Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 46
DAGBÓK 46 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Mánafoss kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Ludvik Anderson og Arklow Dusk koma í dag. Brúarfoss fer í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Rvk. Skrifstofa s. 551- 4349, fax. 552 5277, mataraðstoð kl. 14–17. Formaður Hildur G. Eyþórsd. s. 863 8874. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa og postulín, kl. 13 postulín. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og handavinna, kl. 10.30–11.30 heilsu- gæsla, kl. 13–16.30 smíðar og handavinna, kl. 13 spil, kl. 13.30 keila í Keiluhöllinni í Mjódd. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9– 12 glerlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 13– 16.30 bridge/vist, kl. 13–16 glerlist. Kl.14 Hrafnistukórinn úr Hafnarfirði syngur, fjöldasöngur og dans, kl. 16 les Úlfar Þor- móðsson úr bók sinni Hrapandi jörð. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 10 leikfimi, kl. 14.30 bankinn, kl. 14.40 ferð í Bónus. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Kl. 13, leikfimi, kl. 14 kemur Jón Kr. Ólafsson frá Bíldudal og kynnir nýjan geisla- disk. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 13.30 bankinn, kl. 11–11.30 leikfimi. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9 postu- lín, kl. 13 trémálun. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 9.30 hjúkr- unarfræðingur á staðn- um, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 handavinna. Félag eldri borgara í Kópavogi. Opið hús fyr- ir félagsmenn FEBK og gesti í tilefni 15 ára afmælis félagsstarfsins, í Félagsmiðstöðinni Gjábakka, kl. 14 laug- ard. 22. nóv. Karl Gúst- af Ásgrímsson, formað- ur FEBK, flytur annál félagsins. Línudans, gamanmál. Kaffi. Karlakórinn Kátir karl- ar syngja. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli. Opnað kl. 9, mynd- mennt kl. 10–16, línu- dans kl. 11, glerlist kl. 13, pílukast og biljard kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Söngfélag FEB kóræfing kl. 17. Gerðuberg, félagsstarf. kl. 9–16 vinnustofur opnar, kl. 10.30 sund og leikfimiæfingar í Breið- holtslaug, kl. 10.30 gamlir leikir og dansa, frá hádegi spilasalur opinn. Fyrir hádegi kemur Jón Kr. Ólafsson frá Bíldudal og kynnir nýjan geisladisk. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–17 handavinna, kl. 9.30 boccia, kl. 9.30 og kl. 13 glerlist, kl. 13 fé- lagsvist, kl. 16 hring- dansar, kl. 17 bobb, kl. 15.15 söngur. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 og kl. 9.55 leikfimi, kl. 10 ganga, kl. 11 boccia, línudans kl. 17. Dagur íslenskrar tungu kl. 14, dagskrá sam- starfsverkefnis Gull- smára og Smáraskóla. Kristján Guðmundsson eldri borgari úr Kópa- vogi les upp. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður og banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9–15 handmennt, kl. 9– 10 og kl. 10–11 jóga, kl. 9.30–10.30 sögustund, kl. 14.30 spænska, byrj- endur, kl. 15–18 mynd- list. Korpúlfar Grafarvogi. Á morgun keila í Mjódd kl. 10. