Morgunblaðið - 20.11.2003, Síða 16

Morgunblaðið - 20.11.2003, Síða 16
ERLENT 16 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti sagði í gær að í sumum tilvikum væri „yfirveguð valdbeiting“ það eina sem dygði til að „vernda okkur í óreiðukenndum heimi þar sem vald- beiting er allsráðandi“. Kom þetta fram í ræðu sem hann hélt í White- hall-höll í London, skömmu eftir há- degi í gær, á fyrsta degi opinberrar heimsóknar hans til Bretlands. Bush sagði ennfremur að ætíð heyrðust raddir sem á réttlætisfor- sendum mótmæltu valdbeitingu, og kvaðst fagna því sjónarmiði. „En ráðamenn eru ekki einungis dæmdir í ljósi góðra hvata. Almenningur hef- ur sett okkur þá skyldu á herðar að vernda sig, og sú skylda krefst þess á stundum að ofbeldismenn séu kné- settir með ofbeldi.“ Forsetinn minntist hryðjuverk- anna í Bandaríkjunum 11. septem- ber 2001 og varaði við aðgerðaleysi. „Það er huggun í voninni um að hættan sé liðin hjá…en það er vill- andi.“ Hryðjuverkamenn beini spjót- um sínum að saklausu fólki, og ef þeir fái vopn í hendur muni þeir „myrða milljónir, og ekki láta þar við sitja…Bölið blasir við. Afneitun mun einungis auka hættuna“. Bush sagði að ætlunarverk Breta og Bandaríkjamanna í heiminum væri það sama „umfram völd og hagsmuni. Við viljum að sem flestir njóti frelsis, og þess friðar sem frels- inu fylgir. Sameinaðar vinna þjóðir okkar nú að þessu markmiði í fjar- lægum heimshluta og færa fórnir vegna þess“. Minntist Bandaríkja- forseti þeirra bresku hermanna er fallið hafa í Írak. Tengsl Bretlands og Bandaríkjanna væru sterk, byggð á „sameiginlegum gildum“. ESB og NATO vinni saman Þá sagði Bush ennfremur, að nauðsyn væri á samstarfi Evrópu- sambandsins (ESB) og Atlantshafs- bandalagsins (NATO) til að bægja hættunni framvegis frá. NATO væri „farsælustu fjölþjóðasamtök sög- unnar“. Nauðsynlegt væri að Sam- einuðu þjóðirnar væru trúverðugar, því að hryðjuverkaógnin steðjaði að öllum heiminum og það krefðist þess að öll heimsbyggðin brygðist við. Það væri ekki nóg að bregðast við hætt- um heimsins með ályktunum – bregðast yrði við þeim með stað- festu. Bush bar saman uppgang alþjóð- legra hryðjuverkasamtaka og upp- gang nasista í Þýskalandi. „Hinar frjálsu þjóðir áttuðu sig ekki á bölinu sem við blasti, og því síður var nokk- uð tekið til bragðs.“ Minnti forsetinn á það lykilhlutverk sem Bandamenn hefðu gegnt við að koma á lýðræði í Þýskalandi að lokinni seinni heims- styrjöld. „Við megum aldrei gleyma því hvernig sameining Evrópu varð að veruleika.“ Forsetinn varaði við því að horfið yrði frá skuldbindingum bandalags- ríkjanna sem hefðu einsett sér að koma á lýðræði í Írak. „Verði lýðræði í Írak ekki að veruleika mun íraska þjóðin aftur búa við eymd, og landið falla í hendur hryðjuverkamanna sem vilja okkur feig.“ Frelsið, sem allir sækist eftir, sé vopn í baráttunni við alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi. Arafat verði sniðgenginn Bush gerði Mið-Austurlönd einnig að umtalsefni, og sagði nauðsyn á „lýðræðisbyltingu“ þar. Hvatti hann Evrópuríki til að fylgja fordæmi Bandaríkjanna og Ísraels og snið- ganga Yasser Arafat Palestínuleið- toga til þess að auka líkur á að fram kæmi nýr leiðtogi Palestínumanna. „Evrópskir leiðtogar ættu að láta af öllum stuðningi við alla palest- ínska ráðamenn sem bregðast þjóð sinni og svíkja málstað hennar,“ sagði Bush. „Yfirveguð valdbeiting“ á stundum eina vörnin George W. Bush segir Bandaríkja- menn og Breta eiga það sameigin- lega ætlunarverk að útbreiða frelsið London. AP. Reuters Bush Bandaríkjaforseti flytur ræðu sína í Whitehall í London í gær. ’ Bölið blasir við.Afneitun mun einungis auka hættuna. ‘ MÓTMÆLANDI með Bush-grímu fyrir andlitinu miðar leikfanga- byssu á annan mótmælanda með grímu sem líkist Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, í mið- borg Glasgow þar sem heimsókn George W. Bush Bandaríkja- forseta til Bretlands var mótmælt í gær. Hundruð mótmælenda efndu til „konunglegrar