Morgunblaðið - 20.11.2003, Page 2

Morgunblaðið - 20.11.2003, Page 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ LAGASETNING MÖGULEG Lög til að hindra frekari sam- þjöppun á fjölmiðlamarkaði gætu komið til greina, að sögn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, en eignarhald fjölmiðla var til umræðu á Alþingi í gær. Davíð gagnrýndi jafn- framt það að enginn viti hver eigi Stöð 2 og sagði slíka aðstöðu óboð- lega. Barnaverndarmál í 112 Mögulegt verður að hringja í 112 til að tilkynna barnaverndarmál ef fjárveiting fæst til en Neyðarlínan og Barnaverndarstofa eru að undirbúa slíka þjónustu. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir barnaverndarmál oft koma upp utan hefðbundins vinnutíma og því mik- ilvægt að hægt sé að tilkynna slíkt. Bylting í vinnslu ferskfisks Skaginn hf. á Akranesi hefur þró- að nýja vinnslutækni sem þykir um- bylta hefðbundinni vinnslu á ferskum fiski. Tæknin byggist á undirkælingu hráefnisins og skilar 38 króna hærri framlegð á hvert hráefniskíló í vinnslu ferskra flaka. Með þessari aðferð má jafnframt auka geymslu- þol afurðanna töluvert. Íslandsbanki lækkar vexti Verðtryggðir inn- og útlánsvextir lækka um 0,3% hjá Íslandsbanka frá og með morgundeginum. Vextir á líf- eyrissparnaðarreikningum og Fram- tíðarreikningi lækka þó minna eða um 0,15 prósentustig. Skorar á lýðræðisþjóðir George W. Bush Bandaríkjaforseti skoraði í gær, á fyrsta heila degi um- deildrar heimsóknar sinnar til Bret- lands, á lýðræðisþjóðir heims að hætta að umbera harðstjóra og slást í lið með Bandaríkjamönnum í að út- breiða fagnaðarboðskap frelsis um víða veröld. Var forsetinn sýnilega ánægður með hlýjar móttökur og leiddi fjölmenn mótmæli hjá sér. Jackson gefi sig fram Bandaríska poppstjarnan Michael Jackson er borinn margháttuðum sökum um að hafa beitt börn kyn- ferðislegu ofbeldi að því er saksókn- arar í Santa Barbara í Kaliforníu greindu frá í gær. Samninga- viðræður stóðu yfir um að Jackson gæfi sig fram við lögreglu, en hann kvað hafa verið staddur í Las Vegas. Talsmaður Jacksons sagði ásak- anirnar tilhæfulausar. Hafrannsóknastofnuninni hefur borist fyrsta endur- heimta karfamerkið. Fiskurinn sem merkið er úr var merktur með neðansjávarmerkingarbúnaði hinn 22. október síðastliðinn í Skerja- dýpi á 504 metra dýpi. Sennilega er fiskurinn veiddur 3–4 dögum síðar af togaranum Berglín frá Sandgerði, en merkið kom fram er verið var að vinna karfa í Nesfiski ehf. í Garðinum um síðastliðin mánaðamót. Er hér um að ræða mikilvægan áfanga í þeirri heiminum, svo vitað sé að fiskur sé merktur þetta djúpt. Raunar má segja að þetta sé í fyrsta skipti í heiminum sem karfi er merktur, ef undan eru skildar merkingar við bryggjusporða, nálægt yfirborði. Merkingarfyrirkomulagið er með þeim hætti að búnaðinum er komið fyrir í aftasta hluta veiðarfærisins (botn- eða flotvarpa) og fiskur sem veiðist fer aftur í búnaðinn þar sem hann er merktur. Merkjunum er komið fyrir í kviðarholi fisksins og gul slanga stendur út úr kviðarhol- inu, yfirleitt í námunda við eyrugga fisksins. Merkin sem eru um 2,5 sentimetra langur plasthólkur sem er inni í kviðarholi fiskins. Þar út úr er gul slanga sem stendur allt að 7 sentimetra út úr fiskinum. Að lok- inni merkingu er fiskinum sleppt aftur úr veiðarfærinu sem notað er. vinnu sem Hafrannsóknastofn- unin og fyrirtækið Stjörnu- Oddi hafa unnið að á síðustu árum. Enda þótt fiskurinn sem merkið kom úr hafi ekki náðst þar sem búið var að flaka hann þeg- ar merkið fannst, sýnir þetta að karfinn hefur lifað af merkinguna. Alls voru merktir nær 200 karfar á rúmlega 500 metra dýpi í þessu tilfelli og er þetta í fyrsta skipti í Fyrsta karfamerkið endurheimt 20. nóvember 2003 Bylting í ferskfiskvinnslu á Vopnafirði, hlýrinn dafnar vel í Neskaupstað og aukinn þorskkvóti í Barentshafinu. Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu SJÖ togarar á Akureyri fá allan þann byggðakvóta sem sjáv- arútvegsráðuneytið úthlutaði bæn- um, samtals 5,5 tonn samkvæmt út- hlutun Fiskistofu. Samkvæmt úthlutunarreglum koma að hámarki ígildi 15 tonna af þorski í hlut þeirra skipa sem mest fá. Sex skip og bátar ná þessu hámarki, þar á meðal frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS. Enginn bátur fékk minna en 500 kíló. Úthlutun Fiskistofu nú nær til 12 sveitarfélaga sem ekki vildu hafa af- skipti af skiptingu þeirra aflaheim- ilda, sem í hlut þeirra komu. Heim- ildunum er því dreift á öll skip, sem eru á aflamarki eða krókaaflamarki í hlutfalli við aflahlutdeild þeirra. Í Snæfellsbæ fékk Tjaldur SH mest, 8,9 tonn, sem er ríflegar fjórð- ungur þess sem kom í hlut bæjarins, en alls fékk 21 bátur úthlutun. 20 bátar frá Bolungarvík fengu út- hlutað 66,4 tonnum. Mest kom í hlut Þorláks, 15 tonn. Í Ísafjarðabæ komu 118,9 tonn til skipta milli 39 báta. Þrír fengu 15 tonn, frystitog- arinn Júlíus Geirmundsson, ísfisk- togarinn Páll Pálsson og línubát- urinn Fjölnir. 12 bátar á Tálknafirði fengu sam- tals 15,2 tonn og fékk Kópur mest, 3,4 tonn. Í Kaldrananeshreppi voru 23,5 tonn til skiptanna milli 11 báta. Mest fékk Kristbjörg, 6,5 tonn. Ak- ureyringar fengu 5,5 tonn og féll það allt í skaut sjö ísfisk- og frysti- togara á staðnum. Mest fékk Kald- bakur, 1,1 tonn, en frystitogarinn Baldvin Þorsteinsson fékk 691 kíló. Grímseyingar fengu 4,1 tonn til að skipta milli fjögurra báta og komu tvö tonn í hlut Óla Bjarnasonar. Grýtubakkahreppur fékk líka 4,1 tonn á fjóra báta og fær Frosti 1,7 tonn og Vörður 872 kíló. Seyðfirðingar fengu 20,7 tonn til skipta milli 6 skipa og þar fær tog- arinn Gullver bróðurpartinn eða 15 tonn. Í Mjóafirði fá fjórir bátar 13,8 tonn og eru tveir þeirra, með megn- ið af því, Anný með 5,2 og Margrét með 5,4. 29 tonn komu í hlut Breið- dælinga og skipta tveir bátar þeim á milli sín, Björg og Dofri. 12 bátar á Hornafirði fengu 26,3 tonn og fær Þinganes 3,8 tonn, Steinunn 3,5 og Skinney 3,4 tonn. Skylt er að landa þessum afla til vinnslu í heimahöfn. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Frystitogarar fá úthlutað byggðakvóta, allt að 15 tonnum. Rúm 500 kíló í byggðakvóta ÚTFLUTNINGUR á hertum þorskhausum hefur aukist gífurlega á undanförnum árum. Samkvæmt upp- lýsingum frá Hagstofu Íslands nam verðmæti þessa útflutnings um 2,8 milljörðum króna á síðasta ári. Sé gert ráð fyrir að aukningin haldi áfram, verður útflutningsverðmæti hertra þorskhausa á þessu ári yfir þrír milljarðar króna. Sé litið á þróunina frá árinu 1996 hefur aukningin verið stöðug og síð- ustu árin hefur verðmætið aukizt hlutfallslega meira í dollurum talið. 