Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2003 47 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbörn dagsins: Þú ert sjálfsörugg/ur og vilt leggja þitt af mörkum til að breyta heiminum. Á kom- andi ári muntu ljúka mik- ilvægum kafla í lífi þínu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Gerðu ráð fyrir veikindum og töfum í vinnunni í dag. Ástandið ætti að batna þegar líður á daginn. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þetta er góður dagur til list- sköpunar. Þú ert frumleg/ur í hugsun og færð góðar hug- myndir. Þú ættir að skrifa þær niður. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ruglingur á heimilinu gæti sett þig út af laginu í dag. Dragðu það fram eftir degi að taka ákvarðanir. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þér er hættara við óhöppum í dag en aðra daga. Þú ættir því að fara sérlega varlega í umferðinni. Samræður þínar við aðra gætu hins vegar orð- ið óvenju gefandi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Dragðu það fram eftir degi að ganga frá hvers konar kaupum eða samningum. Heppni þín eykst þegar líður á daginn. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Hafðu ekki áhyggjur þótt þú sért eitthvað utan við þig í dag. Það eru einhver þyngsli í loftinu en þau munu hverfa þegar líður á daginn. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ættir að bíða með innkaup og viðskipti fram eftir degi. Skilyrði til hvers kyns samn- inga munu batna þegar líður á daginn. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Láttu öll viðskipti lönd og leið í dag. Gefðu þér tíma til að njóta samvista við vini þína. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ættir að nota daginn til að ræða við foreldra þína eða yf- irmenn um það sem þér ligg- ur á hjarta. Forðastu þó að skuldbinda þig til nokkurs fyrr en í kvöld eða á morgun. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þetta er ekki góður dagur til að taka ákvarðanir um út- gáfumál, ferðalög eða lög- fræði. Ekki skuldbinda þig til neins. Reyndu að halda hlut- unum opnum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þér gengur allt í haginn þessa dagana. Þú leggur hart að þér og það vekur athygli fólks. Frestaðu mikilvægum ákvörðunum um sameig- inlegar eignir og ábyrgð til morguns. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú munt eiga hreinskiln- islegar samræður við vini þína og kunningja í dag. Gættu þess þó að segja ekk- ert sem þú munt sjá eftir síð- ar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÓSTÖÐUGLEIKI HEIMSINS Manna rasandi ráð ræður, að gæfu hrun áfellur oft í bráð, óðar en kom í grun; flestir vita, hvað vilja, varla nokkur, hvað verða mun. Skammsýni skuggablend, skjóthugans einkabarn, honum til höfuðs send, sem helzt er trúgjarn, sínum vilmögum vísar aðseturstaði út um hjarn. - - - Benedikt Jónsson Gröndal LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 11. júlí af sr. Ingimar Ingimarssyni þau Hrafnhild- ur Huld Smáradóttir og Þorbjörn Atli Sveinsson. At- höfnin fór fram í Elliðaárdal. Skugginn – Barbara Birgis HAMMAN og Soloway fóru illa af stað í upphafi síðustu lotu úrslitaleiksins við Ítali þegar þeir villtust í vonda slemmu, sem fór maklega niður. Þremur spilum síðar lentu þeir í öðru slemmu- slysi, en þá misstu þeir borð- leggjandi sex hjörtu, sem ekki virtist erfitt að melda: Norður gefur; NS á hættu. Norður ♠ G1087 ♥ 54 ♦ 53 ♣G8432 Vestur Austur ♠ 96 ♠ ÁK52 ♥ KD1096 ♥ ÁG872 ♦ KD97 ♦ ÁG6 ♣106 ♣K Suður ♠ D43 ♥ 2 ♦ 10842 ♣ÁD975 Bocchi og Duboin renndu sér í sex hjörtu í lokaða saln- um eftir eðlilega opnun aust- urs á einu hjarta og tveggja granda stuðningssvar vest- urs. Í opna salnum vakti Solo- way á sterku laufi: Vestur Norður Austur Suður Hamman Lauria Soloway Versace -- Pass 1 lauf * Pass 1 hjarta * Pass 2 hjörtu Pass 3 hjörtu Pass 3 spaðar Pass 4 tíglar Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Hjartasvar Hammans er gervisögn, sem sýnir minnst 8 punkta og jafna skiptingu, eða a.m.k. ekkert einspil og engan sexlit. Soloway meld- aði þá hjartað eðlilega og Hamman studdi litinn. Síðan koma tvær fyrirstöðusagnir, þrír spaðar og fjórir tíglar. Nú sér Soloway að vörnin á slag á laufás og ákvað í því ljósi að fara rólega í sakirnar og slá af með fjórum hjört- um. Vestur á kannski fyrir framhaldi, en „fimmta þrep- ið“ er ekki í miklu eftirlæti hjá Hamman og hann valdi að passa. Lauria spilaði út spaða- gosa og skömmu eftir að blindur kom upp birtust skilaboð frá skýrandanum í opna salnum á spjallrás Bridgebase.com: „Hamman virðist brugðið.