Morgunblaðið - 20.11.2003, Side 11

Morgunblaðið - 20.11.2003, Side 11
Ásgeir Friðgeirsson, þingmaður Samfylkingarinnar, talaði einnig um mikilvægi þess að eignarhald á fjölmiðlum væri lýðum ljóst og Margrét Frímannsdóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, tók í sama streng. Sagði hún að um það þyrfti að setja skýrar reglur. Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, sagði m.a. um samkeppn- isstöðu fjölmiðlanna, að hér á landi væri Samkeppnisstofnun. „Og það má velta því fyrir sér hvort það hafi t.d. áhrif á útbreiðslu fjölmiðla eða hversu öflugir þeir eru hvort þeir hafi óeðlileg tök t.d. á auglýs- ingamarkaði. Og það má velta upp því samhengi sem er milli sterkrar stöðu eigenda á fjármálamarkaði og hvaða áhrif það hefur á eðlilega fjölmiðlun og fréttaflutning í land- inu.“ Varlega þarf að fara Einar K. Guðfinnsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, gerði eins og aðrir eignarhald á fjölmiðlum að umtalsefni. Hann sagði að fara þyrfti varlega í löggjöf á þessu sviði. Samt sem áður þyrftu menn að huga að því hvort gera þurfi kröfu um að það liggi fyrir með skýrum hætti hvert eignarhald á fjölmiðlum er, a.m.k. þeirra fjöl- miðla sem eru hvað áhrifamestir. Hann sagði í þessu sambandi að sérkennilegur farsi hefði farið af stað á þessu ári þegar eigendur Fréttablaðsins og ritstjórn þess hefðu farið undan í flæmingi þegar á það hefði verið minnst að upplýsa þyrfti hverjir væru eigendur fjöl- miðilsins. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 11 ®Fitulausa pannan® Smiðjuvegi 11, gul gata, Kóp. símar 568 2770 og 898 2865 • Opið 9-17 mán.-fös. Dönsk gæðavara - 2 ára ábyrgð  Glerkeramik húð  Steiking án feiti  Maturinn brennur ekki við  Þolir allt að 260° hita í ofni Grill- og steikarpönnur og pottar 15% jólaafsláttur dagana 18.-25. nóv. NÝJAR VÖRUR HADELAND • STENINGE SLOTT • KOSTA BODA ORREFORS • HÖGANÄS • BODA NOVA. Vandaðar heimilis- og gjafavörur Kringlan 8-12, sími 533 1322 Mörkinni 6 • Sími 588 5518 Opið laugardaga, kl. 10-16 Dúnúlpur Kápur stuttar og síðar hattar og húfur Yfirhafnir í úrvali Hamraborg 7, sími 544 4088 Veitum persónulega þjónustu Full búð af nýjum vörum Náttfatnaður frá ( Vanity Fair) kominn Undirfatnaður fyrir allar konur Jólafötin sem krakkarnir vilja Kringlunni - Smáralind Tré- og álrimlagardínur Sólvarnargardínur Felligardínur Flekar Strimlar NÝTT Bambusgardínur NÝTT Tauvængir og efni Smíðum og saumum eftir máli Stuttur afgreiðslutími Pílutjöld ehf. Faxafeni12, 108 Reykjavík s. 553 0095, www.pilu.is FORSETI Alþingis tilkynnti í upp- hafi þingfundar á Alþingi í gær að þingflokkur Frjálslynda flokksins hefði óskað eftir því að Sigurjón Þórðarson þingmaður tæki sæti Gunnars Örlygssonar þingmanns í allsherjarnefnd Alþingis. Í staðinn tæki Gunnar sæti Sigurjóns í fé- lagsmálanefnd þingsins. Sigurlín Margrét Sigurðardóttir varaþingmaður mun sitja í stað Gunnars í félagsmálanefnd þar til hann tekur sæti á Alþingi. Skv. upplýsingum frá þingflokki Frjáls- lynda flokksins er stefnt að því að hann taki sæti á þingi í byrjun des- ember. Gunnar var kjörinn á Alþingi sl. vor en tók ekki sæti á þingi í haust þar sem hann afplánaði fangelsis- dóm fyrir bókhaldsbrot og brot á lögum um stjórn fiskveiða. Allsherjarnefnd þingsins fjallar um málefni sem heyra undir dóms- málaráðuneytið, s.s. málefni á borð við löggæslu, dómstóla og fangelsi. Félagsmálanefnd fjallar hins vegar um málefni sem heyra undir félags- málaráðuneytið. Sigurjón tekur sæti Gunnars Allsherjarnefnd Alþingis AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.