Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 12
12 B MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Range Rover TD VOUGE árg. 2003 ek. 15 þ. km. Einn með öllu, 19“ felgur. Verð 9.500 þús. Range Rover 4.4i árg. 2003 ek. 6 þ. km. Einn með öllu, 20“ felgur. Verð 10.900 þús. Til sýnis og sölu á bílasölunni bill.is símar 577 3777 • 893 9500 hans varð bílaheimurinn aldrei sam- ur. Hann opnaði bílaverksmiðju í Sant’Agata 1963 og fyrstu bílarnir komu frá verksmiðjunni 1964 og þar með varð goðsögnin til. Árum saman LAMBORGHINI bílar fagna um þessar mundir fjörutíu ára afmæli sínu. Fáir bílar vekja jafnsterk við- brögð meðal unnenda ofursportbíla og saga bílsins er líka sérstæð. Maðurinn á bak við bílana er Ferr- uccio Lamborghini, sem fæddist í Renazzo, litlu þorpi nálægt Bologna árið 1916. Foreldrar hans voru bændur en Ferruccio hafði strax á unga aldri meiri áhuga á tækni og vélum en að yrkja jörðina. Hann lauk tækninámi í Bologna og í seinni heimsstyrjöldinni var hann settur yfir viðhald ökutækja ítalska hersins á eynni Rodos á Grikklandi. Að stríði loknu fór hann að kaupa notaða herbíla og breyta þeim í dráttarvélar, sem mikil þörf var á eftir stríðið á Ítalíu. Hann græddi vel á þessu og keypti í framhaldinu verksmiðju í Cento þar sem fram- leiðsla hófst árið 1948 á dráttarvél- um. 1959 hóf Lamborghini einnig framleiðslu á olíubrennurum og loft- kælibúnaði. Vildi framleiða þyrlur Lamborghini var um þetta leyti búinn að koma ár sinni vel fyrir borð og hugðist nú hefja framleiðslu á þyrlum, sem hann hafði lengi haft brennandi áhuga á. Stjórnvöld synj- uðu honum hins vegar um fram- leiðsluleyfi og beindi hann þá athygl- inni að bílum. Eftir þessa ákvörðun hefur verksmiðjan framleitt bíla sem hafa þótt bera af fagurfræðilega og verið til vitnis um fullkomnunarþörf Ferruccios Lamborghinis. Frá 1963 til 1972 óx fyrirtækinu fiskur um hrygg. Það eina sem haml- aði fyrirtækinu var kynning á nýjum bílum sem tafði fyrir framleiðslu á eldri gerðum. 1972 reið hins vegar yfir mesta áfallið í sögu Lamborghini. Salan dróst mikið saman í olíukreppunni miklu og almennum efnahagssam- drætti í heiminum. Ferruccio neydd- ist til þess að selja 51% hlut í fyr- irtækinu til svissneska kaupsýslumannsins George-Henri Rossetti. 1974 seldi hann síðan af- ganginn til vinar Rosettis, Rene Leimer. Nýju eigendurnir sinntu fyrirtækinu ekki sem skyldi. Fyrr en varði var það komið í vandræði með birgja sem höfðu áhyggjur af því hve seint greiðslur bárust frá Lamborghini. Enn syrti í álinn 1977 og má rekja erfiðleikana þá til rangra ákvarðana eigenda fyrirtækisins, sem yfirfjár- festu í framleiðslu á nýjum jeppa án þess að markaður væri fyrir hann. Einnig höfðu þeir boðið of lágt í framleiðslu á takmörkuðum fjölda lítilla sportbíla fyrir BMW. Ári síðar var samningnum rift af BMW. Ástandið var svo alvarlegt að dóm- stólar í Bologna neyddust til þess að setja fyrirtækið í skiptameðferð. Fyrirtækið hætti engu að síður aldr- ei starfsemi, þökk sé traustum starfsmönnum og tryggð viðskipta- vinanna. 