skrúðgöngu“ í London til að gera gys að heim- sókninni. Gangan var litskrúðug og meðal annars gat að líta „ást- arskriðdreka“ og fólk í klæðum vopnaeftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna og fanga í bandarísku flotastöðinni í Guantanamo á Kúbu. Karl og kona léku hlutverk George W. Bush Bandaríkja- forseta og Elísabetar Bretadrottn- ingar í skrúðgöngunni. Þau fóru fyrir göngumönnunum, sátu í hest- vagni og veifuðu til myndatöku- manna sjónvarpsstöðva og fólks sem fylgdist með göngunni. Venja er að gestir Bretadrottn- ingar í opinberum heimsóknum fari með henni í hestvagni á The Mall-breiðstrætinu sem liggur að Buckingham-höll. Hætt var við það að þessu sinni af öryggisástæðum. Tugir lögreglumanna fylgdust með mótmælunum sem voru um 350, sumir með Bush-grímur og aðrir í konunglegum klæðnaði. Ungur maður ók „ástarskrið- dreka“ sem var skreyttur hjarta- laga blöðrum og úr fallbyssunni kom grænn reykur. „Mér geðjast ekki að Bush og ég vildi að hann hefði aldrei komið hingað,“ sagði hann. Gera gys að heimsókninni AP !"#!$%&& ' ( ) * )  +  *  ,-        . )/ 0    11           !     "#$$ %&'(  (      "                ! "     #   $    "  %        ")$$ !"#!$ 23245%6% STJÓRNVÖLD í Suður-Afríku hafa samþykkt áætlun sem fel- ur í sér að innan fimm ára verði búið að tryggja öllum HIV- smituðum einstaklingum í landinu, þ.e. tæplega fimm milljónum manna, frían aðgang að alnæmislyfjum. Ákvörðunin þykir marka tímamót en ráða- menn í Suður-Afríku hafa lengi sætt gagnrýni fyrir að beita sér ekki nógu ötullega í baráttunni gegn útbreiðslu alnæmis. Manto Tshabalala-Msimang heilbrigðisráðherra greindi frá ákvörðun ríkisstjórnarinnar á fréttamannafundi í Höfðaborg í gær. Sagði hún að ýmis ljón væru enn í veginum, ráðast þyrfti í útboð, þjálfa þyrfti starfsfólk í heilbrigðisþjónust- unni vegna áætlunarinnar og koma upp miðstöðvum í öllum landshlutum þaðan sem lyfjun- um væri dreift til HIV-smit- aðra. „Ég vil ekki vekja falskar vonir en búið er að taka þessa ákvörðun. Nú er von,“ sagði hún. Fram að þessu hafa suð- ur-afrísk stjórnvöld hafnað öll- um kröfum um að HIV-smit- uðum yrði veittur aðgangur að alnæmislyfjum í gegnum heil- brigðiskerfi landsins. Kínverjar hóta Taívan KÍNVERSK stjórnvöld gagn- rýndu í gær harðlega sjálf- stæðistilburði forseta Taívans. Haft var eftir Taívansmálaráð- herra kínversku ríkisstjórnar- innar að stríð brytist út lýstu Taívanar yfir sjálfstæði. „Að- skilnaðaröflin munu gjalda þess dýru verði telji þau að við munum ekki beita valdi gegn samsæri þeirra um að mæla fyrir formlegu sjálfstæði,“ höfðu kínverskir fjölmiðlar eft- ir ráðherranum, Wang Zaixi. Forseti Taívan, Chen Shui- bian, hefur hafið baráttu sína fyrir endurkjöri í kosningum í mars á næsta ári. Chen tilheyr- ir Lýðræðislega umbótaflokkn- um sem vill að Taívanar lýsi yf- ir stofnun sjálfstæðs ríkis en Kínverjar líta á eyjuna sem „uppreisnarhérað“ er enn til- heyri meginlandsríkinu. Chen hefur í kosningabáttu sinni lagt á það áherslu að Taívan tilheyri ekki Kína. Hótun kínverska ráðherrans í gær er talin sú al- varlegasta sem borist hefur frá ráðamönnum í Peking í þrjú ár. Harðnandi valdabarátta VALDABARÁTTA forseta og forsætisráðherra Sri Lanka fór harðnandi í gær. Þing landsins kom þá saman og lýsti yfir því að tveggja vikna frestun á þinghaldinu, sem forseti Sri Lanka, stóð fyrir, hefði verið ólögleg. Forseti þingsins sagði að þingheimur myndi hundsa slíka tilskipun kæmi hún fram að nýju af hálfu Chandrika Kumaratunga, forseta Sri Lanka. Forsetinn hefði viljað „lama þingið“. Kumaratunga frestaði þinghaldi 4. þ.m. eftir að hún hafði rekið þrjá ráð- herra úr ríkisstjórn forsætis- ráðherrans Ranil Wickremes- inghe, sem hún vændi um að sýna linkind í friðarviðræðum við skæruliða Tamíla. En sér- fróðir segja deiluna birtingar- mynd heiftarlegrar baráttu forsetans og forsætisráð- herrans um völdin. STUTT Kúvent í S-Afríku

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.