Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 23
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 23 HITABLÁSARAR Reykjavík: Ármúla 11 - sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - sími 461-1070 Suðurnes | Ákveðið hefur verið að sorptunnur Suðurnesjamanna verði losaðar á tíu daga fresti í framtíðinni. Þá mun verktaki sveitarfélaganna ekki taka sorp frá fyrirtækjum. Kalka, ný sorpeyðingarstöð sem sveitarfélögin á Suðurnesjum eru að koma upp í Helguvík, verður tekin í notkun í janúar. Í tengslum við undirbúning nýju starfseminn- ar var sagt upp samningi við Njarðtak ehf. sem annast hefur sorphirðu á Suðurnesjum í tuttugu ár og sorphirðan boðin út að nýju. Jafnframt verða gerðar nokkrar breytingar á fyrirkomulagi sorp- hirðunnar. Að sögn Guðjóns Guðmundsson- ar, framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum, sem reka Sorpeyðingarstöð Suður- nesja, verða sorptunnur íbúanna losaðar á tíu daga fresti en það hefur verið gert vikulega til þessa. Segir Guðjón þetta gert í sparnað- arskyni. Mikilvægt sé að draga úr kostnaði við sorphirðuna vegna þess að kostnaður við eyðingu sorpsins aukist með tilkomu nýrr- ar og fullkominnar sorpeyðingar- stöðvar. Jafnframt verður hætt að taka sorp hjá fyrirtækjum. Guðjón segir að sveitarfélögunum sé nú ekki lengur skylt að þjóna fyr- irtækjum með þessum hætti og raunar óheimilt að niðurgreiða sorphirðu þeirra og því hafi aðeins sorphirða heimilanna verið boðin út. Sorphirðan er boðin út til fimm ára. Uppsetning mótttöku-, flokk- unar- og sorpeyðingarstöðvar í Helguvík er á lokastigi. Unnið er að frágangi húss og lóðar og upp- setningu vélbúnaðar. Vélarnar verða prófaðar á næstu vikum og stöðin tekin í notkun um áramót. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Brennslan undirbúin: Unnið er að frágangi lóðar og húss móttöku- og sorpeyðingarstöðvarinnar Kölku í Helguvík. Tunnurnar losaðar á tíu daga fresti Sorphirða fyrir heimilin hefur verið boðin út Reykjanesbær | „Við viljum efla almennan tónlistaráhuga með því að bjóða upp á áhugaverða tón- leika,“ segir Una Steinsdóttir, formaður Tónlistarfélags Reykja- nesbæjar sem tekið hefur til starfa að nýju eftir nokkurra ára hlé. Markmiðið að kynna og efla tónlist Tónlistarfélag Keflavíkur var stofnað 1957 og var í mörg ár virkt í tónlistarlífi bæjarins. Það hefur þó ekki verið starfandi síð- ustu sjö ár eða svo. Að frum- kvæði Valgerðar Guðmunds- dóttur menningarfulltrúa var félagið nú endurvakið sem Tón- listarfélag Reykjanesbæjar á fundi í fyrrakvöld og kosin ný stjórn. Una Steinsdóttir, útibús- stjóri Íslandsbanka í Keflavík, er formaður og með henni í stjórn eru Aðalheiður Gunn- arsdóttir, Dagný Gísla- dóttir, Ellert Eiríksson og Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir. „Ég kem að þessu félagi sem áhugamað- ur um tónlist. Ég starfaði í þessu sama tónlistarfélagi fyrir alllöngu síðan þegar ég var nemandi í Tón- listarskóla Keflavík- ur,“ segir Una Steins- dóttir. Tilgangur félagsins er að kynna, efla og útbreiða tónlist í Reykjanesbæ. „Við lítum á félag- ið sem samstarfsvettvang áhuga- manna um tónlistar- líf í Reykjanesbæ,“ segir Una. Hún seg- ir að stjórn félags- ins muni setja sér raunhæf markmið og starfi náið með menningarfulltrúa Reykjanesbæjar við skipulagningu tón- leika. Þrennir tónleikar á ári „Stjórnin hefur sett sér það mark- mið að auka al- mennan áhuga á tónleikasókn á svæðinu. Það á við um okkur eins og íbúa annarra bæjarfélaga sem liggja nálægt höfuðborginni að við erum oft dugleg við að sækja tónleika og aðra