Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 21
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 21 #33 LISTASAFN REYKJAVÍKUR ICELAND REVIEW ÁSKRIFTARSÍMI 512-7517 askrift@icelandreview.com HVERS VEGNA ÍSLAND? 40 ÁSTÆ‹UR Hefur þú tjáningarfrelsi? Er faglegu sjálfstæði þínu ógnað? Bandalag háskólamanna og Læknafélag Íslands bjóða til málþings um Tjáningarfrelsi og faglegt sjálfstæði háskólamanna klukkan 13:30 í dag á Grand Hóteli Reykjavík Dagskrá: 13:30 Málþing sett: Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands. 13:45 Erindi: Einar Páll Tamimi, lektor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. 14:15 Erindi: Jón Ásgeir Sigurðsson, formaður starfsmannasamtaka Ríkisútvarpsins. 14:30 Erindi: Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 14:45 Erindi: Sigurður Guðmundsson, landlæknir og varaformaður Félags forstöðumanna. 15:00 Kaffihlé 15:30 Pallborðsumræður. Þátttakendur: Bryndís Hlöðversdóttir, alþingismaður. Hafdís Ólafsdóttir, forstöðumaður nefndasviðs Alþingis. Gísli Tryggvason, hdl. og framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna. Ína Björg Hjálmarsdóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga. Magnús Jónsson, veðurstofustjóri. Pallborðsumræðum stjórnar Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur. 16:45 Málþingi slitið – Halldóra Friðjónsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna. Málþingið er öllum opið BHM og Læknafélag Íslands hvetja alla félagsmenn sína og aðra áhugasama að koma til málþings og taka virkan þátt í umræðunni. FRÁ Garðaskóla berast undarleg hljóð, trommusláttur og draugalegt væl. Í gangi eru Gagn og gaman-dagar. Skólabókunum hefur verið hent til hliðar og nemendur, kennarar og annað starfsfólk skemmta sér saman. Nemendur völdu sig í hópa eftir áhugasviðum. Þrjátíu stelpur stíga dans í gryfjunni og strákar berja á trommur. Hópur veiði- áhugamanna lærir um stangveiði og fluguköst. Golfspilarar keppa á meðan aðrir fræðast um snyrtimennsku og heim Harry Potter og vina hans. Hópur nem- enda er í útilegu og fer í fjallgöngu, syng- ur og skemmtir sér saman. Margir nem- endur eru á ferðinni með sínum hópi hvort sem það er á hestbaki, skoða torfærubíla, fara í körtubílaakstur, í fjallaklifur eða í „paintball“. Margt fleira er í boði og allir finna eitthvað við sitt hæfi. Um allan skól- ann er líf og fjör, nemendur að föndra og skemmta sér í góðum hópi vina sinna. Allir eru sammála um að nauðsynlegt sé að brjóta upp hefðbundið skólastarf í ein- hverja daga á ári og leyfa nemendum og kennurum að skemmta sér saman og hafa gagn og gaman af. Fyrir hönd nemenda Garðaskóla Garða- bæ; Heiða Björg Vernharðsdóttir 9. RE, fréttamaður Gagn og gaman frétta. Stutt frásögn frá nemendum Garðaskóla Garðabær | Gagn og gaman dagar voru haldnir í síðustu viku í tengslum við afmæli Garðaskóla, en dagarnir hafa lengi verið liður í árvissu starfi skólans. Kennarar og annað starfsfólk undirbúa dag- skrá hópastarfs og margir frægir einstaklingar úr samfélaginu koma í heimsókn til að miðla kunnáttu sinni og þekkingu til þátttakenda. Helga Braga, leikkona og maga- dansmær, kenndi þannig maga- dans á meðan Anna Heiða Páls- dóttir doktor í bókmenntafræði fræddi hóp áhugasamra um Harry Potter, um persónur og sögu hans. Einnig kynntist unga fólkið lík- amsrækt, fótbolta, boxi, glímu og karate, starfi stílista og fleiri áhugaverðum hlutum. Einnig var unnið að undirbún- ingi fyrir Stíl, fatahönnunarkeppni grunnskólanna, auk þess sem nem- endur æfðu förðun og saumaskap. Þeir sem áhuga hafa á handverki smíðuðu fallega hluti með smíða- og textílkennurum. Þröstur Guðmundsson, aðstoð- arskólastjóri Garðaskóla, segist af- ar ánægður með útkomu daganna. „Þetta gekk mjög vel og allt var mjög jákvætt. Þetta eru svona dagar þegar allir fara í annað hlut- verk. Bæði kennarar og nemendur fara í allt önnur föt. Til dæmis er- um við með kennara sem er mikil bogaskytta og kenndi nemendum bogfimi. Þetta léttir óskaplega lífið. Önn- in er löng og það er nauðsynlegt að brjóta þetta upp öðru hvoru. Þess- ir dagar eru hugsaðir til þess. Einn hópur hér kynnti sér framandi menningarheima og heimsótti al- þjóðahúsið. Annar prófaði ýmis- legt ljúffengt og framandi í mat- argerðarlist. Enn einn hópurinn var að skoða hernámsminjar á Reykjavíkursvæðinu og fór vítt og breitt í þeim tilgangi. Alls voru þetta um þrjátíu hópar sem krakk- arnir völdu sig í.