Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 20
SHMS - Leiðandi á heimsvísu í hótelstjórnun Meðlimur í Sambandi hótelskóla í Sviss Swiss Hotel Management School “Caux-Palace”, 1824 Caux-Montreux (Switzerland) SHMS, einn af stærstu og virtustu hótelstjórnunarskólunum í Sviss, býður þrjár alþjóðlegar námsgráður í þriggja ára námi. * Swiss Æðri diplóma í hótelstjórnun og ferðaþjónustu * Bandaríkin AH og MA diplóma í hótelstjórnun * Bretland BA gráða í hótel- og veitingastjórnun (Hospitality) / Ferðaþjónustu/ Umsjón viðburða og heilsulinda Einnig í boði: Meistaragráða, MBA, framhaldsgráða, nám fyrir fólk með starfsreynslu, sumarnám - möguleiki á mati úr öðrum skólum. * Launaðar lærlingsstöður á hverju námsári * Ráðningarþjónusta eftir námslok * Frábær aðstaða á fyrrum 5* “Caux-Palace” hóteli. Nánari upplýsingar fást hjá: SMHS EUROPE, Rudolfplatz 6, 50674 Koeln, Þýskalandi, sími: +49 - 221 - 258 5210, fax +49 - 221 - 258 5211 NETFANG: SHMSEUROPE@SHMS.COM WWW.SHMS.COM Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund skapti@mbl.is Oddur í Húsdýragarðinum | Eins og undanfarin ár verður þekktur stóðhestur til sýnis í Húsdýragarðinum í vetur. Að þessu sinni verður gæðing- urinn leirljósi Oddur frá Selfossi gestur garðsins. Oddur er fæddur árið 1987, undan hin- um þekkta Kjarval frá Sauðárkróki og Leiru frá Þingdal. Hann hlaut sinn hæsta dóm sem einstaklingur 1994 á Gadd- staðaflötum, þá 7 vetra, með aðaleinkunnina 8,48, 8,10 fyrir sköpulag og 8,86 fyrir hæfi- leika. Oddur hlaut heiðursverðlaun fyrir af- kvæmi á Landsmóti 2002 og þriðja sætið, aðaleinkunn kynbótamats er 121 stig. Hann er nú í eigu Hrossaræktarsambands Vest- urlands, Hrossaræktarsambands A- Húna- vatnssýslu og Einars Öders Magnússonar. Oddur kemur á hús um næstu mán- aðamót og mun dvelja hér fram á vor, gest- um og gangandi til ánægju, enda sannur hagaljómi á ferð, leirljósstjörnóttur og hvít- fextur.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Oddur frá Selfossi. Drengir í skólum | Fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins lögðu fram tillögu á þriðjudag í fræðsluráði Reykjavíkur, um aðgerðir til að bæta stöðu drengja í grunnskólum: „Í ljósi þeirra upplýsinga sem liggja fyrir um stöðu drengja í grunnskólum, og birtast m.a. í niðurstöðum samræmdra prófa og rann- sóknum á líðan og námsframgangi grunn- skólanema, er lagt til að fræðsluráð Reykjavíkur skipi starfshóp til að greina stöðu drengja í reykvískum grunnskólum og leggja fram tillögur til úrbóta. Í hópnum ættu sæti fulltrúar skipaðir af fræðsluráði, en einnig fulltrúar kennara og foreldra.“ Afgreiðslu tillögunnar var frestað, en bókaður stuðningur við hana, um leið og ákveðið var að byrja á því að halda sérstaka ráðstefnu um stöðu drengja í skólum.    Atvinnumál | Á fundi bæjarráðs Ólafs- fjarðar nýlega var lagt fram bréf frá Gunn- ari Þór Gunnarssyni frá síðustu mán- aðamótum, þar sem upplýst er um stofnun tveggja nýrra fyrirtækja í fiskvinnslu í Ólafsfirði. Fyrirtækin vinna aukaafurðir úr fiski og er markmiðið að skapa allt að 15 ný störf. Það væri fyrirtækjunum mikill feng- ur ef Ólafsfjarðarbær sæi sér fært að styrkja uppbyggingu þeirra með ein- hverjum hætti. Sveitarstjórn Aust-urbyggðar hefursent frá sér ályktun þar sem þess er krafist að Landssíminn bjóði íbúum Stöðvarfjarðar og byggð- arlaga af svipaðri stærð sí- tengingu/ADSL samband. Boðið er upp á þess háttar tengingu á Fáskrúðsfirði, en Landssíminn býður hana þeim byggð- arkjörnum sem hafa yfir 500 íbúa. Það er sögð gróf og óskiljanleg mismunun að byggðarlög sem í eru færri íbúar skuli þurfa að sætta sig við dýrari og lak- ari þjónustu með ISDN- sambandi. Hægt sé að fá ADSL-tengingu gegn föstu gjaldi á meðan greiða þarf fyrir tvöfalda símnotkun með 128kb/s ISDN. Vilja