1996 voru fluttir út um um 180.000 pakkar, en á síðasta ári fór útflutning- urinn yfir 500.000 pakka, en hver pakki er um 30 kíló. Þannig var út- flutningurinn 2001 11.354 tonn að verðmæti um 2,1 milljarður króna og í fyrra fóru 13.652 tonn utan og verð- mætið eins og áður segir 2,8 milljarð- ar króna. Hausaþurrkunin hefur vaxið ört síðustu árin í samræmi við aukna eft- irspurn. Henni hefur meðal annars verið mætt með ört vaxandi þurrkun þorskhausa af frystitogurum, en aukning þorskkvótans hefur einnig hjálpað til. Laugafiskur stærstur Laugafiskur er stærsti einstaki fram- leiðandinn á Íslandi með í kringum 20% heildarútflutnings. Fyrirtækið, sem er í eigu Brims, rekur tvær þurrkunarverksmiðjur á Íslandi, aðra á Akranesi og hina á Laugum í Reykjadal. Auk þess á Laugafiskur 45% hlut í hausaþurrkun í Færeyjum. Laugafiskur þurrkar bæði þorsk- hausa og hryggi, sem falla til við flatn- ingu og flökun þorsks. Frá árinu 1997 hefur framleiðslan vaxið úr 36.300 pökkum í 90.700 á síðasta ári og á þessu ári er gert ráð fyrir að vinna um 120.000 pakka. Árið 1997 var unnið úr tæplega 5.900 tonnum af hráeafni, en gert er ráð fyrir því að unnið verði úr um 17.000 tonnum á þessu ári. Tekjurnar 900 milljónir í ár Tekjur samsteyptunnar Laugafisks af þessari framleiðslu hafa vaxið hratt og er áætlað að á þessu ári nálgist þær 900 milljónir króna að meðtöld- um tekjum verksmiðjunnar í Færeyj- um. Árið 1996 voru tekjurnar af þess- ari vinnslu 128 milljónir króna svo aukningin er orðin margföld. Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Brims, segir að Verksmiðjur Lauga- fisks hafi allar verið endurnýjaðar á síðustu misserum og sé mikilli sjálf- virkni og tækni beitt við vinnsluna. Við það náist að bæta nýtingu og lækka launahlutfall í framleiðslu- kostnaði. Framundan sé að þróa nýj- ar afurðir, meðal annars fyrir þá hluta markaðsins í Nígeríu, sem fyrirtækið sé ekki á eins og er. Styrkja þurfi markaðssetninguna og halda fram- leiðslukostnaði lágum. Ljóst sé að þessi vinnsla geti skilað verulegum tekjum sé rétt að málum staðið. Þorskhausar fyrir þrjá milljarða í ár                                             Spjaldadælur Einfaldar, tvöfaldar, þrefaldar Stærðir: 6 - 227 cm3/sn. T6 240 bar, T7 300 bar Spilverk ehf. Skemmuvegi 8, 200 Kópavogi, sími. 544 5600, fax. 544 5301 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B  Bankaútibú í þínu fyrirtæki Fyrirtækjabanki Landsbankans Þú stundar öll bankaviðskipti fyrirtækisins á einfaldan og þægilegan hátt á Netinu – hvenær sem þér hentar. Í Fyrirtækjabanka Landsbankans býðst þér m.a. að: • Framkvæma allar almennar bankaaðgerðir (millifæra, sækja yfirlit, greiða reikninga o.s.frv.). • Safna greiðslum saman í greiðslubunka sem hægt er að greiða strax eða geyma til úrvinnslu síðar. • Framkvæma greiðslur með því að senda inn greiðsluskrár úr t.d. bókhaldsforritum. • Stofna og fella niður innheimtukröfur. • Greiða erlenda reikninga (SWIFT). Nánari upplýsingar um Fyrirtækjabankann getur þú fengið í næsta útibúi Landsbankans, í Þjónustuveri bankans í síma 560 6000 eða á vefsetri bankans, www.landsbanki.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 22 05 1 08 /2 00 3 SJÓÐSTAÐA og bankainni- stæður lífeyrissjóðanna hafa auk- ist mikið á þessu ári, sem þýðir að hlutfallslega hefur dregið úr fjár- festingum lífeyrissjóðanna. Sjóð- staða og bankainnistæður, sem er laust fé lífeyrissjóðanna, hækkaði um 9,3 milljarða króna frá ára- mótum til septemberloka og nam þá 23,6 milljörðum króna. Hækk- unin á þessu níu mánaða tímabili er 65%. Heildareignir sjóðanna voru á sama tíma orðnar 766 milljarðar króna og höfðu hækk- að um 87 milljarða króna frá ára- mótum, eða um 13%. Lausafé líf- eyrissjóðanna sem hlutfall af heildareignum hafði því hækkað úr 2,1% í 3,1% frá janúar til sept- ember og hefur hlutfallið ekki verið hærra í að minnsta kosti sex ár. Á þessum árum hefur hlutfall- ið farið lægst í 0,9% og verið 1,7% að meðaltali. Minni