“ Bumbur voru barðar og tónlistin hljómaði hátt í Garðaskóla. Það er ekkert grín að lenda í bílveltu og fengu nemendur að prófa það. Gagn og gaman í Garðaskóla Endurskinsmerki | Allt of fáir nota endurskinsmerki í umferðinni, rétt rúmur helmingur skólabarna og næstum enginn fullorðinn. Þetta kom fram í könnun sem Slysavarna- félagið Landsbjörg gerði fyrir skömmu á notkun endurskins- merkja við strætisvagnaskipti- stöðvar og fyrir utan grunnskóla. Einungis sex prósent þeirra sem tóku strætó voru með endurskins- merki, en um fimmtíu og fimm pró- sent grunnskólabarna. Þó var ljóst að eldri börn notuðu mun síður end- urskinsmerki en þau yngri. Fæst börnin voru með end- urskinsmerki sem sett voru á eftir á, en mun fleiri voru með endurskins- merki sem fylgdu fatnaði eða skóla- töskum. Það sýnir mikilvægi þess að foreldrar velji hlífðarfatnað og skólatöskur með endurskini fyrir börn sín. Árlega verða slys á gangandi veg- farendum þar sem bílstjórar sjá ekki hinn gangandi fyrr en of seint og oft eru akstursskilyrði þannig að lítið er hægt að gera til að forða slysi. Aðili með endurskinsmerki sést allt að fimm sinnum fyrr en sá sem ekki hefur endurskinsmerki. Því er mik- ilvægt að brýna fyrir bæði for- eldrum og börnum að sýna ábyrgð og nota endurskinsmerki. BORGARRÁÐ staðfesti á dögunum samning sem gerður hefur verið við Skotfélag Reykjavíkur og Skot- veiðifélag Reykjavíkur og nágrenn- is, Skotreyn, um aðstöðu fyrir fé- lögin í Álfsnesi. Alls er um að ræða 40 hektara spildu á norðvest- urhluta nessins. Með samningnum skuldbindur Reykjavíkurborg sig til að leggja 30 milljónir króna til uppbyggingar á svæðinu, en þar verða æf- ingasvæði fyrir haglabyssu- og riff- ilskotfimi. Á Álfsnesi er einnig æf- inga- og keppnissvæði vélhjólamanna. Þá var nýverið gengið frá samningi við Skotfélag Reykjavíkur um skotaðstöðu innan- dyra í Egilshöllinni.    Morgunblaðið/Ingó Stórbætt aðstaða skotmanna Hafnarfjörður | Samtökin Regn- bogabörn, fjöldasamtök um einelti, voru stofnuð þann sextánda nóv- ember 2002. Nýlega var haldið upp á árs afmæli samtakanna í þjónustumiðstöð þeirra í Mjósundi 10 í Hafnarfirði. Fjölmargir gestir mættu til að samfagna afmæl- isbarninu og var þeim boðið upp á kaffi og tertur, grillaðar pylsur og gos. Eva María Jónsdóttir veislu- stjóri bauð fólk velkomið til veislu. Síðan tóku við ávörp, vígsla hús- næðisins og blessun, enda um mikilvægt starf að ræða. Einnig fengu samtökin afhent peningatré með 120 þúsundköllum. Setningin endaði svo á hátíð- arræðu Lúðvíks Geirssonar, bæj- arstjóra Hafnarfjarðar, sem sagði frá kynnum sínum af Stefáni Karli og hvernig hefði verið að fylgjast með uppbyggingu og starfi Regn- bogabarna. Sagðist Lúðvík stoltur af framtaki og árangri þessa unga Hafnfirðings og þeirra fjölmörgu sem hafa tekið þátt í starfinu. Freyja Friðbjarnardóttir, segist afar ánægð með viðtökur og þann fjölda sem kom til að samfagna samtökunum. „Það komu um tvö hundruð manns hingað þennan dag og heilsuðu upp á okkur. Þetta var alveg einstaklega ánægjulegur dagur, það er svo góð sál og góður andi í þessum húsakynnum. Við vorum nátt- úrulega að bjóða fólki til þess að þakka því fyrir stuðninginn. Við buðum öllum helstu styrktarað- ilum og styrktarfélögum Regn- bogabarna. Ég vil bara koma á framfæri þakklæti til allra vel- unnara okkar.“ Í Húsinu, þjónustumiðstöð Regnbogabarna, er opið frá tíu til fjögur alla virka daga og er þar veitt ráðgjöf bæði á staðnum og í síma. Regnbogabörn bjóða einnig upp á fyrirlestra og námskeið um einelti og leiðir til úrbóta, sjálfs- mynd og einnig leiðbeiningar til uppalenda til að auka færni þeirra. Samtökinhafa innan sinna vébanda sérmenntað starfsfólk sem sérhæfir sig í málefnum ein- eltis og samskipta barna. Regn- bogabörn hafa einnig tekið á sig nokkur stór forvarnarverkefni, þar á meðal verkefnið Skólavin, sem stefnir á að auka gæði gæslu á skólalóðum. Einnig hafa Regn- bogabörn staðið fyrir forvarn- arverkefninu „Ýma tröllastelpa – ég vil fá að vera ég sjálf“, sem er forvarnarverkefni um einelti í höndum Ólafíu Hrannar Jóns- dóttur og Halldóru Geirharðs- dóttur. Hefur verið haft orð á því hversu vel leikkonunum tekst að flétta saman skemmtun og boð- skap. Öflugu starfi fagnað Regnbogabörn eins árs Morgunblaðið/Þorkell Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur Lindasóknar, bless- aði samtökin á þessum tímamótum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.