Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 17 nrétting BLAÐAMAÐUR á breska dag- blaðinu Daily Mirror fékk vinnu í Buckingham-höll á fölskum forsend- um og starfaði þar í tvo mánuði. Seg- ir hann, að hefði hann haft það í huga, hefði hann líklega getað fyr- irkomið bæði Elísabetu drottningu og George W. Bush Bandaríkjafor- seta. Þetta nýjasta hneyksli varðandi öryggismál í Buckingham-höll átti sér stað á sama tíma og verið var að herða allt eftirlit vegna heimsóknar Bush en blaðamaðurinn, Ryan Parry, lét af störfum í höllinni í fyrradag, sama dag og Bush kom til Bretlands. Talsmaður Buckingham-hallar sagði í gær, að fyrirskipuð hefði ver- ið nákvæm rannsókn á þessu máli og David Blunkett, innanríkisráðherra Bretlands, ætlaði að ræða málið í neðri deild þingsins í gær. „Hefði ég verið hryðjuverkamað- ur, hefði ég auðveldlega getað myrt bæði drottninguna og Bush. Nú í morgun hefði ég raunar átt að þjóna til borðs lykilmönnum í bresku stjórninni ásamt þeim Condoleezzu Rice, ráðgjafa Bush í öryggismálum, og Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjamanna. Þannig er ástandið þrátt fyrir mestu öryggis- ráðstafanir, sem gripið hefur verið til í Bretlandi í manna minnum,“ seg- ir Parry en hann hafði meðal annars aðgang að einkaíbúðum í höllinni. Það var í ágúst síðastliðnum, að Parry svaraði atvinnuauglýsingu á heimasíðu Buckingham-hallar. Í um- sókninni nefndi hann ekki blaða- mennskuferil sinn en lét fylgja tvenn meðmæli, önnur tilbúin en hin raun- veruleg. „Hann er ágætur“ Piers Morgan, ritstjóri Daily Mirror, segir, að blaðið hafi beitt „einföldustu blekkingum og fengið út á þær ótrúlegan aðgang“. „Okkur til mikillar furðu og skelf- ingar kom í ljós, að okkar maður, sem hafði enga reynslu í þessu starfi, komst hindrunarlaust í návígi við helstu frammámenn landsins,“ sagði Morgan í viðtali við BBC, breska rík- isútvarpið. Sagði hann, að athugun á meðmælum Parry hefði verið „hreint hneyksli“. Einhver í höllinni hefði hringt á krána hans Parrys en hann hafði nefnt mann þar, sem gæti mælt með sér. „Sá maður var farinn og þá var hrópað um krána: „Þekkir einhver Ryan Parry?“ „Já,“ svaraði einn fastagestanna drafandi röddu. „Ég þekki hann. Hann er ágætur.““ Morgan sagði, að ákveðið hefði verið að láta Parry hætta sama dag og Bush kom til að hann og blaðið flæktust ekki í neitt ef einhver ör- yggisvandamál kæmu upp. Talsmaður Bandaríkjastjórnar sagði í gær, að hún treysti „enn ör- yggisráðstöfunum Breta“. Hneyksli í breskum öryggis- málum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.