Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 6
EINN af þeim bílum sem láta lítið yfir sér og fáir muna í raun eftir er Suzuki Ignis. Þetta er dálítil þversögn því Ignis er um margt mjög sérstæður bíll og fáir ef nokkur bíll sem fetar í fótspor hans. Suzuki kynnti bílinn í haust en hingað er hann væntanlegur upp úr áramótum. Stóra breyt- ingin er sú að bíllinn verður fram- leiðis framleiddur í Ungverjalandi fyrir Evrópumarkað en Suzuki umboðið á Íslandi mun áfram sam- hliða nýja bílnum bjóða hann í eldri útgáfunni, sem framleiddur er í Japan. Örjepplingur? En hvað er svona sérstakt við Ignis? Jú, þetta er smábíll, fáan- legur jafnt þrennra sem fimm dyra, og með eða án fjórhjóladrifs. Veghæðin er sömuleiðis hærri en í öðrum bílum í þessum stærðar- flokki og það er líka sætastaðan. Setið er mun hærra í Ignis en sambærilegum bílum sem gefur betri yfirsýn og þægilegra er að setjast inn í og fara út úr bílnum. Norðmenn ganga svo langt að kalla þennan bíl Ignis SUV, sem er enska heitið yfir jeppa og jepp- linga. Ekki myndi undirritaður ganga svo langt því kjörlendi Ignis er þrátt fyrir allt borgin og borg- arumferðin en fjórhjóladrifna út- gáfan gæti vissulega hentað þá daga sem snjóar í bænum. Það er líka visst öryggi fólgið í fjórhjóla- drifinu. Ignis mætti kannski kalla örjeppling. Bíllinn er dálítið kassalaga og grófgerður að sjá og býður upp á mikið innanrými. Þetta bíll sem maður gæti alveg hugsað sér að fara lengra á en á venjulegum smábíl og veghæðin býður upp á að hann komist lengra en þeir flestir. Bíllinn tekur fjóra full- orðna í sæti án þess að þrengt sé að þeim sem er óvenjulegt í bíl í þessum stærðarflokki. Þessa nýja kynslóð bílsins hefur fengið marg- ar breytingar og ekki síst hefur hann verið endurnýjaður að innan. Efnisval er betra og komin eru innbyggð hljómtæki, nýir mælar með hvítum skífum og er hann auk talsvert betur búinn en eldri gerð- in. Þarna er t.a.m. að finna raf- stýrðar rúður, geislaspilara og ABS-hemlakerfi. Býðst einnig með 1,3 l vél Bíllinn verður fáanlegur jafnt framhjóladrifinn og með sítengdu fjórhjóladrifi. Líklegt er að vin- sælli kosturinn verði fjórhjóla- drifna útgáfan sem kemur með 1.500 rúmsentimetra vél. Bíllinn er léttur og sýnir fríska takta með þessari vél. En þetta er fyrst og fremst innanbæjarbíll og býðst sem slíkur sjálfskiptur, en þá án fjórhjóladrifsins. Einnig verður hann boðinn með 1,3 lítra VVT-vél. Eins og algengt er orðið þá er nýr Ignis með rafstýri sem gerir hann léttari í meðförum þegar ver- ið er að leggja í stæði. Eins og fyrr segir verður bíllinn kynntur hér á landi upp úr ára- mótum og ekki er ennþá ljóst hvað hann kemur til með að kosta. Ignis er lítill borgarbíll, fáanlegur með fjórhjóladrifi. Hann verður kynntur hér á landi upp úr áramótunum. Nýr Suzuki Ignis 4x4 Sportlegir mælar með hvítum skífum. Snotur frágangur og lagleg hönnun á innanrýminu. REYNSLUAKSTUR Suzuki Ignis 4x4 Guðjón Guðmundsson Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Boðið verður upp á 1,3 og 1,5 lítra bensínvélar, fram- eða fjórhjóladrif. gugu@mbl.is 6 B MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Vél: Fjórir strokkar, 1.490 rúmsentimetrar, 16 ventlar. Afl: 98 hestöfl við 5.900 snúninga á mínútu. Tog: 133 Nm við 4.100 snúninga á mínútu. Hröðun: 11 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km á klst. Hámarkshraði: 165 km/klst. Lengd: 3.770 mm. Breidd: 1.605 mm. Hæð: 1.605 mm. Hjólhaf: 2.360 mm. Veghæð: 170 mm. Farangursrými: 236-1.002 lítrar. Hemlar: Kældir diskar að framan, skálar að aftan. Dekk: 185/60R 15. Eyðsla: 7,2 lítrar í blönd- uðum akstri, 9,1 lítri í borgarakstri. Væntanlegur: Áramót 2003/2004. Umboð: Suzuki bílar hf. Suzuki Ignis 4x4 1.5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.