Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2003 21 ÓDÝRT HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 en gott Við bjóðum 14 34 / TA K T ÍK n r. 4 0 C Stærð: D: 50 cm B: 30/40 cm H: 180 cm Stál- skápar fyrir vinnustaði kr. 7.719,- Verð frá Stálskápar (Fyrsti skápur kr. 8.840,-) 2002 - 03 Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands Aðalfundur FSÍ verður haldinn í Reykjanesbæ á Ránni, 21. - 22. nóvember 2003. Dagskrá: Föstudagurinn 21. nóvember. Skráning í gistingu á Hótel Keflavík kl. 12.00. Afhending fundargagna á Ránni. Setning aðalfundar kl. 13.30. Ávarp Sturla Böðvarsson Samgönguráðherra Ferðaþjónusta í Reykjanesbæ Erindi flutt af Árna Sigfússyni, bæjarstjóri Reykjanebæjar. Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum FSÍ. Skoðunarferð um Reykjanesbæ. Léttar veitingar í boði bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Kvöldverður. Laugardagur 22. nóvember. Dagskrá hefst kl. 09.30. Ferðaþjónusta í dreyfbýli. Einar K. Guðfinnsson, formaður Ferðamálaráðs. Ástand og horfur í lok sumars. Magnús Oddsson ferðamálastjóri. Samstarf og aukin arðsemi. Jón Karl Ólafsson, Formaður SAF. Fundarslit áætluð kl. 11.00 Fundarstjórar: Anna G. Sverrisdóttir frá Bláa Lóninu og Steinþór Jónsson frá Hótel Keflavík. Skráning á aðalfundinn og bókun herbergja er á Hótel Keflavík í síma 420 7000. Stjórn FSÍ lfundur FSÍ verður haldinn í Reykjanesbæ á ni, 21.- 2. nóvember 2003. r l amtaka Íslands Dagskrá: Föstudagurinn 21. nóvember: Skráning í gistingu á Hótel Keflavík kl. 12.00. fhending fundargagna á Ránni. t i lf ndar kl. 13.30. la ðvars sa gönguráðher a. s í eykjanesb indi flutt af Árna Sigfússyni, bæjarstjóra ja esbæjar. ef in a lf t f k mt lögum FSÍ rferð um Reykjanesbæ Léttar veitingar í boði bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Kvöldverður. a a r 22. nóvember: ags rá efst kl. 9.30. j usta í dreifbýli inar K. Guðfinnsson, formaður Ferðamálaráðs. t rfur í lok sumars agnús ddsson ferðamálastjóri. Sa starf og aukin arðse i arl Ólafs on, formaður SAF. arslit á tluð kl. 1 .0 . darstjórar: An a G. Sver isdóttir frá Bláa lóninu og Steinþór J nsson frá Hótel Keflavík. kráning á aðalfundinn og bókun herbergja er á Hótel Keflavík í síma 420 7000. Stj Í Saga sjávarútvegs | Byggða- safn Reykjanesbæjar stendur fyrir fræðslufundi í Duushúsum í kvöld, miðvikudag, klukkan 20.30. Gestur kvöldsins er Jón Þ. Þór sagnfræð- ingur og mun hann kynna rann- sóknir sínar á byggðasögu og sögu sjávarútvegs. Eftir Jón liggur fjöldi ritverka, skemmst er að minnast útgáfu byggðasögu Hafnahrepps, Hafnir á Reykja- nesi, sem út kom síðastliðið vor, en áður hafði hann til dæmis samið sögu Grindavíkur. Um þessar mundir er að koma út annað bind- ið í ritverki hans um sögu sjávar- útvegs, Uppgangur og barningur. Grindavík | Ýmslegt var gert til tilbreytingar í Grunnskóla Grindavíkur í tilefni af Degi ís- lenskrar tungu. Unnið var með þemað íslensk tunga sem sam- þætt var leikrænni tjáningu, leikmunagerð og góðu íslensku máli. Unnið var áfram að málinu og bætt við heilsu og menningu þannig að yfirheiti þemadagana sem tóku við að loknum anna- prófum var listir, menning og heilsa. Krökkunum líkar vel að brjóta upp skólastarfið með þessum hætti og tóku þátt í starfinu af lífi og sál. Afrakstur vinnunnar verður settur upp á sýningu í dag. „Við erum að vinna með heils- una töluvert, meðal annars för- um við í gönguferðir í hverjum mánuði og að þessu sinni var umhverfi hafnarinnar skoðað. Þá verður fyrirlestur og leikrit um anorexiu en þau mál eru of- arlega á baugi. Söngvakeppni verður líka á þessum dögum þannig að krakkarnir hafa í mörg horn að líta“, sagði Pálmi Ingólfsson, deildarstjóri ung- lingastigs í Grunnskóla Grinda- víkur. Listir, menning og heilsa Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Leikið með íslenskuna: Nemendur vinna efni vegna Dags íslenskrar tungu. Keflavík | Kynntar hafa verið fyrstu hugmyndir að byggingu nýrrar slökkvistöðvar fyrir Brunavarnir Suðurnesja. Slökkviliðsstjórinn telur skynsamlegt að byggja stöðina á Neðra-Nikelsvæði, í nágrenni Reykjanesbrautar, það sé hagkvæm- ara en að endurbyggja