“ Og full ástæða til, því hann vissi að slemman yrði sögð hinum megin og nú hlaut leikurinn að vera í járnum. Staðan var: Ítalía 266, Bandaríkin 272. Aðeins 6 IMPa munur og 11 spil í pottinum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. september sl. í Grafarvogskirkju af sr. Bjarna Þór Bjarnasyni þau Kristín Sigurjónsdóttir og Ívan Ólafsson. Skugginn – Barbara Birgis BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. júlí sl. í Selfoss- kirkju af sr. Halldóru J. Þorvarðardóttur þau Jó- hanna Ýr Jóhannsdóttir og Ævar Sigurðsson. Skugginn – Barbara Birgis 1. e4 c5 2. c3 e6 3. d4 cxd4 4. cxd4 d5 5. exd5 exd5 6. Rc3 Rf6 7. Bd3 Rc6 8. Rf3 Be6 9. O-O h6 10. Db3 Dc8 11. Bf4 a6 12. Ra4 Rd7 13. Hac1 Be7 14. Re5 Ha7 15. Rb6 Rxb6 16. Dxb6 Dd8 Staðan kom upp í fyrri hluta Íslands- móts skákfélaga, Flugfélagsdeildinni, sem lauk fyrir nokkru í Mennta- skólanum í Hamra- hlíð. Sigurbjörn Björnsson (2302) hafði hvítt gegn Sig- SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. urjóni Þorkelssyni (1845). 17. Hxc6! og svartur gafst upp enda verður hann manni undir. Síðari dagur unglingameistaramóts Tafl- félagsins Hellis fer fram á morgun, 20. nóvember. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. ágúst sl. í Háteigs- kirkju af sr. Hirti Magna Jó- hannssyni þau Guðrún Sig- ríður Jónsdóttir og Jóhann Valdimar Helgason. Skugginn – Barbara Birgis Sendu sölubæk- lingana í ilmandi umslögum til eiginmannanna, merkt einkamál! Ég vil vera viss um að konurnar þeirra opni bréfið!           MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúð- kaup og fleira að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyr- irvara virka daga og þriggja daga fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja og/eða nafn ábyrgð- armanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1 103 Reykjavík FRÉTTIR FÉLAG heyrnarlausra hefur hafið sölu á jóla- kortum til styrktar fé- laginu. Kortin eru myndskreytt af heyrn- arlausum listamanni og eru til sölu á skrifstofu félagsins, Laugavegi 103, 3. hæð en einnig er hægt að fá þau send í póstkröfu. Kortin eru seld 5 saman í pakka og kosta kr. 600. Jólakort Félags heyrnarlausra AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Milljónaútdráttur Þar sem einvörðungu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigendi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 11. flokkur, 18. nóvember 2003 Kr. 1.000.000,- 513H 837H 3131E 11774E 16410H 17914G 24617H 31558B 35192G 57317F Skrifstofuskilrúm Til sölu notuð Vista skrifstofuskilrúm frá Pennanum. Litur blár, hæð einingar 175 cm og breidd 80 cm. Upplýsingar í síma 575 1838. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Til sölu eða leigu skrifstofuhúsnæði í þessu nýlega og glæsilega skrif- stofuhúsi við Sigtún. Húsnæðið er samtals 1.263 fm og skiptist í 535 fm skrifstofuhúsnæði og sameiginlegt mötuneyti á 1. hæð, 507 fm skrif- stofuhúsnæði á 2. hæð auk 221 fm geymslna-, tækni- og fundaraðstöðu í kjallara. Húsnæðið, sem er vel innréttað með vönduðum innréttingum og gólfefnum, býður upp á fjölbreytta nýtingarmöguleika og gæti því hýst fleiri en eitt fyrirtæki sem gætu samnýtt ýmsa aðstöðu. Fullkomnar tölvu- og símalagnir. Sameiginlegt mötuneyti. Húseignin er afar vel stað- sett í fögru umhverfi með fallegri lóð og fjölda bílastæða. TOPPEIGN Í TOPPÁSTANDI Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. Til sölu eða leigu Sigtún - skrifstofuhúsnæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.