Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði á Al- þingi í gær að hann teldi alls ekki hægt að úti- loka að til lagasetningar komi til að hindra frekari samþjöppun á fjölmiðlamarkaði. Þá sagði Davíð að ekki væri boðlegt hvernig einn stærsti banki þjóðarinnar tæki þátt í við- skiptabrellum eins og þeim sem verið hefðu í kringum nýleg eigendaskipti á Stöð 2. Þessi ummæli féllu í svari við fyrirspurn Álfheiðar Ingadóttur, varaþingmanns Vinstrihreyfing- arinnar –græns framboðs, um þróunina á fjöl- miðlamarkaðnum. Svar Davíðs fer í heild hér á eftir: „Ég vil þakka háttvirtum þingmanni, Álf- heiði Ingadóttur, það að vera fyrst til að hreyfa þessu mikilvæga máli hér í þinginu. Varðandi fyrirspurnina um það hvort þróun mála á fjöl- miðlamarkaði að undanförnu hefði verið til um- fjöllunar í ríkisstjórn er því til að svara að það hefur borið á góma í ríkisstjórn en ekki verið rætt með formlegum hætti – svo það sé nefnt. Ég hygg að það sama eigi við um þingflokka stjórnarflokkanna. Varðandi síðari spurninguna, þ.e. hvort for- sætisráðherra telji koma til greina að sett verði lög til að hindra frekari samþjöppun á fjöl- miðlamarkaði og tryggja betur en nú er gert að fjölmiðlar séu sjálfstæðir og óháðir, þá tel ég að það sé alls ekki hægt að útiloka að til slíkrar lagasetningar komi. Það mætti jafnvel færa fyrir því rök að í því fælist tómlæti af hálfu þingsins við núverandi aðstæður að láta ekki koma til athugunar a.m.k. slíka lagasetningu. Víðast hvar í heiminum þar sem ég þekki til gilda slíkar reglur. Það er þó ekki undantekn- ingarlaust og við tilheyrum – svo merkilegt sem það er – undantekningunum hvað þetta varðar. Til að mynda í Bandaríkjunum er bann- að að þeir sem eigi dagblöð eigi jafnframt sjón- varpsstöðvar. Það er lagt blátt bann við því. Þó er það svo í Bandaríkjunum að Bandaríkja- menn ganga afar langt – dómstólar til að mynda – í að tryggja tjáningarfrelsi það sem stjórnarskráin bandaríska tryggir. Í Svíþjóð mun það vera svo að dagblöð – áskrift- ardagblöð til að mynda sem koma út og menn líta þannig á að séu til þess fallin að skapa frjóa og fjölbreytta umræðu – njóta niðurgreiðslu til áskrifenda til þess að tryggt sé að slík blöð fái þrifist. Menn líta þannig á að kosningarétt- urinn hinn almenni sé ekki virkur nema um- ræða í fjölmiðlum sé tiltölulega fjölbreytt og frjáls. Ég minni á að það kom nýlega fram í við- tali við fræðimann hér, að þegar eigendur Dag- ens Nyheter ætluðu að kaupa Sænska dag- blaðið skipti ríkisstjórnin sér af því og kom í veg fyrir það – til að koma í veg fyrir það að þarna yrði um samþjöppun að ræða. Fréttamenn ágætir tala jafnan um það að fréttaeiningar fjölmiðlanna séu afar sjálf- stæðar og vel má vera að það sé þannig að verulegu marki. Þó er það þannig að víðast hvar í heiminum er talið að eignarhaldið ráði úrslitum í þeim efnum; það er eignarhaldið sem leiði til þess með hvaða hætti viðkomandi fréttastofa eða fréttaeining er skipuð í upphafi og það muni síðan hafa áhrif á það hvernig fréttastofan vinnur þó að kannski eigendur séu ekki daglega að skipta sér af því hvernig frétta- stofurnar séu reknar. Þannig að það er eign- arhaldið sem skiptir þar meginmáli. Og auðvit- að er það rétt sem háttvirtur þingmaður [Álfheiður Ingadóttir] sagði, að það er fyrsta skilyrðið að eignarhaldið sé ljóst. Hér bjuggum við við það varðandi eitt dagblað að það hafði enginn hugmynd um það mánuðum jafnvel ár- um saman hverjir áttu það blað. Og þeir eig- endur gátu síðan látið það blað skjóta á and- stæðinga sína ímyndaða eða raunverulega eftir atvikum úr launsátri frá því blaði. Þetta myndi hvergi í heiminum vera látið líðast. Nú standa mál þannig til að mynda í dag að það veit eng- inn hver á Stöð 2. Það veit enginn hver á Stöð 2 – aðra og einu frjálsu sjónvarpsstöðina í land- inu svo við notum orðið frjálsa án þess að halla nokkuð á ríkisútvarpið – ég tel ekki að það eigi að gera það. En stundum er látið í veðri vaka að Kaupþing Búnaðarbanki eigi þessa stöð. En það er einnig látið í veðri vaka að tiltekinn nafn- greindur einstaklingur í kaupsýslu eigi nú þeg- ar orðið þessa stöð. Og þetta er auðvitað al- gjörlega óboðlegt að slík aðstaða sé uppi.