Morgunblaðið - 20.11.2003, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 20.11.2003, Qupperneq 22
AKUREYRI 22 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                         !"   ###$     $  %$    !"    & ' (      )  * +'   ,      -  +  # ' $ .        '    .  '.   '           //$  + 0        % -        Aðalfundur Golfklúbbs Akureyrar árið 2003 verður haldinn að Jaðri fimmtudaginn 27. nóvember kl. 20.00 Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu ári. 2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram. 3. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar. 4. Kosning stjórnar og varamanna í stjórn. 5. Kosning og/eða tilnefning í aðrar nefndir samkvæmt 8. grein. 6. Kosnir tveir endurskoðendur og einn til vara. 7. Önnur mál. Stjórnin. AÐALFUNDUR „ÞAÐ er lífsstíll að reykja ekki, góður lífsstíll sem mun skila ykkur miklu í framtíðinni,“ sagði Úlfar Björnsson skólastjóri í Glerárskóla, en Þorgrímur Þráinsson fram- kvæmdastjóri Tóbaksvarnanefndar veitti skólanum viðurkenningu í til- efni af því að nemendur Gler- árskóla eru reyklausir. Þorgrímur sagði að vitað væri um þó nokkuð marga reyklausa skóla, en líklega væri Glerárskóli þeirra fjölmenn- astur með tæplega 500 nemendur. „Þetta er góður árangur og til marks um að hér er unnið öflugt forvarnarstarf,“ sagði Þorgrímur, en hann benti einnig á að í skól- anum væri stundað öflugt íþrótta- starf sem skilaði sér, „þannig að krakkarnir hafa þá minni tíma til að velta öðru fyrir sér,“ eins og hann komst að orði. Þorgrímur sagði í ávarpi til nemenda skólans að framtíðin væri í þeirra höndum, „framtíðin veltur á manni sjálfum,“ sagði hann og benti krökkunum á að þeir væru sterkir sjálfstæðir einstaklingar, „sem sýnir sig í því að þið hafið ákveðið að reykja ekki.“ Úlfar skólastjóri hvatti nem- endur sína til að halda áfram á sömu braut, halda í þann lífsstíl að vera reyklaus. Þorgrímur las svo upp úr nýj- ustu bók sinni, Svalasta 7an, sem er sautjánda bók hans. Stóra upp- lestrarkeppnin í 7. bekk var jafn- framt sett í Glerárskóla af þessu tilefni og er þetta í fjórða sinn sem nemendur skólans taka þátt í henni. Sérstök rækt verður lögð við vandaðan upplestur og fram- burð, en þegar nær dregur lokum keppninnar verða fulltrúar skólans valdir. Lokahátíðin fer fram í mars á næsta ári. Glerárskóli er að öllum líkindum fjölmennasti reyklausi skóli landsins Lífsstíll að reykja ekki Morgunblaðið/Kristján Til hamingju: Þorgrímur Þráinsson, framkvæmdastjóri Tóbaksvarn- arnefndar, afhenti viðurkenningarskjal. Guðrún Hrönn Guðmundsdóttir, í 10. bekk, er formaður nemendaráðs og Úlfar Björnsson t.h. er skólastjóri. Arkitektar á nýrri öld | Þrír arki- tektar, Fanney Hauksdóttir, Hlédís Sveinsdóttir og Gunnar B. Stef- ánsson, FÍA, halda sameiginlegan fyrirlestur í Safnaðarheimili Ak- ureyrarkirkju í kvöld, fimmtudag- kvöldið 20. nóvember, og hefst hann kl. 20. Fyrirlesturinn mun fjalla um þá fersku vinda sem blása í íslensk- um arkitektúr á nýrri öld segir í frétt um fyrirlesturinn. Þá munu arkitektarnir kynna verk sín. Fann- ey er einn eigenda Arkitekta- og verkfræðistofunnar AVH en þau Hlédís og Gunnar starfa hjá EON arkitektum. Athafnakonur | Sýninga- og ráð- stefnuröðin Athafnakonur hefur verið á ferð um landið undanfarnar vikur og er röðin nú komin að Ak- ureyri. Á morgun, föstudag, verður sýning í Ketilhúsinu, en þar verða fyrirtæki sem eru í eigu kvenna og fengið hafa styrk úr kvennasjóði með sýningu og kynningu á starf- semi sinni. Þau eru afar fjölbreytt, allt frá útsaumi til gróðursetn- ingavéla, frá heilsuvörum til hug- búnaðar. Hátt í 130 sýnendur verða á Akureyri auk þess sem fleiri senda sýnishorn eða kynningarefni um sína starfsemi án þess að for- svarskonur þeirra verði á staðnum.    Jólasala | Hlífarkonur verða með sölu á kökum, jólakúlum og jóla- kortum á Glerártorgi föstudaginn 21. nóvember frá kl. 14.00. Allur ágóði af sölunni rennur til styrktar tækjakaupum fyrir barnadeild F.S.A. Félagskonur mæti með brauð og kökur kl. 14.00 á Glerártorg.    Framkvæmdir | Tvö tilboð bárust í verkið „Aðalstræti endurbygging við Minjasafn“ og voru þau bæði nokkuð yfir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á tæpar 9,9 milljónir króna. G. Hjálmarsson hf. bauð um 11,8 milljónir króna í verkið, eða um 119% og GV Gröfur ehf. buðu rúmar 12 milljónir króna, eða tæp 122%. Framkvæmdaráð samþykkti að ganga til samninga við G. Hjálm- arsson um verkið.    