Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ „Mjög skemmtileg ævisaga. ... [Elín] hefur frá mjög mörgu að segja. ... Fjörug og hröð saga - hvergi dauður punktur. Lýsingar hennar á eldgosinu í Heimaey slá sjónvarpinu algjörlega við.“ – Sólveig Guðmundsdóttir, Kastljósið „Hvergi dauður punktur“ 4. sæti Penninn Eymundsson 19. nóv. Almennt efni 5. sæti Almennt efni Bókabú›ir MM 19. nóv. FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, átti fundi með Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanns, á þriðjudag í höfuðstöðvum SÞ í New York. Þá heimsóti forsetinn m.a. Norræna húsið (Scandinavia House) í New York og ræddi við stjórnendur þess um verkefni sem tengjast Ís- landi. AP Forseti Íslands á fundi með Kofi Annan GEORG Kr. Lúðvíksson, forstjóri Útlendingastofnunar, segir stöðu hjónanna frá Úsbekistan og Afgan- istan ekkert breytta þrátt fyrir að þeim hafi fæðst sonur í fyrradag. Nú séu þau bara orðin þrjú sem sæki um pólitískt hæli hér á landi í stað tveggja umsækjenda áður. „Við er- um að vonast til að geta birt þeim okkar niðurstöðu á föstudaginn,“ segir hann og þá verður ljóst hvort stjórnvöld veita þeim heimild til að búa á Íslandi. Þegar barn erlends ríkisborgara fæðist á Íslandi fær það sama rík- isfang og foreldranir. Samkvæmt ís- lenskum lögum myndi ríkisborg- araréttur barnsins vera sá sami og móðurinnar. Jana Sana er frá Úsbekistan og er kristinnar trúar en maður hennar, Ramin Sana, er múslimi og frá Afg- anistan. Þau komu hingað til lands í febrúar eftir að hafa flúið fordóma í heimalöndum sínum. Í mars sl. sóttu þau um pólitískt hæli og vilja setjast hér að. Enn hefur ekkert svar borist frá Útlendingastofnun. Georg segir umsóknarferlið hafa dregist á meðan athugað sé hvort hjónin séu með umsókn um hæli eða landvist til meðferðar í öðru ríki. Í Dyflinnarsamningnum svokallaða, sem Ísland, Noregur og Evrópusam- bandslöndin eru aðilar að, mega hælisleitendur einungis vera með umsókn í gangi í einu aðildarland- anna. „Ef viðkomandi hefur leitað hælis í einhverju öðru samningsríki þá á að meðhöndla hans mál þar,“ segir Georg. Ekkert bendir til að þau Jana og Ramin hafi sótt um landvistarleyfi eða hæli í öðru ríki áður en þau komu hingað til lands. Forstjóri Út- lendingastofnunar segir þau hafa komið beint til Íslands með milli- lendingu í París. „Þeirra mál fær fulla meðhöndlun á Íslandi.“ Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, segir þetta mál ekki hafa komið inn á borð ráðuneytisins enda til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Verði nið- urstaðan hjónunum í óhag hafa þau tækifæri til að kæra til ráðuneyt- isins. Aðeins örfáum synjað um að flytjast hingað Aðspurður hvort það sé ekki sjálf- sagt að friðsælir borgarar fái að setjast að á Íslandi og leggja ís- lensku samfélagi lið eins og aðrir segir Georg Kr. Lárusson það nán- ast vera svo. „Það er einungis örfá- um synjað um að flytjast til Íslands,“ segir hann en þetta sé ákveðið ferli sem þurfi að fylgja samkvæmt ís- lenskum lögum og reglum. Hjónin sem sækja um hæli vilja búa nýfæddum syni heimili á Íslandi Fá svar yfirvalda á föstudaginn Morgunblaðið/Árni Sæberg Þrír umsækjendur um pólitískt hæli í stað tveggja áður. 40 STÓRAR þýskar vél- byssur á fæti fundust í tékk- nesku farþegaþotunni sem varð að lenda í Keflavík á þriðjudag vegna sprengjuhót- unar. Vélin fór af landi brott í gær um kl. 14 athugasemda- laust. Sprengjuleitinni lauk upp úr klukkan þrjú í fyrri- nótt og fannst engin sprengja en þess í stað fundust vél- byssunar og að auki 55 merkjabyssur. Byssurnar voru í pörtum og engin skot- færi voru um borð. Svo virtist sem vopnin væru ekki ný af nálinni en í góðu ástandi engu að síður. Að sögn Jóhanns R. Bene- diktssonar sýslumanns á Keflavíkurflugvelli gætti ákveðinnar ónákvæmni í farmskrá vélarinnar og að lokinni könnun og samráði við viðeigandi aðila, var ákveðið að hleypa sendingunni áfram. Viðbúnaðarástandið sem skapaðist í fyrradag vegna sprengjuhótunarinnar var hið fjórða í röðinni á þremur ár- um. Vélin hélt áfram til New York í gær um kl. 14 og allir farþegarnir 174 með henni. Þýskar vélbyssur í farþega- þotunni OLÍUFÉLAGIÐ ESSO hækkaði í gær bensínlítrann um eina krónu, lítrann af dís- ilolíu um 1,70 krónur, lítrann af flotaolíu um 1,70 krónur og lítrann af svartolíu um 70 