Morgunblaðið - 20.11.2003, Side 13

Morgunblaðið - 20.11.2003, Side 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 13 SKÚLI Eggert Þórðarson skatt- rannsóknarstjóri segir að það sé grundvallaratriði um starfsemi embættisins al- mennt talað að skaða ekki rann- sóknarþola meira en nauð- syn krefji vegna hagsmuna þeirr- ar skattrann- sóknar sem sé í gangi. Komið hefur fram að beðið var með athugun á starfsstöð Baugs og Gaums í nokkra daga vegna viðskiptasamn- inga um kaup á erlendri tískufata- keðju. Skúli Eggert sagðist ekki geta tjáð sig um einstök mál, en það gildi almennt talað að reynt sé að skaða ekki rannsóknarþola og fara eins varlega við rannsóknina og mögulegt sé, enda sé kveðið á um það í lögum um meðferð opinberra mála. Skattarannsókn sé ekki áfellisdómur í sjálfu sér og og menn séu auðvitað saklausir þar til sekt sé sönnuð og því sé skylt að fara eins varlega og kostur sé í rannsóknum sem þessum. Hann bætti því við að embætti skattrannsóknastjóra gæti ekki tekið ábyrgð á fjölmiðlaumfjöllun. Ef fjölmiðill kæmist að einhverju í þessum efnum og slægi því upp væri það án alls vafa skaði fyrir viðkomandi fyrirtæki. Það væri líka skaði fyrir rannsóknina því hún gæti ekki farið fram í sínum eðlilega farvegi þar sem óviðkom- andi aðilar væru stöðugt að knýja á um upplýsingar, sem þó væri aldrei orðið við, auk þess sem hætta væri á að sögur kæmust á kreik sem endurspegluðu ekki al- veg raunveruleikann. Embættið tjáir sig ekki Skúli benti einnig á að það væri alveg grundvallaratriði að skatt- rannsóknarstjóri tjáði sig aldrei um það sem rannsóknarþoli segði. „Rannsóknarþoli getur raunveru- lega sagt það sem honum sýnist. Hann getur sagt að málið snúist um þetta eða hitt, en skattrann- sóknarstjóri tjáir sig aldrei um það á móti,“ sagði Skúli Eggert. Hann sagði að það hefði komið nokkrum sinnum fyrir að rann- sóknarþolar hafi gefið fjölmiðlum vísvitandi rangar upplýsingar um málatilbúnað skattrannsóknar- stjóra og embættið geti ekki svar- að því á neinn hátt vegna ákvæða um þagnarskyldu. Skúli Eggert Þórðarson skattrann- sóknarstjóri um rannsóknir mála Reynt að fara eins varlega og mögulegt er arnir rita ferðalýsingar og frásagn- ir af þeim umbrotatímum þegar Ís- lendingar lögðu niður forna AFKOMENDUR þýska fræði- mannsins dr. Hans Kuhn, sem ferð- aðist um Ísland snemma á síðustu öld og tók mikið af myndum og safnaði gripum, hafa gefið Þjóð- minjasafninu þjóðlífs- og landslags- myndir úr þessum Íslandsferðum. Tilefnið er að út er komið hjá bóka- útgáfunni Erni og Örlygi ritverkið Úr torfbæjum inn í tækniöld eftir Kuhn og þýska samstarfsmenn hans, Bruno Schweizer og Rein- hard Prinz, ásamt Árna Björnssyni þjóðháttafræðingi. Tómas Ingi Olrich mennta- málaráðherra tók við gjafabréfi frá afkomendum dr. Kuhns í útgáfuhá- tíð síðastliðinn sunnudag. Afhenti ráðherra síðan gjafabréfið þeim Ingu Láru Baldvinsdóttur, deild- arstjóra ljósmyndadeildar Þjóð- minjasafnsins, og Margréti Hall- grímsdóttur þjóðminjaverði. Á þriðja þúsund myndir í þriggja binda verki Ritverkið Úr torfbæjum inn í tækniöld er í þremur bindum, um 1.700 blaðsíður og með á þriðja þús- und myndum og teikningum sem fæstar hafa birst áður. Árni Björns- son ritar yfirlit um menningar-, stjórnmála- og atvinnusögu fyrstu áratuga 20. aldar og hinir höfund- lífshætti og vinnubrögð. Einnig prýða bækurnar myndir og teikn- ingar þeirra þriggja síðarnefndu. Morgunblaðið/Eggert Diðrik Jóhannsson, sonur Hans Kuhn, afhenti ráðherra gjafabréfið. Íslandsmyndir Hans Kuhn gefnar Þjóðminjasafninu ALÞINGI og framkvæmda- valdið er yfirskrift hádegis- málþings sem haldið verður í Norræna húsinu á morgun, föstudag. Það eru Íslands- deild Norræna stjórnsýslu- sambandsins og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórn- mála við Háskóla Íslands sem standa að málþinginu. Tryggvi Gunnarsson, um- boðsmaður Alþingis, mun halda inngangsfyrirlestur þar sem m.a. verður fjallað um þá þróun sem hefur átt sér stað í samskiptum Alþingis og framkvæmdavaldsins. Tilefni málþingsins er að fyrir rúmum 50 árum, eða 24. apríl, 1953 flutti Ólafur Jó- hannesson, þá prófessor við lagadeild HÍ, erindi með sama heiti á aðalfundi Ís- landsdeildar Norræna emb- ættismannsambandsins, for- vera Norræna stjórnsýslu- sambandsins. Þar fjallaði hann meðal annars um sam- skipti Alþingis og fram- kvæmdavaldsins, um þing- ræðisregluna, um eftirlits- hlutverk þingsins og hvort rétt væri að stofna embætti umboðsmanns þjóðþingsins. Málþing um Alþingi og fram- kvæmda- valdið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.