Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2003 39 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Atvinna í boði Leitum að starfsmanni til afgreiðslu- og sölu- starfa hjá versluninni Álnabæ, Síðumúla 32, Reykjavík. Um er að ræða framtíðarstarf og er vinnutími frá kl. 10—18 alla virka daga. Við leitum að reglusömum og snyrtilegum ein- staklingi, eldri en 25 ára, sem tilbúinn er að veita viðskiptavinum góða þjónustu. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Panta skal við- tal hjá framkvæmdastjóra í síma 822 5992. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Mjög gott skrifstofu- húsnæði til leigu eða sölu Á Stórhöfða 17 er til leigu eða sölu 248,5 m² skrifstofuhúsnæði. Húsnæðið skiptist í tvö góð skrifstofuherbergi, fundarherbergi, opinn sal og góða hreinlætis- og eldhúsaðstöðu. Húsnæðið, sem er rétt ofan Gullinbrúar og í sama húsi og útibú Íslandsbanka, er í mjög góðu ásigkomulagi. Öflugar tölvu- og símalagnir fylgja. Frábært útsýni yfir Grafarvog og til Esju. Upplýsingar veittar í síma 896 0259. KENNSLA Innritun er hafin í Menntaskólann á Ísafirði fyrir vorönn 2004. Tekið er við umsóknum á skrifstofu skólans frá kl. 8.15—16.00 sem hér segir: Dagskóli - Innritun er til 1. desember 2003. - Kennsla hefst mánudaginn 5. janúar 2004. Öldungadeild - Innritun er til 1. desember 2003. - Kennsla hefst mánudaginn 12. janúar 2004. - Fundur með öldungadeildarnemum verður í fyrirlestrarsal skólans miðvikudaginn 7. janúar kl. 20:00. Nýbúabraut - Innritun er til 1. desember 2003. - Stöðupróf í íslensku verða haldin fimmtudag- inn 4. desember kl. 17:00. - Kennsla hefst mánudaginn 5. janúar 2004. Um inntöku í skólann er farið eftir reglugerð nr. 98/2000, sjá vefslóð: http://brunnur.stjr.is/ mrn/logogregl.nsf/nrar/reglugerdir982000. Allar nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu skólans www.fvi.is . Skólameistari. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Aðalgata 16, 50% eignar, þingl. eig. Ólafur Magnússon, gerðarbeið- andi Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, mánudaginn 24. nóvember 2003 kl. 13.20. Hávegur 9, 0201, þingl. eig. Hörður Bjarnason, gerðarbeiðendur Sparisjóðurinn í Keflavík og sýslumaðurinn á Siglufirði, mánudaginn 24. nóvember 2003 kl. 13.25. Hólavegur 17b, þingl. eig. Sigurgeir Hrólfur Jónsson, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður Norðurlands, mánudaginn 24. nóvember 2003 kl. 13.25. Lækjargata 2, þingl. eig. Siglókjör ehf., gerðarbeiðendur Bergdal ehf., Ferskar kjörvörur hf., Ísfugl ehf., Nathan og Olsen hf. og Sláturfé- lag Suðurlands svf., mánudaginn 24. nóvember 2003 kl. 13.15. Norðurgata 12, 50% eignar, þingl. eig. Adolf Árnason, gerðarbeiðandi Sesselja Salóme Tómasdóttir, mánudaginn 24. nóvember 2003 kl. 13.05. Norðurgata 13, 1. hæð t.h., þingl. eig. Jón Aðalsteinn Hinriksson, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður Norðurlands, sýslumaðurinn á Siglu- firði og Vátryggingafélag Íslands hf., mánudaginn 24. nóvember 2003 kl. 13.10. Vetrarbraut 17, 010101, fastanr. 213-1018, þingl. eig. Siglókjör ehf., gerðarbeiðendur Bergdal ehf., Ferskar kjörvörur hf., Ísfugl ehf., Nat- han og Olsen hf. og Sláturfélag Suðurlands svf., mánudaginn 24. nóvember 2003 kl. 13.20. Sýslumaðurinn á Siglufirði, 17. nóvember 2003, Guðgeir Eyjólfsson. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Fossgata 3, Eskifirði, þingl. eig. Þórunn Magnúsdóttir, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., föstudaginn 21. nóvember 2003 kl. 11:00. Skólabraut 10, Stöðvarfirði (217-8437), þingl. eig. SMS-Samskipti með síma ehf., gerðarbeiðandi Byggðastofnun, föstudaginn 21. nóvember 2003 kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Eskifirði, 18. nóvember 2003. TILKYNNINGAR SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ Afturköllun auglýsingar Kjalarnes, Mógilsá Um var að ræða tillögu að breytingu á deili- skipulagi sumarhúsalóða í landi Kollafjarðar á Kjalarnesi. Afturkölluð er auglýsing sem birtist í dagblöðum þann 12. nóvember sl. Reykjavík, 19. nóvember 2003. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. I.O.O.F. 18  18411198  E.T.1 I.O.O.F. 7  184111971/2  ET I I.O.O.F. 9  18411198½  ET  GLITNIR 6003111919 I  HELGAFELL 6003111919 VI Í dag kl. 20.00 Hjálparflokkur hjá Andreu, Meistaravellir 5. Allar konur velkomnar.  HELENA Önnudóttir varði doktorsritgerð í mannfræði frá Macquari-háskóla í Sydney í Ástr- alíu í apríl síð- astliðnum. Titill dokt- orsritgerð- arinnar er: „Claiming In- heritance: Abor- iginal People, Native Title and Cultural Her- itage; A story from Dubbo, New South Wales?“ Leiðbeinandi Helenu var dr. Ann- ette Hamilton, prófessor mann- fræðideildar háskólans. Native Title (Frumbyggjarétt- ur) er heiti sem var viðurkennt fyrir lögum í Ástralíu 1993 og út- listar tilkall eða réttindi frum- byggja til lands, sögu og menning- ar, í samhengi við hefðbundin lög frumbyggja Ástralíu. Frum- byggjar víða í Ástralíu hafa síðan 1993 unnið að því að fá sínum réttindum framfylgt, en lagabreyt- ingar og stjórnarfar hefur ekki verið hliðhollt frumbyggjum bú- settum í þeim hlutum Ástralíu sem voru fyrst numin af breskum innflytjendum. Ritgerð Helenu fylgir framvindu mála á meðal frumbyggja í Dubbo og hvernig afkomendur frumbyggja, sem bú- settir voru þar er hvítir landnáms- menn og konur settust fyrst þar að, hafa tekið á við lagalega, stjórnmálalega og þjóðfélagslega andstöðu. Eftir tíu ár sem lög, þá hefur frumbyggjum í þeim hlutum Ástr- alíu sem hafa verið lengst numin af bresku landnámsfólki, tekist að fá í gegn eina viðurkenningu á frumbyggjarétti. Helena lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vor- ið 1982. Hún lauk BA-prófi í mannfræði frá Háskóla Íslands 1992 og MA (Hons) frá mann- fræðideild Macquarie-háskóla 1996. Helena býr í Sydney í Ástr- alíu. Foreldrar Helenu eru: Anna Guðjónsdóttir og fósturfaðir, Guð- laugur L. Guðmundsson. Eiginkona Helenu er Mary L. Hawkins, mannfræðingur við Western Sydney-háskóla (University of Western Sydney).  ERLENDUR Ásgeir Júlíusson varði doktorsritgerð við sál- fræðideild Gautaborgarháskóla 17. október sl. And- mælandi var prófessor Peter Ayton frá School of Social and Human Sciences við City Univers- ity í London. Ritgerðin, „Studies in Escalation of Investment Decisions“ byggist á fjórum rannsóknum fram- kvæmdum á tímabilinu 1999 til 2003. Leiðbeinandi var prófessor Tommy Gärling. Rannsóknirnar fjalla um hvernig áhugahvöt (moti- vation) hefur áhrif á ákvörðun um hvort viðhalda eigi fjárfestingum í tilteknu ágóðaverkefni. Í ritgerðinni er leitast við að finna svör við því hvernig, hvenær og af hverju fyrri áföll vega þyngra í ákvörðunartöku en mögu- leikar framtíðar til ávinnings. Gengið er út frá því að atburðir sem hafa neikvæð áhrif á afkomu einstaklings leiði almennt til þess að unnið er ítarlegar úr upplýs- ingum sem grunda ákvörðunartöku samanborið