sjóðfélagalán Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir sérfræðingur í Greiningardeild Landsbanka Íslands nefnir tvær hugsanlegar skýringar þegar hún er spurð út í vaxandi lausafjár- stöðu lífeyrissjóðanna. Annars vegar segir hún að dregið hafi úr vexti sjóðfélagalána og þar sem stöðugt innstreymi sé í sjóðina valdi minnkandi útlán aukningu lausafjár. Hins vegar hafi dregið verulega úr framboði á skulda- bréfum fyrirtækja á seinni hluta ársins, en lífeyrissjóðirnir hafi verið mjög áhugasamir um kaup á slíkum bréfum þegar þau hafi boðist. Þá segir Guðmunda að sam- kvæmt efnahagsyfirliti lífeyris- sjóða hafi þeir haldið að sér hönd- um í kaupum á húsbréfum og húsnæðisbréfum. Hún segir spá Landsbankans gera ráð fyrir frekari lækkun ávöxtunarkröf- unnar og þar með verðhækkun bréfanna, þannig að samkvæmt þeirri spá ættu sjóðirnir að kaupa þessi bréf nú. Lífeyrissjóðirnir hljóti því að gera ráð fyrir hækk- un ávöxtunarkröfunnar fyrst þeir kaupa ekki þessi bréf, eða þá að þeir fái mjög góð innlánskjör hjá bönkunum. Guðmunda segir að inn í þetta geti spilað að langtímafjárfest- ingarstefna stærstu lífeyrissjóð- anna sé að draga jafnt og þétt úr vægi innlendra skuldabréfa en auka á móti vægi erlendra verð- bréfa. Þetta sé einmitt það sem gerst hafi að undanförnu með auknu vægi erlendra eigna. Er- lendar eignir voru 15,2% af heild- areignum sjóðanna um síðustu áramót, en í september var þetta hlutfall komið í 17,6%. Í samtölum við forsvarsmenn hjá lífeyrissjóðunum kom fram að þessi aukning lausafjár sjóðanna væri líklega ekki varanleg, en ýmsar skýringar væru á því að staðan væri þessi nú. Nefnt var að sjóðirnir stæðu ekki frammi fyrir mörgum spennandi fjárfest- ingum um þessar mundir. Ávöxt- unarkrafa á skuldabréfamarkaði hefði lækkað og bréfin væru hátt verðlögð sem þýddi að sumir vildu bíða eftir að verðið lækkaði. Farið hægt í kaup erlendis Þá var nefnt að tiltölulega fáir kostir væru á innlenda hluta- bréfamarkaðnum, sem væri auk þess hátt verðlagður. Mikil um- frameftirspurn eftir bréfum í Medcare Flögu var nefnd sem dæmi um þörf lífeyrissjóða til að finna nýjar fjárfestingar, en líf- eyrissjóðir hafi skráð sig fyrir stórum hlutum í útboðinu. Bent var á að hlutfallslega hafi dregið úr sjóðfélagalánum, en á sama tíma hafi dregið úr vanskil- um og skil á iðgjöldum hafi batn- að. Þetta valdi því að öðru óbreyttu að lausaféð aukist. Loks hafi lífeyrissjóðirnir farið hægt í erlendar fjárfestingar á þessu ári, en það muni væntan- lega breytast því sjóðirnir vilji auka við erlenda eign sína. Eins og að framan sagði eru erlendar eignir nú 17,6% heildareigna, en samkvæmt stefnu flestra lífeyris- sjóðanna verða þessar eignir 30%–40% heildareignanna í fram- tíðinni. Mikið laust fé hjá lífeyrissjóðunum Lífeyrissjóðirnir hafa haldið að sér höndum í fjárfestingum á þessu ári og lausafé þeirra jókst um 65% á fyrstu níu mánuðum ársins. Heildareignir nema 766 milljörðum króna. Morgunblaðið/Arnaldur VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ (FME) hefur verið upplýst um að stjórn sænska fjár- málaeftirlitsins, Finansinspektionen, hafi gert opinbera ákvörðun sína frá 24. októ- ber síðastliðnum um að veita verðbréfa- fyrirtækinu Spectra Fondkommission AB viðvörun. Spectra Fondkommission AB rekur útibú hér á landi. Frá þessu var greint á heimasíðu FME í gær. Greint var frá í Morgunblaðinu í síðasta mánuði að sænska fjármálaeftirlitið mundi stöðva starfsemi Spectra vegna bókhaldsóreiðu ef ekki hefði tekist að ráða