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 vinnustofa, kl. 13– 13.30 bankinn, kl. 14 fé- lagsvist. Vesturgata 7. Kl. 8.25– 10.30 sund, kl. 10–11.30 ganga, kl. 9.15–16 myndmennt, kl. 12.15– 14.30 verslunarferð, kl. 13–14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tréskurður. Vitatorg. Kl 8.45 smiðja, kl. 10 búta- saumur, bókband og föndur kl. 13. Kóræfing og verslunarferð kl. 12.30. Hana-nú Kópavogi Fundur í Bókmennta- klúbbi Hana-nú kl. 20 á Bókasafni Kópavogs. Fjallað um Guðberg Bergsson og verk hans. Skráning hafin í kráar- ferðina. Uppl. í s. 554 3400 og 564 5260. Hafnargönguhóp- urinn. Kvöldganga kl. 20. Lagt af stað frá horni Hafnarhússins. ITC Fífa, fundur er í kvöld kl. 20.15 í safn- aðarheimili Hjalla- kirkju Álfaheiði 17, Kópavogi. Sjálfsbjörg, Hátúni 12. Kl. 19.30 félagsvist. Kvenfélagið Aldan, fundur í kvöld í Borg- artúni 18, 3. hæð, gest- ur: Anna og útlitið. Í dag er miðvikudagur 19. nóv- ember, 323. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Fyrir því segi ég yður: Hvers sem þér biðjið í bæn yðar, þá trúið, að þér hafið öðlast það, og yður mun það veitast. (Mk. 11, 24.)     Nú virðist vera komiðað því að almenn- ingur eigi í erfiðleikum með að átta sig á því hver raunverulegur rekstr- araðili áfengisverslana sé, að mati Verslunarráðs Íslands. Sigríður And- ersen lögfræðingur segir að einn félagsmaður VÍ hafi upplifað nokkuð sem væri til marks um þetta. „Hann var á laug- ardagseftirmiðdegi staddur í matvöruverslun á Eiðistorgi á Seltjarn- arnesi, hafði ekki komið þangað í margar vikur. Hann hafði heyrt af því ávæning í sumar að til stæði að loka útsölustað ÁTVR sem verið hafði í mörg ár í kjallara húss- ins. Hann spyr afgreiðslu- manninn í matvörubúð- inni, dreng á menntaskólaaldri, hvort „ríkið sé enn í kjall- aranum“. Drengurinn sagðist ekki vera viss en „að það væri að minnsta kosti vínbúð við hliðina“.     Drengurinn á Eiðistorgier trúlega ekki sá eini sem gerir grein- armun á „Ríkinu“ og „Vínbúðinni“. Andlitslyft- ing útsölustaða Áfengis- og tóbaksverslunar rík- isins og nafnbreyting hef- ur án efa leitt til þess að fjöldinn allur af fólki gæti sem best trúað því að eig- endaskipti hefðu orðið á útsölustöðum ÁTVR. Kannski var það einmitt ætlunin hjá forráðamönn- um ÁTVR. Greinilegt er að smám saman á allt það sem tengir útsölustaðina við hið opinbera að víkja og í staðinn að koma nú- tímalegt og frísklegt við- mót og markaðssetning verslana sem gefur stór- verslunum landsins ekk- ert eftir,“ segir Sigríður á vef Verslunarráðs.     Hún dregur í efa þaurök að með rekstri ÁTVR sé aðgengi al- mennings að áfengi tak- markað og ríkisrekst- urinn hafi því einhvers konar forvarnargildi. „Í mikilvægu forvarn- arstarfi ýmissa hefur það nefnilega verið talin for- senda baráttu gegn áfengisbölinu svokallaða að ríkið sjái um smá- söluverslunina og tak- marki starfsemi sína á margs konar hátt. Auðvit- að er þetta með öllu ósannað en nú er ljóst að ekki einu sinni ríkið sjálft telur nauðsynlegt að tak- marka aðgengi almenn- ings að áfengi með starf- semi ÁTVR.     