Morgunblaðið - 20.11.2003, Page 20

Morgunblaðið - 20.11.2003, Page 20
SHMS - Leiðandi á heimsvísu í hótelstjórnun Meðlimur í Sambandi hótelskóla í Sviss Swiss Hotel Management School “Caux-Palace”, 1824 Caux-Montreux (Switzerland) SHMS, einn af stærstu og virtustu hótelstjórnunarskólunum í Sviss, býður þrjár alþjóðlegar námsgráður í þriggja ára námi. * Swiss Æðri diplóma í hótelstjórnun og ferðaþjónustu * Bandaríkin AH og MA diplóma í hótelstjórnun * Bretland BA gráða í hótel- og veitingastjórnun (Hospitality) / Ferðaþjónustu/ Umsjón viðburða og heilsulinda Einnig í boði: Meistaragráða, MBA, framhaldsgráða, nám fyrir fólk með starfsreynslu, sumarnám - möguleiki á mati úr öðrum skólum. * Launaðar lærlingsstöður á hverju námsári * Ráðningarþjónusta eftir námslok * Frábær aðstaða á fyrrum 5* “Caux-Palace” hóteli. Nánari upplýsingar fást hjá: SMHS EUROPE, Rudolfplatz 6, 50674 Koeln, Þýskalandi, sími: +49 - 221 - 258 5210, fax +49 - 221 - 258 5211 NETFANG: SHMSEUROPE@SHMS.COM WWW.SHMS.COM Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund skapti@mbl.is Oddur í Húsdýragarðinum | Eins og undanfarin ár verður þekktur stóðhestur til sýnis í Húsdýragarðinum í vetur. Að þessu sinni verður gæðing- urinn leirljósi Oddur frá Selfossi gestur garðsins. Oddur er fæddur árið 1987, undan hin- um þekkta Kjarval frá Sauðárkróki og Leiru frá Þingdal. Hann hlaut sinn hæsta dóm sem einstaklingur 1994 á Gadd- staðaflötum, þá 7 vetra, með aðaleinkunnina 8,48, 8,10 fyrir sköpulag og 8,86 fyrir hæfi- leika. Oddur hlaut heiðursverðlaun fyrir af- kvæmi á Landsmóti 2002 og þriðja sætið, aðaleinkunn kynbótamats er 121 stig. Hann er nú í eigu Hrossaræktarsambands Vest- urlands, Hrossaræktarsambands A- Húna- vatnssýslu og Einars Öders Magnússonar. Oddur kemur á hús um næstu mán- aðamót og mun dvelja hér fram á vor, gest- um og gangandi til ánægju, enda sannur hagaljómi á ferð, leirljósstjörnóttur og hvít- fextur.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Oddur frá Selfossi. Drengir í skólum | Fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins lögðu fram tillögu á þriðjudag í fræðsluráði Reykjavíkur, um aðgerðir til að bæta stöðu drengja í grunnskólum: „Í ljósi þeirra upplýsinga sem liggja fyrir um stöðu drengja í grunnskólum, og birtast m.a. í niðurstöðum samræmdra prófa og rann- sóknum á líðan og námsframgangi grunn- skólanema, er lagt til að fræðsluráð Reykjavíkur skipi starfshóp til að greina stöðu drengja í reykvískum grunnskólum og leggja fram tillögur til úrbóta. Í hópnum ættu sæti fulltrúar skipaðir af fræðsluráði, en einnig fulltrúar kennara og foreldra.“ Afgreiðslu tillögunnar var frestað, en bókaður stuðningur við hana, um leið og ákveðið var að byrja á því að halda sérstaka ráðstefnu um stöðu drengja í skólum.    Atvinnumál | Á fundi bæjarráðs Ólafs- fjarðar nýlega var lagt fram bréf frá Gunn- ari Þór Gunnarssyni frá síðustu mán- aðamótum, þar sem upplýst er um stofnun tveggja nýrra fyrirtækja í fiskvinnslu í Ólafsfirði. Fyrirtækin vinna aukaafurðir úr fiski og er markmiðið að skapa allt að 15 ný störf. Það væri fyrirtækjunum mikill feng- ur ef Ólafsfjarðarbær sæi sér fært að styrkja uppbyggingu þeirra með ein- hverjum hætti. Sveitarstjórn Aust-urbyggðar hefursent frá sér ályktun þar sem þess er krafist að Landssíminn bjóði íbúum Stöðvarfjarðar og byggð- arlaga af svipaðri stærð sí- tengingu/ADSL samband. Boðið er upp á þess háttar tengingu á Fáskrúðsfirði, en Landssíminn býður hana þeim byggð- arkjörnum sem hafa yfir 500 íbúa. Það er sögð gróf og óskiljanleg mismunun að byggðarlög sem í eru færri íbúar skuli þurfa að sætta sig við dýrari og lak- ari þjónustu með ISDN- sambandi. Hægt sé að fá ADSL-tengingu gegn föstu gjaldi á meðan greiða þarf fyrir tvöfalda símnotkun með 128kb/s ISDN. Vilja