Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2003 29 ÆFINGAR eru hafnar á leikritinu Eldað með Elvis eftir Lee Hall en frumsýning verður í Loftkast- alanum 30. desember. Í helstu hlut- verkum eru Álfrún Örnólfsdóttir, Steinn Ármann Magnússon, Friðrik Friðriksson og Halldóra Björns- dóttir. Leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson. Eldað með Elvis var frumsýnt í London fyrir fimm árum og hefur verið sýnt víða um Evrópu þar sem það hefur notið mikilla vinsælda og sópað að sér verðlaunum. Nú er verkið einnig sýnt víða um Banda- ríkin. Leikritið fjallar um það er lam- aðan eiginmaður, sem áður var Elv- is-eftirherma, ófullnægð eiginkona hans og brjóstgóð dóttir, kynnast ósköp venjulegum deildarstjóra hjá Myllunni. Þá er fjandinn laus… Verkið er ríkulega krydduð með lögum rokk-kóngsins. Lee Hall hefur verið í fram- varðasveit breskra leikskálda á síð- ustu árum. Einleikur hans, Spoon- face Steinberg, vakti athygli víða um heim og var m.a. fluttur í út- varpsleikhúsinu hér á landi. Lee Hall var tilnefndur til ósk- arsverðlauna fyrir handrit sitt að kvikmyndinni Billy Elliot. Þýðingu og staðfærslu annaðist Hallgrímur Helgason, leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson. Leikmynd og búninga hannar Þórarinn Blön- dal, lýsing er í höndum Björns Bergsteins Guðmundssonar og tón- listarstjóri er Hjörtur Howser. Uppsetningin er samstarfsverkefni Leikfélags Akureyrar og Eilífs. Frumsýnt verður á Akureyri skömmu eftir frumsýningu syðra. Morgunblaðið/Eggert Leikarar og leikstjóri: Álfrún Örnólfsdóttir, Magnús Geir Þórðarson, Steinn Ármann Magnússon, Halldóra Björnsdóttir og Friðrik Friðriksson. Elvis á Akureyri og í Loftkastalanum UNNUR Fadila leikur inn á þennan disk á eftirminnilegan hátt þrjú öndvegisverk píanóbók- menntanna. Þau eru: Píanósónata nr. 18 í Es dúr op. 31 nr. 3 eftir Beethoven, Ball- aða nr. 4 í f moll op. 52 eftir Chopin og Pí- anósónata nr. 8 í B dúr op. 84 eft- ir Prokofiev. Túlkun Unnar er mjög vönduð og yfirveguð, hún skilur eftir eina af óteljandi sannfærandi „endurgjöf- um“ þessara verka, sem líða alls ekki fyrir það að maður hafi oft áð- ur heyrt þau flutt af heimsins bestu píanóleikurum. Leikur henn- ar er blæbrigðaríkur og næmi fyrir syngjandi línum er mikið, eins og í þriðja þætti Beethoven og í Ball- öðu Chopin. Jafnframt er túlkun hennar á skörpum áhersluskilum í Scherzoþætti svo og í lokaþætti Beethovensónötunnar áhrifamikil. Sérstaklega fannst mér leikni og hendingamótun vinstri handar heillandi, sbr. 4ða þátt Beethoven- sónötunnar og lokaþátt sónötu Prokofiev. Unnur Fadila fellur aldrei fyrir freistingu tæknibrellna og heldur sig við leið trúmennskunnar við verkin og höfunda þeirra. Upptaka og hljóðvinnsla er góð, þó fannst mér kraftmesti hluti Ballöðunnar verða of þámaður af endurómi. Verkin eiga það sameiginlegt að vera samin á tímum rótleysis í lífi tónskáldanna. Beethoven í lífsör- væntingu á tímanum þegar hann ritaði Heiligerstaðarerfðaskrána (testament), Ballaðan í f-moll sam- in undir áhrifum pólska skáldsins Mickiewicz frá útlegðarárum Chop- in í París og loksins Píanósónata Prokofiev, ein af þeim þremur sem kenndar voru við stríðið og samdar þegar seinni heimstyrjöldin geis- aði. En tónskáldin sönnuðu þarna svo ekki verður um villst að í list- inni hefja skáldin sig, þegar best lætur, upp fyrir andrúm mæðu og óskunda. Beethoven glettist í Scherzoþættinum, Chopin byggir samfellt stórvirki með Ballöðunni og Prokofiev verður í hæsta máta