Eigið fé samstæð- unnar nemur 327 milljónum evra og hefur aukist um 23 milljónir evra frá síðustu áramótum. Óafgreiddir samningar námu 4.999 milljónum evra, samanborið við 6.320 milljónir 31. desember 2002. Þá eru ótaldir samningar sem bíða endanlegrar afgreiðslu, til að mynda svonefnt Móses-verkefni í Feneyjum og járnbrautalagning fyr- ir hraðlest milli Mílanó og Genúa annars vegar og milli Novara og Míl- anó hins vegar. Stærstu samningar Impregilo á tímabilinu voru Kárahnjúkavirkjun að andvirði 450 milljónir evra, og af- söltunarstöð fyrir sjó í Dubai að and- virði 143 milljónir evra á núverandi gengi. Hagnaður Impregilo Group fyrir skatta um 4,4 milljarðar Aukning milli ára um 1,2 milljarðar króna ÚR VERINU JØRGEN Niclasen, fyrrum sjávar- útvegsráðherra Færeyja, er á ferð um Bretlandseyjar um þessar mund- ir þar sem hann heldur fyrirlestra um stjórn fiskveiða við Færeyjar og árangurinn af sóknardagakerfinu. Mikillar óánægju gætir nú meðal breskra sjómanna vegna fiskveiði- stjórnunar Evrópusambandsins og ráðlegginga Alþjóðahafrannsóknar- ársins. Hafa forsvarsmenn sjómanna og útvegsmanna að undanförnu skoðað ýmsa aðra möguleika við stjórn fiskveiða við Bretland og m.a. leitað eftir upplýsingum frá Færeyj- um um hvernig þar hefur tekist til við uppbyggingu fiskistofna. Skoskir sjómenn segja sér málið skylt, enda liggi fiskimið þeirra að færeysku fiskveiðilögsögunni. Þeir benda á að á meðan ekkert bíði skosku fiskiskip- anna annað en að lenda á brotajárns- haugunum, hafi færeyskir kollegar þeirra aðra sögu að segja. Þeir hafa því boðið Jørgen Nicla- sen að flytja þeim fagnaðarerindið og hefur hann nú farið vítt og breitt um Bretland og haldið erindi um stjórn fiskveiða við Færeyjar. Á fréttavef IntraFish er haft eftir Niclasen að það sé Færeyingum mikilvægt að aðrar þjóðir hafi sömu sýn á það hvernig megi nýta og lifa á auðlindum náttúrunnar með skyn- samlegum hætti. Fiskveiðistjórnun- arkerfi Færeyinga dragi meðal ann- ars úr brottkasti, ólíkt stjórnkerfum í öðrum löndum og vísar hann þar til kvótakerfa sem notuð eru til að stjórna fiskveiðum EB. Vilja sóknardaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.