1980 var fyrirtækið loks selt Mimran-bræðrunum, sem voru þekktir jöfrar innan matvælaiðnað- arins. Nýju eigendurnir, sem voru þekktir fyrir bílaáhuga sinn, hófu að endurreisa fyrirtækið, endurbættu verksmiðjuna og fengu til liðs við sig hæfa starfsmenn. Chrysler kaupir Lamborghini 1984–1986 náði fyrirtækið aftur að koma undir sig fótunum og einkenn- ismerki þess, tarfur í árásarhug, varð þekkt út um allan heim. Vöxtur fyrirtækisins var svo hraður og krafðist svo mikilla fjárfestinga að það var ofvaxið einkaaðilum að standa í rekstrinum. Nauðsynlegt var að fá inn í það sterkan samstarfs- aðila og Chrysler virtist vænlegur kostur í þeim efnum. 23. apríl 1987 var skrifað undir samning um að Chrysler eignaðist allt fyrirtækið. 1990 var hætt framleiðslu á Count- ach-gerðinni, eftir 19 ára fram- leiðslu, og við tók Diablo. 1991 varð metsala á bílnum en upp frá því tók að halla aftur undan fæti. Kreppa var skollin á og sá ekki fyrir endann á henni fyrr en 1994. Í kreppunni var fyrirtækið endur- skipulagt og kynnti meiri fjölbreytni í framleiðslu, eins og t.d. rafbíla fyrir borgarnotkun og framleiðslu og þró- un bátavéla. Í mars 1993 var Diablo VT kynnt- ur fyrir blaðamönnum og almenn- ingi. Þessi gerð Diablo VT var búin seigjukúplingu sem gerði mönnum kleift að setja á fjórhjóladrif eftir þörfum. Í september sama ár fagn- aði Automobili Lamborghini 30 ára afmæli sínu og sýndi í tilefni af því Diablo Special Edition. Í janúar 1994 keypti Mega Tech, fyrirtæki sem var hluti af indónesíska fyrirtækinu Sedtco, Lamborghini af Chrysler. 1995 breyttist eignarhaldið enn á ný og fyrirtækið komst í eigu V’Power (60%), indónesísks fyrirtækis í eigu Tommy Suharto, og MyCom (40%). Vittorio Di Capua, sem starfað hafði lengi hjá Fiat, varð forstjóri og stjórnarformaður Automobili Lam- borghini í nóvember 1996 og hans verkefni var m.a. að ná fyrirtækinu aftur á flot eftir mikinn taprekstur. 1997 fór fyrirtækið í fyrsta sinn í mörg ár að sýna hagnað og þá stóð ekki á áhuga erlendra fjárfesta á þessu virðulega merki. 24. júlí 1998 tók Audi yfir fyrirtækið, sem loksins var komið í traustar hendur. Móð- urfyrirtæki beggja er ekki síður traustur bakhjarl, Volkswagen-sam- stæðan. Lamborghini 40 ára um þessar mundir Jeppinn sem kom á markað 1981 og gerði Lamborghini nærri gjaldþrota. 350 GT, fyrsti framleiðslubíll Lamborghini, var frumsýndur á bílasýningunni í Genf 1963. Countach LP 400 kom á markað 1974 með 400 hestafla vél og vængjahurðum. Jalpa kom á markað 1982; tveggja sæta opinn bíll. Urraco P250 var kynntur 1972 í Tórínó. Gallardo er lítill Lamborghini með fjórhjóladrifi og 500 hestafla V10 vél. Lamborghini Murciélago er með 570 hestafla vél og hefur sett mörg hraðamet frá því hann kom á markað. Fáir sportbílar hafa yfir sér virðulegri blæ en Lamborghini. En það hefur gengið á ýmsu í 40 ára sögu fyrirtækisins. Úr dráttarvélum í ofursportbíla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.