Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2003 B 3 bílar ÞVÍ hefur verið haldið fram að varahlutaverð og viðgerð- arkostnaður hafi hækkað hér á landi í umræðu að undan- förnu. Í fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu er þessu mótmælt. „Þvert á móti hafa algengir boddýhlutir í mörgum tilfellum verið að lækka, jafnvel verulega. Þeg- ar litið er yfir lengra tímabil sést að hækkanir varahluta í opinberum vísitölum eru óverulegar. Varðandi viðgerðarkostnað í tjónaviðgerðum að undan- förnu þá er ljóst að eftir til- komu hins nýja Cabas tjóna- matskerfis hefur gætt verulega aukins þrýstings tryggingarfélaga á verkstæð- in að lækka verð á útseldri vinnu. Vegna þessa hefur verð útseldrar vinnu verkstæðanna ekki náð að fylgja verð- lagsþróun. Þessi þrýstingur hefur haldist í hendur við minni slysatíðni og minna um- fang tjóna með þeim afleið- ingum fyrir verkstæðin að af- koma þeirra er í dag mjög slæm,“ segir í fréttatilkynn- ingunni. Varahluta- verð og við- gerðir ekki hækkað FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, fær árlega mikinn fjölda ágreiningsmála sem tengjast við- skiptum með viðgerða tjónabíla. Illa viðgerðir bílar, sem gert hafði verið við af vankunnáttu og vanefnum, reyndust því miður vera í meiri- hluta, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá Bílgreinasamband- inu. „FÍB lét nýlega kanna ástand þessara mála og skoða viðgerða tjónabíla í eigu félagsmanna FÍB og annaðist Fræðslumiðstöð bílgreina skoðunina fyrir félagið. Allir bílarnir sem skoðaðir voru, höfðu skemmst í umferðaróhöppum og trygginga- félög leyst þá flesta til sín og selt síð- an aftur í vikulegum mánudagsút- boðum sínum. Sumir þessara bíla höfðu verið skráðir sem tjónabílar í bifreiðaskrá en aðrir ekki. Sameig- inlegt var þó með þeim að allir höfðu skemmst umtalsvert á burðarvirki og/eða hjólabúnaði og voru því tjónabílar samkvæmt skilgreiningu reglugerðar um skráningu tjónabif- reiða sem tók gildi 1. júní 1999 (ekki í ágúst 2001 eins og segir í grein for- stöðumanns tjónaskoðunarstöðvar Sjóvár-Almennra trygginga hf. í Morgunblaðinu 10. nóv. sl.). Geta reynst dauðagildrur Í umræddri skoðun FMB á við- gerðum tjónabílum í eigu fé- lagsmanna FÍB kom í ljós allt frá mjög góðum vinnubrögðum við þessa bíla til algjörlega óviðunandi vinnubragða og allt þar í milli. Illa viðgerðir bílar sem gert hafði verið við af vankunnáttu og vanefnum reyndust því miður vera í meirihluta þótt vissulega sæjust dæmi um hið gagnstæða. Það er augljóslega mjög mikil- vægt öryggismál að ekki séu í um- ferð illa viðgerðir og þar með hættu- legir tjónabílar. Bílar sem skemmast í umferðaróhöppum eru vissulega taldir geta orðið jafn öruggir og bílar sem ekkert hefur komið fyrir. Forsenda þess er þó sú að viðgerð sé unnin samkvæmt forskriftum fram- leiðenda bifreiðanna af kunnáttu- fólki sem notar rétt tæki og efni og vinnur verk sín af kostgæfni og sam- viskusemi. Á hinn veginn geta illa viðgerðir bílar reynst hreinar dauðagildrur. Í framhaldi af þessu vill Bílgreinasambandið benda á að sala tjónabíla á uppboðum til al- mennings er nokkuð sem er fyllilega óraunhæft í nútíma þjóðfélagi.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá blaðamannafundi FÍB og Fræðslumiðstöðvar bílgreina um tjónabíla í síð- asta mánuði. Þar voru kynntar sláandi niðurstöður. Illa viðgerðir tjónabílar í meirihluta að mati FÍB Moggabúðin Geisladiskahulstur, aðeins 700 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.