Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 45
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2003 45 BRÉFRITARI les í blöðum að þessa dagana ræði menn um örlít- inn ríkisstyrk sem ákveðið hefur verið að greiða sauðfjárbænd- um. Þeir standa illa. Bréfritari fagnar þessari greiðslu til bændanna. Styrkja þarf bet- ur fjárhagsstöðu sauðfjárbænda. Þeir þurfa meiri tryggingar þegar slátrað er á haustin. Það má ekki koma fyrir árlega og halda áfram að bændur tapi hluta af inneign sinni hjá þeim sem slátrar fyrir þá. Í raun og veru er kindakjötið kaup bændanna. Ef bændur fá ekki allt kjöt sitt greitt þá eiga þeir að geta sótt viðbótargreiðslu í Trygginga- sjóð launa eins og aðrir launþegar. Kjötið er kaup bændanna eins og áður sagði og greiða á bændum allt kaup þeirra með réttu og eng- ar refjar. Verða að fá sitt eins og aðrir. Þetta eru laun þeirra. Flestar stóru og ríku erlendu þjóðirnar borga með sínum land- búnaði stórfé. Svín og kjúklingar eru alin hér á landi á innfluttu er- lendu fóðri sem við borgum með gjaldeyri. Fóðrið er misjafnt að gæðum og kemur oft úr umhverfi þar sem er mikil mengun miðað við okkar hreina loft. Svo er það greitt niður erlendis áður en það er flutt hingað. Þetta er ekki frjáls verzlun heldur undirboð á alþjóðamarkaði. Stóru ríku þjóðirnar borga korn sitt niður og selja til útlanda til að eyðileggja landbúnað í öðrum lönd- um eins og hjá okkur. Stunda „dumping“ eins og það er kallað. Látum ekki erlend undirboð eyði- leggja okkar góða og holla land- búnað sem selur ágæta og hreina vöru á sanngjörnu verði. Látum ekki útlendinga plata okkur. Annars var þetta bréf aðallega skrifað til að skora á og ákalla alla sauðfjárbændur vegna minkanna eins og kemur fram síðar í enda bréfsins. Fyrir rúmlega hálfri öld sluppu örfáir eða svona 2-3 frekar smáir aliminkar úr búrum sínum í minka- búum hér rétt fyrir ofan Reykja- vík. Höfðu nýlega verið fluttir til landsins og sluppu svona 2-3 nokk- uð fljótt. Þeir lögðust út villtir og byrjuðu á því að veiða laxaseiði sér til matar í Elliðaánum og gera enn. Þeir lifa þar góðu lífi meira en hálfri öld seinna þrátt fyrir miklar minkaveiðar sem standa enn. Dýr- ar veiðar á villtum minkum hafa verið stundaðar í gegnum árin. Ekkert hefur dugað. Þeir eru í dag fleiri og fleiri og vaxandi plága. Í upphafi veiddu menn árlega alls svona 5 villta minka. Þetta með villiminkinn byrjaði svona smátt. Veitt var í næsta nágrenni Reykjavíkur þar sem smávaxinn aliminkurinn hafði sloppið fyrst út nokkru áður. Það átti eftir að breytast mikið. Verða fljótt meira en 5 minka veiði árlega. Villimink- urinn flæddi um allt. Í dag er árleg opinber minka- veiði svona 5000 villiminkar. Eru í raun fleiri. Minkaplágan stækkar árlega og minkaveiðin hefur þús- undfaldast á hálfri öld. Minkar eru í dag um allt land. Fyrst voru þeir smáir og földu sig í holu við ár og vötn. Nú eru þeir stærri og upp um allar heiðar. Í haust voru mink- ar víðast hvar hlaupandi um á kvöldin þegar myrkur var að skella á. Þetta sáu menn um allt land. Okkur mönnunum er í bili bannað að veiða rjúpu sem í sjálfu sér var góð, rétt og nauðsynleg ráðstöfun. Rétt hjá ráðherra. Það er því grát- legt að lesa um það í blöðum og frétta af því að stórir hópar villi- minka veiði í stað okkar í dag rjúp- ur upp um allar heiðar. Nýir og stórir