bót á rekstrinum fyrir 1. desember næstkomandi. Pálmi Sigmarsson, sem hef- ur verið útibússtjóri Spectra hér á landi, og er í forsvari aðila sem eru að yfirtaka Spectra, sagði þá að verið væri að taka til í rekstrinum og endurreisa félagið. F J Á R M Á L FME upplýst um Spectra í Svíþjóð S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Sala á Landssímanum Verðmæti Landssímans 34,3 milljarðar 6 Primex Rækjuskel nýtt til að græða beinbrot 8 TÖKUSTAÐURINN ÍSLAND BANDARÍSKA alríkislögreglan, FBI, hefur handtekið hátt á fimmta tug gjald- eyrismiðlara á Wall Street í New York. Lögreglan fór í fyrradag inn á skrif- stofur nokkurra verðbréfafyrirtækja og leiddi mennina út í járnum, en þeir eru taldir hafa átt þátt í að svíkja milljónir dala út úr minni fjárfestum og fyrirtækj- unum sem þeir starfa hjá. Reuters fréttastofan hefur eftir alrík- islögreglumönnum að málið snúist um gjaldeyrissvik, verðbréfasvik og pen- ingaþvætti, og að rannsókn þess hafi staðið yfir lengi. Starfsmaður eins verð- bréfafyrirtækisins hafði eftir lögreglu- manni að fjórum milljónum dala hefði verið stolið af viðskiptavinum og að fjár- munir hefðu verið teknir út úr séreigna- lífeyrissjóðum. Tugir miðlara handteknir á Wall Street Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 35 Erlent 16/18 Viðhorf 36 Minn staður 20 Minningar 38/43 Höfuðborgin 21 Skák 43 Akureyri 22 Kirkjustarf 43 Suðurnes 23 Bréf 48/49 Austurland 24 Dagbók 50/51 Landið 25 Íþróttir 52/55 Daglegt líf 26/27 Fólk 56/61 Listir 28/30 Bíó 58/61 Umræðan 31/37 Ljósvakamiðlar 62 Forystugrein 32 Veður 63 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir Orri Páll Ormarsson, rit- stjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar Hilmar P. Þormóðsson, hilmar@mbl.is Stefán Ólafsson, esso@mbl.is Dag- bók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is ÚTFLUTNINGUR á hertum þorskhausum skilar nú milljörð- um króna í útflutningstekjur á ári. Hefur hann aukizt gífurlega á undanförnum árum, en hausarnir fara nær eingöngu til Nígeríu. Verðmætið yfir þrír milljarðar á þessu ári Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands nam verðmæti þessa útflutnings um 2,8 millj- örðum króna á síðasta ári. Sé gert ráð fyrir að aukningin haldi áfram, verður útflutningsverð- mæti hertra þorskhausa á þessu ári yfir þrír milljarðar króna. Sé litið á þróunina frá árinu 1996 hefur aukningin verið stöðug og síð- ustu árin hefur verð- mætið aukizt hlutfalls- lega meira í dollurum talið. 1996 voru fluttir út um 180.000 pakkar, en á síðasta ári fór út- flutningurinn yfir 500.000 pakka, en hver pakki er um 30 kíló. Þannig var útflutning- urinn 2001 11.354 tonn að verðmæti um 2,1 milljarður króna og í fyrra fóru 13.652 tonn utan og verðmætið eins og áður segir 2,8 milljarðar króna. Lengst af voru hausarnir nýttir í fiskimjöl ásamt öðr- um fiskúrgangi eða hent í sjóinn af frysti- togurum. Nýting þeirra hefur aukizt verulega síðustu árin. Þorskhausar af togur- um koma í vaxandi mæli í land til herzlu og smærri hausar úr landvinnslu eru einnig þurrkaðir. Stærri hausarnir eru svo í ört vaxandi mæli nýttir í framleiðslu á kinnum og gellum og söltun á fésum er mikil. Þorskhausar skila þjóð- inni milljörðum króna              Þorskhausar/C1 Togarar koma í æ ríkara mæli með þorskhausa að landi ÞESSI magnaða mynd náðist ná- lægt Lundi í Fossvogsdalnum, þar sem háhýsabyggð á að rísa. Þó að ekki sé óalgengt að kettir veiði fugla sér til matar er sjaldgæft að jafnstórir fuglar og endur verði fyrir