tilfinningaþrunginn í tónmáli fyrsta þáttar sónötu sinnar. Sjálfsagt má finna efasemdir þeirra og óöryggi ef grannt er skoðað og er niðurlag fyrsta þáttarins hjá Prokofiev ef til vill til marks um slíkt. En meg- inboðskap verkanna, þ.e. að gleðja og veita lífsfyllingu, kemur Unnur Fadila vel til skila. Geisladiskur þessi er bæði Unni og öðrum sem að gerð hans komu til mikils sóma. Unnendur góðs pí- anóleiks í landinu ættu að gleðjast við tilkomu hans. TÓNLIST Geisladiskur Tónmeistari: Bjarni Rúnar Bjarnason. Hljóðmeistari: Hreinn Valdimarsson. Steinway stilltur af Guðmundi Stef- ánssyni. Hönnun: Þórdís Rós Harð- ardóttir. Ljósmynd: Sveinn Benedikts- son. Útgefandi: Unnur Fadila Vilhelmsdóttir, 2003. Hljóðritað í Ými 18. -19.júlí og 14. - 16. ágúst 2002. PÍANÓSÓNÖTUR BEETHOVEN, CHOPIN, PROKOFIEV - UNNUR FADILA VILHELMSDÓTTIR Gleður og veitir lífsfyllingu Unnur Fadila Vilhelmsdóttir Jón Hlöðver Áskelsson REKTOR Háskóla Íslands, Páll Skúlason, hefur þekkst boð um að taka þátt í viðamikilli ráðstefnu í París á Degi heimspekinnar sem Menningar- stofnun Samein- uðu þjóðanna, UNESCO stend- ur fyrir þann 20. nóvember. Markmiðið með þessum degi er að örva almenn- ing, ekki síst ungt fólk, til að ástunda heim- spekilega hugsun og auka þannig skilning milli hinna ólíku menn- ingarheima. Ráðstefnan er skipulögð í sam- vinnu við ýmsa háskóla og fræði- stofnanir í Frakklandi, Ítalíu og víðar. Páll er meðal frummælenda á ráðstefnunni en hann tekur þátt í málstofunni „Borg og heimspeki“. Þar flytur hann framsöguerindi og tekur þátt í hringborðs- umræðum um það efni, en meðal annarra þátttakenda í þeim um- ræðum eru Antanas Mokus frá Kólumbíu, Mamoussy Diagne frá Senegal og þau Isaac Joseph og Marie-France Prévost-Scaphira frá Frakklandi. Auk ráðstefnunnar sjálfrar verður ýmislegt um að vera í París á Degi heimspekinnar, s.s. Ólymp- íuleikar í heimspeki, myndlist- arsýningar, kvikmyndasýningar, heimspekibókamessa og fleira. Deginum lýkur síðan með um- ræðum um heimspeki og tónlist og stórtónleikum djassistanna Dee Dee Bridgewaters, Herbie Han- cock og Wayne Shorter sem leika ásamt Thelonius Monk Jazz Institute Musicians. Tekur þátt í Degi heim- spekinnar Páll Skúlason Hrafnista í Hafnarfirði kl. 14 Tryggvi Blöndal sýnir í menning- arsalnum málverk og tréskurð. Tryggvi er fv. skipstjóri fæddur árið 1914 í Stykkishólmi. Hann flutti að Eiðum 6 ára gamall. Þjóðverji sem þar var á ferð og Guðrún Reykdal gáfu honum fyrstu litina. Á Eiðum var kennari og síðan skólastjóri Þór- arinn Þórarinsson sem leiðbeindi Tryggva í teikningu. Tryggvi flutti ungur að Hallormsstað og fór að fást við tréskurð. Hann er sjálfmenntaður listamaður sem þáði þó góð ráð vina sinna, þar má nefna Eyjólf Eyfells og Gunnlaug Blöndal. Tryggvi erfði liti og málarabretti Gunnlaugs frænda síns sem alltaf hvatti hann til dáða. Sýningin stendur til 16. desember. Hús Heimilisiðnaðarfélags Ís- lands að Laufásvegi 2 kl. 20 Finnska handverkskonan og kenn- arinn Merja Heikkinen heldur fyr- irlestur. Merja Heikkinen kennir vefnað og þæfingu í Menningar- miðstöð Sama í norðaustur Finnlandi. Hún vinnur og selur hluti m.a. úr hreindýraskinni. Fyrirlesturinn fjallar um þjóðlegt handverk, bún- inga, menntun og menningu Sama í máli og myndum. Aðgangseyrir er kr.1.000. Sögufélagshúsið, Fischersundi 3 kl. 20.30 Félag íslenskra fræða held- ur rannsóknarkvöld. Fyrirlesari er Einar Sigmarsson og nefnist erindi hans: „Kostulegar kynjaskepnur. - Af finngálknum eða fin(n)gálp(n)um og fleiri gálknum eða gálp(n)um.