ALLT útlit er fyrir að Akureyring- um fjölgi um 200 á þessu ári að því er fram kom í máli Kristjáns Þórs Júl- íussonar bæjarstjóra við fyrri um- ræðu um fjárhagsáætlun bæjarsjóðs á fundi bæjarstjórnar. Hann sagði að á árinu yrðu teknar í notkun 150 nýj- ar íbúðir. „Þá er staðan sú að á sl. 6 árum hefur Akureyringum fjölgað um rúmlega 1.000 manns og um 730 íbúðir hafa á sama tíma verið teknar í notkun,“ sagði Kristján Þór. Hann gerði íbúaþróun og íbúða- byggingar að umtalsefni í ræðu sinni og sagði þykja góða mælistiku á vöxt og viðgang sveitarfélags „og óhætt að fullyrða að vöxtur á því sviði hér í bæ er mikill og við getum öll verið stolt af,“ sagði bæjarstjóri. Hann benti á að það skyti skökku við að þurfa að telja fólki trú um að þetta væri í raun og veru eðlilegt og sjálf- sagt í bæjarfélagi sem hefði jafngóða möguleika til vaxtar og Akureyri. „Margsinnis hef ég verið spurður að því hvernig í ósköpunum standi eig- inlega á öllum þessum íbúðabygg- ingum í bæjarfélaginu. Hverjir eigi nú að flytja inn í allar þessar íbúðir. „Þetta getur bara ekki gengið upp“ er sá tónn sem ég hef heyrt öðru hvoru sleginn undanfarin 3–4 ár,“ sagði bæjarstjóri, en sagði raunveru- leikann þann að íbúum hefði fjölgað um 1.000 á sama tíma og teknar hefðu verið í notkun 730 íbúðir. „Uppsveiflan á Akureyri hefur verið mikil undanfarin ár og eðlilegt er að við horfum bjartsýn fram á veginn,“ sagði Kristján Þór. Vissu- lega bæri að sýna fulla aðgát og taka alvarlega ábendingum um veikleika sem kynnu að leynast, en úrtölu- raddir og svartsýnistal væri ekki besti áttavitinn, hvorki í siglingu í lé- legu skyggni né heiðríkju. Bæjarstjóri sagði að ef forsendur fjárhagsáætlunar stæðust væri ljóst að haldið yrði áfram öflugri og metn- aðarfullri grunnþjónustu bæjarins og benti á að miklum fjármunum hefði verið varið til uppbyggingar á liðnum árum, einkum á sviði fræðslu-, menningar- og tómstunda- mála og svo yrði enn um sinn. Í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2004 er gert ráð fyrir að út- svar nemi 3.133 milljónum króna, fasteignaskattur er áætlaður 440 milljónir og framlag úr Jöfnunar- sjóði sveitarfélaga um 370 milljónir. Skatttekjur bæjarins vaxa um 200 milljónir króna milli ára, verða sam- tals um 5,5 milljarðar. Aukningin hverfur strax í tvær meginstærðir, 130 milljón króna kostnað við rekst- ur nýrra bygginga og vegna launa- hækkunar starfsmanna. Gjöld án fjármagnsliða eru áætluð tæpir 5,7 milljarðar. Bæjarbúum hefur fjölgað um rúmlega 1000 á 6 árum Um 730 nýjar íbúðir teknar í notkun á sama tíma FULLTRÚAR frá Hetjunum, að- standendum langveikra barna á Ak- ureyri og nágrenni, afhentu for- svarsmönnum Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri undirskriftalista með rúmlega 100 nöfnum í gær, þar sem mótmælt er þeim ákvörðunum sem yfirvöld sjúkrahússins hafa tekið um breyt- ingar á barnadeildinni. Stöður leik- skólakennara og iðjuþjálfa á deild- inni verða m.a. lagðar niður frá og með 1. janúar 2004. Sonja Björk Elíasdóttir, stjórn- armaður í Hetjunum, afhenti Hall- dóri Jónssyni, forstjóra FSA, undir- skriftalistana í húsnæði barnadeildar. Hún sagði við það tækifæri að ástæða þess að ráðist hafi verið í að safna undirskriftum væri sú að það væru fyrst og fremst börn þeirra sem standa að Hetj- unum, sem þyrftu á þjónustu barna- deildar að halda. Halldór Jónsson sagði að fram- kvæmdastjórn spítalans hefði farið í niðurskurð að vandlega athuguðu máli. Hann sagði að vinna stjórn- enda spítalans snerist m.a. um það að ná í aukið fjármagn til þess að auka þjónustu spítalans og að bæta þá þjónustu sem fyrir er. Stjórn- endur stofnunarinnar þyrftu jafn- framt að nýta þá fjármuni sem henni eru ætlaðir sem allra best. Breytingum mótmælt Í formála með undir- skriftalistunum kemur m.a. fram að leikskóla- kennari barnadeildar spili stórt hlutverk í lífi barna meðan á dvöl þeirra stendur yfir. Börn á sjúkrahúsi eigi rétt á að hafa aðgang að leik og kennslu og skal yfirum- sjón með hinum uppeld- islega hluta vera í hönd- um leikskólakennara og kennara. Hetjurnar benda á að rétt hafi verið að taka aðeins til á barnadeildinni, þá með tilliti til fjölda starfsfólks, eins og það er orð- að. „Hins vegar teljum við hreins- unardeildina hafa ofgert. Sjúkralið- ar hafa m.a. sinnt því mikilvæga starfi að leysa foreldra af, svo þeir komist aðeins frá. Teljum við því nauðsynlegt að endurskoða þær uppsagnir sem hafa átt sér stað.“ Morgunblaðið/Kristján Vér mótmælum: Sonja Björk Elíasdóttir afhenti Halldóri Jónssyni forstjóra undirskriftalistana. Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.