núverandi stöð og myndi stytta útkallstíma í jaðarbyggðir. Stjórn Brunavarna Suðurnesja vinnur að stefnumótun í húsnæðis- málum slökkviliðsins. Kanon arki- tektar voru fengnir til að gera kostn- aðarvísbendingu um endurbætur og viðbyggingu við núverandi slökkvi- stöð við Hringbraut í Keflavík og byggingu á nýrri stöð sunnan við Smiðjuvelli. Niðurstöður þeirra hafa verið kynntar fyrir fulltrúum eigenda Brunavarna Suðurnesja sem eru Reykjanesbær, Gerðahreppur og Vatnsleysustrandarhreppur. Arkitektarnir telja hagkvæmara að byggja nýtt húsnæði fyrir slökkvi- liðið jafnframt sem athuganir þeirra benda til að með greiðari aðgangi að stofnbrautum verði leiðir slökkvibíl- anna innan Reykjanesbæjar örugg- ari með nýrri staðsetningu og út- kallstími í þær byggðir sem fjær liggja stöðinni styttist um að minnsta kosti eina og hálfa mínútu. Sigmundur Eyþórsson slökkviliðs- stjóri segir að umræður um framtíð- arhúsnæði komi í kjölfar þess að lokið er viðamikilli endurnýjun alls útkalls- búnaðar slökkviliðsins og vinnu við rammaskipulag Reykjanesbæjar. Slökkvistöðin við Hringbraut var byggð á árinu 1967, fyrir svokallað útkallsslökkvilið. Aðstaða til að reka þar fastráðið slökkvilið er því slæm að hans mati. Þarf að rífa hluta húss- ins og byggja nýja álmu og endur- nýja aðra hluta hússins. Kostnaðar- vísbending arkitektanna bendir til að bygging nýrrar stöðvar kosti litlu meira en endurbygging þeirrar gömlu, báðar myndu kosta á þriðja hundrað milljónir kr. Sigmundur segir að það sé engin spurning í sín- um huga hvorn kostinn eigi að velja. Ekki sé vit í því að eyða peningum í núverandi stöð heldur byggja upp til framtíðar á nýjum stað. Hann vekur jafnframt athygli á því að verið sé að draga úr hraða á götum í nágrenni slökkvistöðvarinnar með ýmsum aðgerðum. Ný stöð sunnan við Smiðjuvelli yrði vel staðsett gagn- vart stofnbrautum innan Reykjanes- bæjar. Þá myndi nálægðin við Reykjanesbrautina stytta útkalls- tíma til þeirra byggðarlaga sem liggja fjær, svo sem í Voga og Garð. Telur Sigmundur að þar geti munað allt að tveimur mínútum við vissar aðstæður. Stjórn Brunavarna Suðurnesja vinnur að stefnumótun í húsnæðismálum slökkviliðsins Telja betra að byggja nýja slökkvistöð Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Ný slökkvistöð: Sigmundur vill ekki eyða peningum í gömlu stöðina. Suðurnes | Byggðakvóta Gerða- hrepps verður skipt jafnt á útgerðir þeirra báta sem skráðir eru í Garði og sækja um hlutdeild í kvótanum. Bæj- arstjórn Sandgerðis skiptir sínum byggðakvóta eftir sömu reglum og á síðasta ári og fá allir jafnan hlut. Í hlut þessara sveitarfélaga komu sam- tals um 109 tonn, nokkru minna en á síðasta ári. Tæplega 17 tonn komu í hlut Gerðahrepps við úthlutun sjávarút- vegsráðuneytisins á byggðakvóta vegna yfirstandandi fiskveiðiárs. Hreppsnefnd Gerðahrepps hefur ákveðið að þeir bátar sem skráðir eru í Garði geti sótt um og að um jafna út- hlutun verði að ræða. Það er skilyrt að aflinn verði unninn í Garði. Sandgerðisbær fékk í sinn hlut tæplega 93 tonna byggðakvóta. Verð- ur honum úthlutað á sama hátt og á síðasta ári. Miðað er við að útgerð- irnar og fiskverkendurnir leggi fram fé til að bæta við kvótann og er stefnt að því að margfalda úthlutaðan byggðakvóta með þessum hætti. Eins og á síðasta ári fengu þrjú sveitarfélög á Suðurnesjum ekki byggðakvóta. Þótt aðstæður í Reykjanesbæ og Vatnsleysustrand- arhreppi séu með þeim hætti, sam- kvæmt forsendum sjávarútvegsráðu- neytisins fyrir úthlutun byggðakvóta, að einhver kvóti hefði farið þangað komu þessi sveitarfélög ekki til greina við úthlutunina vegna þess að þau eru utan svonefnds byggðakorts Eftirlitsstofnunar EFTA, ásamt sveitarfélögunum á höfuðborgar- svæðinu. Raunar eru Gerðahreppur og Sandgerði einnig utan byggða- kortsins en stjórn Byggðastofnunar óskaði sérstaklega eftir því að utan- tekning yrði gerð frá reglunum varð- andi þau sveitarfélög. Grindavík fær engan byggðakvóta vegna þess að þróun íbúafjölda, fiskvinnslu og kvóta gefur ekki tilefni til þess að mati sjáv- arútvegsráðuneytisins. Kvótanum skipt jafnt á milli báta Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.