“ Í fyrirlestrinum verður rýnt í helstu heimildir um finngálkn og fleiri lík orð, til dæmis fin(n)gálp(n) og þingálp (n), þar á meðal öll dæmi um þau frá miðöldum. Leitt verður að því getum að í sumum heimildunum leynist tví- þættur merkingarauki sem fennt hef- ur yfir á leið til nútímans. Með hlið- sjón af því verður bent á hugsanlegar fyrirmyndir að finngálknum í erlend- um þjóðsögum. Að lokum verður reynt að grafast fyrir um sifjar orðs- ins finngálkn, það er að segja hvernig það tengist orðum eins og þingálp(n) og hvað liðirnir finn- og -gálkn hafi upphaflega merkt. Að erindinu loknu verða umræður. Í DAG Stofa 101 í Odda Finnski listfræð- ingurinn dr. Leena-Maija Rossi flyt- ur fyrirlestur á vegum Rannsókna- stofu í kvenna- og kynjafræðum kl. 16. Fyrirlesturinn nefnist Finnsk sérkenni: Sjálfsmyndun og -sundrun í ljósmyndun (Finnish Differences: Photographic Art as a Constructor and Dismantler of Identity). Í fyrirlestrinum verður fjallað um margbreytilegar sjálfsmyndir í Finnlandi samtímans eins og þær koma fram í finnskri ljósmyndalist. Um síðustu aldamót urðu finnskir listamenn áberandi í alþjóðlegum listheimi. En þeir höfðu unnið með kyngervi og þjóðhætti áður en þeir „slógu í gegn“. Í fyrirlestrinum verða ljósmyndir frá fyrri hluta 10. áratugar nýliðinnar aldar greindar og kyngervðar sjálfsmyndir skoð- aðar út frá kynjajafnrétti, kynferði og þjóðerni. Dr. Leena-Maija Rossi er fyrirlesari við Christina Institut í kvennafræð- um við University of Helsinki. Hún hefur skrifað fjölda greina og bóka um kyngervi (gender) og kyn (sex- uality) í samtímalist. Nýjasta bókin hennar er HeteroFactory. Þar bein- ir hún sjónum að kynjuðu valdi sjón- varpsauglýsinga. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Kaffitár, Bankastræti Helgi Sig- urðsson sýnir handunnin myndverk sem eru samsett úr tölvumálverkum og útskornum trérömmum. Verkin eru „máluð“ í tölvu, prentuð á ljós- myndapappír og felld inn í bjagaða, handunna ramma sem líkjast sjálf- stæðum höggmyndum en hefð- bundnum myndarömmum. Helgi Sigurðsson er með próf í myndlist frá MHÍ 1985 og hefur starfað sjálfstætt á öllum helstu sviðum myndgerðar og hönnunar. Þetta er hans sjötta einkasýning og stendur hún út fyrstu viku jólamán- aðar. Á MORGUN FJÖLSKYLDA heldur upp á af- mæli ástkærs heimilisföður með því að gefa út kvæðin hans; lítur svo til að þannig sé honum verðug- astur sómi sýnd- ur. Það sýnir að þjóðin horfir enn til skáldskapar- ins sem varan- legs minnismerk- is er geymi um ár og aldir nafn skáldsins sem orti, því orðstír deyr aldregi. Upplýst er í inngangi að skáldið, Jón Hjörleifur Jónsson, eigi að baki mörg þjóðþrifaverk og að auki störf í þágu mannkyns. En hann hefur meðal annars starfað að mannúðarmálum í Afríku. Þar að auki hefur hann – sem bók þessi vitnar gerst um – ort mikinn fjölda kvæða. Með því að gefa þau út, eða hluta þeirra, er verið að leggja fram samnefnarann af ævistarfi hans. Því kvæði Jóns Hjörleifs lýsa bæði ævi hans og störfum, fyrst bernsku og æskuárum, síðar at- höfnum hans sem manns í blóma lífsins; að ógleymdu því sem hann hefur ort beint og óbeint í þágu kristinnar trúar. En Jón Hjörleifur hefur jafnan verið virkur í kristi- legu starfi. Allt verður að taka þetta með í dæmið þegar ljóð hans eru vegin og metin. Ljóst er að Jón Hjörleifur hefur ort fyrir sjálfan sig og fjölskyldu sína fremur en lesendur vítt og breitt í þeim vændum að ávinna sér þar með frægð og frama. Kvæði hans um bernsku og