aliminkar hafa seinustu árin sloppið út og eru miklu fleiri, stærri og hæfari en áður var til að hendast upp um öll fjöll og firnindi á eftir rjúpu. Hafa lært að veiða rjúpuna. Gamli litli villliminkurinn sem slapp hér út upp úr 1930 til 1940 gat þetta ekki. Var of smár til þess. Refurinn tók hann oft, drap og át hann svo. Litli villiminkurinn var fyrst bara við ár og vötn og svo sjó. Þessi nýi og stóri minkur í dag ræður alveg við litla íslenzka refinn sem leggur ekki lengur í stóra minkinn. Nýi minkurinn er of stór og sterkur fyrir refinn. Þess vegna getur minkurinn í dag hlaupið upp um öll fjöll og veitt rjúpuna í friði fyrir ref og veiði- mönnum að mestu í bili. Er nægi- lega stór til þess. Er orðinn svipað hlaupadýr og refur. Villiminkar eru hér líklega orðn- ir meira en 20 þúsund samtals á öllu landinu á haustin og fer fjölg- andi. Stofninn er í dag vel 20 þús- und en byrjaði með 3-5 minkum en stækkaði fljótt. Þeir veiða meira og meira af fugli og silungi svo og laxaseiðum. Eru stærri en áður. Þurfa meira og eru fleiri. Eta því meira en áður og fleiri tegundir. Allt lifandi er matur hjá þeim sem þeir ráða við. Nú er aftur komið að sauðfjár- bændum sbr. upphaf bréfsins sem voru að fá smá ríkisstyrk út á óselt kindakjöt. Bréfritari telur að allir sauðfjárbændur sem eru 2000 ættu að setja út svona 2-3 minkagildur hver í allan vetur og svo áfram. Ef 2000 sauðfjárbændur setja allan metnað sinn í það að losa Ísland og Íslendinga við villiminkinn þá komast þeir anzi langt. Bréfritari skorar á þá að byrja verkið. Hreinsa burtu allan villiminkinn á Ísland. Sauðfjárbændur eru nægi- lega margir þ.e. 2000 og búa dreifðir um allt land. Hér með er skorað á þá alla með tölu að byrja minkaveiðar strax. Setja út 2-3 minkagildrur hver og veiða líka með hundum í vetur. Allir villi- minkarnir svona 20 þúsund eða fleiri í dag mættu þá fara að vara sig. Bændur samtaka nú. Burt með allan mink af Íslandi. LÚÐVÍK GIZURARSON, hrl. Grenimel 20, 107 Reykjavík. Kindakjötið og minkurinn Frá Lúðvík Gizurarsyni, hæsta- réttarlögmanni ÞAÐ var að kveldi 13. nóvember sem ég sá í fréttum Stöðvar 2 að kona með tvö börn sín sem var heimilislaus, dveldi á Arnarhóli. Ég fór til hennar til þess að reyna að hjálpa henni. Saga hennar var sú að hún var búin að missa hús- næðið sitt og hafði gist hjá Hjálp- ræðishernum en þar sem hún hafði mjög lágar tekjur sem voru um 70 þús. á mánuði gekk það ekki upp. Hún hafði leitað til félagsþjónust- unnar og beðið um hjálp en fengið neitun. Það rigndi mikið þetta kvöld og það var napurt að standa við styttu Ingólfs Arnarsonar. Ég hugsaði um hvers vegna svona fáir komu af þeim sem höfðu séð þessa frétt. Stjórnmálamenn, borgar- fulltrúar og hinn almenni borgari. Hvar var allt þetta fólk? Voru virkilega allir svona uppteknir að enginn gæti komið? Ég reyndi að ná sambandi við ýmsa en náði í fáa. Lögreglubíll keyrði upp á hól- inn, var þar dálitla stund og fór síðan. Ekki skil ég hvers vegna lögreglan kom en óneitanlega hefði verið hlýrra og notalegra í bílnum. Fátækt og neyð er mikil í heim- inum og oft er safnað til að hjálpa þessu fólki og er það gott mál en verum ekki svona fjarsýn og lítum okkur nær því hér er mikil fátækt sem eykst stöðugt í velferðarrík- inu á Íslandi, þar sem ráðamenn stæra sig af góðæri. Þeir virðast líta svo á að fátækt sé ekki