ADSL Haukur Þórðarson var á leið inn um dyrnarheima hjá sér á Þórshöfn þegar hann sá glitta ístél og fætur á rjúpu sem stóðu út af þakinu. Rjúpan var rannsökuð, hún var ekki með skotsár held- ur virðist hafa flogið beint á þakið og trúlega háls- brotnað, e.t.v. á æðisgengum flótta undan fálkanum, sem þarf ekki lengur að keppa við manninn um rjúp- una. Þar sem húsráðendur voru ekki vitni að atvikinu fór rjúpan ekki í frystikistuna heldur beint í ruslið, með mikilli eftirsjá nú í rjúpnaleysinu. Morgunblaðið/Líney Rjúpa á þakinu Reynir Hjartarsonorti um JóhannesSigfússon, for- mann Landssambands sauðfjárbænda, er sauð- fjárbændur voru styrktir um 140 milljónir: Var hann áður Vinstri grænn vælandi og hörundsár, en eftir styrkinn íhaldsvænn ánægður og fjólublár. Stefán Vilhjálmsson lærði orð í landbúnaðarráðu- neytinu, sem varð kveikjan að fyrirspurn: Eina spurning’ upp ég ber, alveg laus við meiningar: Hvað þykir til að þóknast mér þurfa margar einingar? Þegar auglýsingastofa og Framsóknarflokkurinn fengu verðlaun fyrir vel heppnað markaðsátak orti Pétur Pétursson: Fyrir marga þrálát þraut þóttu kosningarnar, fyrstu verðlaun Framsókn hlaut fyrir blekkingarnar. Fjólublár formaður pebl@mbl.is Hveragerði | Tómatar eru nú ræktaðir allt árið í tilrauna- gróðurhúsi Garðyrkjuskólans en það hefur ekki gerst síðustu ár. Um er að ræða tvö yrki af tómötum sem eru ræktaðir í svonefndri millilýsingu. Notaðir eru 250 W háþrýstir natríum- lampar sem hanga inn á milli plönturaðanna. Auk þess eru notaðir „hefðbundnir“ 400W og 600W lampar sem hanga í lofti gróðurhússins líkt og algengast er. Hugmyndin með millilýs- ingu er að dreifa lýsingunni betur um allt blaðverk plönt- unnar í stað þess að lýsa ein- göngu efstu blöðin. Á þann hátt er vonast til þess að ná betri nýtingu á raforkunni við rækt- un undir lýsingu. Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Holger Hansen, garðyrkjustjóri ylræktar, með rauða og fallega tómata úr fyrstu uppskerunni. Rækta tómata allt árið Ylrækt Keflavík | Þjóðleikhúsið sýnir í kvöld Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonar- son í tíunda skipti í Frumleikhúsinu í Keflavík. Útlit er fyrir að verkið verði sýnt tólf sinnum þar og er það einstakt í sögu Þjóðleikhússins að verk sé sýnt svo oft utan veggja leikhússins. Þjóðleikhúsið frumflutti Græna landið í Frumleikhúsinu 23. október síðastliðinn en verkið er samið fyrir Gunnar Eyjólfs- son og Kristbjörgu Kjeld sem eru úr Keflavík og Njarðvík en auk þeirra leik- ur Björn Thors í sýningunni. Ætlunin var að sýna leikritið nokkrum sinnum í Keflavík og færa það síðan á litla svið Þjóðleikhússins. Verkið sett upp á litla sviðinu eftir áramót Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri segir að aðsókn hafi verið meiri í Kefla- vík en reiknað var með. Í kvöld verður tíunda sýningin og sú ellefta sem átti að vera lokasýning verður á sunnudags- kvöld. Nú hefur verið ákveðið að hafa aukasýningu föstudaginn 28. nóvember. Stefán segir að þetta sé einstakt í sögu Þjóðleikhússins. Oft hafi verið farið í leikferðir út á land og þá leikið einu sinni eða tvisvar á sama stað, í mesta lagi þrisvar sinnum og einstaka sinnum hafi verk verið frumsýnd utan Þjóðleikhúss- ins en þá bara sýnd í eitt eða tvö skipti. Hann segir skemmtilegt hvað vel hafi gengið með Græna landið í Keflavík. Gert er ráð fyrir því að verkið verði tekið til sýninga á litla sviði Þjóðleik- hússins eftir áramót. Þá vonast þjóðleik- hússtjóri til að eftir það verði unnt að setja það upp á fleiri stöðum á lands- byggðinni. Einstakt í sögu Þjóð- leikhússins Græna landið sýnt tólf sinnum í Keflavík Morgunblaðið/Árni Sæberg Græna landið: Gunnar Eyjólfsson og Kristbjörg Kjeld í leikritinu. mbl.isFRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.