æskuár eru persónuleg og lýsa sárum minn- ingum og heitum tilfinningum. Les- andinn er rækilega minntur á að bændasamfélagið gamla byggðist á barnavinnu, ef ekki í mörgum dæmum – á barnaþrældómi. Börn, sem ólust upp á heimili foreldra, sættu sig alla jafna við stritið, tóku því sem óhjákvæmilegri kvöð og nauðsynlegum undirbúningi fyrir lífsbaráttuna. Hin, sem urðu að vinna öðrum og lúta annarra stjórn, fundu því sárar fyrir bruna- stingjum vinnulúans að þau höfðu þar með verið svipt því skjóli og ör- yggi sem börnum er nauðsynlegt. Vinnan varð þeim því sem hver önnur ánauð. Það eru einmitt kvæði, þar sem höfundur lýsir því- líkri reynslu, sem undirrituðum þykja minnisverðust. Eftirfarandi vísa stendur t.d. í kvæði sem ber yfirskriftina Fátæktin: Hún lamaði í mér lífið heita, löngun, viljann og dirfsku þor. Eins og frostkaldan fimbulvetur fátæktin gerði mitt æsku vor. Að öðru leyti hafa hin sundurleit- ustu tilvik í lífi og starfi orðið Jóni Hjörleifi að yrkisefni, auk trúarinn- ar sem er eins og áður greinir fyr- irferðarmikil í kveðskap hans. Sá er að mínum dómi höfuðkostur ljóða Jóns Hjörleifs að hann fer sjaldan með hálfkveðnar vísur; seg- ir hlutina oftast hreint út, und- anbragðalaust. Hreinskilni hans er lofsverð, svo og djarfleg og tilþrifa- mikil efnistök. Störf hans að kristniboðsmálum hafa hvorki firrt hann skopskyninu né raunsæinu. Hann getur jafnvel látið eftir sér að gantast svolítið þegar tilefni býður. Afríkukvæði hans eins og: Regn í aðsigi, Regnið brást, Ghana- frú væntanleg í heimsókn, Ghana í niðurlægingu, Afríkukona og Ofur- hiti – lýsa í senn framandi um- hverfi, þar sem margt hlýtur að koma okkur ankannalega fyrir sjónir, og mannlegri neyð, sem engan lætur ósnortinn. Slegið er á léttari strengi í kvæði sem Jón Hjörleifur yrkir um ferðalag eitt í Afríku þar sem hann ferðaðist aleinn hvítra meðal svartra. Við þvílíkar aðstæður getur maður af norðurslóð fundið sig í ævintýraleg- asta og furðulegasta umhverfi sem hugsast getur, samanber eftirfar- andi: Augun svörtu á mig stara undrun lostin. Handan vara birtast hvítar trölla tennur, er tognar gleitt um brosið. Mörgum hefur manni við því hrosið hugur, og orðið á að hörfa, undan hrökkva, leita, njörva, upp á lífið leggja á flótta lamaður, en knúinn ótta. Margur hefur áunnið sér þjóð- skálds heiti fyrir ljóðasafn sem þetta – ef miðað er við magnið eitt. En svo margt sem vel er þarna kveðið er sýnt að höfundurinn hef- ur ekki fullunnið kvæði sín til jafns við þá sem einatt eru að leggja verk sín undir dóm óvilhallra. Mað- ur hnýtur ef til vill um eina ljóð- línu, ef til vill um eitt orð, í annars ágætu kvæði og hugsar þá sem svo: Þetta er ekki alveg rétta orðið, þarna hefði skáldið átt að leita eftir öðru orði eða orðasambandi sem betur hefði hæft anda og efni. Sem dæmi skal bent á síðustu línuna í kvæðinu Afríkukona sem er annars bæði kjarnyrt og áhrifamikið og hefði með smávegis lagfæringum sómt sér í hvaða antólógíu sem er. Niðurstaðan verður því sem næst þessi: Þetta er prýðileg fjölskyldu- bók sem þar að auki kann að höfða til þeirra mörgu sem lifað hafa og starfað með sams konar markmið fyrir augum. Hins vegar skortir kvæðin herslumuninn til að standa upp úr þeim fjölda ljóðabóka sem hér líta dagsins ljós ár hvert. Lífið og trúin BÆKUR Ljóð eftir Jón Hjörleif Jónsson. 224 bls. Útg.: Eiginkona, börn, systurdóttir og makar. Reykjavík, 2003. ÚR ÞAGNAR DJÚPUM Jón Hjörleifur Jónsson Erlendur Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.