Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Jón er kominn til að segja bæ bæ. Athafnakonur – sýning og ráðstefna Auka umræðu og sýnileika Undanfarnar vikurhefur ráðstefnu-og sýningaröðin Athafnakonur farið um landið. Þar sýna fyrirtæki sem eru í eigu kvenna og fengið hafa styrk úr Kvennasjóði starfsemi sína og framleiðslu. Sam- hliða hafa verið haldnar ráðstefnur um atvinnu- þátttöku kvenna og fyrir- tækjastofnun þeirra. Á morgun og laugardaginn lýkur hringferðinni um landið í Ketilshúsinu á Ak- ureyri. Helga Björg Ragn- arsdóttir er í forsvari fyrir uppákomuna. – Segðu okkur eitthvað nánar frá því hvað hér er á ferðinni … „Síðasta áratug hefur félagsmálaráðuneytið veitt fé til kvennafyrirtækja eða til kvenna með viðskiptahugmyndir í þeim tilgangi að auðvelda aðgengi kvenna að fjármagni. En reynsl- an hefur verið sú til langs tíma að konur í atvinnurekstri njóta oft ekki sama stuðnings og karlar í atvinnurekstri. Ástæður þessa eru sjálfsagt margar og marg- víslegar. Jóhönnu Sigurðardótt- ur, þáverandi félagsmálaráð- herra, þótti ástæða til að eyrnamerkja atvinnurekstri kvenna einn sjóð og er Kvenna- sjóður þannig tilkominn. Í gegn- um tíðina hafa styrkir úr sjóðnum nýst mörgum fyrirtækjum vel og hefur framlag úr sjóðnum í ein- hverjum tilfellum jafnvel ráðið úrslitum um að viðskiptahug- myndir hafa orðið að veruleika. Sú hugmynd hefur verið á lofti undanfarin ár að sjóðurinn standi fyrir sýningu þar sem kvenfyr- irtæki sem fengið hafa styrk úr sjóðnum kynna starfsemi sína og framleiðslu og samhliða efna til málþinga um atvinnumál kvenna. Nú er þessi hugmynd orðin að veruleika því um helgina lýkur hringferð sýninga- og ráðstefnu- raðarinnar Athafnakonur um landið. Síðasta sýningin verður haldin í Ketilhúsinu á Akureyri. Samhliða verður ráðstefnan Frumkvöðlakonur haldin í Deigl- unni og má því segja að við leggj- um Listagilið undir okkur þessa helgi. Sýninga- og ráðstefnuröðin hófst á Seyðisfirði 10. október sl og hefur nú þegar komið við í Þorlákshöfn og Borgarnesi og lýkur eins og áður segir á Ak- ureyri dagana 21.–22. nóvember. Að Athafnakonum standa Kvennasjóður félagsmálaráðu- neytisins, Kvenréttindafélag Ís- lands og atvinnu- og jafnréttis- ráðgjafar Norðaustur- og Suðurkjördæmis. Sýningin verð- ur opnuð á morgun klukkan 16 og verður opin til klukkan 18. Opið er á laugardaginn svo frá 13 til 18. Samhliða er boðið upp á ör- námskeið fyrir konur í rekstrar- fræðum og verður námskeiðið haldið í Deiglunni klukkan 10 á laugardagsmorguninn. Námskeiðið er opið öll- um konum sem hafa áhuga á að efla rekstr- arþekkingu sína og er aðgangur ókeypis. Auk þess er haldin ráðstefna í Deigl- unni á laugardaginn þar sem við- fangsefnið er Frumkvöðlakonur. Á þessari ráðstefnu koma saman aðilar frá Byggðastofnun, Jafn- réttisstofu, Viðskiptaháskólanum á Bifröst, Háskólanum á Akur- eyri, Jafnréttisráðgjafi Akureyr- arbæjar, sveitarstjóri Raufar- hafnarhrepps og tveir frum- kvöðlar og ræða atvinnumál kvenna og þá sérstaklega stöðu kvenna sem frumkvöðla. Þess má geta, að alls hafa 700 manns séð sýningarnar og á sjötta tug sótt ráðstefnurnar.“ – Áherslur og tilgangur? „Tilgangur þessarar sýninga- og ráðstefnuraðar má segja að sé margþættur. Í fyrsta lagi er mik- ilvægt að gera atvinnurekstur kvenna sýnilegan. Í öðru lagi að auka umræðu um konur í at- vinnurekstri, en opinber umræða um atvinnumál er og hefur verið til langs tíma einsleit þar sem horft er fram hjá því að konur í atvinnurekstri standa hvergi nærri jafnvel að vígi og karlar þegar kemur að aðgengi að fjár- magni. En Sigríður Elín Þórð- ardóttir, sérfræðingur á þróun- arsviði Byggðastofnunar, mun einmitt fjalla um þetta ójafna að- gengi í erindi sínu á laugardeg- inum. Að lokum má segja að sýn- ingarhald eins og þetta, sem krefst mikillar skuldbindingar af sýnendum þar sem sýningin ferðast um landið, styrki tengsl- anet þessara kvenna, auki um- ræðu um atvinnumál meðal þeirra og styrki þær í sínu starfi og svo má auðvitað ekki gleyma að þetta er heilmikil markaðs- setning fyrir fyrirtækin.“ – Hvernig er þátttakan? „Yfir 40 fyrirtæki sýna og kynna starfsemi sína og fram- leiðslu á sýningunum. Fyrirtækin eru margvísleg en á sýningunni má finna áhugaverða hugbúnað- argerð, nytjalist, ný- sköpun í ullarvinnslu, heilsuvörur og margt fleira. Konurnar sem standa á bak við fyr- irtækin hafa margar hverjar mikla reynslu af atvinnu- rekstri og hafa jafnvel rekist á margar hindranir á leið sinni. það er mín reynsla að Athafnakonur sem kynna fyrirtæki sín á sýning- unni eru atorkumiklar konur sem oft og tíðum byrjuðu með tvær hendur tómar og hafa náð að byggja upp sterk fyrirtæki á reynslu, þekkingu og þraut- seigju.“ Helga Björg Ragnarsdóttir  Helga Björg Ragnarsdóttir er fædd 1. janúar 1973 á Akureyri. Hún er BA í félagsfræði frá HÍ 1999 og MS í viðskiptafræði frá HÍ 2003. Hún á tvo syni, Ragnar Steinþórsson 4 ára og Þorstein Elvar Þórsson 3 ára. Helga er at- vinnu- og jafnréttisráðgjafi í Norðausturkjördæmi, en Byggðastofnun og félagsmála- ráðuneytið standa sameiginlega að þeirri stöðu sem ætlað er að vinna að því að bæta efnahags- lega og félagslega stöðu kvenna í kjördæminu, fjölga atvinnutæki- færum o.fl. Hafa jafnvel rekist á marg- ar hindranir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.