Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR Einarsson, stjórnar- formaður Kaupþings Búnaðar- banka, sagðist spurður um ummæli forsætisráðherra og þingmanna aðeins geta tjáð sig fyrir þann banka sem hann væri talsmaður fyrir. Hann seg- ist almennt ekki telja að ástæða sé til að setja frekari reglur heldur en eru í gildi í dag varðandi fjármálastofnanir og banka, enda lendi þeir sem fari of geyst í þess- um efnum verst í því sjálfir. „Ef þeir vara sig ekki verða þeir fyrir fjárhagslegu tapi, það er sú almenna skoðun sem ég hef haft. Síðan hef ég jafnframt bent á að ekki megi aðeins einblína á nei- kvæðu hliðarnar sem menn þykjast sjá í þessu, heldur verði einnig að líta á þær jákvæðu. Í því efni má t.d. benda á fyrirtæki sem minn banki hefur í gegnum tíðina fjár- fest í, s.s. Bakkavör, Össur, Flaga- Netcare og mörg fleiri. Þessi starf- semi okkar hefur að mörgu leyti gengið prýðilega vel, en vissulega höfum við líka orðið fyrir fjárhags- legu tjóni. Þannig að það er ákveð- ið jafnvægi í þessum málum sem auðvitað þarf að gæta að,“ sagði Sigurður. Í ræðu forsætisráðherra á Al- þingi í gær kom m.a. fram að stundum væri látið í veðri vaka að Kaupþing Búnaðarbanki ætti Stöð 2 en jafnframt látið í veðri vaka „að tiltekinn nafngreindur einstakling- ur í kaupsýslu eigi orðið þessa stöð.“ Þá sagði forsætisráðherra það óboðlegt að einn af stærstu bönk- um þjóðarinnar tæki þátt í „við- skiptabrellum af þessu tagi.“ Spurður um þessi ummæli for- sætisráðherra sagðist Sigurður að- eins geta sagt að bankinn væri ein- göngu að gæta sinna hagsmuna og hefði aldrei tjáð sig um eignaraðild á Norðurljósum. „Það er hins vegar þannig, og hefur reyndar komið fram og væntanlega hægt að sjá í hluthafa- skrá Norðurljósa, að bankinn á þarna um 14% og jafnframt hefur það margítrekað komið fram að bankinn er stór kröfuhafi á fyr- irtækið. Það eina sem bankinn hef- ur hingað til verið að gera er að reyna að tryggja það að kröfurnar sem bankinn á fáist endurgreiddar. Í því verkefni höfum við verið í við- ræðum við fjölmarga aðila. Mér vitanlega hafa engin eigendaskipti orðið á Norðurljósum enn sem komið er,“ sagði Sigurður. Hann sagði jafnframt ótímabært að tjá sig um það hvert eignarhald- ið á Norðurljósum yrði í framhald- inu, enda ætti eftir að ganga frá fjölmörgum atriðum áður en það mundi liggja fyrir. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaup- þings Búnaðarbanka Ótímabært að tjá sig um eignar- hald á Norð- urljósum JÓN Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir núverandi eignarhald á Norðurljósum ekkert leyndarmál og það hafi verið ljóst frá því á laugardag eftir að samningar voru undirritað- ir. Samkvæmt því hafi Jón Ás- geir og félög honum tengd ásamt Kaupþingi Búnaðarbanka gengið sameiginlega að kaupum á ríflega 60% hlut Jóns Ólafssonar í Norðurljósum. „Það hefur aldrei verið óljóst frá laugardegi hverjir þessir aðilar væru. Það hefur alltaf komið fram þegar við höfum tjáð okkur um málið, að það værum við í sam- vinnu við Kaupþing,“ sagði Jón Ásgeir í samtali við Morgunblaðið í gær. Nú standi yfir viðræður þessara aðila og fleiri um framtíðareign- arhald Norðurljósa og sé stefnt að því að gera félagið að almennings- hlutafélagi. Ekki sé ljóst ennþá hverjir munu koma þar að borðinu. Jón Ásgeir Jóhann- esson, forstjóri Baugs Ekkert leyndarmál hverjir eiga Norðurljós BJARNI Ármannsson, bankastjóri Íslandsbanka, segir að bankinn hafi farið afar varlega hvað snerti eignarhald á fyr- irtækjum í tengslum við umbreytingar, spurður um gagnrýni for- sætisráðherra á Alþingi í gær þess efnis að bankarnir séu komnir inn á mjög hála braut með afskiptum og inngripum í íslenskt atvinnulíf. Bjarni segir að hann túlki um- mæli forsætisráðherra þannig að þau varði einkum eignarhald á fjölmiðlum og eignabreytingar í þeirri grein, sem verið hafa í brennidepli að undanförnu. „Að þeim eignabreytingum hefur Ís- landsbanki á engan hátt komið. Við höfum farið afar varlega hvað snertir eignarhald á fyrirtækjum í tengslum við umbreytingar. Það þarf ávallt að gæta mikillar varúðar í meðferð fjármuna sem bönkum er falið að ávaxta og mik- ilvægt að traust ríki. Það má segja