Áfengisútsölustaðir rík-isins eru jafnvel aug- lýstir upp í dag með ljósa- skiltum framan á verslunarmiðstöðvum. Með áðurnefndri andlits- lyftingu útsölustaða ÁTVR eru því einfaldlega engin rök lengur fyrir því að ríkið standi í þessum verslanarekstri,“ segir Sigríður Andersen. Áfengi er líka lögleg söluvara hér á landi og vilji ríkið setja um hana reglur er það sjálfsagt þótt það þurfi ekki sjálft að standa í versl- unarrekstri. STAKSTEINAR ÁTVR verður að Vínbúð Víkverji skrifar... Víkverji fór á ljúfa tónleika í Graf-arvogskirkju í síðustu viku. Þar voru saman komnir á tólfta hundrað gestir til styrktar barna- og unglinga- geðdeild Landsspítala háskólasjúkra- húss sem Lionsklúbburinn Fjörgyn stóð fyrir. Og þvílík stemmning. Söngvarar eins og KK og Ellen Krist- jánsdóttir, Bubbi, Bergþór Pálsson, Páll Óskar og Páll Rósinkrans höfðu lag á að hrífa kirkjugesti með sér og sumir fengu þá með í söng. Og Gosp- elkór Reykjavíkur var sérkapítuli. Þvílík túlkun og kórfélagarnir gáfu sig alla í sönginn. Og að fá að vera sjálfur þátttakandi í þessum rúmlega þúsund manna kór kirkjugesta sem söng laglínur eins og Lífið er dásam- legt og He’s got the whole world in his hand var hreint út sagt stórkost- legt. Víkverja finnst þetta frábær fjáröflunarleið. Hann kann miklu bet- ur að meta þessa leið að fá að velja hvort hann langar á tónleika eða ekki í stað þess að fá símtöl á matartíma þar sem geisladiskur er boðinn til sölu eða annar varningur til styrktar góðum málefnum. Þessi fjáröfl- unarleið hitti í mark. x x x Dóttir Víkverja er nýbyrjuð í leik-skóla og foreldrarnir fylgjast af áhuga með starfinu því starfsfólk er í nánu sambandi við þá með tölvupósti. Foreldrar fá að vita hvernig starfið gengur og ef bryddað er upp á nýj- ungum berast upplýsingar um það. Síðan geta þeir farið inn á Netið og skoðað myndir af starfinu, athugað matseðil vikunnar og hvað liggur fyr- ir að gera á næstunni. Þetta eru því- líkar framfarir og Víkverji getur ekki annað en tekið ofan hattinn fyrir þeim leikskólum sem bjóða þessa þjónustu við foreldra. x x x Vinkona Víkverja lenti í mesta baslinýlega þegar hún fékk mús í heimsókn í bílskúrinn. Þessi óboðni gestur hlýtur að hafa skotist inn þeg- ar dyrnar voru opnar eða komist inn með plasti sem geymt var í úti- geymslu og tekið inn í bílskúrinn. Að minnsta kosti olli hún usla, bílskúrinn var tæmdur út á stétt og músin rekin út í kuldann með harðri hendi. Þegar farið var að ræða um þessa óvæntu heimsókn kom í ljós að margir aðrir höfðu svipaða sögu að segja, mús hafði komið óboðin í heimsókn á þess- um árstíma. Það er því kannski full ástæða til að hvetja fólk til að hafa bíl- skúrsdyr lokaðar nema þegar verið er að aka út og inn og einnig allar aðr- ar dyr sem eru á jarðhæð. x x x Jólavertíðin er skollin á og Víkverjiverður var við að bóksalar eru í auknum mæli farnir að bjóða bækur á lækkuðu verði. Víkverji ætlaði að kaupa ævisögu Jóns Sigurðssonar í tveimur bindum. Hann fór í tvær bókabúðir. Í þeirri fyrri kostuðu bæði bindin 9.995 krónur og í þeirri næstu 7.995 krónur. Þótt heimiliskettir kunni eflaust að meta heimsókn mýslu er ekki víst að heimilisfólk sé á sama máli. Klámvæðing barna ÉG vil byrja á því að óska Morgunblaðinu til ham- ingju með nýtt tímarit, fínt blað og góð byrjun. Sér- staklega vil ég þakka fyrir pistil Kristínar Marju Baldursdóttur um „Kven- gang sem ætlaður er litlum stúlkum“, sannarlega þörf umræða. Ég fór í verslunarleið- angur með dóttur minni, nýorðinni 13 ára, núna í vikunni sem leið. Hún hafði fengið pening til fata- kaupa í afmælisgjöf og vorum við að spá og spek- úlera saman. Inni í einni versluninni sem við fórum í, verslun sem er sérhæfð fyrir börn og unglinga, varð