Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 18
ERLENT 18 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SÆNSKA áfengiseinkasalan, Systembolaget, rak á þriðjudags- kvöld þrjá háttsetta ráðamenn fyr- ir aðild að mútuhneykslinu sem skekið hefur stofnunina. Komið hefur í ljós að starfsmenn hafa þegið fé og aðra fyrirgreiðslu af áfengisbirgjum gegn því að hampa eftir mætti framleiðslu þeirra í hillum einkasölunnar. Ráðgert var að stjórn Systembolaget kæmi saman á fund í gærkvöldi til að ræða hvernig taka skuli á málum þeirra sem tengjast hneykslinu. Málið vekur meiri athygli en ella vegna þess að forstjóri System- bolaget, Anitra Steen, er sambýlis- kona Görans Perssons forsætis- ráðherra. Einn af mönnunum þrem var að sögn Dagens Nyheter útibússtjóri og hefur setið í stjórn Systembola- get. Hinir eru fyrrverandi útibús- stjórar en unnu á aðalskrifstof- unni. „Þeir eru sakaðir um brot í starfi þegar þeir voru útibússtjór- ar á tíunda áratugnum,“ sagði Lennart Agén, talsmaður System- bolaget, í gær. „Við munum nú at- huga hvaða afleiðingar brotin höfðu í starfi þeirra og upplýsa betur hvað gerðist.“ Stjórnarmaðurinn er sagður hafa fyrir rúmum áratug þegið tveggja daga dvöl í París og síðan dagsferð um vínhéraðið Champ- agne. Birgjarnir greiddu kostnað- inn. Að sögn Aftonbladet þáði hann einnig ferð til Mallorca árið 1993, kostnaður var borgaður af ráðgjafafyrirtæki. Nokkrum árum seinna fékk hann veiðiferð til Finnlands sem vodkaframleiðandi borgaði. Annar af hinum mönn- unum tveim mun einnig hafa tekið þátt í Frakklandsferðinni en hinn hafa verið með í viskí-leiðangri til Skotlands og fleiri ferðalögum. Hann fékk auk þess miða á nokkra íshokkíleiki. Að sögn sjónvarpsstöðvarinnar TV 4 hefur annar mannanna tveggja á aðalskrifstofunni meðal annars haft þann starfa að ferðast á milli útibúa Systembolaget og flytja fyrirlestra um siðferði. Þáðu viskíferð til Skotlands Mútuhneykslið í sænsku áfengis- einkasölunni vindur upp á sig SUÐUR-kóreskur bóndi lætur til skarar skríða gegn óeirða- lögreglumanni í Seoul í gær, þeg- ar tugir þúsunda s-kóreskra bænda efndu til mótmæla í borg- inni. Kröfðust þeir þess að stjórn- völd hættu við að skrifa undir frí- verslunarsamning við Chile, en bændurnir óttast að það muni leiða til innflutnings á ódýrum landbúnaðarafurðum. Reuters Bændur mótmæla í S-Kóreu PAUL Martin, fyrrverandi fjármála- ráðherra Kanada, mun taka við emb- ætti forsætisráðherra landsins af Jean Chrétien 12. desember. Til- kynnti Chrétien þetta á þriðjudaginn, en þess hefur verið beðið um allnokk- urt skeið að hann greindi frá því hve- nær nákvæmlega hann ætlaði að hætta. Martin, sem er 65 ára, var kjörinn formaður Frjálslynda flokks- ins í síðustu viku. Chrétien er 69 ára og hefur verið forsætisráðherra í um áratug. Hann kvaðst ætla að láta það verða eitt sitt síðasta embættisverk að sitja ráð- stefnu forsætisráðherra Samveldis- landanna í Nígeríu í næsta mánuði. Hann hafði gefið í skyn að hann myndi ekki láta af forsætisráð- herraembættinu fyrr en í febrúar, en skipulagsnefnd flokksins – þar sem stuðningsmenn Martins eru fjöl- mennir – ákvað að halda formanns- kosninguna nú í nóvember. Martin hefur um árabil sóst eftir forsætisráðherraembættinu, og í fyrra vék Chrétien honum úr embætti fjármálaráðherra eftir að Martin lýsti opinberlega yfir því að hann sæktist eftir að verða forsætisráðherra. Reuters Paul Martin ræðir við fréttamenn. Martin tek- ur við 12. desember Ottawa. AFP. Forsætisráðherra- skipti í Kanada HOMMAR og lesbíur í Massachus- etts fögnuðu þeim úrskurði æðsta dómstóls ríkisins að bann við hjónaböndum samkynhneigðra stangaðist á við stjórnarskrána og nokkur samkynhneigð pör sögðust ætla að gifta sig næsta vor þegar frestur þings ríkisins til að breyta lögunum rennur út. Mitt Romney, ríkisstjóri Massachusetts, og fleiri repúblik- anar fordæmdu hins vegar úr- skurðinn. Romney sagði þó að þingið gæti lítið gert annað en að reyna að breyta stjórnarskrá rík- isins þannig að hjónabönd yrðu skilgreind sem samband karls og konu. Stjórnarskrárbreyting getur þó ekki tekið gildi fyrr en í fyrsta lagi árið 2006 þar sem þingið þarf að samþykkja hana tvisvar, fyrir og eftir kosningar, og síðan þarf hún að fá stuðning meirihluta kjósenda ríkisins í almennri atkvæðagreiðslu. Því gæti svo farið að samkynhneigð pör í Massachusetts gætu gift