valinu. Í þetta skiptið hafði öndin þó heppnina með sér og slapp aðeins lítillega særð. Kötturinn er daglegur gestur á þessum slóðum og talið er ólíklegt að öndin láti sjá sig þar aftur í bráð. Ljósmynd/Steinar Haraldsson Kötturinn greip öndina á lofti RANNSÓKNIR sem fyrirtækið Primex stýrir og snúa að því að nýta rækjuskel til framleiðslu efna til að græða bein lofa mjög góðu, að sögn þeirra sem koma að þessu verkefni. Jóhannes Gíslason, framkvæmda- stjóri rannsókna- og þróunarsviðs Primex, segir að gæðaeftirlit í sjávar- útvegi geri að verkum að hráefni til þessarar vinnslu sé sérstaklega gott hér á landi. Michael Silbermann, prófessor við læknadeild Israel Institute of Technology, sem er önnur tveggja menntastofnana sem eru samstarfs- aðilar Primex í þessu verkefni, segir að Primex eigi mikla möguleika á að verða leiðandi á þessu sviði í heim- inum. Þörfin fyrir framfarir í lækn- ingum beinbrota hafi sífellt verið að aukast. Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins hefur veitt styrk til verkefnisins í tvö ár. Áætlanir Primex og samstarfsaðila þess gera ráð fyrir að það muni taka um sex ár að koma fram með markaðshæfa vöru, unna úr rækjuskel til að græða beinbrot. „Þótt við séum að gera góða hluti förum við þó ekki nógu hratt til þess að mæta þeirri samkeppni sem er á þessu sviði, t.d. frá Bandaríkjunum,“ segir Jóhannes. „Þar er unnið mun hraðar í þróun á þessu sviði. Það þarf meiri peninga til nýsköpunar hér á landi ef við eigum ekki að verða undir í samkeppninni.“ Rannsóknir Primex lofa góðu Rækjuskel nýtt til að græða bein  Leiðandi/B8 VERÐMÆTI Landssímans er nú 34,3 milljarðar króna samkvæmt verðmati sem fjallað er um í við- skiptablaði Morgunblaðsins í dag. Í útboði ríkisins á hlutabréfum í Lands- símanum fyrir um tveimur árum var fyrirtækið verðlagt á 40,6 milljarða króna og þetta verðmat er því talsvert undir þeirri verðlagningu. Þegar ríkið reyndi að selja hluta Landssímans haustið 2001 og fram í ársbyrjun 2002 tókst ekki að selja nema lítinn hluta þess sem var í boði. Ríkið er enn eigandi 99% hlutafjárins, en fyrirtækið er skráð í Kauphöll Ís- lands. Við verðmatið sem hér er vísað til um verðmæti Landssímans er bæði beitt sjóðstreymisgreiningu og kenni- tölusamanburði og verðið getur breyst mikið ef forsendum verðmats- ins er breytt. Landssími Íslands Verðmæti undir fyrra einkavæð- ingargengi  Verðmæti/B6 LÍTIÐ hefur fundizt af loðnu í árleg- um haustleiðangri Hafrannsókna- stofnunar nú í nóvember. Loðnan er dreifð og virðist utan sinna hefð- bundnu útbreiðslusvæða og segir Hjálmar Vilhjálmsson leiðangurs- stjóri að göngumynstur loðnunnar hafi verið að breytast síðustu þrjú til fjögur árin vegna hlýnandi sjávar. Þótt lítið hafi fundizt af fullorðinni loðnu í þessum leiðöngrum undanfar- in ár, hafi raunin verið sú, að hún hafi skilað sér í byrjun árs á hefðbundnum veiðisvæðum. Því sé of snemmt að ör- vænta nú. Á síðustu vertíð veiddist tæp ein milljón tonna. Á komandi vertíð, 2003/ 2004, taldi Hafrannsóknastofnun í vor að hæfilegt gæti verið að veiða 835.000 tonn af loðnu, en lagði til að bráðabirgðakvóti yrði 555.000 tonn og framhaldið yrði ákveðið síðar. „Við förum yfir niðurstöður leið- angursins í næstu viku og þá verður tekin ákvörðun um það hvað ráðlegt verður að gera. Að öðru leyti get ég ekki tjáð mig um stöðu mála,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar. Lítið finnst af loðnu í leiðangri Hafró Of snemmt að örvænta ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.