Morgunblaðið - 20.11.2003, Side 17

Morgunblaðið - 20.11.2003, Side 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 17 nrétting BLAÐAMAÐUR á breska dag- blaðinu Daily Mirror fékk vinnu í Buckingham-höll á fölskum forsend- um og starfaði þar í tvo mánuði. Seg- ir hann, að hefði hann haft það í huga, hefði hann líklega getað fyr- irkomið bæði Elísabetu drottningu og George W. Bush Bandaríkjafor- seta. Þetta nýjasta hneyksli varðandi öryggismál í Buckingham-höll átti sér stað á sama tíma og verið var að herða allt eftirlit vegna heimsóknar Bush en blaðamaðurinn, Ryan Parry, lét af störfum í höllinni í fyrradag, sama dag og Bush kom til Bretlands. Talsmaður Buckingham-hallar sagði í gær, að fyrirskipuð hefði ver- ið nákvæm rannsókn á þessu máli og David Blunkett, innanríkisráðherra Bretlands, ætlaði að ræða málið í neðri deild þingsins í gær. „Hefði ég verið hryðjuverkamað- ur, hefði ég auðveldlega getað myrt bæði drottninguna og Bush. Nú í morgun hefði ég raunar átt að þjóna til borðs lykilmönnum í bresku stjórninni ásamt þeim Condoleezzu Rice, ráðgjafa Bush í öryggismálum, og Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjamanna. Þannig er ástandið þrátt fyrir mestu öryggis- ráðstafanir, sem gripið hefur verið til í Bretlandi í manna minnum,“ seg- ir Parry en hann hafði meðal annars aðgang að einkaíbúðum í höllinni. Það var í ágúst síðastliðnum, að Parry svaraði atvinnuauglýsingu á heimasíðu Buckingham-hallar. Í um- sókninni nefndi hann ekki blaða- mennskuferil sinn en lét fylgja tvenn meðmæli, önnur tilbúin en hin raun- veruleg. „Hann er ágætur“ Piers Morgan, ritstjóri Daily Mirror, segir, að blaðið hafi beitt „einföldustu blekkingum og fengið út á þær ótrúlegan aðgang“. „Okkur til mikillar furðu og skelf- ingar kom í ljós, að okkar maður, sem hafði enga reynslu í þessu starfi, komst hindrunarlaust í návígi við helstu frammámenn landsins,“ sagði Morgan í viðtali við BBC, breska rík- isútvarpið. Sagði hann, að athugun á meðmælum Parry hefði verið „hreint hneyksli“. Einhver í höllinni hefði hringt á krána hans Parrys en hann hafði nefnt mann þar, sem gæti mælt með sér. „Sá maður var farinn og þá var hrópað um krána: „Þekkir einhver Ryan Parry?“ „Já,“ svaraði einn fastagestanna drafandi röddu. „Ég þekki hann. Hann er ágætur.““ Morgan sagði, að ákveðið hefði verið að láta Parry hætta sama dag og Bush kom til að hann og blaðið flæktust ekki í neitt ef einhver ör- yggisvandamál kæmu upp. Talsmaður Bandaríkjastjórnar sagði í gær, að hún treysti „enn ör- yggisráðstöfunum Breta“. Hneyksli í breskum öryggis- málum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.