sig þegar hálfs árs frestur þingsins til að breyta lögunum rennur út og þar til stjórnarskránni yrði breytt. Líklegt er að deilt yrði um hvort önnur ríki ættu að viðurkenna hjónabönd samkynhneigðra sem myndu gifta sig í Massachusetts. Alríkisþingið og þing 37 ríkja hafa samþykkt lög þar sem hjónabandið er skilgreint sem samband karls og konu. Líklega hitamál í kosningunum Þeir sem gagnrýndu úrskurðinn sögðu að hann yrði til þess að deil- an um hvort samkynhneigðir ættu að fá að ganga í hjónaband yrði eitt af helstu hitamálunum í kosning- unum á næsta ári. Þeir spáðu því einnig að repúblikanar reyndu að breyta stjórnarskrá Bandaríkjanna til að banna hjónabönd samkyn- hneigðra. George W. Bush Bandaríkja- forseti gagnrýndi úrskurðinn og sagði að hjónabandið væri „heilagt samband karls og konu“. „Ég ætla að vinna með leiðtogum þingsins og öðrum til að gera það sem þarf til að vernda helgi hjónabandsins.“ Samtök kristinna Bandaríkja- manna hvöttu þingið til þess að breyta stjórnarskránni til að banna hjónabönd samkynhneigðra. Þrír dómarar hæstaréttar Massachusetts voru andvígir úr- skurðinum og sögðu að dómstóllinn hefði farið inn á verksvið þingsins. Hann ætti að vernda réttindi borg- aranna en hefði tekið að sér það hlutverk „að búa til réttindi“. Fjórir dómarar réttarins komust hins vegar að þeirri niðurstöðu að bannið stangaðist á við stjórn- arskrána. „Rétturinn til að ganga í hjónaband hefur litla þýðingu ef í honum felst ekki réttur til að gift- ast þeim sem fólk velur,“ sagði í úrskurðinum. Ætla að „vernda helgi hjóna- bandsins“ Boston. AP, The Washington Post. BANDARÍKJAMENN vilja að samþykkt verði ný ályktun í örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna til að staðfesta þá ákvörðun að hernáms- veldin láti völdin í hendur innlendri ríkisstjórn í Írak í júní 2004. Heim- ildarmenn segja að verið sé að semja drög að slíkri ályktun í bæði Washington og London. Gera megi ráð fyrir að ályktunin verði sam- þykkt í ráðinu þótt vafalaust verði eitthvað deilt um orðalag. Stjórn George W. Bush Banda- ríkjaforseta lagði mánuðum saman áherslu á að framkvæmdaráðið í Írak, sem skipað er fulltrúum helstu þjóðarbrota og trúarhópa, ætti að semja drög að stjórnarskrá og láta efna til kosninga áður en Írakar fengju sjálfir völdin í landi sínu. Þar er Paul Bremer, fulltrúi Bandaríkjamanna, nú hæstráð- andi. En í liðinni viku skipti stjórn Bush skyndilega um stefnu. Fékk hún framkvæmdaráðið til að sam- þykkja áðurnefndar hugmyndir um að valdaafsalið færi fram þegar næsta sumar og bráðabirgðastjórn hæfi störf í lok júní en lýðræðislega kjörin stjórn tæki síðan við árið 2005. Gert er ráð fyrir að bráða- birgðaþing taki til starfa í maí næsta ár og fækkað verði verulega í hernámsliðinu þegar á næsta ári þótt nær öruggt sé að nokkur her- afli verði þar áfram. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á mánudag að til greina kæmi að leggja nýja ályktun fyrir öryggisráðið. Hann hafnaði hins vegar þeirri tillögu Frakka að valdaskiptin yrðu þegar fyrir árslok, menn þyrftu meiri tíma en sex vikur. „Ég sé ekki fyrir mér að þá verði til staðar hópur manna sem Írakar muni líta á sem lögmæta fulltrúa sína er gætu tekið að sér að gæta fullveldis og öryggis landsins og hafa umsjón með alþjóðlegri aðstoð [við Írak],“ sagði Powell. Vilja nýja ályktun um valdaskipti Bandaríkjamenn vilja að SÞ stað- festi stjórn heimamanna í Írak Sameinuðu þjóðunum. AP. LYFJAFYRIRTÆKIÐ Pfizer hefur tilkynnt að það muni gefa sýklalyf til að hægt sé að meðhöndla um 90 af hundraði þeirra 150 milljóna manna sem þjást af augnsýkingu sem leiðir til blindu. Er þetta mikill búhnykkur fyrir Sameinuðu þjóðirnar (SÞ), sem reynt hafa að vinna bug á þessari sýkingu, svokallaðri augnyrju. Vænta SÞ þess, að með lyfjunum frá Pfizer verði hægt að ná því mark- miði Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- arinnar, WHO, að útrýma sjúk- dómnum um 2020. Undanfarin fimm ár hefur lyfjafyrirtækið gefið átta milljón skammta af sýklalyfinu zithromax til meðhöndlunar á fólki sem þjáist af sjúkdómnum í níu fá- tækum löndum í Afríku og Asíu. Forstjóri Pfizer, Hank McKinnell, sagði að á næstu fimm árum yrðu gefnar 135 milljónir skammta af lyf- inu til viðbótar. Þetta væri stærsta gjöf á einkaleyfislyfi sem sögur færu af. Pfizer gefur lyf ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.