að þetta séu einkunnarorð í störf- um okkar hjá Íslandsbanka. Bank- inn hefur nýverið keypt Sjóvá-Al- mennar, sem er fyrirtæki í skyldum rekstri. Markmiðið með þeim kaupum er að samþætta banka- og tryggingastarfsemi og auka þannig þjónustu við við- skiptavini beggja fyrirtækja,“ seg- ir Bjarni. Hann segir að Íslandsbanki hafi átt drjúgan þátt í þeim framförum sem orðið hafi í íslensku atvinnulífi á undanförnum árum. Þær hafi miðað að því að bæta samkeppn- ishæfni fyrirtækja og þar með lífs- kjör almennings. Því vilji bankinn halda áfram. Umhugsunarefni „Það er auðvitað ávallt umhugs- unarefni þegar forsætisráðherra landsins lýsir áhyggjum sínum á þennan hátt og eðlilegt að doka við, leggja mat á hvort hætta sé á tortryggni við núverandi skipulag og hvort ástæða sé til þess að bregðast við,“ segir Bjarni enn- fremur. Hann bætir því við að starfsemi íslenskra banka hlíti ströngum lögum og lúti eftirliti lögbærra eft- irlitsaðila, einkum Fjármálaeftir- litsins. „Lögin hér á landi eru í sam- ræmi við það sem tíðkast annars staðar í Evrópu, enda grundvallast þau á tilskipunum Evrópusam- bandsins. Lagagrundvöllurinn hér á landi er því mjög traustur og byggist á uppsafnaðari reynslu af- ar þróaðra fjármálamarkaða,“ seg- ir Bjarni Ármannsson að lokum. SIGURJÓN Þ. Árnason, banka- stjóri Landsbankans, segir að Landsbankinn starfi innan ramma þeirra reglna sem bönkunum séu settar spurð- ur um þá gagn- rýni forsætisráð- herra á Alþingi í gær að bankarn- ir séu komnir inn á mjög hála braut með af- skiptum og inn- gripum í íslenskt atvinnulíf. Sigurjón segir að hvað Lands- bankann varði þá starfi hann að þeim verkefnum sem hann hafi komið að innan ramma þeirra reglna sem bönkunum séu settar og þær reglur séu í samræmi við það sem tíðkist erlendis í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Það sé alþekkt að innan banka sé rekin bæði viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingarbankastarfsemi. Í Bandaríkjunum hafi meira að segja verið tekin ákvörðun um að renna þessari starfsemi saman eftir að hún hafi verið aðskilin í nokkur ár. Sigurjón segir að það sé enn mik- ilvægara að þessi starfsemi fari saman hér á landi en erlendis í ljósi þess hversu bankarnir á Íslandi séu smáir. Þessi starfsemi hafi verið rekin sitt í hvoru lagi hér á árum áður í einhverjum skilningi. Lands- bankinn hafi rekið Landsbréf og Ís- landsbanki VÍB og Kaupþing og Búnaðarbanki hafi verið sitt í hvoru lagi. „Nú hefur þetta allt verið sam- einað og það er einmitt þessi sam- tvinnun á viðskipta- og fjárfestinga- bankastarfsemi sem hefur gert bankana sterkari sem aftur hefur gert það að verkum að þeir hafa getað staðið mjög vel við bakið á mörgum af okkar fyrirtækjum. Ég held einmitt að þetta samspil hafi hjálpað bönkunum til þess að styðja við íslenskt atvinnulíf ekki síst til dæmis í útrás þess á erlenda mark- aði,“ segir Sigurjón. Hann nefnir í því sambandi fyr- irtæki eins og Össur, Baug, Pharmaco og bankana sjálfa í sinni eigin útrás. „Jafnframt hafa bank- arnir hjálpað til við það með þessari fjárfestingarbankastarfsemi sinni að sameina fyrirtæki og endur- skipuleggja íslenskt atvinnulíf og ég held einmitt að íslenskt atvinnulíf sé orðið nokkuð sterkt af þessum sökum,“ segir Sigurjón. Jákvæður þáttur Hann segir að því líti hann á þetta sem mjög jákvæðan þátt í starfsemi bankanna. „En að sjálf- sögðu er það þannig að bankarnir verða að fara eftir þeim reglum sem þeim eru settar og það er nauðsynlegt að þær reglur séu í samræmi við það sem gengur og gerist erlendis, eins og er í dag að því er ég held. Og ég fullyrði það að bankarnir séu að fara eftir þeim leikreglum sem þeim eru settar. Það er alla vega mín reynsla úr þeim banka sem ég vinn í,“ segir Sigurjón. Hann bendir á að verði skilið á milli fjárfestingar- og viðskipta- bankastarfsemi bankana myndi það takmarka mjög möguleika þeirra á að styðja við bakið á atvinnulífinu. Það sé gríðarlega mikilvægt að bankarnir séu stórir og öflugir og hafi mikið eigið fé, þar sem mögu- leikar þeirra á því að veita hverjum og einum viðskiptavina sinna fyr- irgreiðslu ráðist af því hversu hátt eigið féð þeirra sé. Ef þessi starf- semi verði aðskilin myndi það þýða lægra eigið fé og minni möguleika bankana á að styðja við bakið á ís- lensku atvinnulífi meðal annars í út- rás þess á alþjóðavettvangi. „Þetta var með öðrum hætti áður og þá var ekki sama gróskan og krafturinn í fjármálastarfsemi á Ís- landi. Ég held að sá kraftur hafi ekki bara skilað bönkunum ágóða heldur hafi hann líkað skilað miklu til atvinnulífsins og orðið því til góðs,“ segir Sigurjón ennfremur. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans Störfum innan ramma reglnanna Bjarni Ármannsson, bankastjóri Íslandsbanka Höfum farið afar varlega hvað snertir eignarhald Morgunblaðið leitaði í gær til stjórnenda viðskiptabankanna þriggja og forstjóra Baugs vegna þeirra um- ræðna sem fram fóru í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær um samþjöppun á fjölmiðlamarkaði. VIRÐISAUKASKATTUR á lyf- seðilsskyld lyf er 24,5% hér á landi og er það með því hæsta sem gerist á Norðurlöndunum og öðrum nágrannalöndum okkar. Í Svíþjóð og Bretlandi er enginn virðisaukaskattur á lyfseðilsskyld lyf, að því er fram kemur í úttekt Samtaka verslunarinnar á lyfja- málum. Í heildarúttekt Samtaka versl- unarinnar á lyfjamálum hér á landi, í Síriti um lyfjamál, kemur fram að einungis í Danmörku er virðisaukaskattur á lyfseðilsskyld lyf hærri en hér á landi, en þar er skatturinn 25%. Í Noregi er hann 24%, en mun lægri í öðrum ná- grannalöndum Íslands. Í Svíþjóð og Bretlandi bera lyfseðilsskyld lyf ekki virðisaukaskatt, skatt- urinn er 6% í Hollandi og 8% í Finnlandi. „Það að lækka virðisaukaskatt á lyf er kannski nærtækasta aðgerð- in sem hægt er að gera til að koma til móts við láglaunahópa í landinu,“ segir Hrund Rudolfs- dóttir, framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu. Hún bendir á að þeir sem kaupi aðallega lyf séu barnafólk og örorku- og ellilífeyrisþegar. 2,4 milljarðar í ríkissjóð Í Síriti um lyfjamál kemur fram að tekjur ríkissjóðs af virð- isaukaskatti á lyfjum árið 2001 voru um 2,4 milljarðar, sem eru um 3,3% af heildartekjum rík- isjóðs af virðisaukaskatti, sem var 72,1 milljarður þetta ár. Ekki er ljóst hversu hátt hlutfall af þessari upphæð er skattur af lyfseð- ilsskyldum lyfjum. Ljóst er að ef skatturinn þetta ár hefði verið 14% í stað 24,5% hefði ríkissjóður orðið af um einum milljarði króna. Lyf sem seld eru í lausasölu og eru ekki lyfseðilsskyld bera yf- irleitt sama virðisaukaskatt og lyf- seðilsskyld lyf í nágrannalönd- unum, fyrir utan að þau bera 17,5% til 25% skatt í Bretlandi og Svíþjóð. Hrund segir vel koma til greina að lækka eingöngu virð- isaukaskatt af lyfseðilsskyldum lyfjum. Hún segir að þá muni al- mennt séð þeir sem þurfa á lyfjum að halda til langframa fá lyf sem bera lægri virðisaukaskatt en þeir sem nota lausasölulyf við smá- kvillum á hærra skattþrepinu. Mætti lækka í þrepum Hrund segir það hugsanlegt byrjunarskref að lækka virð- isaukaskatt af lyfseðilsskyldum lyfjum niður í 14%, og segir ekki eðlilegt að þau beri sama skatt og lúxusvörur. „Mér finnst kannski eðlilegt að gera þetta í einhverjum þrepum, að hafa sér eitthvað lang- tímamarkmið. Þetta helgast svolít- ið af stefnu stjórnvalda í heil- brigðismálum yfir höfuð, en til lengri tíma gæti maður viljað sjá að hann falli niður algerlega,“ seg- ir Hrund. „Þetta hefur verið lengi í umræðunni en hefur einhvern- veginn fengið lítinn hljómgrunn. En nú finnst mér kannski blása ferskir vindar í umræðunni í heilbrigðismálum svo ég er bara að vona að þetta sé eitt af því sem verður tekið upp,“ segir Hrund. Anna Birna Almarsdóttir, framkvæmdastjóri Al-ban ehf. sem er ráðgjafarfyrirtæki í heil- brigðismálum, minnir á að lyf séu heilbrigðistæki sem þó beri fullan virðisaukaskatt, ólíkt öðrum heilbrigðistækjum. Aðspurð hvort lækka eigi virðisaukaskatt af lyfseðilsskyldum lyfjum segir hún kominn tíma til að tala um það. „Það er deilt mikið um lyfja- kostnaðinn sem er verið að tala um að sé svo mikil áþján, en tölu- verður hluti af því kemur aftur í kassann [með virðisaukaskatt- inum].“ Telja athugandi að lækka virðisaukaskatt á lyfjum     !" #$%                                      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.