til hér. Það virðist vera að umræðan um fátækt og húsnæðisleysi nái ekki eyrum þeirra. Harkan er mikil gagnvart fá- tæku fólki og borgin hikar ekki við að bera út fólk sem getur ekki borgað leiguna. Formaður félags- málaráðs, Björk Vilhelmsdóttir, sagði að þessu fólki væri hjálpað, í viðtali við Stöð 2. En hvers vegna er þessi mikla neyð þá hér? Konunni og börnum hennar var loks komið í skjól eftir að tveir prestar sem ég náði sambandi við komu. Þetta mál er nú í höndum miðborgarprestsins, Jónu Hrannar Bolladóttur, og ég vona að henni takist að leysa þennan vanda. Ég bið fyrir þessari konu og börnum hennar og öðru fólki sem í neyð er. Og ég bið ykkur hin, sem þessar línur mínar lesið, að biðja líka. SIGRÚN ÁRMANNS REYNISDÓTTIR, formaður Samtaka gegn fátækt, Hraunbæ 38, 110 Reykjavík. Á götunni Frá Sigrúnu Ármanns Reynisdóttur, formanni Samtaka gegn fátækt #32 ASKJA ICELAND REVIEW ÁSKRIFTARSÍMI 512-7517 askrift@icelandreview.com HVERS VEGNA ÍSLAND? 40 ÁSTÆ‹UR 22. nóvember MIKIÐ ÚRVAL HAGSTÆTT VERÐ LOFTPRESSUR TILBOÐSD AGAR ÞAÐ þarf að breyta ásýnd jólanna og hætta að einblína og hneykslast á neysluæðinu. Þetta er orðið nöldur. Á jólunum ættum við gjarnan að hugsa meira innávið, um okkur sjálf, um ævina alla, um bernskuna, um fjölskylduna og um það sem lífið hef- ur gefið okkur og það sem lífið hefur ekki gefið okkur. Og á jólunum gæt- um við hugsað dálítið um Jesú sem talaði við fólkið á máli sem það skildi og flutti skilaboð frá Guði um það gildismat sem orð Guðs leggur grunninn að. Þarna komum við að erfiðustu ráðgátu trúarinnar. Að vísu stendur í Biblíunni að mennirnir eigi að trúa gagnrýnislaust og þar með lætur Guð okkur eftir sérher- bergi í sköpunarverkinu þar sem mannshugurinn getur aldrei skilið lífsgátuna til fulls. Í þessu herbergi er einn botnþéttur griðastaður. „Himnaríki“. Af því að jólin eru nú enn einu sinni að koma er ekki úr vegi að drepa á hinn trúarlega þátt jólanna og hvaða gildi trúin hefur raunveru- lega í lífi fólks. Það má setja sama- semmerki milli trúarlífs fólks al- mennt og trúar á annað líf eftir dauðann. Flest trúað fólk trúir á ein- hvers konar tilveru eftir dauðann þótt hugmyndir séu mismunandi. Þessi þáttur trúarinnar er mjög mik- ilsverður. Hann veitir fólki öruggi og gerir fólki kleift að þola álag í sorg og veikindum þegar allt um þrýtur og maðurinn stendur einn. Það eru ýmsir hópar og ýmsar þjóðir sem hafa misnotað þennan þátt ýmist með því að notfæra sér trúna á annað líf (sjálfsmorðsárásir) eða taka trúna frá fólki til að vernda stjórnarherra. Frægasta dæmið um það hvernig þetta er framkvæmt er kenning Kars Marx – að trúin sé „ópíum fyrir fólkið“. Varla hefur nokkur heila- þvottur skilið eftir sig meiri þjáningu og dauða og þessi setning í „Das Kapítal“. Ætli gamli Marx líti ekki upp úr ölkrús sinni og sjái hvaða af- leiðingar þetta hafði og að setningin dregur enn í dag drauganet um heiminn. Í dag þurfum við að hafa umburðarlyndi ef mannkynið á að hafa búasetu áfram á jörðinni. Við þurfum hamingju. Hana fáum við ekki með því að ganga með ópíum- kenningu Karls sáluga eins og stein- barn í maganum. Sérstaklega þið unga fólkið. Takið ekki barnatrúna frá börnum ykkur. HRAFN SÆMUNDSSON, fyrrv. atvinnumálafulltrúi. Ópíumkenning Karls sáluga Frá Hrafni Sæmundssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.