við atburði sem hafa jákvæð áhrif á afkomu. Neikvæðir atburðir eru því lík- legri til að valda því frekar en já- kvæðir atburðir að óviðkomandi upplýsingar eru teknar með í reikninginn þegar ákvörðun er tekin. Allar greinarnar í ritgerð- inni voru byggðar á tilraunum þar sem notast var við stuttar frásagn- ir (scenarios) um fjárfestingar sem þátttakendur voru beðnir um að lifa sig inn í og taka afstöðu til. Í fyrstu tveimur rannsóknunum voru fimm tilraunir framkvæmdar til þess að sannreyna hvort vægi fyrri ákvarðana væri meira þegar mark- miðið með ákvörðun var minnkun á tapi fremur en aukning ávinn- ings. Niðurstöður tilraunanna stað- festu þetta ekki. Raunin varð sú að þegar þátttakendur voru beðnir um að hámarka ávinning voru þeir líklegir til þess að taka tillit til fyrri fjárfestinga. Í þriðju rann- sókninni var notast við mismuninn á líkindum fyrir því að fjárfesting myndi skila arði og líkindum fyrir því að ákvörðun sem tekin var um áframhaldandi fjárfestingu myndi skila arði. Niðurstöður sýndu að ef mismunur þessi var jákvæður var algengt að reiknað væri með fyrri atburðum þegar ákvörðun um áframhald var tekin. Ennfremur var þessi sami hópur þátttakenda reiðubúnari til þess að halda áfram fjárfestingum þegar fyrri kostn- aður var mikill frekar en lítill. Markmiðið med fjórðu rannsókn- inni var að bera saman viðskipta-, stjórnmála-, og einstaklingsákvarð- anir með tilliti til þess hvort álykta mætti að þær leiddu til óskyn- samlegra fjárfestinga. Því var spáð að viðskiptaákvarðanir innihéldu skýr fjárhagsleg markmið, kostn- aður væri augljós, sem og því að þurfa að gera grein fyrir ákvörð- un. Forspár sem gerðar voru fyrir stjórnmálaákvarðanir sem og ein- staklingsákvarðanir stóðust ekki með sama hætti og þær sem gerð- ar voru fyrir viðskiptaákvarðanir. Erlendur Ásgeir Júlíusson lauk stúdentsprófi 1988 frá Fjölbrauta- skólanum við Ármúla og BA-prófi í sálfræði 1994 frá Háskóla Íslands. Hann útskrifaðist með MA í sál- fræði 1997 frá Gautaborgarhá- skóla. Foreldrar Erlendar Ásgeirs eru Júlíus Sigurðsson og Jóhanna Ellý Sigurðardóttir. Sambýliskona hans er Guðrún Stephensen og eiga þau soninn Jökul. Netfang höfundar er asgeir.juliusson@psy.gu.se. Doktor í sálfræði Doktor í mannfræði LANDSÞING Landssamtakanna Þroskahjálpar var haldið á Grand hótel Reykjavík 23. til 25. október sl. Þingið var sett á fimmtudagskvöld. Þar fluttu Árni Magnússon félags- málaráðherra og Halldór Gunnars- son formaður Þroskahjálpar ávörp, Blikandi stjörnur tóku lagið og veitt- ar voru viðurkenningar fyrir gull- væg störf í þágu samtakanna. Þær hlutu að þessu sinni Gerður Stein- þórsdóttir og Kristján Sigurmunds- son fyrir framlag sitt til auðskilins máls fyrir fólk með þroskahömlun. Áfall eða áskorun Á föstudaginn var landsfundur kjörinna fulltrúa frá aðildarfélögum samtakanna. Þar bar helst til tíðinda að samþykkt var ný stefna samtak- anna. Hún tekur í öllum meginatrið- um mið af þeirri fyrri, en nýjum þátt- um bætt við og skerpt er á tengingu hennar við alþjóðlega mannréttinda- sáttmála, segir í fréttatilkynningu. Á laugardag var haldin fjölsótt ráðstefna sem bar yfirskriftina Fötl- un: Áfall eða áskorun til samfélags- ins. Spurningin var reifuð út frá sjónarhorni mannréttinda, kristinn- ar siðfræði, nýrrar þróunar í fötlun- arfræðum og rakin voru dæmi til eft- irbreytni úr íslenskum veruleika. Ný stefna Þroska- hjálpar samþykkt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.