“ Bankar komnir út á hála braut „Og það er reyndar ekki boðlegt heldur að einn af stærstu bönkum þjóðarinnar taki þátt í viðskiptabrellum af þessu tagi og hafi ekki sína hluti á tæru gagnvart almenningi í þessum efn- um. Það er ekki búandi við það. Og reyndar er maður mjög hugsandi orðinn yfir því, svo mað- ur komi því nú að hér, með hvaða hætti ís- lensku bankarnir, allir stærstu bankarnir, eru farnir að haga sér með afskiptum sínum og inn- gripum í íslenskt atvinnulíf. Þar eru menn komnir út á mjög hála braut að mínu viti. Og ég sem hef trúað og stutt og verið stoltur af því að standa fyrir einkavæðingu á slíkum bönkum tel jafnframt að það eigi að reyna að halda þessum bönkum að sínum verkefnum og að þeir séu komnir langt út fyrir þau mörk sem þeir eiga að sinna og skyldum gagnvart almenningi í þeim efnum, svo ég bæti því nú við fyrirspurn háttvirts þingmanns. Ég vona að ég sé ekki að fara út fyrir ramma með því.“ Nokkrir þingmenn tóku þátt í umræðunni og undir lok hennar vísaði Davíð til spurninar Ás- geirs Friðgeirssonar, Samfylkingu, um það hvað Davíð teldi að til þyrfti til að setja lög um samþjöppun á fjölmiðlamarkaði. Um það sagði Davíð: „Ég hef ekki hugsað það mál til enda. Svona mál eru nýkomin upp í þeim brennidepli sem þau eru nú. Ég hef hins vegar vakið at- hygli á því hvaða reglur gilda sums staðar ann- ars staðar. Ég hef hins vegar haft mjög skamman tíma til að láta vinna það og láta gera það betur þannig að þær upplýsingar liggi frek- ar fyrir. En til viðbótar við það sem ég hef áður nefnt, til að mynda varðandi Bandaríkin, en þar er ekki bara þeim sem eiga dagblöð bannað að eiga sjónvarpsstöðvar, því þar er bannað að einn aðili eigi sjónvarpsstöð sem nær til meira en 35% áhorfenda. Það er lagt bann við því. Menn nefna síðan markaðinn og samkeppnina hina almennu hvort hún geti ekki leyst þetta mál. Það snertir auðvitað viðkvæman streng í mínu brjósti. Það fyrsta sem mér dettur í hug er að markaðurinn eigi auðvitað að leysa þetta mál. En það sýnir einmitt sérstöðu á þessum markaði – sem er út af fyrir sig samkeppn- ismarkaður – að við erum öll tilbúin til þess á þessu markaðssviði að reka ríkisrekna starf- semi, ríkisútvarp. Ég er tilbúinn til þess og hygg að flestir hér inni séu tilbúnir til þess. Það segir heilmikla sögu um það sérstaka eðli sem er á þessum markaði að menn vilja tryggja að ákveðinn stofnun sé rekin með tilteknum hætti, undir ákveðnum reglum, inni á þessu markaðs- sviði. Og meira að segja harðir einkavæðing- armenn eins og ég geta ekki hugsað sér að einkavæða Ríkisútvarpið. Það segir allt sem segja þarf um þennan markað. Þannig að sam- keppnin leysir ekki þetta mál. Því miður.“ Lagasetning er ekki útilokuð Forsætisráðherra svarar fyrirspurn um samþjöppun á fjölmiðlamarkaði ÞINGMENN sem þátt tóku í um- ræðum um fjölmiðlamarkaðinn á Alþingi í gær voru flestir sammála um mikilvægi þess að almenningur væri upplýstur um eignarhald á fjölmiðlum. Álfheiður Ingadóttir, varaþingmaður Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs, var máls- hefjandi umræðunnar en Davíð Oddsson forsætisráðherra var til andsvara. Svar Davíðs er birt í heild hér á síðunni. Álfheiður sagði í upphafi máls síns að fjölmiðlar væru ein af meg- instoðum lýðræðislegrar stjórn- skipunar. Þeir væru hið svokallaða fjórða vald og að margra mati jafn- vel hið öflugasta í nútímasamfélagi. „Það ætti reyndar að vera óþarft að fjölyrða hér á hinu háa Alþingi um mikilvægi þess að í fjölmiðlum ríki fjölbreytni og að tjáningar- frelsi fjölmiðla verði ekki hnekkt eða það bundið í klafa hagsmuna- eða viðskiptablokka. En á íslensk- um fjölmiðlamarkaði – eins og reyndar á fleiri sviðum samfélags- ins og viðskiptalífsins – er stefnt óðfluga í fákeppni og samþjöppun. Ýmsir hafa lýst sérstökum áhyggj- um af þessari þróun því fákeppni er trúlega hvergi verri en einmitt í fjölmiðlum,“ sagði hún. Lítil skil og jafnvel lágir múrar á milli „Inn í þessa umræðu hefur einn- ig blandast sú staðreynd að engin trygging er fyrir því í lögum að eigendur fjölmiðla þurfi að upplýsa almenning um eignarhald sitt á þeim. Vísbendingar hafa einnig komið fram um að a.m.k. stundum séu lítil skil og jafnvel lágir múrar milli fjárhagslegs rekstrar og rit- stjórnanna bæði á prentmiðlum og á ljósvakamiðlum.