menningar- viðburði þar en horfum okkur ekki nær. Við þurfum að hafa áhrif á það að þessi þróun verði ekki varanleg,“ segir Una. Hún segir stefnt að því að bjóða upp á þrjá fasta tónleika á ári og reynt verði að tímasetja þá þannig að ekki rekist á við annan tónlist- arflutning á svæðinu enda segir hún að framboðið sé mikið jafnt tónleikar sem Reykjanesbær stendur fyrir, tónlistarskólarnir og kórarnir. Fyrstu tónleikarnir á vegum Tónlistarfélags Reykjanesbæjar verða með Kammersveit Reykja- víkur í Ytri-Njarðvíkurkirkju 4. desember næstkomandi. Þá er verið að skipuleggja nýárstón- leika í Duushúsum í janúar. Starfsemi Tónlistarfélags Reykjanesbæjar endurvakin eftir sjö ára hvíld Una Steinsdóttir Viljum efla almennan tónlistaráhuga Keflavík | Listasafn Reykjanes- bæjar stendur fyrir sýningu á steinskúlptúrum Árna Johnsen í Duushúsum í Keflavík síðar í vet- ur. Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar, stendur fyrir sýningunni. Hún seg- ist hafa frétt að Árni Johnsen væri að vinna að þessum verkum og gert sér ferð vestur á Kvíabryggju til að skoða gripina. Eftir það hafi hún falast eftir að fá verkin til sýn- ingar, þegar þar að kæmi. Stefnt er að opnun sýningarinn- ar í lok janúar. Hún verður í Gryfj- unni, óinnréttuðum sal í Duushús- um, við hliðina á sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar. Ekki hefur verið ákveðið hversu lengi sýningin verður opin en Valgerður reiknar með að það verði í til- tölulega stuttan tíma. Valgerður tekur fram að Reykja- nesbær hafi ekki keypt verkin og beri hvorki kostnað af flutningi þeirra frá Grundarfirði né geymslu í Njarðvík. Segist hún hafa fengið inni fyrir sýningargripina í horni geymslu sem víkingaskipið Íslend- ingur hafi þar yfir að ráða. Málið var rætt á fundi bæjar- stjórnar Reykjanesbæjar í fyrra- kvöld vegna fyrirspurnar fulltrúa minnihlutans. Spyrja þeir um ákvörðun um sýningu verkanna og hvort Reykjanesbær kosti flutning þeirra og geymslu. Fyrirspurnin verður á dagskrá fundar bæjar- stjórnar 2. desember. Steinskúlp- túrar Árna sýndir í Duushúsum Morgunblaðið/RAX Á leiðinni: Fimm vörubíla þurfti til að flytja verk Árna úr Grundarfirði. Djass í Duushúsum Keflavík | Djasskvartett Ómars Guðjónssonar verður með tónleika í sal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum í dag, fimmtudag, kl. 20. Kvartettinn skipa, auk Ómars sem leikur á gítar, Óskar Guð- jónsson sem spilar á tenórsaxófón, Jóhann Ásmundsson á kontrabassa og Helgi Svavar Helgason á tromm- ur. Kvartettinn lék síðast á Djasshá- tíð Reykjavíkur. Ómar Guðjónsson starfar sem kennari við Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar. Tónleikarnir njóta stuðn- ings Reykjanesbæjar og kostar að- gangur 800 kr. en frítt er fyrir nemendur tónlistarskóla bæjarins.    Lífsins ljóð | Út er komin platan Lífsins ljóð. Gerðahreppur gefur hana út í tilefni af vöru- og þjón- ustusýningunni Garð- urinn byggða bestur sem haldin var í síð- asta mánuði til að minnast 95 ára afmæl- is hreppsins. Tvö lög eru á plötunni, bæði flutt af hljómsveitinni Grænum vinum og Birtu Rós Arnórsdóttur söngkonu. Lífsins ljóð er eftir Þorstein Egg- ertsson og Jóhönnu Fjólu Ólafs- dóttur og Garðurinn er bestur er texti Sigrúnar Oddsdóttur við erlent lag. Lífsins ljóð var samið í tilefni af- mælisins á dögunum og frumflutt við það tækifæri. Garðurinn er bestur var samið í tilefni af 80 ára afmæli Gerðahrepps fyrir fimmtán árum. Platan er til sölu á skrifstofu Gerðahrepps og í íþróttamiðstöðinni í Garði. www.thjodmenning.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.