ADSL Haukur Þórðarson var á leið inn um dyrnarheima hjá sér á Þórshöfn þegar hann sá glitta ístél og fætur á rjúpu sem stóðu út af þakinu. Rjúpan var rannsökuð, hún var ekki með skotsár held- ur virðist hafa flogið beint á þakið og trúlega háls- brotnað, e.t.v. á æðisgengum flótta undan fálkanum, sem þarf ekki lengur að keppa við manninn um rjúp- una. Þar sem húsráðendur voru ekki vitni að atvikinu fór rjúpan ekki í frystikistuna heldur beint í ruslið, með mikilli eftirsjá nú í rjúpnaleysinu. Morgunblaðið/Líney Rjúpa á þakinu Reynir Hjartarsonorti um JóhannesSigfússon, for- mann Landssambands sauðfjárbænda, er sauð- fjárbændur voru styrktir um 140 milljónir: Var hann áður Vinstri grænn vælandi og hörundsár, en eftir styrkinn íhaldsvænn ánægður og fjólublár. Stefán Vilhjálmsson lærði orð í landbúnaðarráðu- neytinu, sem varð kveikjan að fyrirspurn: Eina spurning’ upp ég ber, alveg laus við meiningar: Hvað þykir til að þóknast mér þurfa margar einingar? Þegar auglýsingastofa og Framsóknarflokkurinn fengu verðlaun fyrir vel heppnað markaðsátak orti Pétur Pétursson: Fyrir marga þrálát þraut þóttu kosningarnar, fyrstu verðlaun Framsókn hlaut fyrir blekkingarnar. Fjólublár formaður pebl@mbl.is Hveragerði | Tómatar eru nú ræktaðir allt árið í tilrauna- gróðurhúsi Garðyrkjuskólans en það hefur ekki gerst síðustu ár. Um er að ræða tvö yrki af tómötum sem eru ræktaðir í svonefndri millilýsingu. Notaðir eru 250 W háþrýstir natríum- lampar sem hanga inn á milli plönturaðanna. Auk þess eru notaðir „hefðbundnir“ 400W og 600W lampar sem hanga í lofti gróðurhússins líkt og algengast er. Hugmyndin með millilýs- ingu er að dreifa lýsingunni betur um allt blaðverk plönt- unnar í stað þess að lýsa ein- göngu efstu blöðin. Á þann hátt er vonast til þess að ná betri nýtingu á raforkunni við rækt- un undir lýsingu. Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Holger Hansen, garðyrkjustjóri ylræktar, með rauða og fallega tómata úr fyrstu uppskerunni. Rækta tómata allt árið Ylrækt Keflavík | Þjóðleikhúsið sýnir í kvöld Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonar- son í tíunda skipti í Frumleikhúsinu í Keflavík. Útlit er fyrir að verkið verði sýnt tólf sinnum þar og er það einstakt í sögu Þjóðleikhússins að verk sé sýnt svo oft utan veggja leikhússins. Þjóðleikhúsið frumflutti Græna landið í Frumleikhúsinu 23. október síðastliðinn en verkið er samið fyrir Gunnar Eyjólfs- son og Kristbjörgu Kjeld sem eru úr Keflavík og Njarðvík en auk þeirra leik- ur Björn Thors í sýningunni. Ætlunin var að sýna leikritið nokkrum sinnum í Keflavík og færa það síðan á litla svið Þjóðleikhússins. Verkið sett upp á litla sviðinu eftir áramót Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri segir að aðsókn hafi verið meiri í Kefla- vík en reiknað var með. Í kvöld verður tíunda sýningin og sú ellefta sem átti að vera lokasýning verður á sunnudags- kvöld. Nú hefur verið ákveðið að hafa aukasýningu föstudaginn 28. nóvember. Stefán segir að þetta sé einstakt í sögu Þjóðleikhússins. Oft hafi verið farið í leikferðir út á land og þá leikið einu sinni eða tvisvar á sama stað, í mesta lagi þrisvar sinnum og einstaka sinnum hafi verk verið frumsýnd utan Þjóðleikhúss- ins en þá bara sýnd í eitt eða tvö skipti. Hann segir skemmtilegt hvað vel hafi gengið með Græna landið í Keflavík. Gert er ráð fyrir því að verkið verði tekið til sýninga á litla sviði Þjóðleik- hússins eftir áramót. Þá vonast þjóðleik- hússtjóri til að eftir það verði unnt að setja það upp á fleiri stöðum á lands- byggðinni. Einstakt í sögu Þjóð- leikhússins Græna landið sýnt tólf sinnum í Keflavík Morgunblaðið/Árni Sæberg Græna landið: Gunnar Eyjólfsson og Kristbjörg Kjeld í leikritinu. mbl.isFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.