“ Álfheiður sagði nauðsynlegt að fjölmiðlar nytu frelsis og sjálfstæð- is „en ég tel jafnframt mjög nauð- synlegt að almenningur viti hverjir eigi fjölmiðla. Ég tel að sjálfstæði þeirra og frelsi verði ekki ógnað með lagasetningu þar um. Sú stað- reynd að viðskiptablokkir og jafn- vel bankar eru farnir að slást um eignarhald á fjölmiðlum í landinu vekur reyndar spurningar um hvort setja eigi enn frekari skorður við eignarhaldið á þessum markaði til að hindra óæskileg hagsmuna- tengsl. Samþjöppun eigna og valds á þessu sviði þjóðfélagsins getur nefnilega orðið lýðræðinu varasöm og sama þróun gæti í rauninni leitt til þess að allir fjölmiðlar í landinu fyrir utan Ríkisútvarpið kæmust á sömu hendur. Enda hefur þessi umræða öll orðið til þess að mönn- um er nú ljósara en áður mikilvægi þess að hafa hér öflugt ríkisútvarp í landinu og er það vel. En vegna þessarar samþjöppunar og umræðu sem orðið hefur á undanförnum vikum hef ég leyft mér að spyrja hæstvirtan forsætisráðherra svo- felldra spurninga. Í fyrsta lagi: Hefur þróun mála á fjölmiðlamark- aði að undanförnu verið til umfjöll- unar í ríkisstjórninni? Og í öðru lagi: Telur ráðherra koma til greina að sett verði lög til að hindra frekari samþöppun á fjöl- miðlamarkaði og tryggja betur en nú er gert að fjölmiðlar séu sjálf- stæðir og óháðir? Nokkrir þingmenn tóku einnig þátt í umræðunum. Kolbrún Hall- dórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði m.a. að það væri nauðsynlegt að tryggja að almenn- ingur vissi hverjir ættu fjölmiðlana. Þannig vissi almenningur hverra hagsmuna væri verið að gæta ef hlutleysis væri ekki gætt í viðkom- andi fjölmiðli. „Það er að sama skapi afar nauðsynlegt að ríkis- stjórnin og stjórnvöld á hverjum tíma gái að sér varðandi stjórn sína og vald í Ríkisútvarpinu. Að öðrum kosti verður Ríkisútvarpinu – sem er almannaútvarp í þjóðareign – stefnt í voða og breytt úr óháðum frjálsum fjölmiðli í ríkisstjórnarút- varp sem örugglega enginn vill.“ Tregur til að setja lög Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist ákaf- lega tregur til að setja lög um fjöl- miðla. „Við höfum búið við það hér í okkar lýðræðissamfélagi að fjöl- miðlar hafa leikið og starfað án verulegs lagaramma. Ég tel að það sé æskilegast. Fjölmiðlar eru fjórða valdið. Það þýðir að þeir eiga að vera sem óháðastir hinum þremur.“ Í máli Marðar kom einnig fram að hann tæki m.a. undir það að það þyrfti að gæta að gagnsæi um eig- endur og rekstur fjölmiðla. Þá sagði hann að það þyrfti að koma Ríkisútvarpinu í það horf að það gæti talist vera sjálfstæður og óháður fjölmiðill. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG, sagði eins og aðrir þing- menn að mikilvægt væri að fjöl- miðlar væru sjálfstæðir, óháðir og heiðarlegir og ennfremur að eign- arhald þeirra væri gegnsætt. Hann sagði samþjöppun í fjölmiðlaheim- inum varasama, fjölbreytni væri nauðsynleg. „Það er sérstaklega varhugavert ef umsvifamiklir aðilar í viðskiptum, sem jafnvel starfa í fákeppnisumhverfi þar, gerast jafnframt fjölmiðlakóngar,“ sagði hann. Helgi Hjörvar, þingmaður Sam- fylkingarinnar, sagði það einnig mikilvægt að það lægi fyrir hverjir eigi fjölmiðlana, þótt það gæti legið í lausu lofti á þeirri stundu sem verið væri að skipta um eigendur í stórum almenningshlutafélögum. Helgi sagði ennfremur að það væri ósmekklegt hjá forsætisráðherra, Davíð Oddssyni, að ráðast á nafn- greinda einstaklinga, aftur og aftur úr ræðustóli Alþingis að þeim ein- staklingum fjarstöddum. Margir þingmenn tóku til máls um fjölmiðlamarkaðinn í fyrirspurnartíma á Alþingi Almenningur viti hverjir eigi fjölmiðla Morgunblaðið/Þorkell Málshefjandinn Álfheiðir Ingadóttir , varaþingmaður VG, á Alþingi í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.