ég veru- lega hugsi yfir því sam- félagi sem við búum í. Við höfðum séð peysu sem okkur leist ágætlega á, af- greiðslumaðurinn benti okkur á að hún væri til í fleiri litum, en benti okkur jafnframt á það að peys- urnar í þeim lit væru allar merktar playboy-kanín- unni. Ég spurði hneyksluð af hverju í ósköpunum verslað væri með slíkar vörur og hvort honum þætti slíkt ekki ósmekk- legt í búð sem höfðaði til svo ungra neytenda. Svar- ið sem ég fékk, var að þessi vara rynni út eins og heitar lummur og á meðan svo væri yrði hún flutt inn. Nú vil ég skora á versl- unareigendur, þá sem flytja inn vörur og ekki síst neytendur, að sniðganga algerlega vörur sem stuðla að klámvæðingu barna. Þær eru ekki einungis ósmekklegar heldur bein- línis hættulegar ef þær stuðla að kynferðislegri misbeitingu barna, en allt bendir til að svona vörur ýti undir sjúkar hvatir svo ég vitni í grein Kristínar. Það eitt að bjóða upp á barnavörur merktar playboy-kanínunni er veru- lega sjúklegt og ætti ekki að þekkjast. Ég veit það fyrir mig, að ég er búin að segja vinkonum mínum og vinum frá þessari verslun. Ég spái því að ef neytend- ur eru vakandi, deyi búðir sem versla með kynlífs- tengdar barnavörur út, eigi að minnsta kosti erf- iðara uppdráttar. Við foreldrar getum bannað börnum okkar að ganga í svona merktum vörum. Höldum vöku okk- ar. Hugsandi móðir. Í sárri neyð ÉG var einn af þeim örfáu sem komu á Arnarhólinn fimmtudagskvöldið 13. nóvember og urðu vitni að því að einstæð móðir stóð þar með börn sín vegna þess að þau voru heimilis- laus. Konan hafði misst hús- næðið sitt og dvalið á Hjálpræðishernum en þar sem hún átti lítið af pen- ingum gekk það ekki upp. Og þegar hún leitaði til fé- lagsþjónustunnar fékk hún neitun. Ég hefði aldrei trúað því að slík sjón myndi blasa við mér hér í landi alls- nægtanna. Þetta var hræðileg sjón í ausandi rigningu og kulda og mað- ur spyr sig hvers vegna fólk sem sá þetta í sjón- varpinu kom ekki fólkinu til aðstoðar. Þetta er til skammar fyrir samfélag sem telur sig vera kristið. H.K. Tapað/fundið Silfurlitað armband týndist SILFURLITAÐ armband týndist á eða við Broadway á ’85 balli fimmtudaginn 13. nóvember síðastliðinn. Armbandið er u.þ.b. 5-6 cm langt, hálfopið og silfrið er aðeins farið að láta á sjá. Armbandið hefur mikið persónulegt gildi fyrir eig- anda. Fundarlaunum heit- ið. Ef einhver veit um arm- bandið er sá hinn sami vinsamlega beðinn að hafa samband við Hjördísi í síma 692 2383 eða 567 6774. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís LÁRÉTT 1 ná í, 4 klofhátt stígvél, 7 leggja í rúst, 8 tilgerð- arleg manneskja, 9 gyðja, 11 þekkt, 13 hug- boð, 14 vinnuvélina, 15 alið, 17 jörð, 20 skel, 22 kynið, 23 borguðu, 24 reiður, 25 svefnhöfgi. LÓÐRÉTT 1 fjörmikil, 2 kýrin, 3 hermir eftir, 4 rass, 5 kústur, 6 flýtinn, 10 smyrsl, 12 gagnleg, 13 lét af hendi, 15 vísindi, 16 nafnbót, 18 skjall, 19 látna, 20 flanar, 21 beitu. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 skarkolar, 8 losti, 9 kamar, 10 góa, 11 klafi, 13 nenna, 15 grugg, 18 ónæði, 21 lús, 22 slaga, 23 ætlar, 24 óskaplegt. Lóðrétt: 2 kássa, 3 reigi, 4 orkan, 5 auman, 6 flak, 7 hráa, 12 fag, 14 enn, 15 gust, 16 unaðs, 17 glata, 18 ósæll, 19 ærleg, 20 irra. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.