aura. Þá tilkynnti Olís að fyr- irtækið myndi hækka elds- neytisverð í dag og er um að ræða sambærilega hækkun og hjá Esso. Á heimasíðu Essu segir að frá síðustu verðbreytingu Ol- íufélagsins hinn 1. október hafi verið töluverðar sveiflur á heimsmarkaðsverði á elds- neyti. Allar tegundir elds- neytis hafi hækkað þó svo að meiri hækkanir hafi orðið á gasolíutegundum vegna vetr- arkomu. Hækkun nú nægir ekki Þá segir að framangreind verðbreyting nægi ekki til að mæta þróun heimsmarkaðs- verðs en sé gerð í þeirri trú að heimsmarkaðsverð muni fremur lækka á næstunni. Eftir breytinguna er bens- ínverðið 93,60 kr. lítrinn af 95 oktana bensíni á sjálfsaf- greiðslustöðvum ESSO á höf- uðborgarsvæðinu og á ESSO Express stöðvum 92,40 kr. Olíufélögin hækka bensínverð 17 ÁRA piltur hefur játað á sig bankaránið í Sparisjóði Hafn- arfjarðar síðastliðinn föstudag. Lögreglan í Hafnarfirði handtók piltinn á þriðjudag, grunaðan um bankaránið. Við yfirheyrslur hjá lögreglu játaði pilturinn verknaðinn og vísaði á hluta þýfisins. Öðru hafði hann eytt. Pilturinn hefur nú verið látinn laus úr haldi lögreglu og telst málið upplýst. Bankaránið í Hafnarfirði Ungur piltur játar á sig ránið DAGNÝ Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði á Al- þingi í gær að ekki mætti láta um- ræðuna um styttingu námstíma til stúdentsprófs lykta um of af því að einungis eigi að spara peninga. Um- mælin féllu í umræðum utan dag- skrár um styttingu náms til stúd- entsprófs. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðunnar. Hann vitnaði m.a. í skýrslu verkefnis- stjórnar menntamálaráðherra, Tómasar Inga Olrich, um styttingu námstíma til stúdentsprófs. Skýrsl- an var kynnt í haust. Björgvin sagði að markmiðið með styttingu námsins hlyti að vera að búa nemendur undir frekara nám og störf á vinnumarkaði. Hann sagði tillögur verkefnishópsins tals- vert langt frá því að ná þessu mark- miði. „Þar er t.d. lagt til að nám til stúdentsprófs sé skorið niður um 20% og að þannig náist hreinn sparnaður upp á 1,7 milljarða á ári. Það er því engu líkara en mennta- málaráðherra líti á lækkun útskrift- araldurs úr menntaskóla sem sér- staka sparnaðaraðgerð.“ Ráðherra tók fram í ræðu sinni að það væri misskilningur að þær tillögur sem kæmu fram í um- ræddri skýrslu væru endanlegar og óumdeildar. Hann sagði að í skýrsl- unni væru settar fram mismunandi hugmyndir um leiðir til að stytta nám til stúdentsprófs. Skýrslan væri þannig útgangspunktur fyrir sjálfa tillögugerðina. Ráðherra sagði að nú lægi fyrir sú meg- instefna að stytta bæri nám til stúdentsprófs. Það lægi á hinn bóg- inn ekki fyrir með hvaða hætti stað- ið yrði að þeirri styttingu enda stæði sú vinna yfir. Hugað að brottfalli Í máli Dagnýjar kom m.a. fram að hún fagnaði umræðunni um styttingu náms til stúdentsprófs. Sagði hún tímabært að greiða fyrir því að nemendur gætu byrjað há- skólanám fyrir tvítugt. Hins vegar þyrfti að vanda vel til verksins. Hún sagði að umrædd skýrsla ráð- herra væri að mörgu leyti góð. Hún hefði þó hnotið um það hve umfjöll- un skýrslunnar væri einhliða um niðurskurð á námi í framhaldskóla. „Ég hefði viljað sjá frekari sam- anburð á námi milli Íslands og val- inna samanburðarlanda enda á það m.a. að liggja til grundvallar um- fjöllunar um málið.“ Birkir J. Jóns- son, þingmaður Framsóknarflokks- ins, gagnrýndi einnig skýrsluna og sagði að hún tæki ekki á þeim mikla vanda sem brottfall úr framhalds- skólum landsins væri. Hann sagði að kanna þyrfti áhrif á brottfall úr námi áður en skref væru stigin í þá átt að stytta námstíma til stúdents- prófs. Umræður utan dagskrár á Alþingi um styttingu náms til stúdentsprófs Umræðan má ekki lykta um of af sparnaði LÖGREGLAN á Selfossi fékk tvo karlmenn úrskurðaða í gæslu- varðhald í gær, vegna stórfellds fíkniefnamáls í Ölfusi þar sem 700 kannabisplöntur voru haldlagðar við húsleit. Alls voru fjórir einstaklingar handteknir en tveimur þeirra var sleppt að loknum yfirheyrslum. Gæsluvarðhald hinna er til 26. nóvember. Rannsókn málsins hef- ur farið fram bæði í Reykjavík og á Selfossi og við húsleitir sem gerðar voru eftir haldlagningu kannabisplantnanna fannst meira af fíkniefnum. Rannsókn málsins heldur áfram hjá lögreglunni á Selfossi. Hald lagt á 700 kannabisplöntur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.